Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Góðar gjafir til íbúa Sólheima Selfossi - Lionsklúbburinn Ægir í Reykjavík lauk starfsári sínu með fundi á Sólheimum í Grímsnesi og afhenti í leiðinni góðar gjafír til Sólheima fyrir tæpar 2 milljónir króna, en klúbburinn hefur í 43 ár stutt uppbyggingu á Sólheimum fyrir ibúana þar. Að þessu sinni gáfu Ægismenn tölvustýrðan leirbrennsluofn til notkunar í Ingustofu, sem er starfs- þjálfunarmiðstöð og sýningarsalur. Einnig var Sólheimum afhent stórt sjónvarp til notkunar í samveru- herbergi á Bláskógum, sem er nýtt öldrunarheimili fyrir íbúana á Sól- heimum. Auk þessara gjafa til- kynnti klúbburinn stuðning sinn við uppbyggingu Jurtastofu á Sólheim- um þar sem unnið verður fram- leiðsluvara úr jurtum. 011 sú starf- semi sem klúbburinn styrkir miöast að því að auka lífsgæði og sjálfs- traust hjá íbúum á Sólheimum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Amason Morgunblaðið/Gunnlaugur Amason Barnakór og Kór Stykkishólmskirkju sungu saman við hátfðarmessuna í Stykkishólmskirkju á 10 ára afmæli kirkjunnar. Séra Gunnar Eiríkur Hauksson og séra Ólafur Skúlason biskup ásamt Huldu Magnúsdóttur meðhjálpara, Sigrúnu Jónsdóttur kórsljóra og orgelleikara og Unni Valdimarsdóttur, formanni sóknarnefndar. Stykkishólmskirkja 10 ára Stykkishólmi - Hátíðarmessa var í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 7. maí og þess minnst að 10 ár voru síðan að nýja kirkjan var vígð. Smíði kirkjunnar tók mörg ár og var það stórt átak fyrir ekki stærri söfnuð að byggja svo stórt og mikið Guðs- hús. I messunni á sunnudaginn predikaði Ólafur Skúlason biskup, og var það vel við hæfi því hann vígði kirkjuna fyrir 10 árum. Fjöl- breytt tónlist var flutt í messunni. Kór Stykkishólmskirkju flutti Glor- ia Dios úr Misa Criolla og þar söng Ingibjörg Þorsteinsdóttir einsöng og hljómsveit úr Tónlistarskólanum lék undir. Barnakór söng ásamt kirkjukórnum og Daði Þór Einars- son lék einleik á básunu. Að messu lokinni voru gestum boðnar kaffi- veitingar. Sóknarprestur í Stykkis- hólmi er séra Gunnar Eiríkur Hauksson. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Leirbrennsluofninn er af fullkominni gerð. Frá vinstri: Jóhanna Þor- steinsdóttir, forstöðumaður heimilisiðnaðarsviðs, Tómas Grétar Ólason, formaður Ægis, Óskar Ilallgrímsson, verðandi formaður Ægis, Pétur Sveinbjamarson, formaður stjómar Sólheima, Helgi Baldursson, for- maður líknamefndar Ægis, og Óðinn Helgi Jónsson framkvæmdastjóri. Sjö ára börn fá hjálma á kollinn Blönduósi - Öll sjö ára börn í grunn- skólanum á Blönduósi og Húna- vallaskóla fengu afhenta reiðhjóla- hjálma og veifur fyrir skömmu. Það var kvenfélagið Vaka á Blönduósi og Kiwanisklúbburinn Drangey á Sauðárkróki sem stóðu fyrir þessu átaki. Verkefni þetta var stutt af íslandsbanka og Tryggingamið- stöðinni. Lögreglan kom í heimsókn og sagði börnunum frá mikilvægi hjálmanna og að lokinni hjálmaaf- hendingu var haldin grillveisla fyr- ir krakkana og aðstandendur þeirra. Að sögn forsvarsmanna gef- enda er þetta orðinn árviss viðburð- ur að sjö ára börn á þessu skóla- svæði fái hjálma en kvenfélagið og Kiwanisklúbburinn byijuðu á þessu átaki í fyrra. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Bömin vom ánægð með nýju hjálmana og veifurnar. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Reiðhjólahjálmurinn mátaður. Reiðhjólahjálmar af- hentir sex ára börnum Selfossi - Sex ára börn á Selfossi fengu afhenta reiöhjólahjálma á laugardag úr hendi Kiwanismanna. Þetta er orðinn árlegur viðburður hjá Kiwanisklúbbnum Búrfelli sem kaupir hjálmana með góðum styrk frá tryggingafélögunum og fé úr söfnun þeirra sjálfra. Það var að venju góð aðsókn sex ára barna við að sækja hjálma og í leiðinni var lögreglan og Björgun- arfélag Árborgar með skoðun á eldri hjálmum. í lokin fóru svo allir í hjólatúr undir leiðsögn lög- reglunnar sem ók á undan í lög- reglubíl. Orkudagar á Yesturlandi Grandarfírði - Orkudagar voru haldnir um helgina á Snæfellsnesi. Um er að ræða sameiginlegt átak nokkurra opinberra aðila og er beint að svo nefndum köldum svæðum landsins, en svo eru þau svæði kölluð sem þurfa að nota rafmagn til hús- hitunar. Sett var upp sýning sem kynnti ýmsa starfsemi tengda orku- fyrirtækjum og einnig kynntu nokk- ur byggingarfyrirtæki vörur sem tengjast orkusparandi endurbætum á húsnæði. íbúum gafst kostur á að athuga hvort orkunotkun til húshit- unar væri innan eðlilegra marka og fengu góð ráð um bætta orkunýt- ingu. Gestir fengu ennfremur ýmiss konar fræðslu og kynningarefni sem tengist orkunotkun. Einn bækling- urinn höfðaði sérstaklega til skóla- bama þar sem þeim var kennt að mæla flatarmál útveggja húsa og meta orkutap út frá því. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um orkunotkun og leið- ir til sparnaðar á raforku. Oft þarf að gera kostnaðarsamar breytingar á húsnæði og ofnum til að geta lækkað raforkunotkunina og hafa yfirvöld beitt sér fyrir því að stofnaður verði sérstakur lánaflokkur fyrir þá sem verða að gera breytingar á húsnæði sínu í þessu skyni þó ekki hafi verið Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon tekin endanleg ákvörðun um það efni Stefán Arngrímsson, kynningarstjóri RARIK og Snorri Böðvarsson, ennþá. rafveitustjóri í Ólafsvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.