Morgunblaðið - 03.06.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 03.06.2000, Síða 6
6ÆPAX£RFI LAUGARDAGUR 3. JUNI 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kviknaði í bíl við eftirför LÖGREGLAN í Reykjavík veitti ökumanni í annarlegu ástandi eftirför frá Gnoðarvogi og upp í Grafarvog um klukkan eitt í fyrrinótt. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og keyi'ði utan í tvo bíla og ljósastaur á leiðinni. Lögreglan reyndi að komast fram fyrir bílinn til að stöðva hann, en þá keyrði maðurinn utan í lögreglubílinn. Loks náðist að stöðva bílinn við Gullinbrú, en þá hafði kviknað eldur í honum og náðu lögreglumenn ökumanninum út úr logandi bílnum. Hann fékk gistingu í fangageymslu lög- reglunnar, sem segir miidi að engin slys hafí hlotist af þess- um ofsaakstri mannsins. Handteknir með fíkniefni LÖGREGLAN á Patreksfírði handtók á fimmtudag fimm unga menn sem voru að koma akandi frá Reykjavík til Pat- reksfjarðar með fíkniefni ’og landa. Mennirnir voru handteknir á Barðaströnd og voru þeir færð- ir á lögreglustöðina á Patreks- fírði í beinu framhaldi af hand- töku. Við leit í bifreið þeirra fundust meðal annars 5 grömm af hassi, 2-3 grömm af amfeta- míni, 5-6 e-töflur og landi. Mennirnir voru yfírheyrðir í gærkvöldi og telst málið upp- lýst. 49 skemmti- ferðaskip til Reykjavíkur FYRSTA skemmtiferðaskip sumarsins, Maxim Gorki, leggst að bryggju við Kom- garðinn í Sundahöfn fyrir há- degi í dag. Með skipinu eru um 360 farþegar. Næsti viðkomu- staður Maxim Gorki er Noreg- ur. í sumar eru áætlaðar 49 komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur og búist er við að á milli 24 og 25 þúsund farþegar af þeim komi í land í Reykjavík. Á síðasta ári komu 37 skemmti- ferðaskip til Reykjavíkur og um 18.000 farþegar komu í land. Umboðs- og þjónustuaðili Maxim Gorki eru Samskip. Talsmaður Landssímans telur hæpið að koma fram byggðastefnu með verðskrá Raunkostnaður ræður verði á leigulínum VERÐLAGNING á leigulínum Landssímans til gagnaflutninga þarf að taka mið af raunkostnaði og segir Ólafur Stephensen, talsmaður Lands- símans, að kostnaður, hvort heldur er vegna fjáfestinga eða rekstrar stofn- línukerfísins, sé háður fjarlægðum og því séu takmörk sett hvaða heimildir séu til að innheimta sama verð fyrir gagnaflutningsþjónustu á löngum lín- um og stuttum. Hann segir að Lands- síminn sé þannig bundinn af tilskip- unum Evrópusambandsins, sem eru hluti af EES samningnum, en þær kveða á um að verðlagning skuli taka mið af raunkostnaði. í nýrri úttekt Atvinnuþróunarfé- lags Eyjafjarðar á möguleikum svæð- isins til fjar- og gagnavinnslu kemur fram að ;,óheppileg verðlagning Landssíma Islands á gagnaflutnings- þjónustu fyrir landsbyggðina" geti orðið flöskuháls fyrir þróun fjar- og gagnavinnslu á landsbyggðinni og að gífurlega erfitt verði fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni að standast sam- keppni við sambærileg fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, nema ríkið geri þeim það fjárhagslega kleift í formi peningalegra byggðaaðgerða. Ólafur tekur undh' það og segir að líklega sé það miklu nærtækari möguleiki að stjómvöld leysi þessi mál með einhverjum byggðastyrkjum heldur en að koma á slíku jafm-æði í verðlagningunni í gegnum verðskrá hlutafélags sem á jafnframt að standa sig í samkeppni við önnur fyrirtæki. Svigrúm einokunarfyrirtækis ekki lengur fyrir hendi „Pað bregður kannski nokkuð Ijósi á þetta að skoða þá staðreynd að markaðurinn fyrir þessa þjónustu er að stærstum hluta héma á Suðvestur- hominu og hér á þessu stærsta mark- aðssvæði er orðin mjög hörð sam- keppni. Hér er t.d. komið fyrirtækið Lina.net sem er að veita þessa þjón- ustu líka. Við þessar aðstæður er ekki lengur fyrir hendi það svigrúm sem einokun- arfyrirtæki hafa til að niðurgreiða kostnað við einn hluta kerfisins með yfirverði á öðram. Ef þjónustan ætti að kosta það sama hversu löng sem línan væri yrðum við að hækka verðið á stuttu línunum og þar með þjónust- unni hér í þéttbýlinu. Keppinautamir hér á höfuðborgar- svæðinu væra ekki bundnir af slíkum kvöðum og afleiðingin yrði sú að við- skiptavinir okkar færa í stóram stíl til þeirra, sem aftur þýddi að Síminn myndi missa tekjur og neyðast til að hækka verðið á þjónustunni enn írek- ar.