Morgunblaðið - 03.06.2000, Side 15

Morgunblaðið - 03.06.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 1 5 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Golli Lilja Eyþórsdóttir leikskólastjóri kynnti þróunarverkefnið Leggjum orð í belg. Morgunblaðið/Golli Krakkarnir á Klettaborg sungu fyrir gestina í tilefni dagsins. Borgaryfirvöld vilja ganga frá kaupum á Keldnalandi Nýtt atvinnu- svæði fyrir þekkingariðnað Keldnaland BORGARYFIRVÖLD vonast til að ganga frá samningum um kaup á Keldnalandi af rík- inu fljótlega á næstu vikum. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, en um er að ræða 120 hektara land í kring- um Keldur auk skika austan Vesturlandsvegar. „Við leggjum mikla áherslu á að ljúka þessum samningum sem fyrst þannig að það sé hægt að fara að þróa þetta svæði,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. „Ég held að það sé sam- eiginlegur vilji borgar og ríkis að skoða þetta svæði sem nýtt atvinnusvæði í tengslum við uppbyggingu hugbúnaðar- og tæknifyrirtækj a.“ Að sögn Ingibjargar Sól- rúnar eru fyrst og fremst há- skólastofnanir á svæðinu, sem eigi góða samleið með fyrir- tækjum í þekkingariðnaðin- um. Svæðið norðan Víkurveg- ar gæti jafnvel hentað sem framtíðarsvæði fyrir Tæknis- kóla íslands, sem er í leigu- húsnæði við Höfðabakka 9. Ingibjörg Sólrún sagði að þrátt fyrir að fyrst og fremst væri litið á svæðið sem fram- tíðaratvinnusvæði, yrði lögð áherslu á að eitthvað af því færi undir íbúðabyggð. „Það skiptir hins vegar verulegu máli að við eignumst gott svæði fyrir þekkingariðn- aðinn, en hann þarf allt ann- ars konar umhverfi en hefð- bundin iðnaðarstarfsemi og færi vel með íbúðabyggð og þessu græna yfirbragði.“ Ingibjörg Sólrún sagði að kaupverð væri ekki ákveðið, en væntanlega myndi borgin undirgangast einhverjar kvaðir varðandi skipulagn- ingu svæðisins sem hefðu lík- lega áhrif á verðið. Líklega myndi hluti af Keldnalandi ganga upp í greiðslu ríkisins fyrir 1.650 milljóna króna eignarhlut borgarinnar í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ríki og borg gerðu samning árið 1998 um að ríkið tæki yfir sjúkrahúsið og endurgreiddi borginni eignarhlut þess um- fram 15% sem Reykjavíkur- borg mun eiga áfram. Ný mislæg gatnamót Miklar gatnagerðarfram- kvæmdir standa yfir við Keld- ur, en aðgengi þangað hefur verið slæmt. Stórhöfðinn verður lengdur þannig að hann tengi Höfðahverfið og Keldnalandið, einnig er unnið að gerð undirganga undir Vesturlandsveginn gegnt golfskála Golfklúbbs Reykja- víkur og að þeim loknum verða Keldnalandið og Graf- arholtið orðin samtengd. Að sögn Stefáns Hermann- ssonar borgarverkfræðings hefur verið ákveðið að hefja framkvæmdir við gerð mis- lægra gatnamóta við Vestur- landsveg, Víkurveg og Reyn- isvatnsveg á þessu ári. Framkvæmdir við mislæg gatnamót Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar myndu því frestast til ársins 2002 eða 2003, en upphaflega hefði átt að hefja þær á þessu ári , en vegna uppbyggingar í Grafar- holtshverfi hefði verið ákveðið að hefja fyrst framkvæmir við nyrðri gatnamótin. Vantar 2-300 sumar- menn hjá borginni Reykjavík REYKJAVÍKURBORG hef- ur aðeins fengið til starfa um helming þess fjölda sumar- starfsmanna sem sóst var eftir og vantar á þriðja hundrað manns til sumarstarfa í hreins- unar- og garðyrkjudeild. „Okkur vantar. að minnsta kosti 70 manns bara hjá garð- yrkjustjóra og við gætum al- veg þegið 100 til viðbótar," sagði Jóhann Pálsson garð- yrkjustjóri í samtali við Morg- unblaðið og í máli hans kom fram að erfitt gæti orðið að halda borginni í sparifótunum í sumar að óbreyttu. Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri sagði að geng- ið hefði verr en áður að ráða fólk til sumarstarfa. „Það er mikil eftirspum eftir vinnuafli og hún er í sögulegu hámarki á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Sigurður. „Það leiðir til þess að allir eiga meira og minna i erfiðleikum með að finna þá starfsmenn sem þeir þurfa. Okkar starfsemi er að miklu leyti árstíðabundin og við er- um þess vegna verr staddir en margir aðrir því við erum van- ir að taka inn mikinn fjölda sumarstarfsmanna að vor- lagi.“ Leitað til verktaka Pétur Kr. Pétursson, starfs- mannastjóri borgarverkfræð- ings, sagði að staðan í ráðn- ingamálum væri sú að borgina vantaði samtals 2-300 sumar- starfsmenn í garðyrkju- og gatnadeild; hins vegar væri hreinsunardeild borgarinnar þokkalega sett með afleys- ingafólk. „Undanfarin sumur höfum við ráðið 260-300 manns á hvora þessara deilda," sagði Pétur. Um það hvernig borg- arstofnanir færu að því að leysa sín verkefni þegar svo mikinn fjölda starfsmanna vantaði sagði hann að væntan- lega yrði að fela öðrum þau störf sem annars væru unnin af skólafólki, þ.e. verktakafyr- irtækjum. Pétur sagði að vissulega hefðu orðið ýmsar sveiflur á því hvernig gengi að ráða sum- arstarfsfólk. „Okkai- vandamál er að við þurfum að bjóða upp á störf þegar samdráttur er og undanfarið höfum við þurft að bjóða sem mest af sumarstörf- um fyrir skólafólk og jafnvel taka umfram þörf. Það hefur kannski hrætt suma frá að sækja um hjá okkur að við vor- um um tíma með skertan vinnutíma vegna þess hve við þurftum að ráða marga og þess vegna sækir fólk kannski um þar sem það telur að rneiri vinnu sé að hafa. En við reikn- um með að unnið sé 10 tíma flesta daga í sumar." Pétur sagðist ekki minnast þess að áður hefði gengið jafn- illa og nú að ráða í sumarstörf. „Hins vegar höfum við líka lent i því að eftirspum eftir vinnuafli sé í lágmarki og þetta ástand er eiginlega öfug speg- ilmynd af ástandinu sem var 1993-1994 þegar við tókum margfalt fleiri í vinnu en við gátum með góðu móti tekið,“ sagði Pétur Kr. Pétursson. Mál- örvun í leik- skóla Grafarvogur LEIKSKÓLINN Klettaborg í Dyrhömrum í Reykjavík hef- ur undanfarin tvö ár unnið að þróunarverkefni sem nefnist Leggjum orð í belg og hefur að markmiði að bæta málfarslegt umhverfi barnanna í leikskólanum og leggja áherslu á máltjáningu og -skilning í því skyni að byggja traustan grunn að al- mennu námi þeirra seinna meir. Unnið var að því að þjálfa börnin í fijórri máln- otkun við allar aðstæður en í starfinu var gengið út frá getu og hæfni hvers og eins. Lögð var sérstök áhersla á að börnin notuðu málið og spannaði verkefnið allt dag- legt starf leikskólans; leik, borðhald og samskipti. Rik áhersla var lögð á að börnin töluðu f setningum en ekki eins atkvæðis orðum og að þau notuðu það til að leysa ágreining, tjá þarfír sinar og setja mörk f sam- skiptum. Við þróunarverkefnið, sem var í umsjón Lilju Ey- þórsdóttur leikskóiastjóra og Kolbrúnar Vigfúsdóttur verkefnissljóra, voru þróað- ar vinnuaðferðir til að styrkja og efla málumhverfið f leikskólanum. Þær aðferðir fólust m.a. í því að leggja áherslu á opnar spurningar, samræðustundir fyrir eldri börn og umræðu um hluti og atburði með yngri börnum. Verkefnið naut styrkja frá þróunarsjóðum Leikskóla Reykjavíkur og menntamála- ráðuneytisins og var þessum aðilum afhent skýrsla um starfið sl. miðvikudag. Héraðs- dómur og banki á Thorsplani Hafnarfjördur Á THORSPLANI í Hafnar- firði standa nú yfir fram- kvæmdir, en þar er verið að reisa þriggja hæða hús fyrir Landsbankann og Héraðs- dóm Reykjaness. Landsbankinn verður með aðstöðu á jarðhæð hússins en héraðsdómur á annarri og þriðju hæð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum Ijúki næsta vor og að húsið verði afhent fullbúið í apríl á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.