Morgunblaðið - 16.06.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 16.06.2000, Síða 1
136. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Boða bætt samband Rússa og Þjóðvena 1. AP, Reuters. LEIÐTOGAR Rússlands og Þýzka- lands, Vladimír Pútín forseti og Ger- hard Schröder kanzlari, lýstu því yf- ir í Berlín í gær að sambandi þessara tveggja mestu þungavigtar- ríkja Evrópu yrði nú komið á nýjan og betri grundvöll. En Pútín, sem á dögum kalda stríðsins starfaði sem útsendari sov- ézku leyniþjónustunnar KGB í Aust- ur-Þýzkalandi, minnti tæpitungu- laust á þau atriði sem ráðamenn í Kreml telja að stefni góðri sambúð Rússlands og grannríkja þess vestar í álfunni í hættu - þ.e. stækkun Atl- antshafsbandalagsins til austurs og áform Bandaríkjamanna um að koma upp eldflaugavarnakerfí. f ræðu sem Pútín hélt fyrir fulltrúum Efnahagsmál efst á baugi í viðræðum leið- tog-a þjóðanna þýzks viðskiptalífs sagði hann þetta geta truflað valdajafnvægið í heim- inum. Hvatti hann til eflds alþjóð- legs öryggismálasamstarfs. „Við erum sammála um að vilja koma samskiptum okkar á alveg nýjan grundvöll," tjáði Schröder blaðamönnum við embættissetur sitt, sem á dögum kalda stríðsins hýsti stjómarráð austur-þýzku kommúnistastj órnarinnar. Pútín sagðist vænta þess að við- ræðurnar sem hófust í gær og lýkur í dag, með þátttöku ráðherra og háttsettra embættismanna úr ríkis- stjórnum beggja landa, myndu bera ávöxt. Lýsti hann Þýzkalandi sem „lyklinum að hinni nýju Evrópu". Efst á baugi viðræðna leiðtoganna voru efnahagsmál. Rússum er mikið í mun að ná samningum um skuld- breytingar, en þýzkir aðilar eru lán- ardrottnar hátt í helmings allra er- lendra skulda Rússlands, sem eru samtals yfir 12.400 milljarðar króna. Ekki er þó búizt við að neitt sam- komulag náist um skuldbreytingar í slíkum tvíhliðaviðræðum. Frá Berlín heldur Pútín til París- ar í dag. Eldflaugavarnakerfí Bandaríkj anna Clinton heQi framkvæmdir Washington. Reuters. LÖGFRÆÐINGAR Bandaríkja- stjórnar hafa tjáð Bill Clinton Bandaríkjaforseta að hann geti hafið smíði fyrsta áfanga íyrirhugaðs eld- flaugavarnakerfis hersins án þess að brjóta ABM-sáttmálann frá 1972. Kemur þetta fram í leynilegri skýrslu sem sagt var frá í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. Leyniskýrslan var rituð af lög- mönnum stjórnvalda að beiðni for- setaembættisins og er talið fullvíst að niðurstöðu hennar verði hafnað af rússneskum stjómvöldum sem segja að áætlanir Bandaríkjamanna um eldflaugavarnir brjóti í bága við ABM-sáttmála Rússlands og Banda- ríkjanna. New York Times segir að í skýrslu lögmannanna komi fram að Clinton geti lýst því yfir að hafist verði handa við smíði eldflaugavamakerfisins og látið síðan verðandi forseta landsins taka ákvörðun um hvort ABM-sátt- málinn verði brotinn eftir kosning- arnar í haust. Slíkt myndi enn frem- ur gefa Bandaríkjamönnum færi á að gera fleiri tilraunir á kerfinu og auk- ið svigrúm til samninga við rússnesk stjómvöld. Reuters Mótmælendur íklæddir rússneskum herklæðum veifa rauðum hönzkum fyrir framan minnismerki Rauða hersins í Berlín í gær til að sýna óánægju sfna með heimsókn Pútíns Rússlandsforseta. Rauðu hanzkarnir eiga að tákna að hendur Pútíns séu ataðar blóði úr Tsjetsjníustríðinu. Ríkisstjórn