Morgunblaðið - 03.06.2000, Síða 81
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 81
FRÉTTIR
Útivistardagur
í Nanoq
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist og
verslunin Nanoq í Kringlunni efna
til útivistardags í dag, laugardag-
inn 3. júní á opnunartíma kl.10 til
18 og er það liður í samstarfí þess-
ara aðila um að hvetja landsmenn
til útivistar og ferðalaga.
Útivistarfélagar munu hafa að-
setur í versluninni með ferðaáætl-
un, kort og aðrar upplýsingar um
Útivistarferðir í sumar. Jafnframt
því að skoða ferðamöguleika get-
ur fólk hugað að viðeigandi ferða-
útbúnaði. Útivist skipuleggur á
þriðja hundrað styttri og lengri
ferða árlega og margar þeirra, t.d.
gönguferðir yfir Fimmvörðuháls,
eru með vinsælustu gönguferðum
sem bjóðast. Útivist á skála og
rekur tjaldstæði í Básum á Goða-
landi sem er sannkölluð útivistar-
paradís, en sumarvertíðin þar
hófst þegar í maí. í tilefni 25 ára
afmælis félagsins verða fjórar af-
mælishelgar í Básum í sumar, 23.
til 25. júní (Jónsmessan), 7. til 9.
júlí, 5. til 7. ágúst (verslunar-
mannahelgin) og afmælisveisla 25.
til 27. ágúst.
Þá á Útivist skála á Fimm-
vörðuhálsi og skála á nýrri göngu-
leið frá Sveinstindi um Skælinga í
Eldgjá. M.a. verður hægt að fá
upplýsingar um hvítasunnu- og
Jónsmessuhelgina, helgarferðir á
Fimmvörðuháls og sumarleyfis-
ferðir af ýmsu tagi. Nefna má að
félagið starfrækir jeppadeild sem
er með sérstakar ferðir. Auk ferða
um áðurnefndar gönguleiðar má
nefna ferðir á Hornstrandir, um
Laugaveginn, á Lónsöræfi, Gerp-
issvæðið, Torfajökulssvæðið,
skíðagönguferð yfir Vatnajökul, 8
daga rútuferð um hálendið, Vest-
fjarðaferð o.fl.
Athugasemd frá skólameistara MA
Nemendur
o g fartölvur
Víkingar
berjast í Ar-
bæjarsafni
í TENGSLUM við nýja sýningu Ár-
bæjarsafns um sögu Reykjavíkur
koma félagar úr víkingafélaginu
Rimmugíg í heimsókn á safnið og
sýna bardagalistir víkinganna
sunnudaginn 4. júní. Einnig verða
eftii-líkingar áhalda og verkfæra til
sýnis. Gestir fá tækifæri til að skjóta
af boga.
Einnig verður boðið upp á hefð-
bundna dagskrá, prjónaskapur og
roðskógerð verða sýnd í baðstofu.
Leikföng íyrir börnin verða við
Kornhús og hestar eru komnir á
svæðið. I Dillonshúsi verður kaffi-
hlaðborð.
Hópferð For-
eldrafélags
misþroska
barna í Viðey
HÓPFERÐ verður farin í Viðey 4.
júní nk. með grillveislu og leiðsögn
um staðinn. Hist verður á bílastæð-
inu við Sundahöfn kl. 12.50 og ferjan
tekin út í eyju kl. 13. Farið verður í
skálann og til staðarhaldara kl. 14.
Að því loknu verður grillað og farið í
leiki. Heimferð verður eftir þörfum
en á þessum tíma eru hafnar áætlun-
arsiglingar út í Viðey.
í fréttatilkynningu eru foreldrar
hvattir til að mæta með alla fjöl-
skylduna. Fargjaldið með ferjunni
kostar 400 kr. fyrir fullorðna og 200
kr. fyrir börn.
Sýnir
í Lónkoti
HANDAN um dyntótta vinda er yf-
irskrift sýningar Óla G. Jóhannsson-
ar á sjö stórum blekteikningum í
Lónkoti við Málmeyjarsund í Skaga-
firði. Myndefnið er sótt í náttúru-
stemmningar sem heillað hafa marg-
an íslenskan myndlistarmanninn,
segir í fréttatilkynningu.
Sýningin er opin frá fyrsta 1.-12.
júní. Myndirnar eru ekki til sölu þar
sem þær verða til sýnis í Kaup-
mannahöfn á haustdögum.
Vitni vantar
LÖGREGLAN í Reykjavík óskar
eftir vitni að umferðaróhappi. Þann
31. maí sl. um kl. 16.16 varð
umferðaróhapp á gatnamótum Háa-
leitisbrautar og Miklubrautar. Var
það á milli bifreiðarinnar JZ-986,
sem er Toyota hvít fólksbifreið, og
RR-312 sem er Toyota rauður jeppi.
Ági-einingur er um stöðu umferð-
arljósanna þegar óhappið átti sér
stað. Þeir sem geta gefið frekari
upplýsingar eru beðnir að snúa sér
til lögreglunnar í Reykjavík.
LEIÐRÉTT
Ranglega nefndur
I Sjómannadagsblaðinu sem
fylgdi Morgunblaðinu 1. júní sl. var
sagt frá heiðrunum á sjómannadag-
inn 1999. Þar var Steinar Axelsson,
matsveinn, ranglega nefndur bæði í
texta og myndatexta og sagður heita
Sveinn.
Rangt verð á stjörnumáltíð
I frétt sl. fimmtudag var rangt far-
ið með verð á stjörnumáltíð á
McDonald’s. Rétt er að máltíðin
kostar 499 kr. á tilboði.
