Morgunblaðið - 16.06.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 35
LISTIR
TQjVLIST
S a 1 u r i n n
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Sigríður Jónsdóttir og Gerrit
Schuil, Þórunn Guðmundsdóttir og
Ingunn Hildur Hauksdóttir,
Ólafur Kjartan Sigurðarson. Mið-
vikudagur 14. júní 2000.
ÍSLENSKA „söngbókin" er orðin
nokkuð stór og fjölbreytileg og
spannar ýmsar stíltegundir og teng-
ist einnig stóru safni íslenskra ljóða
frá ýmsum tímum og hefði verið við-
eigandi að geta textahöfunda, eins og
gert var á fyrstu tónleikunum. Fyrir
nokkrum árum var gerð tilraun, sem
tókst mjög vel, til útgáfu valinna
söngverka, í tengslum við átakið „ís-
lenska sönglagið", en vel mætti
hugsa sér, að lagt yrði út í það stóra
verkefni, að gefa út öll íslensk söng-
verk, sem gera mætti á löngu tíma-
bili, því mikið af söngverkum er að-
eins til í misgóðum handritum og oft
einungis í einkaeign og þar með eru
þau almennt ekki tiltæk tónlistar-
mönnum.
Einsöngstónleikamir sem Tón-
skáldafélag íslands gekkst fyrir í
Salnum sl. miðvikudagskvöld voru
nokkurs konar yfirlitstónleikar, aðrir
í röðinni, þar sem flutt voru söngverk
samin á nýliðinni öld. Það stóð til að
flytja á seinni tónleikunum sönglög
eftir 22 tónskáld, en lag Magnúsar
Blöndals Jóhannssonar, Rakki, var
ekki flutt, vegna lasleika eins söng-
varans, Ólafs Kjartans Sigurðarson-
ar, er treysti sér ekki til að ljúka sín-
um hluta tónleikanna. Ekki eru tök á
að telja upp öO sönglögin, en sungin
voru 34 lög (61 á fyrri tónleikunum),
sum hver nokkuð stór í sniðum, svo í
það heila hefur náðst að gera íslenska
Njrjar bækur
• AÐVENTA og fleiri Ijóð er
ljóðakver og hefur að geyma 24
þýdd Ijóð sænsku skáldkonunnar
Ylvu Eggehorn í þýðingu Hallbergs
Hallmundssonar. Kverið er það
fjórða í röð þýddra ljóða HaObergs.
Ylva Eggehom stendur nú á
fimmtugu, höfundur tylftar ljóða-
bóka auk annarra í lausu máli,
þ. á m. sögulegrar skáldsögu, sem
út kom fyrir fjómm árum. Hún hef-
ur hlotið margs konar viðurkenn-
ingar í heimalandi sínu, m.a. bók-
menntaverðlaun þau sem kennd em
við Vennberg og Stefánsorðu
sænsku kirkjunnar.
I fréttatilkynningu segir m.a.:
„Það sem vakti athygli á Eggehorn
sem upprennandi Ijóðskáld var hin
sterka kristna trúarkennd sem
gegnsýrði kveðskap hennar, þvert
ofan í það sem efst var á baugi með-
al samlanda hennar.“
Útgefandi er Brú. Bókin er 32 bls.
Hún er heft og kostar 530 kr. Kver-
ið er einungis til sölu í bókabúðum
Máls og menningar í Reykjavík.
Kvenraddir
óma í Njarð-
vfkurkirkju
KVENNAKÓR Suðurnesja
heldur aukatónleika 19. júní,
kvenréttindadaginn, í Ytri-
Njarðvíkurkirkju kl. 20.30.
Einsöngvarar era þær Lauf-
sey H. Geirsdóttir, Birna
Rúnarsdóttir, Guðrún EgOs-
dóttir og Sigrún Ósk Inga-
dóttir.
Stjórnandi er Agota Joó.
Undirleikarar eru Vilberg
Viggóson, Þórólfur Þórsson
og Gestur K. Pálmason.
Þetta verða síðustu tónleik-
ar með þeim hjónum Agotu
og VOberg i bili þar sem þau
halda til náms í Ungverja-
landi í eitt ár.
vg> mbl.is
_ALLTA/= E!TTH\SA£} rjÝTT
Engínn hvellur en
fróðlegt yfírlit
sönglaginu nokkuð góð skO.
Þómnn Guðmundsdóttir hóf tón-
leikana með lagi Jómnnar Viðar,
Unglingurinn í skóginum, sem er eitt
af leikrænni lögum íslenskum og var
það mjög vel flutt. Sérstaka athygli
vakti frábær samleikur hennar og
Ingunnar HOdar Hauksdóttur, en
þær fluttu einnig, á mjög fallegan
máta, tvö lög eftir Jón Þórarinsson,
Það vex eitt blóm og Hljóð streymir
Ond, svo og lag eftir undirritaðan,
Svanurinn. í laginu Leiðslustund eft-
ir Þorkel Sigurbjömsson og frábæra
lagi, sem undirritaður var að heyra í
fyrsta sinn, Bam, eftir Herbert H.
Agústsson, var leikur Ingunnar al-
deilis glæsilega mótaður.
Ólafur Kjartan Sigurðsson söng
Austurstæti eftir Sigfús Halldórsson
og Tómas Guðmundsson og var ekki
hægt að merkja neina þreytu hjá
honum og þá alls ekki í lagi Gunnars
Reynis Sveinssonar, Stríðið, sem var
glæsilega flutt í samleik Jónasar
Ingimundarsonar. Einnig var Vor
hinsti dagur, við texta HaOdórs Lax-
ness, mjög fallega flutt. Síðasta lagið
sem Ólafur Kjartan söng var Heiðar-
svanurinn eftir Hallgrím Helgason
og þá mátti merkja þreytu, svo hann
treysti sér ekki að taka lag Magnúsar
Blöndals, Rakki, og Elínu Helenu
eftir Gunnar Reyni Sveinsson.
Sigríður Jónsdóttir söng Haust-
kvöld eftir HaOgrím Helgason og
sérlega fallega vögguvísuna frægu
eftir Jóhann Jónsson, sem er einstak-
lega vel tónsett af Leifi Þórarinssyni
og þá ekki síður yndislagið Hvert ör-
stutt spor eftir Jón Nordal og einnig
mjög vel eftirtektarvert lag, Blunda
rótt, eftir Bjama Böðvarsson, en með
henni lék Gerrit Schuil. Það er ekki
auðvelt að byggja upp heildstæða
efnisskrá með jafn ólíkum verkum og
hér vom flutt og þá ekki síður erfitt
fyrir einsöngvarana, að geta ekki val-
ið sér það sem þeim fellur best að
syngja. í heild vom þetta góðir tón-
leikar, enginn hvellur en mjög fróð-
legir og vel framfærðir, bæði af ein-
söngvumm og samleikuram, þó
undirrituðum þætti mest nýnæmi í
að heyra ágætan píanóleik Ingunnar
Hildar Hauksdóttur.
Jón Asgeirsson
VISTVÆN PRENTSMIÐJA
©4
alþjóðadegi umhverfisverndar
5. júní sl. hlaut prentsmiðjan Hjá GuðjónÓ
umhverfisverðlaun Reykjavíkur árið 2000.
]ftirfarandi fyrirtækisem einnig
voru tilnefnd til umhverfisverðlauna, óska
Hjá GuðjónÓ innilega til hamingju um leið
og þau hvetjum önnur fyrirtæki í borginni
að huga vel að umhverfismálum.
UMSLAG ehf
www.hradi.comwww.umslag.is
www.ms.is
Olíufélagiðhf
www.esso.is