Morgunblaðið - 03.06.2000, Page 62
62 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓNÍNA GUÐRÚN
EGILSDÓTTIR OG
GÚSTAF JÓNSSON
+ Jónína Guðrún
Egilsdóttir fædd-
ist f Reykjahjáleigu í
Olfusi 8. nóvember
1920. Hún andaðist á
sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi 19.
maf 2000. Jónína var
önnur í röð sex
systkina. Foreldrar
hennar voru Egill
Jónsson f. 11.9.1887,
bóndi í Reykjahjá-
leigu, d. 16.5. 1930,
og kona hans, Svan-
borg Eyjólfsdóttir, f.
19.4. 1891, d. 12.7.
1974.
Systkini Jónínu eru: Hallgrím-
ur, f. 13.7.1919, d. 7.5. 1996, garð-
yrkjubóndi í Hveragerði, k. Sigur-
laug Guðmundsdóttir, f. 24.2.
1919. Eiga tvo syni. 2) Guðrún, f.
4.11. 1922, vann við vélpijón í
heimahúsum. M. Óskar Jónsson, f.
10.10. 1921, d. 18.9. 1997. Eiga
þrjár dætur. 3) Steinunn, f. 17.5.
1924. Bamsfaðir: Stefán Jónsson,
f. 15.8. 1915. Eiga eina dóttur. M.
Þórhallur Guðmundsson, sjómað-
ur, f. 22.7. 1921. Eiga þijú börn. 4)
Eyjólfur, f. 6.8. 1925, starfsmaður
NLFI í Hveragerði. K. Irmgard
Lisa Egilsson, f. 26.4.1916 í Þýska-
landi, d. 27.3.1984.5) Egill Svavar,
vélstjóri, f. 1.10.1929, d. 9.8.1989.
Gústaf Jónsson fæddist á Bjam-
arstöðum í Bárðardal 20.8. 1910,
sjötti í röð átta systkina er á legg
komust. Hann andaðist á Kristnes-
hæli 28.7. 1969. Foreldrar hans
voru Jón Marteinsson, bóndi, f.
11.1. 1867, d. 4.1. 1961, og kona
hans, Vigdís Jónsdóttir, f. 30.4.
1873, d. 6.3. 1953. Systkini Gústafs
em: 1) Jón f. 4.10. 1899, d. 27.4.
1993. 2) Þorsteinn, f. 10.5. 1901, d.
21.10. 1989. 3) Friðrika Guðrún, f.
5.9. 1902, d. 16.7. 1989. 4) Mar-
teinn, f. 3.2. 1904, d. 11.1. 1935. 5)
Kristín f. 16.3. 1908. M. Jón
Tryggvason bóndi á Einbúa í
Bárðardal og síðar á Möðruvöllum
í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, f.
22.7. 1895, d. 12.12. 1984. Áttu níu
börn. 6) María, f. 2.8. 1915. 7) Þu-
ríður, f. 2.8.1915, d. 5.2.1999.
Fóstursystkini Gústafs eru: a)
Yngvi Marinó Gunnarsson, f. 23.6.
1915, d. 9.7. 1996. Átti einn son
með Ingigerd Nyberg, f. 12.10.
1921. K. hans var Ástheiður Fjóla
Guðmundsdóttir, f. 27.6.1940. Þau
skildu. Áttu ijögur börn, það elsta
átti hún áður. b) Hjördís Kristjáns-
dóttir, f. 28.2. 1930. M. Sigurgeir
Sigurðsson, f. 8.7. 1931. Eiga þrjár
dætur. Árið 1960 tóku Þorsteinn og
Þuríður tvö böm í fóstur, systkini,
sex og níu ára, og ólu þau upp til ful-
lorðinsára.
Jónína og Gústaf gengu í hjóna-
band 6. júní 1940. Börn þeirra eru:
1) Egill f. 13.10. 1940, áður bóndi í
Rauðafelli, oddviti Bárðdælahrepps
um árabil, bifreiðarstjóri og bók-
haldari. Býr nú í Hveragerði og
stundar tvö síðasttöldu störfin. K.
