Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 70
MORGUNBLAÐIÐ
-; 70 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
UMRÆÐAN
*
Menn eiga að segja satt
HOFUNDUR þess-
arar greinar hefur
gagnrýnt breska flug-
félagið Go hér í Morg-
unblaðinu fyrir að
auglýsa 10 þús. kr.
fargjöld til London án
þess að þau væru til.
Nú er Go hætt að
auglýsa þessi 10 þús.
kr. fargjöld og hefur
hækkað upphæðina í
14 þús. kr. Ekki þarf
að leita lengi á vefsíðu
Go til að sjá að þessi
nýju „lágu“ fargjöld
eru sama marki
brennd og þau fyrri;
Tómas Jónsson
það er auðveldara að
finna nál í heystakki.
Meirihluti fargjalda
sem bjóðast með Go
til London kosta
nefnilega á bilinu 19-
24 þús. kr. Talsmaður
Go hér á landi svaraði
fyrri grein minni um
þetta mál af miklum
klaufaskap og hefur
síðan ekkert til hans
heyrst. En nú er nýr
talsmaður Go kominn
fram á sjónarsviðið og
lætur til sín taka í
grein í Morgunblað-
inu þann 30. maí.
Flug
s
I þessari umfjöllun
skiptir engu máli, segir
Tómas Jónsson,
hvort tilkoma Go er góð
fyrir ferðamennsku hér
eða ekki.
Hinn sjálfskipaði talsmaður Go,
Jón Aðalbjörn Bjarnason, segir að
ég geti auðveldlega fundið ódýr
fargjöld hjá Go með því að hringja
í flugfélagið til London. Ég get
fullvissað Jón um að ég er þegar
búinn að prófa það, gerði það um
miðjan maí. Reyndar finnst mér
skrítið að þurfa að hringja til út-
landa til að kaupa flugferð frá ís-
landi, en hvað gerir maður ekki til
að spara?
Hjá Go var mér tjáð í símanum
að enn væri möguleiki á einstaka
fargjaldi fyrir 10 þús. kr. Ég gat
hins vegar ekki ráðið nokkru um
brottfarar- eða komudag á þessu
verði. Símtalið skilaði mér því ekk-
ert betri niðurstöðu en margra
daga leit á vefsíðu Go, svo ráðlegg-
ingar Jóns Aðalbjörns eru tóm
Tímamóta
matarolía
fró
franska #
fyrirtækinu
Lesieur
...í salöt
...á grillið
...til steikingar
...í bakstur
111 %M I 1
„ISI04 er bylting í matarolíum og hefur einstaklega
jókvæó óhrif ó kólesterólhlutfall í blóói *y/ Birgit Eriksen,
næringarfræðingur
Landsspítalanum Háskólasjúkrahúsi
Kynning kl. 11-15 í dag
í NÝKAUPI; Kringlunni,
Eiðistorgi og Garðabæ
Gerðu samanburð vib ólífuolíur!
Einstök efnasamsetning ISI04 matarolíunnar byggir á því að mettuðum,
einómettuðum og fjölómettuðum fitusýrum ásamt E-vítamíni, er blandað
saman í æskilegum hlutföllum. ISI04 er því mun heilsusamlegri en hefðbundnar
matarolíur eins og t.d. ólífuolía.
tjara. Jón Aðalbjörn spyr mig í
grein sinni hvernig ég hafi fundið
út að innan við 10% fargjalda Go
hafi staðið íslendingum til boða á
tíu þús. kr. en ekki 50%, eins og
talsmenn Go lofuðu.
Reyndar hefði Jóni verið nær að
spyrja aðaltalsmann Go að þessu,
því ekki hef ég fengið nein svör frá
honum, en ég skal reyna að endur-
taka þetta til að Jón skilji það. Að-
altalsmaður Go, Jón Hákon Magn-
ússon, sagði sjálfur í grein í
Morgunblaðinu, að rúmlega 700
íslendingar væru búnir að kaupa
fargjöld hjá Go á tíu þús. kr. og
fargjöld á þessu verði væru svo til
uppseld. Par sem Go býður um
10.500 sæti milli íslands og Lon-
don í sumar er deginum ljósara, að
rúmlega 700 af þessum sætum er
vel innan við 10%. Ég gerði ekkert
annað en að benda lesendum
Morgunblaðsins á þá þversögn hjá
Go-mönnum að fyrst sögðu þeir að
50% af þessum 10.500 sætum
stæðu íslendingum til boða á 10
þús. kr. en síðan upplýstu þeir að
eftir 700 sæta sölu væri bara allt
búið. Ég efa ekki, að Jón Hákon
Magnússon, talsmaður Go, muni
gefa Jóni Aðalbirni viðhlítandi
skýringar á þessu misræmi.
I þessari umfjöllun skiptir engu
máli hvort tilkoma Go er góð fyrir
ferðamennsku hér eða ekki. Þetta
snýst um það að þegar fyrirtæki
býður þjónustu til sölu á tilteknu
verði er lágmarkskrafa að fólk geti
keypt þessa þjónustu án þess að
þurfa að leggja á sig margra
klukkutíma vinnu. Þetta snýst
einnig um það að menn segi satt.
Höfundur er fþróttanuddari.
Hátalarar. bmnn
Armúli 38,108 Bayfcjawíli, Siml: 588-581»
pappírstætarar
Örugg framleiðsla
SKKlI'STOI-l\ OKLU
J. ÁSTVntDSSON HF.
Skipholti 33,105 Reykjavik, simi 533 3535
Margar stæröir
Leiöandi
merki
Þysk
gæöi