Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 11 FRÉTTIR aukin ríkisafskipti en aðhyllast markaðsbú- skap. Ossur var spurður hvernig hann greindi Samfylkinguna frá stefnu hægri flokka og hvar mörkin væru á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. „Ef við lítum á stjórnmál dagsins í dag þá er það mín skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn standi enn varðstöðuna fyrir stórfyrirtækin. Hann er í forystu ríkisstjórnar sem hefur t.d. nýlega lagt fram frumvarp sem grípur bein- línis inn í opna og heiðarlega samkeppni á sviði farmflutninga. Annað dæmi má taka. Sjálfstæðisflokkurinn vill af nokkru offorsi selja allan Landssímann. Eg hef sagt að ég sjái ekkert athugavert við að flytja samkeppn- ishluta Landssímans yfir til einkamarkaðar- ins en ég hef hins vegar hafnað því að dreifi- kerfi símans verði selt. Astæðan er sú að flesta vaxtarsprota í atvinnulífinu er að finna meðal þessara nýju og kornungu frumkvöðla á sviði hugbúnaðargeirans, sem eru að skapa ómæld verðmæti í dag. Allir eiga þeir það sameiginlegt að þeir þurfa að geta selt sínar afurðir út um allan heim og það er ekki hægt að bjóða þeim upp á að gera það í gegn um dreifikerfi, sem er í höndum stærsta sam- keppnisaðilans. Sjálfstæðisflokkurinn vill engu að síður selja þetta allt í einu lagi og er ekkert að hugsa um þessi litlu fyrirtæki. Þetta er eitt þeirra mála sem aðgreinir okkur. Enn eitt stórmál sem gi-einir okkur frá Sjálfstæðisflokknum eru sjávarútvegsmálin. Við tölum máli fjöldans og segjum afdráttar- laust að fiskimiðin, sem er ein helsta auðlind okkar ef mannshugurinn er frátalinn, eigi að vera í höndum allrar þjóðarinnar. Sjálfstæðis- flokkurinn berst enn fyrir því að fiskimiðin séu í höndum fárra útvalinna. Eg óttast líka mjög að Sjálfstæðisflokkurinn sé að búa sig undir að nota sitt mikla afl til að innleiða einkavæðingu í heilbrigðis- og menntakerfinu. Gegn því leggjumst við alfarið og þar er ákaf- lega skarpur greinarmunur á okkur og Sjálf- stæðisflokknum. Þó við leggjumst ekki gegn því að ríkisfyrirtæki á borð við Landsbanka og Búnaðarbanka séu samkeppnisvædd, þá drög- um við línuna þar. Jafnaðarmenn eru þeirrar skoðunar að menn eigi ekki að geta keypt sér forgang. Eg vil t.d. ekki horfa framan í þann heim þar sem dætur mínar geta ekki orðið sér úti um bestu menntun sem völ er á hér á landi nema að borga fyrir hana,“ segir Össur. Skýrar leikreglur - I stefnulýsingu stofnfundar Samfylking- arinnar er að fínna eftirfarandi setningu: „Samfylkingin styður frjálsa og heilbrigða samkeppni og aðhyllist markaðsbúskap en hlutverk ríkisvaldsins er að setja markaðsöfi- unum þær leikreglur sem tryggja að almanna- hagsmunir ríki en sérhagsmunir víki.“ Gæti þessi setning ekki eins verið tekin upp úr stefnuskrá hefðbundins hægri flokks, sem boðar frjálshyggju? „Það er margt sem þú getur fundið í stefnu Sjálfstæðisflokksins sem hefur upphaflega orðið til í smiðju jafnaðannannaflokka. Samt er Sjálfstæðisflokkurinn ekki jafnaðarmanna- flokkur. Efalítið geturðu fundið einangrað at- riði í stefnuskrá Framsóknarflokksins sem Samfylkingin getur skrifað upp á. Dugar það til að halda fram að hún sé hálfgerður Fram- sóknarflokkur? Vitaskuld ekki. Við erum að endurnýja okkar hugmyndalega farteski og laga það að nútímanum. Hluti af því felst