Morgunblaðið - 03.06.2000, Side 73

Morgunblaðið - 03.06.2000, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 73 Vonandi verður þannig staðið að endurbótum hennar að hún hljóti ekki sömu örlög og Kútter Sigur- fari á Akranesi, sem nú er stór- skemmdur af fúa. Við skoðun þess- arar sýningar er maður minntur á hve sárlega vantar safn sem lýsir sögu gömlu Hafnarinnar og sjó- menningu fyrri tíma. Safn, sem hýsir sameiginlegan arf, sem skap- aður var af mörgum kynslóðum við ysta haf. Menningarborgin Reykja- vík hefur ekki langan tíma til um- hugsunar. Aðgerða er þörf. Varðveisla menningararfs í áranna rás hefur glatast marg- ur gripurinn sem geymdi sögu sjó- sóknar íslendinga. Má þar nefna t.d. gömlu síðutogarana og vertíð- arbátana, sem héldu uppi atvinnu- lífmu í Reykjavík og reyndar víða um land. Of langt er að telja hér upp allt það sem forgörðum fór, oft í hugsunarleysi eða af vanþekkingu á menningararfmum. Enn eru þó til margir góðir gripir, ýmist í eigu hins opinbera eða í einkaeigu. Við Súðarvog er Sjóminja- og smiðju- munasafn Jósafats heitins Hinriks- sonar, stórmerkilegt og vel uppsett safn, sem hann kom upp af miklum áhuga og framsýni. í eigu safnsins er einnig nokkuð af gömlum mun- um í geymslu, sem bíða eftir að verða settir upp. Vegna kaupa Hampiðjunnar á Vélaverkstæði J. Hinrikssonar, og endurskipulag- ningar húsnæðisins, þarf safnið að flytja úr húsinu innan skamms. Erfingjar Jósafats og eigendur safnsins nefndu á sínum tíma óf- ormlega við nokkra aðila, þar á meðal Reykjavíkurhöfn, að þeir vildu afhenda safnið þeim sem treystu sér til að búa vel að því. Norðfirðingum hefur nú hlotnast sá heiður að fá safnið til sín. Eins og þetta dæmi og mörg önnur sanna hefur í mörgum byggðarlög- um úti á landi verið tekið vel til hendinni varðandi varðveislu sögu viðkomandi staða. Menningarborg- in Reykjavík hefur nú misst af þessari perlu, en vonandi ber hún gæfu til að koma upp öðru slíku safni við Reykjavíkurhöfn. Ég held að slíkt safn ætti hvergi betur heima en við gömlu Höfnina. Staðsetning sjómenningarsafns Staðsetningu heildarsafns sjó- minja, fiskvinnslu og sögu Reykja- Mikið úrval af failegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Rcykjavík, sími 551 4050 r L. UMRÆÐAN víkurhafnar tel ég besta á Mið- bakka, t.d. í Tollhúsinu, Hafnarbúðum og á svæði gömlu verbúðanna. Slíkt safn þarf að vera lifandi og geta boðið upp á sýning- ar á gömlum vinnubrögðum og að- stöðu. Einnig gætu þar verið sýn- ingar eða kynningar ýmissa aðila, t.d. Landhelgisgæslu, hafnarstjórn- ar, björgunarsveita og fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Ker með ýmsum nytjafiskum og öðru sjávarfangi væru örugglega gott fræðsluefni fyrir unga fólkið, en fræðsla um slíkt efni er af skornum skammti í dag. Lifandi sjóminja- og fiskvinnslusafn við gömlu Höfn- ina myndi færa mikið og gott líf í gamla Miðbæinn. Slíkt sjómenn- ingarsafn á heima þar. Listasöfn og tónlistarhús eru ekki háð því að vera við höfn, þeim má örugglega finna annan stað. Menningarborg- inni Reykjavík er skylt að forða þvi að arfur liðinna kynslóða verði strikaður út og settur í glatkistuna. Vonandi stendur Reykjavík áfram undir nafninu menningarborg, þótt árið 2000 líði í aldanna skaut. Höfundur er rafvirki og áhugamaður um sjóminjasafn við Reykjavíkurhöfn. Endurvinnið á fal eqan '• hátt! 1 Sýnikennslð í krukkumálun í daq frá 13:00 -16:00 Mtuilöiifi mu! Opið virka daga 10-16 og laugardaqa 10-16 Lanð&OllsWðar 111 Sími 568 6500 • . www.fondra.is ALLTÁ EINUMSTAÐ r ag og sunnudag 10 Stjúpur kr.399 Blandaðir litir 10 Fjólur kr.499 10 Flauelsblóm 499 10 Alyssur „499 táraplötur-ál-stál > SINDRI Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.