Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Hrein og ósnert náttúra er viðfangsefni Erlings Jóns Valgarðssonar á sýningunni Helga jörð í Galleríi List. Það magnaðasta í nátt- úrunni stendur eftir ÞEIR er skoða málverkasýningu Erlings Jóns Valgarðssonar (Ella) í Galleríi List verða þess fljótt áskynja að höfundurinn vill skapa friðsæla stemmningu. Myndirnar hans sína algera kyrrð í íslensku landslagi og í sýningarsalnum er auk málverkanna dúklagt langborð og á því sjö bikarar með ýmsum „brotum af náttúru íslands". Sýningin ber heitið Helga jörð og myndirnar kallar listamaðurinn náttúrubrot. „Grundvallarhugmyndin er að draga fram það sem að mínu mati er áhrifamest í íslenskri náttúru," út- skýrir Elli. „Verkin eru óður til jarð- ar frá minni hendi.“ Hughrif af hálendinu Myndirnar á sýningunni hafa ámóta yfirbragð en eru mismunandi stórar. Elli málar þær með akríllit- um á pappa sem festur er á dökka viðarumgjörð. Hann kveður myndirnar sínar vera hughrif. „Eg er mikið upp á há- lendi og eftir slíkar ferðir fer ég inn á vinnustofu og kem þessum hughrif- um í mynd. Það sem mér finnst magnaðast í náttúrunni stendur eftir í verkunum." I bikurunum sjö sem standa á langborði í miðjum sýningarsalnum er mosi, sandur, lindarvatn og önnur „náttúrubrot" sem höfundur hefur safnað á ferðum sínum um landið. „Með því að sýna hreina og ósnortna náttúru í bikurum vildi ég gefa gaum að spumingunni um hvort ágangur mannsins á jörðina sé of mikill.“ Elli kveðst líta á bikarana sem verðlaunabikara. „Ég vil verðlauna jörðina fyrir gjöfult líf hennar og sýna henni auðmýkt mína.“ Hann bætir við að öðrum þræði séu bikar- arnir áminning til þeirra sem ekki sýna umhverfismálum nægilega at- hygli. „Ég hef reyndar ekki hugsað mér að setja þetta fram sem pólitískt baráttumál en er samt sáttur við ef fólk upplifir það þannig þegar það horfir á verkin mín.“ Engin áreiti í myndunum Ljóst er af verkunum að höfundi er mjög hugleikin þörf fólks til að útiloka sig frá firringu samfélagsins. I þeim anda hélt hann einnig sýningu í Deiglunni á AkurejTÍ í fyrra, sem hét Rýrni fyrir hugsanir. Hug- myndafræðin fólst í að allir þyrftu rými fyrir hugsanir sínar og að loka um leið á utanaðkomandi áreiti sem að mati Ella eru alltof mikil í nútíma þjóðfélagi. „Eins er með myndirnar mínar,“ útkýrir hann. „Þær eru kyrrar og friðsælar. í þeim er ekkert áreiti og þannig vil ég hafa það. Ég vil helst að þær veki viðtakendur til lýrískra hugsana um jörðina og lífið, en það er vissulega undir þeim komið hvort þeir séu móttækilegir fyrir þessu eða ekki.“ Elli hefur lokið listnámi við Har- aldsboskolan í Falun í Svíþjóð og hefur einnig sótt námskeið við Myndlistarskólann á Akureyri og hjá Rafael Lopes, spænskum málara. Hann hefur haldið nokkrar sýn- ingar á Akureyri og nú tvær í Reykjavík. Sýningin Helgajörð stendur til 18. júní næstkomandi. y<M-2000 Föstudagur 16. júní SALURINN, KÓPAVOGI. KL. 20.30. Strengjakvartettstónleikar. Meðal flytjenda eru Sigrún Eðvaldsdóttir. Tónleikarnir erujafn- framt hluti af Tónskáldahátíðinni og Listahátíð. www.listir.is. LAXÁ1AÐALDAL. List í orkustöðvum Félag íslenskra myndlistarmanna og Landsvirkjun standa fyrirmynd- listarsýningum í Laxárvirkjun ÍAðal- dal. Sýningin stendur til 15. september. Um 30 mynd- listarmenn vinna verk