í að stokka upp viðhorf okkar gagnvart markaðn- um. Systurflokkar okkar víðsvegar um heim- inn hafa oft nálgast markaðinn með varfærn- um huga, jafnvel sýnt honum fullan fjandskap. Við erum þeirrar skoðunar að eins og markaðshagkerfið hefur þróast sé það gott tæki til að dreifa vörum og þjónustu og verð- leggja þær. Við viljum nýta markaðinn með þeim hætti. Við viljum hins vegar hafa hemil á markaðnum og það sem greinir okkur frá hægri flokkum að þessu leyti er, að við viljum að það séu settar skýrar leikreglur sem ekki er hægt að brjóta og síðan á gangur markað- arins að fá að vera eins og honum er eðlilegt innan þessa ramma sem við setjum. Þetta hef- ur verið hlutverk jafnaðarflokka í löndunum í kringum okkur og hér á landi höfum við knúið á um þetta. Ef við lítum t.d. á þær leikreglur sem eru nú þegar fyrir hendi, s.s. reglur samkeppnislaga og Samkeppnisstofnun, þá má minna á að það voru fingur jafnaðarmanns sem skrifuðu lögin sem þær starfa eftir.“ Aðspurður segir Össur Samfylkinguna að nokkru leyti mótaða af þeirri hugmyndalegu uppstokkun sem átt hafi sér stað meðal jafn- aðarmannaflokka í löndunum í kringum okk- ur. „Þar eru þó ákaflega mismunandi viðhorf uppi. Tony Blair [forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins] vill t.d. hafa ríkisvaldið veikara en Jospin [forsætis- ráðherra Frakklands og formaður franska sósíalistaflokksins], sem vill hafa það sterkt," - Ert þú sammála Jospin? „Já, ég er sammála honum að því leyti að ég vil ekki veikja ríkisvaldið um of. Þegar ég tala um sterkt ríkisvald á ég t.d. við það afl sem ríkið hefur í gegnum Samkeppnisstofnun, sem þyrfti þó að vera sterkari.“ Eg er ekki maður aukinna ríkisafskipta Reisa háskóla í upplýsingatækni Samfylkingin boðar að stórauka eigin fjár- festingu í menntun og var Össur spurður hvort flokkurinn væri þar með að boða stór- aukin útgjöld til menntamálanna og hvar ætti að afla fjármunanna? Hann bendir á að menntamálin hafi verið eitt af stóru málunum sem fjallað var um á stofnfundi Samfylkingai-innar. „Við lítum svo á að við séum að sigla inn i tíma sem eru tals- vert öðruvísi en verið hefur, harðskeytt mark- aðssamfélag þar sem sá sem selur vinnuafl sitt þarf að geta siglt fimlega á faivegum þekking- arnetsins. Starfsævi manna verður allt önnur en verið hefur þegar þekkingarsamfélagið er komið i fullan gang. Til þess að geta spjarað sig í slíku samfélagi þarf stöðugt að afla sér nýrrar menntunar og við lítum svo á að í fram- tíðinni verði símenntun miklu mikilvægari en verið hefur fram að þessu. Hún verður veitt fyrir tilstilli þekkingarsamfélagsins, ekki síst um fjarkennslu á Netinu. Framhaldsskólarnir víðsvegar um landið munu breytast yfir í að verða einnig símenntunarstöðvar. Breyting menntakerfisins og aðlögun þess að þekking- Vildu draga úr möguleika á ágreiningi - Með sterku ríkisvaldi, ertu þá ekki að boða aukin ríkisútgjöld og umsvif ríkisvalds- ins? „Nei, það sem um er að ræða er að setja varnagla og leikreglur sem þarf að fylgja, en ég er ekki maður aukinna ríkisafskipta," segir hann. „Vinstri menn hafa alltaf verið ákaflega hræddir við hlutabréfamarkaðinn en ég er þeirrar skoðunar að hluti af þrótti sólrisu- greinanna á Islandi sé sá aðgangur sem vaxt- arsprotafyrirtæki hafa að fjármagni í gegnum hlutabréfamarkaðinn. Hann gegnir ákaflega mikilvægu hlutverki á því umbreytingaskeiði sem ríkir einmitt um þessar mund- ir í íslensku atvinnulífi því fyrir til- stilli hans er fjármagni beint frá lágvaxtargreinum yfir í hávaxtar- gi-einamar, þar sem auðlindin er ekki lengur stál og steypa heldur hinn síkviki og skapandi mannshugur korn- ungra íslendinga. Þarna liggur ævintýrið í ís- lensku atvinnulífi í dag og það hefði aldrei orð- ið jafn þróttmikið nema vegna stuðningsins sem það hefur af þessari þróun markaðarins." arsamfélaginu mun kosta peninga en þetta er fjárfesting í mannauði sem skilar arði. Hvað- an fáum við svo peningana áður en sá arður fer að skila sér með auknum tekjum til ríkis- ins? Við höfum sagt að taka eigi upp auðlinda- gjald og ég tel að það eigi ekki aðeins að leggj- ast á veiðiheimildir heldur líka á orkulindir, fjarskiptarásir og allar aðrar sameiginlegar auðlindir. Gjaldið á að hluta að nota til að lækka tekju- skatt en jafnframt til að standa straum af fjár- festingum okkar í mannauðnum. Eg er staðfastlega þeirrar trúar að velsæld Islands í framtíðinni og möguleiki okkar til að halda unga fólkinu hér heima sé að okkur tak- ist að búa til framleiðslusamfélag sem byggist á margbreytilegri hátækniframleiðslu, þar sem hugvitið er í fyrirrúmi. Við eigum ekki að láta skeika að sköpuðu í þeim efnum heldur gera áætlun um stórátak í upplýsingatækni. Ein af þungamiðjum þess ætti að vera að reisa háskóla í upplýsingatækni og margmiðlun og skapa þannig skjól fyrir margvíslega flóru smáfyrirtækja á þessu sviði, sem sum hver gætu vaxið í að verða heimsfyrirtæki. Þetta kostar auðvitað mikla peninga en ég er þeirr- ar skoðunar að við eigum að taka andvirði Landssímans og nota það til þessa verkefnis." Skiptar skoðanir um Evrópumál á stofnfundinum um helgina Greinilega kom fram á stofnfundi Samfýlk- ingarinnar að þar eru mjög skiptar skoðanir um Evrópumál. Frjálslyndir jafnaðarmenn og Ungir jafnaðarmenn vildu taka strax af skarið og marka þá stefnu að sækja ætti um aðild að ESB en aðrir voru greinilega á öndverðum meiði. Össur var spurður hvort Samfylkingin væri ekki í reynd í svipuðum vanda og Ihalds- flokkurinn í Bretlandi þar sem uppi eru al- gerlega andstæð sjónarmið í Evi’ópumálum og að erfitt verði að finna á honum lausn. „Nei, alls ekki. Ég dreg enga dul á að það er uppi skoðanamunur innan Samfylkingarinnar í þessu máli. Þar eru menn sem geta með engu móti hugsað sér að ganga í Evrópusambandið, sennilega undir öllum kringumstæðum, og svo eru aðrir sem vilja banka upp á strax,“ sagði hann. Þetta segir Össur að sé þó allt önnur staða en uppi er í breska íhaldsflokknum, sem sé beinlínis klofinn í málinu og nokkrir sterkir leiðtogar nýlega gengið fram fyrir skjöldu til þess að aðstoða Verkamannaflokkinn við að koma Bretlandi í sameiginlega myntbandalagið. Þó skiptar skoðanir séu innan Samfylkingarinnar hafi niðurstaðan á stofnfundinum orðið sú sem hann lagði til, að næsta skref sé að hefja skipulega yinnu við að skilgreina samnings- markmið íslendinga í hugsanlegum aðildar- viðræðum. „Því hefur lengi verið haldið fram að sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópu- sambandsins geri að verkum að ísland geti aldrei gengið þarna inn, “ segir Össur en kveðst þó ekki vera sammála því. „Grundvallarreglan um frjálst flæði fjár- magns