Morgunblaðið - 03.06.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 03.06.2000, Síða 46
hausverk auglýsingastofa 46 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Land & Synir Á móti sói DJAMMAÐU MEÐ FM957 í SUMAR Sumardjamm FM957 Fylgstu með hvar víð verðumS EGILSSTAÐIR SELFOSS BORGARNES REYKJANESBÆR AKUREYRI AKRANES REYKJAVÍK BISKUPSTUNGUR VESTMANNAEYJAR Á MÓTI SÓL GREIFARNIR SÓLDÖGG LAND & SYNIR SUMARDJAMM LAND & SYNIR GREIFARNIR LAND & SYNIR SÓLDÖGG Heilagar draumsýnir Draumstafir Kristjáns Frímanns NÚ þegar sólin strýkur græðandi geislum sínum um hali og sprund, jörðin dafnar og nóttin skiptir um ham er hér lítil saga af sólguðnum og syni hans. Einn af guðunum tólf á Ólymps- fjalli var Apollo, guð sólar, skáld- skapar, spádóma og ímynd fegurðar. Hann barnaði Coronis, eina af ást- konum sínum, en hún vildi ekkert meir með guðinn hafa og kaus annan hjásvæfil. Þá fregn færði honum hvít kráka sem Apollo fordæmdi í reiði sinni svo hún varð bikasvört og er æ síðan. Því næst þreif hann boga sinn, æddi út í leit að Coronis og skaut bamshafandi prinsessuna til bana. Tók svo hníf sinn, risti líkið á hol og rykkti syni sínum út sem enn var á lífi og færði kentárnum Chiron til fósturs. Sonurinn óx upp og varð Asklepíos, guð heilunar og lækninga. Tákn hans var stafur sem snákur hringaði sig um og með hann sér til fulltingis birtist hann dauðlegum mönnum í svefni og læknaði. Hof hans hét Abaton, staðsett í Epídáros þar sem menn komu að leita lækn- inga og urðu að undirgangast ritúal (athöfn) hreinsunar áður en þeir lögðust til svefns í hofinu helga í von um að guðinn birtist þeim í draumi og veitti þeim lækningu. Ritúalið eða inkúbasjónin (úr latínu: Að leggjast fyrir á heilögum stað) hófst með baði, þá íhugun og loks svefni í hof- inu helga þar sem ríkti alger ró. Þeg- ar sjúklingunum heppnaðist svefn opnaðistþeim draumalandið þar sem Asklepíos gekk við staf sinn úr ein- um draumi í annan, snart mennina með stafnum, ræddi við þá um krankleika þeirra og læknaði af hvers kyns kvillum og sjúkdómum. Sagan segir að um 500 fyrir Krist hafi hof hans, Abaton (sem seinna breyttist í Apotek), verið staðsett víða um hinn siðmenntaða heim svo sem í Aþenu, á Knídos, Kos og fleiri stöðum þar sem pílagrímar frá öllum heimshornum mættu til að leita sér lækninga. Draumur „Uglu“ Kæri draumráðandi. Mig dreymdi fyrir nokkrum árum undarlegan draum. Mér fannst ég vera heima inni í mínu herbergi og nýfarin að sofa (en ég var erlendis þegar mig dreymir þetta) þegar mér finnst ég vakna upp og er að hamast við að kveikja Ijós, en sama hvemig ég reyndi gat ég ekki kveikt ljós og að lokum náði ég mér í vasaljós. Svo labbaði ég fram á gang og sá þá föð- ur minn liggja í stiganum með höfuð- ið niður á við. Ég spurði hann hvað hann væri að gera, hann sagðist vera tengdapabbi minn og hvort pabbi minn væri ekki dáinn. Ég svaraði að svo væri (en hann lést síðastliðið haust), þá sagði hann , já og mamma þín fer 22". Hann nefndi engan mán- uð eða þvílíkt en ég spurði hann hvert hún væri að fara en fékk ekk- ert svar, þar sem mamma kom allt í einu og spurði hvort ekki væri allt í lagi, en ég beindi á hana Ijósinu og öskraði á hana. Fannst ég svo allt í einu vera aftur inni í herberginu mínu að berjast við að kveikja Ijós en gat það ekki. Hljóp þá fram á gang og sá pabba á sama stað liggjandi í stiganum en þó sá ég hann ekki eins skýrt og áður. Hann segir mér að koma og skoða. í fjarska heyri ég mömmu tala við einhvern, hvernig ég hafi komið fram við sig og er eins og hún sé hálf grátandi. Svo fannst mér ég svífa upp og út, horfi á húsið mitt og næsta umhverfi og svíf upp að stjömubjörtum himni, allan tí- mann fannst mér ég verða að vakna þar sem mér fannst vont að heyra mömmu óánægða og gráta og mundi þá allt í einu hvað hann pabbi hafði sagt. Ráðning Ef ég skil drauminn rétt hefur þig dreymt hann á örðugum tíma í lífinu og að hann snýst um framtíð þína fram undir 2030. Af draumnum að ráða er sú framtíð þegar rannin að einum þriðja en mikið vatn á enn eft- ir að falla. Orka þín eða lífsljós virð- ist hafa verið flöktandi alllengi en slokknað næstum við fráfall föður þíns. Týran (vasaljósið) sem þú átt eftir af orku þinni fer nú að mestu forgörðum í þrástag við umhverfi og ættingja þar sem þínir nánustu verða blórabögglar í argaþrasi þínu um vangetu þeirra og hinna en eigið sjálf þitt lokar sig frá. En liggur ekki hundurinn grafinn þar? Að líta á sjálfan sig (svo fannst mér ég svífa upp ...) sönnum augum og opna þann möguleika að þú sjálf eigir stærsta þáttinn í hveraig spilin voru lögð og þeirri staðreynd að þau megi stokka upp á nýtt (kveikja ljós) og gefa nýja gjöf (nýja Ijósið tengist móður þinni) til þrjátíu ára eða svo, jafnvel lengur? Þeir lesendur sem vi(ja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilis- fangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is_
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.