Morgunblaðið - 03.06.2000, Page 39

Morgunblaðið - 03.06.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 39 laugsson gefur til kynna í nýrri mynd sinni um Jón Magnússon. Síðan hafa komið fram hugmyndir um að galdur hafí verið raunveru- leiki í huga 17. aldar manna. Þetta er kannski spurning um skilgrein- ingu á galdri, hvað galdur sé? Hver er þín skoðun? „Hverju trúa menn í raun og veru þegar heilt samfélag er gegnsýrt af innleiddri hugmynda- fræði um vélar djöfulsins og niður- rif hans í mannlegu samfélagi? Trúa menn eða vilja þeir trúa? Hverju trúðu menn á tímum gyð- ingaofsóknanna - eða á dögum mccarthyismans í Bandaríkjunum? Að verið væri að grafa undan til- veru þeirra, ekki satt? Og með því að höfða til fagurra hugmynda á borð við hreina guðstrú, þjóðernis- ást eða hinn fullkomna germanska mann, er hægt að fremja ótrúleg ódæði, eins og dæmin sanna. En hverju trúa menn í raun og veru, og hvað er raunverulegt í huga þeirra? Galdur var á sinn hátt raunverulegt fyrirbæri í lífi 17. aldar manna - hann er það jafnvel enn. Galdur er viðleitni einstaklings- ins til þess að hafa áhrif á líf sitt og afkomu. Hér á Islandi byggir hann á fornu þekkingarkerfi, og er í fornum heimildum kallaður „vís- indi“ og „kunnátta“. Margt af því sem fólk var saksótt fyrir á brenn- uöld voru gömul húsráð og lækn- ingaviðleitni í bland við einhvers- konar andhita eða bænir. Maðurinn er á öllum tímum að ák- alla einhverja krafta til liðsinnis sér - það gerist líka í viðurkennd- um trúarbrögðum. Ég þekki lækni sem alltaf signir sig áður en hann gengur inn á skurðstofuna og fremur sínar kúnstir þar. Er það ekki galdur? Að minnsta kosti er það andhiti í bland við lærða tækni." Samþætting- trúar og vísinda, þekkingarviðleitni og tjáning - Telurðu að enn eimi eftir af hugarfari galdraaldarinnar í sam- félagi okkar nú á tímum? Að það hafí verið til alvöru galdur, raun- vcrulegur galdur sem jafnvel sé ennþá til - leynist einhvers staðar í gamalli þekkingu? „Það er ótalmargt í siðum okkar og athöfnum sem á sér rætur í frumstæðum hugmyndum um tengsl mannsins við æðri krafta. Þegar þú stendur framan við sjónvarpið og æpir á knattspyrnu- manninn sem er við það að skora mark í úrslitaleik, ert þú að fremja sömu athöfn og konumar af agni- ættbálknum sem dansa í kringum eldinn og hrópa nöfn eiginmanna sinna á meðan þeir heyja baráttu við andstæðinga sína inni í skógin- um. Þær eru að fremja heillagald- ur - þú myndir sjálfsagt segja að þú værir bara „að hvetja þína menn“. Þegar fólk stígur dansinn á skemmtistöðum borgarinnar um hverja helgi í maka- og ævintýra- leit, er verið að fremja forna frjó- semisathöfn. Munurinn er bara sá að nú er umgjörðin önnur - lökkuð dansgólf og speglum prýddir vegg- ir í stað hinna fornu trjálunda, bumburnar eru orðnar að raf- magnshljóðfærum. En það er bita- munur en ekki fjár. Galdur er í mínum huga samþætting trúar og vísinda, þekkingarviðleitni og tján- ing. Að sumu leyti listrænn gjörn- ingur. Þekkingarviðleitni og tján- ingarþörf verður vonandi alltaf liður í atferli okkar manna. Að lifa innihaldsríku, skaparfcii og skemmtilegu lífi, það er galdur.