myndi hins vegar leiða til þess að er- lendir menn fengju að fjárfesta hér í fiskiðn- aði og útgerð. Ég leggst ekki gegn því að það komi inn erlent fjármagn í fiskiðnaðinn en eins og staðan er núna og miðað við núverandi stjórnkerfi fiskveiða finnst mér ekki hægt að hleypa útlendingum irm í útgerðina. Þetta er eitt af því sem þyrfti að semja um ef við ætluð- um að ganga í Evrópusambandið og það er ýmislegt fleira sem þyrfti að semja um. Ég er þeirrar skoðunar og hef lagt til innan Sam- fylkingarinnar, sem samþykkti það um helg- -ina, að til þess að hægt sé að semja um sér- stöðu Islands þá þurfum við að vita hver samningsmarkmið okkar eru. Við þurfum þess vegna að skilgreina þau. Samfélagið á að skilgreina markmiðin í umræðu sem fram þarf að fara,“ segir hann. „Þetta eru því ekki orðin tóm hjá okkur og má geta þess að við ætlum að halda ráðstefnu síðar á þessu ári til að fjalla um og skapa okk- ar framlag inn í umræðuna um hver samn- ingsmarkmiðin eigi að vera. Ég er einnig þeirrar skoðunar að það sé ekki hægt að sækja um aðild að Evrópusambandinu nema meirihlutasamstaða sé um þessi samnings- markmið og vísa til reynslu Norðmanna í því sambandi." - Þið ætlið sem sagt að halda áfram að ræða málin? „Við ætlum að stíga nýtt skref sem felst í að skilgreina samningsmarkmiðin. Eða dettur einhverjum í hug að ganga til samninga um mögulega aðild, einsog utanríkisráðherra úti- lokaði ekki í umræðum í þinginu í dag, án þess að skilgreina áður hverju íslendingar þurfa að fá fram í slíkum samningum?" Einkavæðing ýtti undir þenslu Við setningu stofnfundarins lýsti Össur yfir að Samfylkingin væri reiðubúin að taka að sér stjórn landsmálanna. Aðspurður hvort hann teldi að Samfylkingunni hefði tekist að skapa trúverðuga ímynd og traust á að hún væri reiðubúin að hafa stjórn efnahagsmála með höndum á þenslutímum sagði hann svo vera. Samfylkingin hefði á sínum tíma bent á al- varlega fingurbrjóta ríkisstjórnarinnar við stjórn efnahagsmála sem lýsi sér m.a. í mikl- um viðskiptahalla. Þetta eigi ekki síst við um hvernig staðið var að einkvæðingu ríkisvið- skiptabankanna í upphafi sem hafi ýtt undir gríðarlega þenslu í samfélaginu. Össur rifjar einnig upp að hann hafi bent á það fyrir seinustu kosningar að mistök við efnahagsstjórn hafi leitt af sér stóraukinn við- skiptahalla. „Núna er að koma í ljós að það sem við sögðum fyrir kosningar var rétt. Seðlabankinn sagði nú fyrir helgina að við- skiptahallinn væri alvarleg ógnun við stöðug- leikann," segir Össur. - Hvernig sérð þú fyrir þér þróun stjórn- málanna hér á landi á næstu misserum? „Ég sé það strax af viðbrögðum Sjálfstæðis- flokksins að þeim stendur ekki á sama um hversu vel stofnþing Samfylking- arinnar tókst. Ég ímynda mér að það muni hjálpa okkur við að skerpa skautin í íslenskum stjórn- málum. Við lítum á okkur sem höf- uðandstæðing Sjálfstæðisflokks- ins á þessari stundu og munum að sjálfsögðu halda uppi harðri stjórnarandstöðu. Ég vænti þess að hún verði hai'ðari en verið hefur nú þegar við erum búin að ganga frá þessum skipulagsmálum. Stjórnmálin kunna að verða harðari en ég vona líka að þau verði drengileg og málefnaleg," segir Össur. Útilokar ekki stjórnarsamstarf við neinn stjórnmálaflokk - Er stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk- inn eitthvað ólíklegra en við aðra flokka þó þið lýsið honum sem ykkar höfuð andstæðingi? Verður það ekki málefnastaðan sem ræður á hverjum tíma? „Ég útiloka ekkert í þessum efnum en hann er sísti kosturinn í þessari stöðu. Sjálfstæðis- flokkurinn er orðinn þreyttur við stjórnvölinn og það hversu honum hefur fatast flugið í efnahagsmálunum er ákaflega ólíkt þeim Sjálfstæðisflokki sem ég ólst upp við í föður- ranni. Það sýnir best þreytumerkin.