sérstaklega inn í hin gríðarstóru rými - en nátt- úrulegt umhverfi stöðvanna ereinnig notað. www.umm.is. (leitarorð FÍM). www.lv.is. REYKJAVÍKURHÖFN Fólk og bátar í norðri - m/s Northwest. Fólk og bátar í Norðri er fljótandi far- andsýning um borð í flutningaskipinu M/S Nordwest. Daglegir viðburðir verða í tilefni heimsóknarinnar, m.a. uppákoma hjá Hópi fólks - Listverk- smiðju. Sýningin stendur til 27. júní. MOSFELLSBÆ. - Varmárþing Menningardagskrá Mosfellinga, sem einnig er hluti af samstarfsverkefni Menningarborgarinnar og sveitafé- Sigrún Eðvaldsdóttlr er meðal flytjenda íSalnum. laga stendur tll 17. júní. Meðal við- burða er söngvahátíð kl. 20:00 þar sem sjö kórarkoma fram ásamt Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. EIÐAR. KL. 20. - Rakarinn í Sevilla Bjartar nætur standa fyrir tónlistar- flutningi á Austurlandi. Dagskráin er hluti af samstarfsverkefni Menning- arborgarinnar og sveitafélaga. www.reykiavik2000.is. wap.olis.is. GRINDAVÍK - Menningardagskrá. Meðal viðburða eru tónskáldaþing í lllahrauni. Mike Campagna á Jomfrúnni KVARTETT tenór-saxófónleikarans Mike Campagna leikur djass á veit- ingastaðnum Jómfrúnni við Lækjar- götu á morgun, laugardag, kl. 16. Mike Campagna er Bandaríkja- maður af ítölskum uppruna. Hann er búsettur í Miami í Flórída þar sem hann starfar sem hljóðfæraleikari og stundar nám við University of Mi- ami. Með Mike Campagna leika Ein- ar Scheving á trommur, Ámi Heiðar Karlsson á píanó og Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson á kontrabassa. Tónleikamir fara fram utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. --------------- Ysuroð o g myndvefnaður í LISTASETRINU Kirkjuhvoli, Akranesi, verður opnuð sýning Sal- ome Guðmundsdóttur og Steinunnar Guðmundsdóttur á málverkum og myndvefnaði laugardaginn 17. júní kl. 16. Salome sýnir myndvefnað og Steinunn myndir málaðar með akríl á ýsuroð. Er sýningin tengd Sjávar- list, sem er samstarfsverkefni Akra- ness við Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000. Sýningunni lýkur 2. júlí. „Samskipti við fólk veita mér innblástur“ Sýning á verkum norska listmálarans Olavs Christophers Jenssens verður opnuð í menn- ingarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði á morgun, Tone Myklebost hitti mann- inn að máli á vinnustofu hans í Berlín. STÓRT herbergi og tímalaust and- rúm. Boðaföll af litum og ljósi. Listmálarinn Olav Christopher Jenssen hlýtur að líta á sjálfan sig sem lukkunnar pamfíl en nú í maí sl. opnaði hann sýningu, sem hann kallar „Palindrome", á Listahátíð- inni í Björgvin. Lífskraftur og frásagnargleði einkenna málverkin hans Jenssens; litirnir, orð og bókstafir spretta upp af striganum. Við erum stödd í vinnustofu hans í Berlín og lista- maðurinn er önnum kafinn. Margra mánaða vinnu er að ljúka og allt að verða tilbúið til flutnings til Björgvinjar. Asamt Espen Ryv- arden í Galleríi Riis leggur hann hvert málverkið á fætur öðru upp á borð og spennir af þeim rammann. Því næst grípur hann pensilinn og með einni fisléttri hreyfingu rekur hann smiðshöggið á verk hinum megin í salnum. Sekúndu síðar býður hann upp á vín, setur nýjan disk á fóninn eða grípur til símans. Hann er alls staðar og hvergi, skýtur inn athugasemdum og smit- ar alla með hlátri sínum. Engin uppskrúfuð hátíðlegheit