“ Qlroaí LISTIR Verk eftir Berglindi Björnsdóttur. s Islenskur ljósmynd- ari sýnir á Manhattan Fyrirlestrar í LÍ BERGLIND Bjömsdóttir ljós- myndari opnar nú um helgina fyrstu einkasýningu sína í Gall- ery Alexie, á Manhattan í New York. Berglind hefur áður tekið þátt f nokkrum samsýningum bæði á fslandi og í Banda- ríkjunum. Hún útskrifaðist vorið 1994 með BA-gráðu í Ijósmyndun frá Arizona State University - School of Art. Myndimar era flestar svart- hvítar og unnar á hrjúfan ljós- myndapappír. Þær era sfðan brúntónaðar. Rammarnir era flestir gamlir gluggar úr Hlíðar- endakirkju í Fljótshlíð og era þeir rúmlega 100 ára gamlir. Þeir mynda, ásamt myndefninu, eina heild. Einnig verða á sýningunni myndir unnar með svokallaðri „Polaroid image transfer“-tækni, ásamt tölvuprentuðum myndum. Sýningin stendur til 24. júní. FYRIRLESTRAR og myndbanda- sýningar verða í Listasafni íslands um helgina. Torfi Frans Ólafsson tæknistjóri sýningarinnar @ eða At- ið ræða um sýninguna á Listasafni Islands í dag, laugardag, kl. 15. Sunnudaginn 4. júní mun Margrét Elísabet Olafsdóttir listheimspek- ingur fjalla um sýningamar íslensk og eríend veflist og íslensk og erlend myndbönd. I fyrirlestrinum verður reynt að gera grein fyrir áhrifum stafrænnar tækni á sjónlistir og fjallað um sjón- ræna skynjun á tímum gagnvirkrar myndgerðar. Veflistin og verk Steinu Vasulku, Myndhvörf, verða m.a. tekin sem dæmi. Sýningarnar eru hluti af sýning- unni Nýr heimur stafrænar sýnir. Myndbandasýningar Myndbandasýningar verða kl. 12 og kl. 15. Sýning á verkum Bruce Naumann verða í dag, laugardag: Art Make Up, Silver og Art Make Up, Black. Bruce Nauman fæddist í Fort Wayne, Indiana í Bandaríkjunum 1941. Stundaði nám við University of Wisconsin í Madison, þar sem hann lagði stund á stærðfræði ásamt list- námi og við University of Califomia í Davis. Myndbönd hans frá sjöunda og áttunda áratugnum em meðal frum- legustu og áhrifaríkustu verka sam- tímalistarinnar. Sýning á verki Wolf Vostell, TV Cubisme, Liege, 1985, verður á sunnudag. Wolf Vostell 1932-1997. Fæddist í Leverkusen, Þýskalandi. Stundaði nám í málaralist, leturgerð og svart- list í Wuppertal og við École des Beaux-Arts í París. Var einn af stofnendum Fluxus í Wiesbaden. Yf- irlitssýningar á verkum hans hafa verið í Musée dArt Modeme de la Ville de Paris, Nationalgalerie í Ber- h'n og á Spáni. Steina Vasulka: 11 verk Steinu Vasulka verða sýnd stanslaust frá kl. 11-12 og 12.20-15. 15.20-17: Warp 2000, Trevor 1999, Pyroglyphs 1995, Lilith 1987, Violin Power 1976, The West 1983, In the Land of the Elevator Girls 1988, A So Desu Ka 1989, Urban Episodes 1980, VoiceWindows 1986, Bad 1979. Steina Vasulka er einn af brautr- yðjendum í heiminum í notkun staf- rænnar tækni í myndhst. Hún hóf til- raunastarf í þeim efnum þegar á sjöunda áratugnum og hefm- á síðari ámm hlotið margvíslega viðurkenn- ingu austan hafs og vestan fyrir ný- sköpun í myndhst. ----------------- Sýning á vegg skrif- stofurýmis SÝNINGARSTJÓRAR hjá gallerí- @hlemmur hafa ákveðið að hefja sýningar á vegg í skrifstofurými staðarins. Fyrsta sýningin er á tveimur verkum Sonju Georgsdóttur. Verkin em frá þessu ári, unnin með tússi á gömul National Geografic-landa- kort. Sonja Georgsdóttir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1995, og úr School of Visual Arts 1998. Hún er búsett og starfar í New York. Sýningin stendur til 30. júlí. -------— VERO MODA' .......ll""1...........L EXIT 11,11............................. :........1 •ll'....................... Laugavegur 97 Opið laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 13-17 seljum beint af lager verð sem þú hefur aldrei séð áður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.