“ Að sögn Ólafs era því bæði lagaleg- ar og markaðslegar ástæður sem standa í vegi fyrir því að Landssíminn geti haldið uppi verði styttri lína til að niðurgreiða kostnað við þær lengri. Verðlaun veitt í teiknisamkeppni meðal 6 til 11 ára barna Lo0smyndAvww.mountainlakesbooks.co.uk Flestir, sem klífa Matterhorn, fara eftir Homli-hrygg sem er vinstra megin á myndinni. Jök- ull og félagi hans gerðu tilraun til að fara upp norðurvegginn, þ.e. fyrir miðri mynd, sem er fá- farin klifurleið og mjög erfið. Tannlæknirinn teiknaður Morgunblaðið/Golli Verðlaunahafarnir Bragi Jónasson, 9 ára, Sara Sigurðardóttir, 6 ára, og Einar Helgi Guðlaugsson, 8 ára, ásamt Bolla Valgarðssyni framkvæmdastjóra Tannlæknafélags íslands. ÞRJIJ böm hlutu í gær verðlaun í teikni- samkeppni Tannlækna- félags Islands meðal barna á aldrinum 6 til 11 ára. Keppnin var haldin í tengslum við evrópska teiknimynda- samkeppni sem Evrópusamtök tann- lækna halda í samráði við Alþjóðasamtök tannlækna. Á fimmta hundrað mynda barst frá gmnn- skólanemendum alls staðar af landinu og veitti dómnefnd skipuð fulltrúa Tannlæknafé- lagsins, Listaháskóla Islands og Félagi ís- lenskra mynd- listarkennnara þremur myndum verðlaun. Meðlimir dómnefndar- innar segja að þeim hafi verið mikill vandi á höndum því þeim hafí borist svo mikill ijöldi af fallegum myndum. Fyrstu verðlaun hlaut Sara Sig- urðardóttir, 6 ára nemandi í Korpu- skóla, Korpúlfsstöðum í Reykjavík, önnur verðlaun hlaut Bragi Jónas- son, 9 ára ncmandi í Seljaskóla í Reykjavík ogþriðju verðlaun hlaut Einar Helgi Guðlaugsson, 8 ára nemandi í Árskóla á Sauðárkróki. Mynd Söru verður framlag Islands í lokakeppnina sem haldin verður i París í haust, en þar verða viðstadd- ir verðlaunahafar frá hveiju Evr- ópulandi ásamt foreldrum sínum. Varð frá að hverfa en hyggst reyna aftur TILRAUN íslenska Ijallgöngu- mannsins Jökuls Bergmanns til að klífa norðurvegg svissneska alpa- tindsins Matterhorn fyrstur Islend- inga mistókst á sunnudag vegna slæmra aðstæðna og veðurs. Jökull mun þó hafa hug á að gera aðra til- raun eftir viku til tíu daga. Helgi Benediktsson, verslunar- maður í heildversluninni Sportís, sagði að Jökull væri nú sennilega staddur við klifur í hliðum Mont Blanc en Helgi talaði við Jökul síðla á fimmtudag. Sagði hann Jökul og franskan félaga hans, Gregory Facon, hafa verið komna um þijú hundruð metra upp í tind Matter- horn, þ.e. verið komna í svona 3.600 metra hæð og því átt eftir um 900 metra á toppinn. Þeir hefðu því átt, dágóða ferð enn fyrir höndum er þeir tóku þá ákvörðun að snúa við. „Þeir voru með hjartað í buxun- um vegna þess að það var allt að hrynja í kringum íþá,“ sagði Helgi. „Snjórinn var mjög laus í sér og raunar hellingssnjór, sem er óvenjulegt, því það er fimmtíu gráða halli á þessari brekku og snjórinn tollir venjulega illa. Það var því svo sem ekkert annað fyrir þá að gera en hætta við.“ Helgi sagði að ofurhugarnir hygðust hins vegar reyna aftur eft- ir nokkra daga ef veður og aðstæð- ur leyfðu. Mynd Söru Sigurðardóttur, 6 ára, hlaut fyrstu verðlaun. Braga Jónassonar, 9 ára, hlaut önnur verðlaun. Mynd Einars Helga Guðlaugs- sonar hlaut þriðju verðlaun. ISTISO 9001 SiS8 BM-VAUÁ Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050 ISO 9001 ISO 9001 er alþjóðlegur staðall um gæðakerfi sem tryggir þér fyrsta flokks vöru. Kynntu þér sérstöðu okkar á www.bmvalla.is www.bmvalla.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.