Helga Haraldsdóttir kennari, f. 7.7.
1937. 2) Vigdís, f. 15.9. 1941, áður
bóndi í'Rauðafelli, nú búsett íHvera-
gerði. Barnsfaðir: Jón Sævin Péturs-
son, f. 9.12. 1940. Sonur þeirra er
Gústaf Pétur, f. 1.6. 1969, sjómaður.
Bam hans með Gullveigu Unni Ein-
arsdóttur, f. 11.2. 1969: Eva Rún, f.
23.1. 1992. K. Svanhvít Helga Sig-
urðardóttir, f. 20.10. 1976. Búsett í
Grindavík. 3) Jón, f. 9.3. 1946, bóndi
í Rauðafelli. K. Lotta Wallý Jakobs-
dóttir, f. 10.10. 1950. 4) Björn, f.
18.5. 1950. Verkfræðingur. K. Her-
borg Ivarsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur, f. 9.12. 1948. Börn þeirra: a)
Barbara, f. 7.5. 1973, gift Gunnari
Gunnarssyni lögfræðingi, f. 16.11.
1972. Barn þeirra: Eiður Rafn, f. 5.4.
1996. b) Ævar Rafn, f. 10.5. 1976. c)
Gústaf Smári, f. 3.4. 1984. Öll búsett
í Reykjavík. 5) Eysteinn, f. 10.7.
1954, vélstjóri. Samb.k. var Salvör
Jóhannesdóttir, f. 30.10. 1957. Þau
slitu samvistir. Dóttir þeirra: Jónína
Guðrún, f. 2.8. 1986. Búa í Reykja-
vík. 6) Svanborg, f. 21.7.1959, skrif-
stofumaður. M. Vörður Ólafsson
húsasmíðameistari, f. 29.7. 1961.
Börn þeirra: a) Arna, f. 18.6.1984. b)
Björk, f. 18.9. 1985. c) Birna, f. 24.3.
1994. Búa í Reykjavík.
Minningarathöfn um Jónínu Guð-
rúnu Egilsdóttur fór fram frá Kot-
strandarkirkju í Ölfusi laugardag-
inn 27. maí. Utför hennar verður
gerð frá Lundarbrekkukirkju í dag.
Jarðsett verður í heimagrafreit á
Bjarnarstöðum.
+
Elskulegur faðir, bróðir og frændi okkar,
PÉTUR JÓNSSON
frá Hallgilsstöðum,
Hörgárdal,
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, miðviku-
daginn 31. maí.
Aðstandendur.
Jarðarför bróður okkar,
GUÐMUNDAR BENEDIKTSSONAR
myndlistarmanns,
Laufásvegi 18a,
Reykjavík,
fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 5. júní kl. 15.00.
Unnur Benediktsdóttir,
Jón Benediktsson
og fjölskyldur.
+
Elskuleg móðir okkar,
ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR,
Líndasmára 37,
Kópavogi,
lést þriðjudaginn 23. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
Ásrún Björk Gísladóttir,
Vilborg Aðalsteinsdóttir,
Tryggvi Þór Aðalsteinsson,
Kristín Aðalsteinsdóttir.
Jónína Guðrún naut ekki lengi
áhyggjulausra bernskuára. Níu ára
gömul missti hún föður sinn. Þá
var elsta barnið 10 ára og það
yngsta á fyrsta ári.
En móðir hennar, Svanborg Eyj-
ólfsdóttir, var einörð og þrekmikil
og lét ekki bugast. Með hjálp
góðra manna og eldri barnanna
eftir því sem þeim óx fiskur um
hrygg ,tókst henni að halda hópn-
um sínum saman. Henni tókst að
koma sér upp húsi í Hveragerði ,
en þar var þá að þróast þéttbýli.
