Morgunblaðið - 03.06.2000, Qupperneq 88
J»88 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Jim Smart
Tema Teater kemur með enn meiri gleði og hamingju í Kaffileikhúsið.
Það er list að vera ljótur
FLESTIR vilja líta vel út, geisla af
heilbrigði á sál og sólbrúnum líkama
og bera góðu genavali ægifagurt
vitni. Enginn er lengur ófríður, menn
eru bara misóheppnir með útlitið.
Þessi Ijótleikafeimni og hégómagirni
hefur farið fyrir brjóstið á meðlimum
Tema Teater og tii þess að berjast
fyrir umbótum hefur fjöllistahópur-
inn ákveðið að leggja undir sig Kaffi-
leikhúsið í Hlaðvarpanum í kvöld og
halda ljótufatapartí. Ragnheiður
Gestsdóttir, einn gestgjafa kvöldsins
•: og meðlimur í Tema Teater, hvetur
fólk af öllu hjarta til „að mæta í eins
Ijótum fötum og það getur hugsað
sér og vera líka ljótur í framan“.
Ljótleikann verður líka að finna í
veitingum kvöldsins en á boðstólum
verða „löðrandi majónesbrauðtertur
með skinkustrimlum og dísæt bolla,
fullkomlega ömurlegt kvöld“ segir
Ragnheiður og skellihlær.
Meðal skemmtikrafta kvöldsins
verða þrír plötusnúðar d.j. Islandica
sem sgilar gömul og góð íslensk lög,
d.j. Plebbi þeytir „plebbalegum"
skífum og d.j. Þverröndóttir, sem
hafa allra mest gaman af Cure og
Pixies og þess háttar eðaltónlist
dreifa gleði um mannskapinn líkt og
sjálf jólin væru komin. Einnig verður
karókítæki í húsinu með allri þeirri
hamingju sem slíku fylgir. Síðast en
ekki síst verða veitt verðlaun fyrir
Ijótasta klæðnaðinn.
Fjöllistahópurinn Tema Teater er
skipaður fjórum ungum konum, þeim
Ragnheiði Gestsdóttur, Sigríði
Nönnu Heimisdóttur, Sigrúnu Þrast-
ardóttur og Elsu Eiríksdóttur. Þær
hafa sett upp sýningar, staðið fyrir
uppákomum og fengist við flest það
sem viðkemur list. Sunnudagskvöld
er svo lokakvöld Listaklúbbsins. Þá
er ekki skipulögð dagskrá heldur eru
allir velkomnir og mega leika, syngja
og dansa af hjartans lyst.
Reynir Lyngdal, sigurvegi Stuttmyndadaga í fyrra, er einn þeirra
sem fær að kreista hendur þeirra sem vinna til verðlauna í ár.
Stuttmyndastuð
DAGURINN í dag og dagurinn
á morgun eru Stuttmyndadagar.
Hátíðin opnar í Tjarnarbíói kl.
17:30 með tilheyrandi veislumat
og drykkjum. Þessi geysivin-
sæla stuttmyndahátíð sem er af-
kvæmi Jóhanns Sigmarssonar
kvikmyndagerðamanns er núna
orðin níu ára. Umsjónarmenn
hátíðarinnar að þessu sinni eru
Jóhann Sigmarsson, Júlíus
Kemp og Rebekka Silvía Ragn-
arsdóttir. Kynnir í ár er engin
önnur en „evróvisjón" drottn-
ingin Ingibjörg Stefánsdóttir.
I ár verða sýndar um fimmtíu
myndir og verða úrslitin ekki
ljós fyrr en klukkan slær hálf
eitt á aðfaranótt mánudags.
Þeir sem fá það erfiða hlut-
verk að velja bestu myndir há-
tíðarinnar eru Ólafur H. Torfa-
son kvikmyndagagnrýnandi,
Þorfinnur Ómarsson, fram-
kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs
íslands og Reynir Lyngdal kvik-
myndagerðamaður. Reynir vann
fyrstu verðlaun í fyrra ásamt
Katrínu Ólafsdóttur fyrir mynd
þeirra „Slurpurinn & Co“.
Þó svo að inn á milli mynda-
skarans leynist ein og ein erlend
mynd eru þær ekki með í
keppninni. Besta erlenda mynd-
in fær þó sérstaka viðurkenn-
ingu. A næsta ári stendur til að
gera hátíðina alþjóðlega.
Einnig munu þeir Öskar Jón-
asson leikstjóri, Sigvaldi J.
Kárason klippari og Ingvar E.
Sigurðsson leikari flytja fyrir-
lestra á hátíðinni.
■
av "V
LANGUR LAUGARDAGUR
OPIÐFRÁW. 10-17
Dömudeild
LAURAAIME hlýrabolir 990,
LAURAAIME bolir 1.500
KVARTBUXUR 3.900*"
KOOKAI síðermabolir 1.900
KOOKAI kjólar 3.500
NICEGIRL vörur 20% afsl.
Herradeild
JAKKAFÖT frá 12.900
JAKKAR frá 5.900
BUXUR frá 3.900
PEYSUR frá 3.900
| Skódeild
DKNY strigaskór
VAGABOND strigaskór
p: SHELLY'S sandalar
jt Kjallari
G-star 20% afsl.
Puma, Nike og Adidas strigaskór
Mikið úrval
Fríar veitingar
Café 17
Laugavegi
Sími 511 1717