Morgunblaðið - 03.06.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 35
ERLENT
„Full þörf fyrir
mosku á Islandi“
Morgunblaðið/Ásdís
Ataul Mujeeb Rashed segir mosku ekki síður gegna hlutverki upp-
lýsingamiðstöðvar en bænahúss.
ATAUL Mujeeb Rashed, trúarleið-
togi Lundúnadeildar trúboðs
Ahmadiyyamúslima, var nýlega á
ferð á Islandi að kanna grundvöll
fyrir byggingu mosku hér á landi.
„Þetta er fyrsta heimsókn okkar
hingað og megintilgangurinn er sá
að hitta Islendinga og kanna mögu-
leika á að kynna íslendingum ísl-
amska trú,“ segir Rashed og kveðst
hafa hlotið góðar viðtökur. Hann
segir að sér hafi verið tjáð að hátt í
tvö hundruð múslimar búi á íslandi.
Sumir þeirra séu flóttamenn sem
flutst hafí hingað á undaförnum ár-
um, en eins hafi fólk fætt og uppalið
á Islandi tekið íslamska trú þótt ekki
sé að finna nein samtök múslima hér
á landi.
„Við erum þess fullviss að það sé
þörf á íslamskri trú hér eins og ann-
ars staðar. Trúin er öllum ætluð,“
segir Rashed og kveðst hafa styrkst í
þeirri sannfæringu við heimsókn
sína hingað þar sem hann hitti m.a.
íslenska múslima.
Með Rashed í för var Ibrahim
Ahmad Noonan, kaþólskur íri sem
tekið hefur íslamska trú. Þeir segja
báðir að það hafí komið þeim á óvart
þar sem skammt sé til Bretlands, að
engin moska skuli vera starfrækt á
íslandi og telur Rashed þetta valda
múslimum hérvissum erfiðleikum.
„Þetta er erfíð aðstaða. Þeir eru
múslimar, en til þess að iðka trú sína
þurfa þeir á trúarmiðstöð, mosku, að
halda, en hana vantar.
í núverandi stöðu reynir fólk að
gera það sem það getur en til að auka
samfélagsandann er þörf á trúarmið-
stöð,“ segir Rashed. „Mitt
uppáhaldsorðatiltæki er að moskan
virki eins og segull. Hún laðar að sér
múslima."
Aðspurður segir hann Ahmadi-
yyaregluna ekki strangtrúaða. „Við
erum ekki strangtrúarregla í þeirri
óheppilegu merkingu sem orðið hef-
ur tekið á sig,“ segir Rashed og
kveður fylgismenn reglunnar engu
að síður fylgja fast eftir grundvallar-
boðorðum Kóransins. Konur njóti
hins vegar meira frjálsræðis hjá
þeim en meðal sumra annarra músl-
ima. Ólæsi kvenna sé í lágmarki og
þær vinni til að mynda margar
hverjar við þáttagerð hjá sjónvarps-
stöð trúarreglunnar.
Ekki bara bænahús
Þeir Rashed og Noonan notuðu
tímann á íslandi til að ræða við full-
trúa borgarstjóra Reykjavíkur og
háskólayfirvöld og segja þeir fullan
skilnmg hafa ríkt á för þeirra.
„Við ræddum ítarlega við fulltrúa
borgarstjóra um þessi mál“ segir
Rashed og kveður vel hafa verið tek-
ið á móti þeim. „A þessum stutta
tíma sem við höfum dvalið hér held
ég að allir þeir sem við ræddum við
hafi haft fullan skilning á hugmynd-
um okkar og virst okkur sammála
um að hér ætti að vera moska.
Moska er heldur ekki bara bæna-
hús múslima heldur einnig staður
sem veitir þeim sem fræðast vilja um
íslamska trú upplýsingar. Við viljum
mjög gjarnan að íslendingar séu í
þeirri aðstöðu að geta leitað sér upp-
lýsinga um íslamska trú,“ segir Ras-
hed og kveður þetta erfitt fyrir land-
ann í dag.
Trúboð Ahmadiyyamúslima er að
sögn Rasheds starfrækt í 160 lönd-
um en höfðustöðvar reglunnar, sem
hefur verið starfrækt frá því á 19.
öld, eru í Pakistan. Rashed segir
regluna hafa byggt um 8.000 moskur
til þessa enda séu hátt í 40 milljónir
manna virkir trúfélagar.
„íslandi er lýst sem landi i nánum
tengslum við náttúruna. Þetta er
fallegt land sem hefur verið blessað
með mörgum tilkomumiklum stöð-
um. Hingað til hefur hins vegar eng-
in moska verið byggð hér og teljum
við að hún muni auka enn á fegurð
staðarins.
Arið 1924 vorum við fyrstir til að
reisa mosku í London og það er ósk
okkar að verða einnig fyrstir til hér.
Við höfum því fullan hug á að sjá til
þess að á næstu árum verði fyrsta
moskan byggð í Reykjavík."
Gijótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1220
Laguna Nevada - með meiri búnaði
Næstu 10 kaupendur fá Laguna Nevada í sérstökurn sumarbúningi, með meiri og ríkulegri
aukabúnaði en á sama góða verðinu og áður. í Renault Laguna Nevada er meira pláss fyrir
ökumann og farþega en gengur og gerist í fólksbílum. Nevada er með 520 lítra farangursrými
og svo ríkulcga búinn að það er hrein unun að keyra hann.
Komdu þér í sumarskap með sumarbúnum Renault Laguna Nevada.
RENAULT