Þar komu tækifæri til ígripavinnu,
hvort sem það hétu karlmanns- eða
kvenmannsverk.
Hún átti nokkrar kindur og
þurfti ekki að biðja neinn að slá
fyrir sig með orfi og ljá, það gerði
hún sjálf.eins og flest annað. Þegar
börnin stálpuðust fóru þau strax að
vinna , á heimilinu og utan þess
eins og getan leyfði.
Jónína fór í kaupavinnu á sumrin
og í vistir á vetrum. Hún minntist
sérstaklega góðra húsbænda þar
sem hún hafði verið, þeirra Guð-
rúnar og Gests í Hróarsholti í Flóa
og Jórunnar og Viíhjálms á Lauga-
bökkum í Ölfusi. Þessi heimili voru
henni sem skóli. Veturinn 1938-39
var hún í vist á Akureyri. Sumarið
eftir þegar hún var 18 ára réði hún
sig í kaupavinnu að Bjarnarstöðum
í Bárðardal. Það sumar voru örlög
hennar ráðin. Hún skrapp að visu
suður um haustið,en um veturnæt-
urnar kom hún aftur og fór ekki
eftir það. Vorið eftir gengu þau í
hjónaband, hún og bóndasonurinn,
Gústaf Jónsson.Hann hafði verið
yngsta barnið í 5 ár þegar tvíbura-
systur hans fæddust og rændu
hann þeim fríðindum,sem lítill
hrokkinhærður glókollur hafði not-
ið fram að því. Hann hafði unnið á
búi foreldra sinna, eignast nokkrar
kindur og sparað saman. Hann
hafði farið á alþýðuskólann á
Laugum, þótti góður námsmaður,
skrifaði skýra og læsilega rithönd
og var fljótur,bæði að skrifa og
reikna. Hann hafði fengið brjóst-
himnubólgu milli fermingar og tví-
tugs og verið hætt kominn og
heilsan var aldrei sterk. Hann
hefði efalaust getað orðið góður
skrifstofumaður, en jörðin togaði í
hann, hugur hans stefndi til bú-
skapar, þessi staður og þessi sveit
áttu hann. Gústaf var hæglátur og
dulur, fremur fámáll og seintekinn,
en brosið var hlýtt og handtakið
fast og sagði manni að þar færi
maður sem tjaldaði ekki til einnar
nætur. Unga kaupakonan var ör-
lyndari, hún söng við vinnuna og
gerði að gamni sínu og sólin skein
liðlangt sumarið ’39. Efnin voru
engin. Kreppuárin nýafstaðin,
mæðiveiki í fjárstofninum en síð-
ustu tvo áratugi höfðu staðið yfir
miklar framkvæmdir sem öll fjöl-
skyldan á Bjarnar- stöðum stóð
saman að. Búið var að byggja íbúð-
arhús, heimilisrafstöð, fjós fjárhús
og hlöður með samstilltu átaki
allra systkinanna, sem lögðu fram
vinnu sína. Fimm systkin auk
Gústafs voru enn heima og einnig
fóstursystkinin Marteinn var látinn
og Kristín gift burtu. María fór á
sjúkrahús og var ekki heima aftur
fyrri en 1946.en heimili hefur hún
alltaf átt á Bjarnarstöðum For-
eldrar og systkini áttu allt saman.
Túnrækt var hafin en heyfeng varð
að talsverðum hluta að taka á engj-
um við erfiðar aðstæður langt frá
bæ.
Ungu hjónin hófu búskapinn í
einu svefnherbergi og á einni raf-
magnshellu í enda stóra eldhússins
með aðgang að bakarofni og varð
að vera eftir samkomulagi hvenær
straumur fékkst á tækin. Matborð-
ið var endi á stóra eldhúsborðinu
og í nýsmíðaðri fremur frumstæðri
eldhúsinnréttingu var úthlutað hill-
um í efri og neðri skápum. Ein og
síðar tvær kýr af fimm og síðar sex
í fjósinu urðu þeirra kýr og önnur
af tvennum gömlum þrístæðutorf-
húsum urðu til að byrja með fjár-
hús Gústafs með áfastri hlöðuboru,
einnig úr torfi og grjóti. Fyrir-
komulagið gat ekki orðið árekstra-
laust og eftir á er erfitt að sjá
hvernig það yfirleitt gat gengið.