TRYGGVI Gíslason skólameistari
Menntaskólans á Akureyri hefur
sent frá sér eftirfarandi fréttatil-
kynningu:
„Vegna frétta í fjölmiðlum um far-
tölvunotkun í framhaldsskólum vill
Menntaskólinn á Akureyri taka fram
eftirfarandi: Skólinn er þróunarskóli
í upplýsingatækni. Undanfarin ár
hafa kennarar og nemendur unnið í
samræmi við sérstaka áætlun um
notkun upplýsingatækni í skóla-
starfi. Einn þáttur áætlunarinnar er
að kanna hvernig unnt er að nota far-
tölvur í kennslu og námi með það að
markmiði að bæta skólastarf. I vetur
hafa kennarar m.a. undirbúið að
nemendur geti á næsta skólaári not-
að fartölvur í námi sínu.
Menntamálaráðherra hefur verið
hvatamaður að eflingu upplýsinga-
tækni í skólum. Hefur hann viljað
greiða götu nemenda að eignast far-
tölvur. í haust gengst menntamála-
ráðuneytið fyrir því að nemendum í
þremur framhaldsskólum verði gef-
inn kostur á að kaupa fartölvur sam-
kvæmt sérstöku útboði sem mennta:
málaráðuneytið stendur að. í
Menntaskólanum á Akureyri verður
nemendum í efri bekkjum skólans
boðið að taka þátt í þróunarverkefn-
inu „Fartölvur í kennslu og námi“.
Mun skólinn beita sér fyrir því að
nemendur, sem taka vilja þátt í þró-
unarverkefninu, geti annaðhvort
leigt fartölvur gegn vægu gjaldi
ellegar keypt fartölvur á kaupleigu-
samningi í samræmi við fyrrgreint
útboð menntamálaráðuneytisins.
Nýnemum í Menntaskólanum á Ak-
ureyri verður ekki gert að að skyldu
að eignast fartölvur, en þeir fá til-
sögn í tölvunoktun og fræðslu um
upplýsingaveitur og gagnabanka og
upplýsingatækni í námi.“
Langur laugardagur
Kvenmokkasínur
Teg. Nancy 3597
Litir: Svartir og bláir
Stærðir: 35-42
Verð áður-5^95;-
Verð nú 4.495,-
Sendum í póstkröfu
STEINAR WAAGE
Domus Medica, sími 551 8519
Menningar-
samkoma
húmanista
HÚMANISTAHREYFINGIN og
félagsmiðstöðin Miðberg standa fyr-
ir fjölþjóðlegri samskipta- og menn-
ingaruppákomu í dag, laugardaginn
3. júní, i félagsmiðstöðinni Miðbergi,
Gerðubergi 1, kl. 16.
Á þessari uppákomu koma fram
listamenn frá ýmsum heimshornum
og verður fluttur söngur, ljóðalestur
og dans úr ýmsum áttum, auk þess
sem umræðuhópar munu ræða
spurningar s.s. „Af hverju eiga út-
lendingar að aðlagast íslensku þjóð-
félagi?“ „Hvers konar þjóðfélag vilj-
um við; þjóðfélag einsleitni eða
fjölbreytni?"
Inngangur er ókeypis og er öllum
heimill aðgangur.
Lýst eftir
bifreið
RANNSÓKNARLÖGREGLAN í
Keflvík lýsir eftir ökutækinu AT-595
sem er af gerðinni Honda HR-V,
rauð að lit, tveggja dyra, árgerð
2000.
Ekkert hefur sést til bifreiðarinn-
ar síðan aðfaranótt sunnudagsins 28.
maí sl. Þeir sem geta gefið upplýs-
ingar varðandi bifreiðina eru beðnir
um að hafa samband við lögregluna í
Keflavík.
Sjómanna-
dagsblað
Grindavík-
ur komið út
SJÓMANNADAGSRÁÐ
Grindavíkur hefur gefið út Sjó-
mannadagsblað Grindavíkur ár-
ið 2000 en þetta er 12. árgangur
blaðsins. í blaðinu er m.a. hug-
vekja séra Jónu Kristínar Þor-
valdsdóttur og kveðja til sjó-
manna frá Árna M. Mathiesen,
sjávarútvegsráðherra. Greint
er frá heiðrunum á sjómanna-
degi frá 1980 og svipmyndir eru
frá sjómannadeginum í fyrra.
Rætt er við Þórarin Ólafsson
skipstjóra og fyrrverandi út-
gerðarmann og „Melurinn“ rifj-
ar upp liðna tíð með Dagbjarti
Einarssyni útvegsbónda í
Grindavík. Sverrir Vilbergsson
hafnarstjóri er með vertíðai--
spjall og Kvótasukkið nefnist
grein eftir Val Guðmundsson
auk þess sem fjallað er um sjó-
ferðabæn í öll skip, strand kútt-
er Anne fyrir 75 árum og af-
hjúpun minnisvarða fyrir 20
árum. Sjómannadagsblað
Grindavíkur er 84 síður, prýtt
fjölda mynda. Forsíðumyndin
er frá Grindavíkurhöfn og tók
Hinrik Bergsson hana en hann
er jafnframt ritstjóri blaðsins.
HÁTIÐARFATNAÐUR
ISLENSKRA
KARLMANNA
TILBOÐ
10% afsláttur
í tilefni af 1000
ára kristinitöku á
fslandi bjóðum
við hátíðarfatnað
íslenskra karl-
manna á sérstöku
tilboðsverði fram
að hátíðarhöldum
3. júlí.
Hátíðarföt með
vesti 100% ull,
skyrtu og nælu
kr. 26.900
Áður 39.900
Stærðir 46—64
sautján
herradeild, Laugavegi, sími 511 1718,
herradeild, Kringlunni, sími 568 9017.