Morgunblaðið - 03.06.2000, Síða 96

Morgunblaðið - 03.06.2000, Síða 96
Hefur þitt fyrirtæki efni á aö eyða tíma starfsfólksins i bið? Það er dýrt að láta starfsfólkið biðai MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMIS69IIOO, SÍMBRÉF6691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Schröder heimsótti - íslenska skálann ARAGRUI fólks safnaðist saman fyrir utan íslenska skálann á heims- sýningunni í Hannover á fimmtu- dag þegar Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, heimsótti hann. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra sagði að kanslarinn hefði sýnt íslensku þjóðinni mikla virðingu með því að heimsækja ís- lenska skálann og tók fram að _ Schröder hefði reyndar hvatt ís- lendinga til þess að taka þátt í sýn- ingunni er hann var enn for- sætisráðherra Neðra-Saxlands þar sem sýningin er haldin. Heimssýningin var opnuð á fimmtudag og aldrei hafa fleiri þjóðir tekið þátt í henni. Mikið var um dýrðir þegar sýningin hófst og svifu 100 þúsund blöðrur til himins þegar Johannes Rau, forseti Þýska- lands, opnaði hana með því að klippa á borða. ■ ísland er/48 Morgunblaðið/Kristinn Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sýnir Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, íslenska skálann. Ferðamaður bjargaði bflstjdra og tveimur börnum Vorum öll í lífs- hættu LITLU munaði að illa færi þegar opnum jeppa hvolfdi í fjöruborð- inu í Reynishverfi í fyrrakvöld. Eigandi bflsins var þarna á ferð ásamt tveimur börnum sínum og tékkneskum ferðamanni, Ondrej Kovalina, sem hann hafði tekið upp í bflinn skammt frá Reykjavík. „Við vorum öll í lífshættu og það er guðsmildi að við sluppum ómeidd,“ sagði Kovalina í samtali við Morgunblaðið í gær. „Til allrar hamingju tókst mér einhvern veg- inn að stökkva út úr bflnum þegar hann var að fara á hvolf, en þau hin voru föst í beltunum." Kovalina sagði þetta hafa verið afar skelfilega reynslu en hann væri mjög þakklátur fyrir hversu vel fór að lokum og hlakkaði til að halda ferð sinni um landið áfram. Hann hefur dvalið hér á landi í nokkra daga, en hann stundar nám í sálfræði í Prag. Spenna á byggingamark- aði bitnar á viðhaldi VERULEG spenna er á bygginga- markaðnum á höfuðborgarsvæðinu og mikil eftirspurn eftir iðnaðar- mönnum. Formaður Meistarafé- lags húsasmiða í Reykjavík telur að ástandið bitni mest á viðhalds- ^verkefnum og fólk geti þurft að Díða fram á haustið. „Það er mikið hringt af fólki sem vantar menn í vinnu. Það er litlu hægt að bjarga enda er það eina sem við getum gert að senda fólki lista yfir fyrirtæki sem hafa skráð sig,“ segir Baldur Þór Baldvinsson, formaður Meistarafé- lags húsasmiða í Reykjavík. Hann telur að stærri fyrirtækin, þau sem eru að byggja og selja og taka að sér stærri verkefni, séu vel mönnuð. Iðnaðarmannaskorturinn bitni frekar á viðhaldsverkefnum. „Fólk tekur of seint við sér. Það er kannski með ónýta glugga eða þak og fer að athuga málin þegar góða veðrið kemur. Og allt þarf að gera ’strax, helst í gær,“ segir Baldur. Telur hann að fólk verði að sætta sig við það að bíða fram á haustið. Eyjólfur Bjarnason, bygginga- tæknifræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, telur að þótt fólki þurfi að bíða eitthvað með viðgerðir sé yfirleitt hægt að bjarga málum þegar neyðarástand kemur upp. Mikið er byggt af íbúðum og at- vinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu auk þess sem framkvæmdir standa yfir við Vatnsfellsvirkjun, stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar og álvers Norðuráls á Grundartanga. Framkvæmdir við nýju verslunarmiðstöðina í Smár- anum, Smáralind, eru rétt að hefj- ast en þegar þær ná hámarki taka þær til sín vinnuafl í líkingu við virkjun. Nokkurt launaskrið Eyjólfur Bjarnason segir að að- alframkvæmdatíminn sé að byrja og ekki hægt að fullyrða um ástandið í sumar. Hann bendir þó á að lóðir fyrir um 1500 íbúðir verði byggingarhæfar á þessu ári en það sé svipað og á síðasta ári, þannig að spennan stafi af öðru en íbúðarhúsabyggingum. Hann tekur ekki undir það sjónarmið að of mikið sé að gera hjá bygg- ingafyrirtækjunum. Telur það eðlilegt ástand að þau hafi verk- efni þrjá mánuði fram í tímann en ekki aðeins 2-3 vikur eins og oft hafi verið. Verktakar auglýsa mikið eftir iðnaðarmönnum og einnig er tölu- vert af erlendum iðnaðarmönnum að störfum hér á landi. Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Tré- smiðafélags Reykjavíkur, telur að eitthvert launaskrið hafi orðið um- fram kjarasamninga, en tröllasög- ur í þeim efnum eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Kaupið sé þokkalegt en þó engin ástæða fyrir atvinnurekendur að væla yfir því. Segir Finnbogi að vinna við viðhald bygginga hafi verið verr borguð en við nýbyggingar. Telur hann að þetta hafi jafnast, menn taki nú verkefnin að sér fyrir sama verð og kostar að vinna við nýbyggingar. Baldur Þór Bald- vinsson segir að verð einstakra verkefna hafi spennst upp vegna skorts á iðnaðarmönnum. Nefnir sem dæmi að fyrirtæki kunni að freistast til að bæta á sig verki vegna þess að mikið sé á það þrýst og þurfi þá að láta vinna það að verulegu leyti í yfirvinnu. Það leiði að sjálfsögðu til hærra verðs. Missti vald á bilnum í flæðarmálinu Að sögn lögreglunnar í Vík í Mýrdal virðist ökumaðurinn hafa misst vald á jeppanum í flæðarmál- inu þannig að hann valt og endaði á þakinu. Okumaðurinn og annað barnið voru með bflbelti spennt og náðu ekki að losa þau, en hitt bam- ið var í bflstól í framsæti. Kovalina náði hins vegar að losa belti sitt og stökk út úr bflnum þegar honum hvolfdi. Sjór gekk yfir bflinn og hélt ökumaðurinn höfði barnsins sem sat í bflstólnum upp úr sjónum þegar öldur gengu yfir. Kovalina tókst að losa ökumanninn og barn- ið sem sat í aftursætinu úr bflbelt- unum og draga þau undan bflnum. Hann náði einnig að losa bflstólinn úr framsætinu og kom hann barn- inu upp úr sjónum 1 stólnum. Allir sluppu með smávægileg meiðsl og segir lögreglan mikla mildi að ekki fór verr. Bfllinn náð- ist á land og er ekki mikið skemmdur. Fyrirtækið Moody’s hækkar lánshæfísmat íslenskra banka Islandsbanki-FBA með hæstu einkunn banka MITSUBISHI ^/irxriu/^tinjeíjxuma A HITSUBISHI - demantar í umferö ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody’s Investors Service tilkynnti í gær að það hefði hækkað lánshæfis- mat Íslandsbanka-FBA í kjölfar sameiningar bankanna. Jafnframt var tilkynnt hækkun á lánshæfismati Landsbanka íslands og Búnaðar- banka íslands. Lánshæfiseinkunn hins nýja banka, Íslandsbanka-FBA, hækkar úr A3 í A2 fyrir langtímaskuldbind- ingar. Einkunn vegna skuldbindinga til skamms tíma hækkar úr Prime-2 í Prime-1 og einkunn fyrir fjárhags- legan styrkleika hækkar í C úr D hjá FBA og úr D+ hjá íslandsbanka. Moody’s tilkynnti jafnframt að lang- tímaeinkunn og einkunn fyrir fjár- hagslegan styrkleika yrðu skoðaðar áfram með frekari hækkun í huga. Moody’s hækkaði einkunn Landsbankans fyrir fjái-hagslegan styrk í D+ úr D. Aftur á móti var engin breyting gerð á einkunn bank- ans fyrir skuldbindingar til langs tíma, A3, og skammtímaskuldbind- ingar, Prime-2. Einkunn Búnaðarbankans fyrir fjárhagslegan styrk var einnig hækkuð hjá Moody’s í D+ úr D. Hins vegar var engin breyting á lánshæfismati fyrir langtímaskuld- bindingar, A3, og einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar er áfram Prime-2. Lánshæfiseinkunnir Islands- banka-FBA eru þær hæstu sem inn- lent fjármálafyrirtæki hefur fengið, samkvæmt upplýsingum frá íslands- banka-FBA, og jafnframt er ein- kunnin Prime-1 sú hæsta sem Moody’s gefur skammtímaskuld- bindingum. Að sögn Bjarna Armannssonar og Vals Valssonar, forstjóra íslands- banka-FBA hf., er þessi hækkun á lánshæfismati mikil viðurkenning fyrir hinn sameinaða banka og stefnu hans. Hækkun einkunnarinn- ar styrki stöðu bankans á alþjóða- markaði sem geti leitt til lækkunar fjármagnskostnaðar og aukins áhuga erlendra lánveitenda og fjár- festa á bankanum. ■ Undir sama/24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.