Vinnustofan hans Jenssens er vinaleg og lifandi enda hverfist hún um hann sjálfan og kraftinn, sem frá honum streymir. Þar er engum uppskrúfuðum hátíðlegheitum fyr- ir að fara. Sonur hans leikur sér á gólfinu og við borð úti í horni situr hópur manna frá Björgvin. „Ég hef alltaf tíma til að spjalla við gesti og gangandi og óttast ekki, að tíminn hlaupi frá mér. Vinnustofan mín er fyrir fólk og ég tek því tveim höndum. Hún er ekki mitt einkaafdrep og ekki almenn- ingur heldur, kannski einhvers staðar þar á milli. Samskiptin við annað fólk veita mér ánægju og innblástur og ég vona, að verkin mín launi því í einhverju." Olav Christopher Jenssen kom til Berlínar 1982 og hefur alla tíð síðan búið í hverfinu Kreutzberg ásamt Angelu, þýskri konu sinni, í og fjórum börnum. 1992 tók hann ( þátt í Documenta í Kassel og frá 1996 hefur hann verið prófessor við Listaháskólann í Hamborg. Fyrir þremur árum var hann með mikla yfb-litssýningu í Astrup Fearnley- safninu. Vinnustofan hans er í verk- smiðjubyggingu í Oranienstrasse. „Þegar ég er að vinna átta ég | mig ekki á því hvort mér tekst vel í upp eða illa. Ég vinn bara að verk- 1 inu þar til ég er búinn að missa I áhugann. Það kemur í veg fyrir að ég ofvinni það og ég geri lítið af því að reyna að bæta um betur í ein- stökum verkum. Ég er með margar myndir í takinu á sama tíma. Sem dæmi má nefna myndirnar, sem ég sendi til Björgvinjar. Þær voru hér uppi um allan salinn og ég lauk næstum við þær samtímis. Tíminn líður fljótt Hér líður tíminn fljótt. Stundum er ég hér kannski í sex klukku- stundir þótt ég máli ekki nema í tíu mínútur. Stundum skil ég ekki hvernig ég hef komið þessu í verk en það liggur heilmikið eftir mig. Ég er ekkert að hreykja mér, þannig er það bara,“ segir Jenssen og hlær. „Eitt innblásið augnablik getur verið drýgra en löng yfirlega og ég | píni mig aldrei til verka. Málverkið batnar ekki við það,“ bætir hann við og hann er ekki alveg sammála því, að það sé nauðsynlegt að þjást í þágu listarinnar. „Ég hef alltaf gert það, sem mér líkar best, og er nógu hégómlegur til að vera nokkuð sáttur við það. Ætli það sé ekki líka þannig, að flestir viti hvað þeir hafa til brunns að bera. Ég hafði snemma áhuga á teikningu en stundaði líka íþróttir i og möguleikarnir voru margir. Ég | vissi þó ekkert hvað ég ætlaði mér fyrr en það rann upp fyrir mér, að það að vinna að listsköpun varðaði framtíðina og eitthvað meira en mig sjálfan." Jenssen segir, að í sínu lífi snúist allt um listina. „Ég hef forðast eignasöfnun til að geta verið sjálf- stæður enda finnst mér mikið um að fólk reyri sig fast í fjármálalega fjötra. Vissulega eru mínar efna- legu aðstæður aðrar nú en áður en þetta hef ég samt alltaf í huga.“ Jenssen kallar sýninguna í Björgvin því táknræna heiti Pal- indrome en svo kallast orð, sem hefur sömu merkingu hvort sem það er lesið afturábak eða áfram. Kveðst hann vera mjög ánægður með sýningarsalina í Björgvin og segir að þeir magni upp myndirn- ar, engu sé líkara en þær stígi út I úr rammanum. Ljósmynd/Tone Myklebost Norski listmálarinn Olav Christopher Jenssen á vinnustofu sinni í Berlín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (16.06.2000)
https://timarit.is/issue/132977

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (16.06.2000)

Aðgerðir: