Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 3-..............-..-.... Um stór- borgarlíf / I New York keyrirenginn neitt. Þarsér / heldur enginn neitt. Iþessari borg eru allir í eigin heimi. On the bottom of the Atlantic Ocean lies a railroad made of human bones,“ var sungið á Union Square í New York-borg 1. maí. En þetta var bara viðlagið. Um- fjöllunarefni söngsins var emb- ættisfærsla hins umdeilda borgar- stjóra, Rudolphs Giulianis. Hann hefur vissulega breytt borginni til hins betra, hún er bæði öruggari og hreinni en hún hefur verið í langan tíma, en það eru ekki allir sáttir við aðferðirnar. Af söng þel- dökka blúsbandsins á Union Square að dæma liggja fómar- lömb umbótanna á víð og dreif um borgina, limlest, heimilislaus, mat- arlaus, vonlaus. „Giuliani, þú átt illt eitt skilið!“ Hrumur söngvarinn stóð í keng uppi á bílpalli ásamt þremur jafn- öldrum sínum, að því er virtist, bassaleikara, trommuleikara og Uinunnc gítarleikara. VIOnOKF Fjórum dög- „ - . umfyrrhafði Eft^Þrost Giuliani til- e gason kynnt að hann væri með krabbamein í blöðru- hálskirtli. Samúðarbylgja fór um fjölmiðlana, en hér var engin miskunn sýnd. Borgarstjóranum var óskað til andskotans í langri þulu. Naprara níð hef ég aldrei heyrt. Að flutningi loknum hylltu fundargestir, sem náðu vart hálfu hundraði, fjórmenningana með lófaklappi og skrækjum sem rétt yfirgnæfðu ógurlegt eilífðarfret blikkbeljanna í borginni. Aðrir brostu í kampinn eða létu sér fátt um finnast. Sumir litu aldrei upp, lásu blöðin eða skoðuðu eigin hug með þessu svakalega yfirvegaða tómlæti stórborgarbúans. Borgin er orðin svo örugg að eina áreitið sem maður verður fyr- ir er af launafólki að mótmæla bágum kjörum. Hluti starfsmanna hins volduga nútímalistasafns borgarinnar (MoMA) voru í verk- falli og stöðvuðu alla þá sem ætl- uðu inn; þau sögðu að launakjör í safninu væru aftan úr fomöld, ólíkt dýrgripum nútímans sem safnið byggir mikilleik sinn á. Flestir brostu tómlega við verk- fallsmönnum og héldu sína leið inn í safnið. Þetta voru sennilega heimamenn. Aðrir - og það voru sennilega túristarnir - stöldruðu við og samþykktu að líma á sig rauðan miða sem á stóð: Vér mót- mælum! (Var einhver að tala um upplausn andstæðna, þögn fjöld- ans og endalok sögunnar?) New York er augljóslega orðin öruggari. Það hefur annars alitaf verið ákveðin mótsögn í því að segja þessa frámunalega vel skipulögðu og auðrötuðu borg hættulega. Hvemig geta hlutimir farið úrskeiðis þar sem nánast allt er homrétt? Hvemig geta vitleys- ingar og bijálaðir glæpamenn þrifist í jafn röklegu umhverfi? Svarið liggur í augum uppi. Þeir þrífast ekki þama og þess vegna em þeir hættulegir. Og það em margir sem ekki þrífast í þessari borg, ef marka má ræðuhaldara á Union Square. Það er fólk sem er ekki stillt inn á þetta meistaraverk mannsins, þekkir ekki kennileiti í manngerðu landslagi. Þetta er erfið borg og samhengið framandi fyrir marga. Giuliani hefur sannarlega hreinsað borgina, meira að segja hinir heimilislausu sjást ekki á götunum. David Dinkins, fyrrver- andi borgarstjóra, gekk illa að glíma við þá. Fræg er innrás óeirðalögreglu í Tompkins Square Park í júní 1991 þar sem heimilis- lausir, pönkarar, andófsmenn og aðrir miður æskilegir þegnar höfðu tekið sér bólfestu. Það tókst að hreinsa garðinn en Dinkins tókst ekki að hreinsa götur borg- arinnar af flækingum og fékk að héyra það í leiðaraskrifum New York Times. Nú sjást þeir hvergi. Giuliani hefur hreinsað borgina. Að minnsta kosti á yfirborðinu. Sagt er að undir yfirborði borgar- innar þrífist annað og ekki síður fjölskrúðugt samfélag, samfélag þeirra sem hefur verið sópað af götum borgarinnar. „On the bottom of the Atlantic Ocean lies a railroad made of human bones,“ sungu þeir á Union Square en afskaplega fáir virtust heyra boðskapinn fyrir utan fund- argestir. Tveir eða þrír vegfarend- ur hristu sig svoh'tið við taktfasta tónhstina. Aðrir tveir eða þrír skemmtu sér yfir skorinortum og á stundum svívirðilegum textan- um sem kengboginn karlinn fór með rámri röddu. í raun hefði hann allt eins getað staðið þarna einn uppi á palli og sönglað fyrir sjálfan sig og vindinn. I New York heyrir enginn neitt. Þar sér heldur enginn neitt. I þessari borg eru allir í eigin heimi. Þar er mann- mergðin svo mikil að þú ert alltaf einn, sem er annað en hér í fá- menninu þar sem þú ert aldrei einn. Það er mannmergðin sem fyllir stórborgarbúann þessu djúpa tómlæti, gerir hann fjarlæg- an og fálátan gagnvart náungan- um og umhverfinu. Það er í stór- borginni sem maður getur fyrst upplifað sætkenndan flökurleik- ann sem fylgir því að tilheyra fjöldanum, seigfljótandi múgnum. Stórborgin er skjól hans og það virðist nægja, boðskapnum er of- aukið. Það þarf með öðrum orðum engan boðskap vegna þess að fjöldinn gerir þig frjálsan. Sem hluti af fjöldanum geturðu blásið upp sjálf þitt í stjarnfræðilegar stærðir. Sem hluti af þykkum massanum geturðu verið al- gerlega þú sjálfur eða þá einhver allt annar. Þú getur gert það sem þér sýnist. Þú getur verið viss um að það verður aldrei hermt upp á þig. í stórborginni sér nefnilega engin neitt, né heyrir. Þess vegna hefur líka útht, opinber framkoma eða svipur (e. appearance, app- earances) orðið að sérstakri kúnst í stórborginni. Þetta er dægurlist stórborgarbúans og snýst um að tengja sig ákveðnum hópi eða kreðsu jafnframt því að skapa sér sérstöðu. Skammt frá mér á Union Square stendur stúlka klædd svörtu frá toppi til táar. Hún er með litað svart hár og stóran svartan hund í bandi. Hún vekur strax athygli þegar hún lítur upp. Undir svörtum, þungum auga- brúnum eru kattaraugu, já tveir augasteinar úr ketti stara á mig þegar ég átta mig og sný mér snöggt aftur til bílpallsins þar sem karlinn blótar Giuliani í síðasta sinn fyrir að hafa ekki hugsað bet- ur um borgarana sína og hnykkir að lokum á boðskapnum: „On the bottom of the Atlantic Ocean lies a railroad made of human bones." Hvaða kreðsu skyldi þessi stúlka hafa tilheyrt? Ég lagði ekki í að spytja. MINNINGAR SIGURÐUR INGVASON + Sigurður Ingva- son skipatækni- fræðingur var fædd- ur að Hliðsnesi í Bessastaðahreppi 26. ágúst 1926. Hann lést á sjúkrahúsi í Gauta- borg 21. aprfl síðast- liðinn á 74. aldursári. Foreldrar hans voru Sólrún Nikulásdóttir, f. 27. febrúar 1894 í Hafnarfirði, d. 12. ágúst 1973 og Ingvi Brynjólfsson, f. í Mykjunesi í Holtum 16. mars 1886, d. 30. mai' 1964. Þau hjónin bjuggu að Hliðsnesi í Bessastaðahreppi. Systkini Sigurðar eru: 1) Bryndís, f. 8. nóvember 1919, d. 13. janúar 1934. 2) Grétar Emil, f. 26. sept- ember 1921, f.v. skrifstofustjóri Áburðarverksmiðju Ríkisins, býr í Reykajavík, eiginkona Dagbjört Elsa Ágústsdóttir, f. 27. ágúst 1926. 3) Ingunn, f. 17. júlí 1924, rekur flugeldaverksmiðju með manni sínum Þórarni Símonar- syni, f. 23. desember 1923 í Garða- bæ. 4) Gunnar, útvegsbóndi að Breiðholti, Garða- bæ, f. 31. janúar 1931, eiginkona Geirþrúður Ársæls- dóttir, f. 21. júní 1933, d. 17. nóvem- ber 1987. Tvö börn eignaðist Sólrún með fyrri manni sínum Benedikt, þau voru Alfífa Olga Sigríður, f. 4. ágúst 1912, d. 23. aprfl 1989 og Hjalti, f. 2. júlí 1915, d. 2. janúar 1989. Sólrún og Benedikt slitu samvistum. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Lissie Johansen frá Helsingör í Danmörku . Þau kynntust meðan Sigurður var við nám og giftu sig 1950, þau eiga tvo syni, Bjarna, f. 2. nóvember 1950, hann er arki- tekt og framkvæmdastjóri fyrir stórri arkitektastofu í Gautaborg og Tómas, f. 11. aprfl 1957, sem er hagfræðingur og framkvæmda- stjóri fyrir IBM varahlutaþjón- ustu fyrir Scandinaviu. Útför Sigurðar fer fram frá Helsingör í Danmörku í dag. í dag 9. maí 2000 er til grafar borinn Sigurður Ingvason skipa- tæknifræðingur sem lengi hefir búið í Gautaborg. Sigurður hóf ungur nám í skipa- smíði í Dröfn hf. í Hafnarfirði og lauk því námi voriðl947. Um haust- ið hélt hann til Danmerkur og stundaði nám við Helsingör Skibs- bygnings-Teknikum. Hann lauk þaðan prófi vorið 1951 sem fyrsti ís- lenski skipatæknifræðingurinn frá þeim skóla. Að námi loknu réðst hann til skipasmíðastöðvarinnar Eriksberg í Gautaborg, þar sem hann aflaði sér mikilvægrar viðbót- ar reynslu á fjórum árum. Á árinu 1955 var hann ráðinn framkvæmdastjóri til Gávle Varv og gegndi því starfi í níu ár, en 1964 var hann ráðinn sem tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Kockums í Málmey þar sem smíðuð voru m.a. nokkur 350 þúsund tonna tankskip. Þegar mikið lá við 1969, réð hann 85 járnsmiði og 250 trésmiði til sín frá Islandi til vandasamra verka. Sig- urði líkaði vel við íslenska hópinn, sem lét vel af sér við heimkomuna og ber honum mjög gott orð og geyma menn góðar minningar frá dvöl sinni hjá Kockums. Á þessum árum stóðu Svíar meðal fremstu þjóða heims í skipasmíðum. Sigurður var síðan ráðinn for- stjóri til skipasmíðastöðvarinnar „Götevarvet“ í Gautaborg árið 1973 og starfaði þar til ársins 1977. Eftir það starfaði hann sem sjálfstæður hönnuður og ráðgjafi hjá nokkrum stórum aðilum, í Bandaríkjunum, Kóreu, Noregi, og víðar. Þess má geta að tengt þessum trúnaðar- störfum þurfti hann að hafa diplo- matapassa sem hann fékk og bar til síðasta dags. Á Helsingör Skibsbygnings- Teknikum lifa enn skemmtilegar sögur af Sigurði frá námsárunum. Hann þótti snemma ákveðinn, sjálf- stæður og hreinlyndur. Þegar hóp- ur í deildinni sem hann gekk í, var að ljúka fyrri hluta í tæknifræði, á hann að hafa sagt: „Ef þið náið allir í gegnum prófin, þá hætti ég.“ Helmingurinn sat eftir svo Sigurð- ur hélt áfram. Mat hans þarna var ekki fjarri lagi. Það reyndist oft síð- ar með sama hætti, hann var fljótur að átta sig á mönnum og málefnum. Árið 1977 fengum við Sigurð hingað til Islands, með samstarfi iðnaðarráðuneytisins, Félags drátt- arbrauta og skigasmiðja og Iðnþró- unarstofnunar Islands, til þess að gefa góð ráð og leiðbeiningar varð- andi áframhaldandi uppbyggingu skipaiðnaðar á íslandi sem þá var að ná fótfestu í stálskipasmíði. Sig- urður ferðaðist um allt landið og safnaði upplýsingum um stöðuna á hverjum stað, skilaði skilmerkileg- um skýrslum og gaf mörg góð ráð. Eftir það fengum við hann til þess að hjálpa okkur við nýja hönnun. Meðal annars stjórnaði hann fyrir okkur hjá Stálvík hf. í Garðabæ hönnun á togara „Otto N. Þorláks- son“ RE-203, sem við smíðuðum fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur JÓNAS EYSTEINSSON Hlýja Jónasar og góðmennska fræðar- ans var engum dulin og stundum leiddi hún til þess að baldinn hluti bekkjarins gekk á lagið en allir skildu sáttir þegar bjallan glumdi. Oft spurði Jónas hissa þegar honum fannst bekkur- inn keyra um þverbak: „Eruð þið staðráðin í aðlæra ekki neitt?“ í dag getum við fé- lagarnir staðfest að ævistarfið var þrátt fyrir allt ekki unnið fyrir gýg þó vináttan gnæfir áfram yfir fagið. Ástvinum öllum sendum við sam- úðarkveðjur og biðjum alföður að blessa okkar gamla læriföður uns almættið signir allan hópinn hinum megin. Guðs í friði. Gilbert, Hannes og Júli'us. + Jónas Eysteins- son fæddist á Hrísum í Víðidal í V- Húnavatnssýslu 11. ágúst 1917. Hann lést á EIIi- og hjúkr- unarheimilinu Grund 13. nóvember si'ðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 19. nóvember. Gamlir nemendur kveðja Jónas Ey- steinsson einungis að sumarlagi þó hann hafi sjálfur kvatt á öðrum árstíma. Jónas bætt- ist í einvalalið Verslunarskólakenn- ara þegar við félagarnir vorum í öðrum bekk gamla skólans við Grundarstíg og hófst þá vinátta sem í dag nær út yfir gröf og dauða. eins og fyrr er komið að. Sú hönnun er Sigurði til mikils sóma eins og annað sem hann kom nálægt. Um þessa hönnun segir í skýrslu frá Skibsteknisk Laboratorium í Dan- mörku þegar lokið var prófunum á þremur breytilegum modelum: Öll þrjú modelin hafa undravert litla mótstöðu borið saman við önnur skip með nánast sömu stærðartölur á modelum. Skibsteknisk Labora- torium í Lyngby, sem nú nefnist Danish Maritime Institute, hefur í áratugi prófað um 50 skip á ári og hefir þannig góðan samanburð til viðmiðunar. Sigurður var fenginn til Stálvíkur í kjölfar úttektar á skipaiðnaðinum. Þegar hann kom til okkar í Stál- vík til ráðgjafar 1977 og var búinn að skoða sig vel um, kom hann til mín og sagði að við þyrftum að kaupa 20 kústa og sópa betur. Þetta var alveg