“ “Ég er ekki reiðubúinn að gefa yfirlýsingar um hver er helsti kosturinn varðandi stjórnar- samstarf og að hverju er stefnt. Það sem fyrir mér vakir er að reyna að gera Samfylkinguna eins öfluga í íslensku stjórnmálalífi og hægt er með því að skerpa hugmyndir hennar, flytja þær af eins miklum sannfæringarþrótti og al- mættið blæs mér í brjóst. Þegar kemur að skuldadögum við kosningar taka menn niður- stöðunni og ráða svo til lykta myndun lands- stjórnarinnar." Haft í huga að ákveðið jafnræði gilti Lög Samfylkingarinnar samþykkt á stofnfundinum og síðan vísað til laganefndar Sömu trúnaðarstörf ekki lengur en átta ár í röð STEFNT skal að því við val full- trúa í ráð og nefndir utan Sam- fylkingarinnar, hvort heldur er á Alþingi eða í sveitarstjórnum, að fulltrúar hennar gegni ekki trúnaðarstörfum lengur en átta ár í röð, að því er fram kemur í lögum Samfylkingarinnar sem samþykkt voru á stofnfundinum á föstudag og vísað til laga- nefndar, sem mun hafa þau til umfjöllunar fram að fyrsta landsfundi flokksins sem haldinn verður árið 2001. Þannig var til- lögu um nafnbreytingu frá Ung- um jafnaðarmönnum vísað tíl laganefndar án umræðu. f lögunum segir einnig að við skipan á framboðslista skuli stefnt að því að liafa hlutfall kvenna og karla sem jafnast og hið sama eigi við þegar skipað sé í ráðherrastörf á vegum flokks- ins. Þá skuli í öllum stofnunum flokksins, sem kosið sé til, hvort kyn eiga rétt til a.m.k. 40% aðal- fulltrúa og 40% varafulltrúa svo fremi að nægilega margir séu í framboði. Ef færri flokksmenn en 40% af hvoru kyni eru í fram- boði teljast þeir sjálfkjörnir. Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins á landsvísu og skal hann haldinn annað hvert ár. Flokksstjórn hef- ur milli landsfunda æðsta vald í öllum málefnum fiokksins og ber hverju aðildarfélagi og hverjum þeim sem telst til félaga og gegnir trúnaðarstarfi fyrir Sam- fylkinguna að hlýða fyrirmælum hennar og úrskurðum er varða störf fyrir Samfylkinguna. Fram- kvæmdastjórn stýrir málefnum hennar f umboði landsfundar og flokksstjórnar og framkvæmda- ráð í umboði hennar. Byggist á sjálfstæðum aðildarfélögum Fram kemur að flokksstarf Samfylkingarinnar byggist á sjálfstæðum aðildarfélögum og beinni aðild þeirra sem það kjósa. Aðildarfélög geti til dæm- is verið svæðisfélög, félög bund- in tilteknum viðfangsefnum stjórnmálanna og stjórnmálafé- lög ungs fólks eða aldraðra. Að- ildarfélög í hverju kjördæmi myndi kjördæmisráð sem fari með framboðsmál við kosningar til Alþingis og aðildarfélög í hverju sveitarfélagi landsins myndi fulltrúaráð sem fari með framboðsmál til sveitarstjórna. Þá hefur landsfundur rétt til að víkja aðildarfélagi úr Sam- fylkingunni ef hann lítur svo á að það hafi gert sig sekt um at- höfn sem sé flokknum til tjóns eða vanvirðu eða brjóti í bága við samþykktir hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.