og fyrirtæki semja um framtíð kjarnorkuvera í Þýskalandi Lokað inn- an 32 ára Berlín. Reuters, AFP. ÞÝSKA ríkisstjómin og orkufyrir- tæki í Þýskalandi komust að sam- komulagi í gær um að loka öllum kjamorkuverom landsins á 32 ára tímabili og samkvæmt samningnum gæti raforkuvinnsla við síðasta kjamorkuverið hætt árið 2020. Samkomulagið náðist eftir langt samningaferli stjómvalda og aðila í þýska orkugeiranum og er sögulegt að því leyti að þetta er í fyrsta sinn sem stórt ríki, er nýtir kjarnorku til raforkuframleiðslu, ákveður að hætta shkri starfsemi. Kjarnorkuver í Þýskalandi eru alls nítján og sam- kvæmt samningnum er unnt að loka þeim fyrir árið 2020 þótt almennt sé talið að eigendur þeirra muni nýta sér undanþágur sem kveða á um að kjarnorkuvinnslu verði lokið innan 32 ára. Stjómarandstaðan hefur gagn- rýnt samkomulagið harðlega og hét því í gær að slíta samningnum er hún kæmist til valda. Þá létu ýmsir þing- menn Græningjaflokksins, sam- starfsflokki Jafnaðarmanna í ríkis- stjóm Gerhards Schröders kanslara, í ljós óánægju vegna samningsins sem þeim þykir ekki hrinda lokun kjamorkuveranna nægilega snemma í framkvæmd. Schröder lýsti því hins vegar yfir að samning- urinn væri mikil skuldbinding af hálfu stjórnvalda og að ákvörðunin væri viturleg hvað varðaði efnahags- lega hlið málsins. Nýlegar skoðanakannanir sýna fram á að meirihluti þýsku þjóðar- innar er á móti kjarnorku og hefur ákaft verið þrýst á Græningjaflokk- inn að beita sér fyrir lokun kjarn- orkuvera. Ekki ero þingmenn flokksins þó á einu máli um hve hratt lokunin á að koma til framkvæmda og sagði Antje Radcke, annar tveggja varaformanna flokksins, að hún færi fram á það á aðalfundi flokksins í næstu viku að samningn- um yrði hafnað. Efasemdir um dauða- refsingu Huntsville. AP. DAUÐADÆMDUR fangi var tekinn af lífi í Texas í Bandaríkjunum í fyrra- dag og hefur þá 21 maður verið líflát- inn í ríldnu frá áramótum. Meirihluti bandarískra kjósenda er enn hlynnt- ur dauðarefsingum en umræður um réttmæti þeirra fara þó vaxandi. I ársskýrslu Amnesty Intemation- al, sem út kom fyrir nokkrum dögum, ero dauðarefsingar fordæmdar og yf- irvöld í Bandaríkjunum sökuð um „gróf mannréttindabrot“ með því að lífláta fólk yngra en 18 ára. I nýrri könnun kemur fram að um 73% kjósenda ero hlynnt dauðarefs- ingu, en það segir þó ekki alla söguna því að um 40% telja að hún eigi aðeins að gilda um mjög skelfilega glæpi og margir telja að lífstíðarfangelsi án náðunar geti leyst dauðarefsinguna af hólmi. Þá kemur fram í könnim Col- umbia-háskólans, að tveimur þriðju allra dauðadóma sé vísað frá í áfrýj- unarrétti vegna ófullnægjandi máls- meðferðar, t.d. lélegrar vamar og beinna réttarfarsbrota saksóknara. ■ Mistök/30 -------»-H------- Sáttmáli á sunnudag Addis Ababa. Reuters. ERÍTREAR og Eþíópíumenn lýstu því yfii’ í gær að friðarsáttmáli er bindur enda á tveggja ára landa- mærastyrjöld þeirra verði undirrit- aður nk. sunnudag. Samkvæmt friðarsáttmálanum, sem Einingarsamtök Afríku höfðu milligöngu um, er kveðið á um að skærom skuli hætt og að gæzluliðar Sameinuðu þjóðanna gæti 25 km breiðs landsvæðis Erítreumegin landamæralínunnar er deilur ríkj- anna stóðu um. MORGUNBLAÐIÐ16. JÚNÍ 2000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.