En þetta var bara svona á hinum
bæjunum líka. Ungu konunni þótti
umhverfið lítt aðlaðandi, ekki sást
til neinna bæja og hennar lífshætt-
ir og skoðanir ekki mikils metnar
af tengdafólkinu. En hún elskaði
manninn sinn og hann var það
bjarg sem tilvera þeirra á þessum
stað byggðist á. Hann ætlaði að
láta þetta ganga og öll smámuna-
semi og daglegt nagg var honum
víðs fjarri.Svo fæddust börnin eitt
af öðru og urðu sólargeislar og
augasteinar afa og ömmu og ekki
síður föðursystkinanna en það æxl-
aðist þannig að fimm þeirra giftust
ekki en bjuggu félagsbúi á móti
Jónínu og Gústaf lengst af. Það
hafði líka kosti. Föðursystirin,
Friðrika var allra barna móðir þótt
hún sjálf æli ekki barn. „Ænku“-
nafnið fékk sérstakan hljóm í
munni barnanna og fleiri börn tóku
það upp eftir þeim. Þegar börnin
fæddust þurfti ekki að leita langt
eftir aðstoð. Frænkurnar sáu um
heimilið og mörg flíkin var sniðin
og saumuð og sokkaplögg unnin á
litla fætur. Smátt og smátt batnaði
efnahagurinn og sumarið 1959 var
nýtt íbúðarhús risið af grunni og
gengið frá stofnun nýbýlis sem
hlaut nafnið Rauðafell. Húsið
stendur á grunni gamla torfbæjar-
ins sem Gústaf fæddist í. Þor-
steinn, bróðir Gústafs var styrkur
hans og stoð við framkvæmdirnar
en áður var Gústaf búinn að
byggja fjárhús og hlöðu. Yngsta
dóttirin Svanborg fæddist þetta
sumar. Gústaf hafði verið oddviti
Bárðdælahrepps um nokkurt skeið
og fram undan virtust nú bjartari
tímar. Þá fór Gústaf að kenna til í
baki og voru það úrskurðaðir
berklar. í hönd fór sjúkrahúsdvöl.
Elsti sonurinn, Egill hafði byrjað
nám í Laugaskóla og sóttist vel.
Hann staðnæmdist nú heima og
tók við störfum föður síns. Allir
vonuðu að þetta væri aðeins él sem
gengi yfir. í mars 1961 útskrifaðist
Gústaf af sjúkrahúsinu á Akureyri
og kom heim. En fljótlega kom í
Ijós að hann var ekki samur mað-
ur. Enginn hafði þá heyrt talað um
Alzheimer sjúkdóminn. Ellihrörn-
un nefndu læknarnir þetta. En
hann var bara rúmlega fimmtugur.
Skjólveggur fjölskyldunnar var
hruninn. Það var ekki mikið rætt
eða kvartað en það getur hver litið
í eigin barm. Fjölskyldan brást við
eins og Svanborg Eyjólfsdóttir á
sínum tíma.
Eldri systkinin slógu skjaldborg
um heimili sitt og fjölskyldu. Egill
lagði nám sitt á hilluna og tók að
sér hlutverk heimilisföðurins. Jón-
ína var áfram húsmóðirin en eftir
skamma skólagöngu settust einnig
Vigdís og Jón að heima. Vigdís var
við hlið móður sinnar í húsmóður-
störfum og við bústörfin jafnframt
,ásamt Jóni en Egill fór að vinna
önnur störf og var meira afleys-
ingamaður við búið sem óðum
stækkaði. Saman héldu þau áfram
að byggja og rækta jörðina. Yngri
systkininum var hjálpað til mennta
og þau fóru að heiman. Sonur Vig-
dísar, Gústaf Pétur, ólst einnig upp
í Rauðafelli við mikið eftirlæti.
Gústaf var fyrst heima um nokk-
urra ára bil en þegar sjúkdómur-
inn ágerðist fékk hann vist á
Kristneshæli þar sem hann and-
aðist. Hann var jarðsettur í heima-
grafreit á Bjarnarstöðum. Árið
1992 hafði Egill kynnst núverandi
sambýliskonu sinni, Helgu Har-
aldsdóttur. Þá flutti hann í Hvera-
gerði og þau stofnuðu sitt heimili
þar. Jón og Vigdís tóku þá við
búinu. Um það bil ári síðar flutti til
Jóns sambýliskona, Lotta Jakobs-
dóttir. Árið 1994 fluttu svo mæðg-
urnar, Jónína og Vigdís í Hvera-
gerði og keyptu sér þar hús. Þar
vann Vigdís á Hótel Ork, en hefur
nú skift um vinnu. Mæðgurnar
bjuggu saman uns Jónína þurfti
heilsu sinnar vegna að dveljast á
elliheimili, fyrst á Eyrarbakka en
síðan í Hveragerði. Við jarðarför
Gústafs sumarið 1969 var stödd
öldruð frænka hans búsett í annari
sveit. Hún stóð við hornið á heima-
grafreitnum á Bjarnarstöðum og
horfði heim til bæjar og bygginga í
Rauðafelli og síðan horfði hún á
synina sem báru kistu föður síns
og á mæðgurnar sem á eftir gengu.
„Það má segja, það grær í sporun-
um hans,“ sagði hún þá. Þau orð
eiga líka við nú er Jónína hefur
kvatt. Það grær líka í sporunum
hennar þótt margt sé nú breytt og
sporin liggi víðar en áður. Hún
hafði lokið miklu dagsverki og var
sátt við að fara. Við Sigurgeir
sendum fjölskyldunni einlægar
samúðarkveðjur og þökkum liðna
daga.
Guð blessi minningu hjónanna í
Rauðafelli.
Hjördís Kristjáns-
dóttir.
Það var gæfa fyrir mig að fá að
kynnast henni Jónínu. Leiðir okkar
lágu saman þegar ég sem tíu ára
smástelpa fór í sveit norður í Bárð-
ardal þar sem Jónína var húsmóðir
á bænum Rauðafelli. Margs er að
minnast og leitar hugurinn ósjálf-
rátt til baka til allra samverust-
unda okkar í Bárðardal. Ávallt var
vel tekið á móti mér og hugsað um
mig af kostgæfni. Erfltt reyndist
mér að fara að heiman sumarlangt
en þó ekki svo að sumrin urðu á
endanum nokkuð mörg. Ég hugsa
til þessa tíma með hlýhug og sé
Jónínu fyrir mér sýslandi í eldhús-
inu yfir pottum. Hún var alltaf til-
búin að setjast niður og ræða mál-
in við mig ef eitthvað bjátaði á.
Allmörg ár eru liðin síðan ég var í
sveit á Rauðafelli og hefur mikið
vatn runnið til sjávar síðan. Ég hef
hitt Jónínu af og til og alltaf mætti
mér hlýtt handtak, geislandi augu
og gleði. Það veitti mér mikla
ánægju að Jónína var viðstödd
brúðkaup mitt og Gizurar í sept-
ember síðastliðnum.
Elsku Jónína, ég kveð þig og
þakka fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Ég bið Guð
að blessa og styrkja ástvini þína og
ég færi ykkur samúðarkveðjur
mínar.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Gekkst þú með Guði, Guð þér nú
fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta
skalt.
(V. Briem.)
Bylgja.