hárrétt, þótt öflug iðnað- arryksuga hafði verið notuð á mál- uð gólfin í skipasmíðastöðinni frá fyrsta degi, þá hlóðst alltaf eitthvað upp svo að ryksugunni góðu varð ekki komið við alls staðar. Við lét- um auðvitað kaupa 20 kústa. Síðan tóku menn höndum saman um að taka til á fleiri sviðum, eftir mörg- um góðum ráðum Sigurðar. Þar kemur mér fyrst í hug stjórn hans við hönnun og prófanir á togaran- um Otto N. Þorlákssyni RE - 203, sem var alfarið hannaður af íslensk- um tæknifræðingum undir leiðsögn Sigurðar, smíðaður af íslenskum skipasmiðum og afhentur var frá Stálvík hf. í júní 1981. Brennsluol- íunotkun reyndist langt undir því sem gerst hafði á togurum Bæjar- útgerðarinnar, Otto N. Þorláksson notaði um 5.400 lítra/24 tíma á móti Snorra Sturlusyni um 10.400 1/24 tíma; Olíukostnaður/heildarafla- verðmæti: Otto N. Þ. 5,5 %. Meðal- tal togara 0-500 tonn 10,23 %. Heimildir eru togaraskrá LÍÚ og rit Fiskifélags Islands „Útvegur 1988“. Otto N. Þorláksson var fyrsta skipið af þeim sem við smíðuðum þar sem hvert einasta stykki í skip- ið fékk sitt hluta-númer svipað og haft er við framleiðslu bíla, sem eru þó miklu einfaldari í samsetningu og framleiðslu að mati dómbærra. Þegar svo skipið lenti með stefnið uppi í Helguvík og krumpaði 20 mm plötu í stefninu eins og pappírsblað, fengum við símaboð frá skipinu og gátum strax fundið til teikningar og efni og smíðað nýtt stefni þó skipið væri ekki komið til hafnar. Svo kom skipið í Slippinn í Reykjavík mælt upp, borið saman og nýja stefnið sett í skipið á lágmarks tíma. Þegar Sigurður lést lá á teikni- borði hans hönnun og teikning af 310 m löngu 80 þúsund tonna lúxus lystiskipi sem hann var nýbúinn að ljúka við að prófa í tankinum í Lyngby og fá samþykkt af eigend- um, sem er stórt fyrirtæki í New York og rekur lystiskipaútgerð. Til stendur að smíða tvö skip af þessari gerð og munu þau sigla New York- Karíbahafið-New York. Sigurður hefur stundað ráðgjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Það er ekki tilviljun að öflugasta flota- veldi veraldar hefir ár eftir ár sam- ið við Sigurð um ráðgjöf á sviði hönnunar og smíði skipa. Það er ekki bara vegna þess að hann fædd- ist á Álftanesinu, lærði skipasmíði í Dröfn í Hafnarfirði og nam á Tekn- ikum í Helsingör. Skaparinn léði Sigurði sjaldgæfa hæfileika, list- rænt innsæi í ríkum mæli, ómældan dugnað, kjark til þess að setja nýtt fram, prófa nýjar leiðir og þraut- seigju til þess að fylgja eftir nýjum hugmyndum. Hann átti til mikinn metnað og hélt merki íslands hátt og óhikandi fyrir landið hvar sem hann fór. Hann nefndi gerð sína af 310 m lúxusskipinu Icelandic Pride. Það sýnir vel hvar hugur hans var við seinasta verkið sem hann vann. Með Sigurði er horfinn af sviðinu góður og merkur drengur sem var þjóð okkar til sóma hvar sem hann fór. Ég votta Lissie eiginkonu hans, sonum þeirra og fjölskyldu þeirra í Danmörku og á Islandi samúð og virðingu mína og fjölskyldu minnar, með þökk fyrir samferðina. Jón Sveinsson tækni- fræðingur, Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.