Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 43' hann unni mest. Matti var sáttur við lífíð og tilveruna, en þegar hann vann í garðinum sínum var hann í essinu sínu, sæll og glaður. Eg minnist þess að fyrir skömmu þurfti ég að hitta hann að kvöldlagi heima hjá honum í Beykilundi 13. Ekki knúði ég dyra heldur gekk beint út í garðinn hans, því að ég vissi mæta vel að þar var hann kóngur í sínu ríki. Matti var ketil- og plötusmiður að mennt og hagur vel í öllum sínum störfum. Hann var rólegur og íhug- ull og hafði ávallt nægan tíma fyrir þá sem leituðu til hans. í lífsbók hans er sá kafli stór sem segir frá hjálpsemi hans við náunga, vini og fjölskylduna. Hann var góður mað- ur í þeirra orða bestu merkingu. Matti var giftur systur minni, Ingunni, sem lést fyrir tveimur ár- um. Sá harmur var honum þungur Iþó að 1 þögn væri borinn. Það hafa verið mikil viðbrigði fyrir Matta að Iverða skyndilega og óvænt einn og eina foreldri þriggja sona, tengda- dætra og barnabarna. Hann var hins vegar vandanum vel vaxinn. Ófá voru matarboðin sem hann hélt börnum sínum og var gleðilegt á að horfa, samheldni feðganna, tengda- dætra og hve barnabörnin sóttu mikið til hans og veittu honum ómælda ánægju. Margs er að minnast á mörgum árum í leik, starfi og fjölskylduboð- Ium þar sem glatt var á hjalla. Þar mun minningin um góðan dreng lifa. Eg veit að ég mæli fyrir munn systkina minna og fjölskyldna þeg- ar við þökkum Gunnlaugi Matthíasi fyrir samfylgdina, óskum honum allrar blessunar og vitum að Ingunn mun taka vel á móti honum í nýjum heimkynnum. Sonunum Jóni Birgi, Baldri, Sæv- ari, konum þeirra og börnum, svo og systkinum Matta og fjölskyldum S þeirra votta ég samúð mína. Megi góður Guð vera með ykkur og styrkja. Björn Baldursson. Elsku afí Matti, nú ertu farinn frá okkur og við sem áttum eftir að bralla svo margt saman. Við bræð- urnir vorum farnir að hlakka svo til að eyða sumarfríinu okkar á Akur- eyri, hjá þér og öðrum ættingjum okkar. Það var alltaf svo gaman að heimsækja þig því þú gafst þér tíma með okkur og við spiluðum alls kyns spil. Þú varst líka svo duglegur að elda mat, og grauturinn þinn var einstakur. Við eigum svo margar góðar minningar um þig. Ein af okkar síðustu stundum saman voru síðastliðnir páskar, þegar þú komst til okkar í Hveragerði og við bröll- uðum ýmislegt saman, fórum oft í sund og lékum okkur. Það var svo gott að fá þig því mamma mátti varla vera að því að líta upp úr bók- unum, enda próf í Háskólanum. Á páskadag fórum við svo öll saman í húsdýragarðinn, áttum saman eftir- minnilega stund, og þú gast frætt okkur svo mikið um dýrin. I maí sl. heimsóttum við þig í Beykilundinn og þú fórst strax með okkur út í garðinn þinn fallega sem þér var svo annt um, til að sjá og fylgjast með blómunum sem voru að vakna eftir vetrardvalann. Þú kenndir okkur svo mikið um blómin og hvernig á að umgangast þau. Þú varst svo dug- legur að rækta gulrætur, jarðarber, kartöflur og reyndar allt annað. Það að hafa fengið að kynnast þér, afi, er dýrmætt veganesti fyrir okkur í líf- inu. Við snáðarnir erum kannski of litlir til að skilja að þér líði jafnvel betur á himnum en í Beykilundin- um, en þar er jú fyrir hún amma okkar, Ingunn. Hún tekur á móti þér og hugsar um þig og þú um hana. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, elsku afi. Þið amma fylgist með okkur framvegis, bara á annan hátt en þið hafið gert hingað til. Þínir strákar, Halldór Kristján og Kristófer Birkir. Elsku afi okkar, nú ert þú dáinn frá okkur svo skyndilega og núna ert þú hjá guði og ömmu Ingunni sem dó fyrir aðeins 2 árum. Það er erfitt fyrir okkur litlu afastelpurnar þínar að skilja hvers vegna þú, afi okkar, ferð frá okkur sem þótti svo vænt um þig. Þegar við fluttum heim til Islands síðasta sumar bjuggum við í 6 mánuði hjá þér og var það okkur systrunum mjög dýr- mætur tími. Þar lærðum við ýmis- legt af þér sem á eftir að hjálpa okk- ur í framtíðinni. Eftir að við fluttum í okkar íbúð hjóluðum við systurnar oft í heimsókn til þín enda var okkur alltaf jafn vel tekið af þér. Þú varst alltaf góður og glaður, elsku afi okk- ar. Oftar en ekki þegar við komum til þín varst þú úti í garði enda hafð- ir þú og amma mikinn áhuga á garð- rækt og sést það best á garðinum ykkar í Beykilundi. Elsku afi, við skulum passa að vökva og hugsa um gulrætumar og kartöflurnar sem þú settir niður í vor. Við eigum dýrmætar minning- ar um þig elsku afi, sem við geymum nú í brjósti okkar um allar sund- ferðirnar, berjamóinn, ferðirnar í Kjarnaskóg og margt fleira sem þú gerðir með okkur. Góði guð, viltu passa elsku afa okkar og hjálpa okk- ur og styrkja í sorginni. Þínar afastelpur, Karen Lind, Hildur Björk og Ingunn Magnea. —------------------------------------ saman á ný. Guð geymi þig pabbi ® minn. Þín dóttir Sigrún. Mig langar að þakka þér elsku afi fyrir allar góðu stundimar okkar. Hugurinn reikar til bernskuáranna þegar við bjuggum í Hh'ðunum og mitt helsta verk var að hafa til mat- inn fyrir þig þegar þú komst af vakt- inni. Ég gleymi heldur aldrei sól- skinsdeginum þegar þú tókst þig til og greiddir ljósu lokkana mína þvi ég átti að vera sérlega fín sagðirðu íbygginn á svip, bauðst mér síðan í göngutúr og lést innrita mig í sex ára bekk. Það var líka notalegt hjá okkur þegar við fórum í Nestin að dytta að og þrífa. Ferðimar okkar upp í Sel- mörk þar sem þú varst að h'ta eftir bústaðnum fyrir Sonju og Axel og kenndir mér að róa á árabát, eins þegar við fómm alltaf í réttirnar með ® nesti og þú varst óþreytandi að hlaupa og hjálpa til við smala- mennskuna. Það var þitt líf og yndi að eltast við rolluskjátumar eins og þú kallaðir þær. Þegar þú lést af störfum í lögreglunni gastu eytt meiri tíma í rolluskjátumar og þá virkilega naustu lífisins. Það sem þú kenndir mér um lífið og tilvemna hefur reynst mér vel og ég mun halda áfram að geyma gullmolana þína í huga mér og fara eftir þeim þegar við á. Þetta vom okkar stundir sem hafa alltaf bundið okkur saman á sérstak- an hátt og ég mun geyma þær ásamt öllum hinum í minningunni og segja mínum börnum og barnabömum frá. Margseraðminnast, Margseraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, Margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem) Takk fyrir allt elsku afi. Þín, Erla og fjölskylda. Elsku afi. Mig langar að þakka þér fyrir alla spilamennskuna í gegnum árin. Manstu þegar ég hjólaði alltaf til ykkar ömmu í Fossvoginn og við styttum okkur stundir á daginn við spilin og höfðum mikið gaman af því hvomgur vildi tapa. Bíltúramir aust- ur í Björk með ykku.r ömmu og Val- gerði em ógleymanlegar stundir og eins ferðalögin norður þegar stoppað var í hvei-ri sjoppu til að prófa Rauða kross kassana og kaupa happaþrenn- ur. Ekki má gleyma því hvemig þú fylgdist með hversu vel gengi að setja bundið slitlag á þjóðveg eittog skrifaðir nákvæmlega niður alla kíló- metra af möl og slitlagi alla leiðina. Elsku afi hafðu þökk fyrir allt. Þinn, Bjöm. ING UNN SIGRIÐ UR SIGURJÓNSDÓTTIR + Ingunn Sigríður Sigurjónsdóttir fæddist að Brunnhól, Mýrahreppi í Horna- firði, hinn 5. október 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 9. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Þor- björg Benediktsdótt- ir, f. 4. ágúst 1892, d. 27. febrúar 1992 og Sigurjón Einarsson, f. 17. október 1895, d. 28. febrúar 1983. Systkini Ingunnar eru Einar, f. 4. ágúst 1920; Bene- dikt, f. 12. aprfl 1922; Arnór, f. 16. júlí 1926, d. 15. september 1979; Aðalheiður, f. 8. júlí 1928; Sigurbjörg, f. 18. mars 1938 og Þórhildur, f. 17. júlí 1944. Hinn 21. desember 1946 giftist Ingunn Sigríður Karli Björns- syni, f. 30. desember 1920, d. 7. júlí 1991. Börn þeirra eru: 1) Sig- þór Borgar, f. 9. ágúst 1947. Hann er kvæntur Guðrúnu Sigur- jónsdóttur, f. 12. nóvember 1952. Þeirra sonur er Vignir Örn, f. 14. desember 1978, unnusta hans er Guðbjörg Birna Jónsdóttir, f. 9. maí 1979. 2) Vilberg, f. 13. október 1951. Hann var kvæntur Sigríði Olsen, f. 29. nóvember 1952. Þeirra börn eru: Karl Ingi, f. 23. mars 1973, hann er kvæntur Önnu Guð- rúnu Jörgensdóttur, f. 8. janúar 1974. Þeirra dóttir er Jú- lía Blær, f. 2. októ- ber 1998. Fyrir átti Anna Guðrún Aldísi Hlín, f. 25. mars 1993; Stefanía Margrét, f. 24. september 1981. Unnusti hennar er Ingvar Árna- son, f. 15. nóvember 1976. 3) Vigdís, f. 8. maí 1956. Hún er gift Oddi Guðna Friðrikssyni, f. 26. júní 1956. Þeirra börn eru: Ingunn, f. 28. nóvember 1985 og Guðni Friðrik, f. 4. júlí 1993. Ingunn Sigríður og Karl bjuggu allan sinn búskap í Kefla- vík. Utför Ingunnar Sigríðar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag 16. júm' og hefst athöfnin klukk- an 14. Elsku Sigga frænka. Nú ert þú komin yfir móðuna miklu, þangað sem við öll förum að lokum. Mig langar í örfáum orðum að þakka þér fyrir samfylgdina og allt sem þú hefur gert fyrir mig um dagana. Ég var unglingur í námi þegar ég fór fyrst að koma til ykk- ar Kalla um helgar. Alltaf var mér tekið opnum örmum og um mig hugsað af mikilli alúð. Síðar bjó ég hjá ykkur tvo vetur. Þá var oft glatt á hjalla. Mikið var spilað, spjallað og jafnvel ég, unglingur- inn, hlustaði á óperur með ykkur. Sigga mín, við þig var alltaf hægt að spjalla um alla hluti. Þú varst svo skilningsrík og víðsýn í hugsun. Ég hefði ekki getað hugsað mér betra heimili til að dvelja á. Þið Kalli voruð svo full af hjartahlýju og mannkærleik. Síðar er ég átti leið um Keflavík gisti ég oft hjá ykkur á Faxabraut- inni og seinna þér á Suðurgötunni og fannst mér ég þá alltaf vera komin heim. Nú síðustu tvö árin, síðan ég flutti til Reykjavíkur, urðu samskipti okkar meiri þar sem styttra var á milli okkar. Fyrir þær samverustundir er ég afar þakklát. Fyrir um áratug misstir þú Kalla og ég veit að það var þér þung raun, því þið voruð svo samrýmd og samhent. Núna ertu komin til hans og ég veit að þið eruð ánægð saman á ný. Það er mikils virði á lífsleiðinni að hafa kynnst eins góðri mann- eskju og þú varst Sigga mín. Af þér lærði ég margt. Eftir situr söknuð- ur en minningarnar um góðu stundirnar okkar saman ylja mér áfram um hjartarætur. Elsku Vigdís, Vilberg, Sigþór og fjölskyldur. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. þín frænka, Svava Arnórsdóttir. heimili sitt og barna sinna fyrir þessari unglingsstelpu sem var að leggja af stað út í lífið. Næstu fimm árin var heimili þeirra mitt annað heimili. I öllum fríum frá skólanum var ferðinni heitið til Keflavíkur, að Faxabraut 69. Þar mætti mér alltaf einstök alúð og hlýja. Kalli átti gjarnan ferð í bæinn þegar fríin nálguðust og náði í stelpuna, Sigga tók á móti mér í þvottahúsdyrun- um, og sú tilfinning að koma' til þeirra veitti ungri stelpu sem dvaldi langt frá foreldrum sínum öryggiskennd og ánægju. Sigga frænka var yfirveguð kona. Yfir henni hvíldi glæsileiki og ró, samt var hún svo kát og hló gjarnan svo tárin runnu niður kinnarnar þegar við gerðum að gamni okkar. Mér varð fljótt ljóst, að þó hún tæki allt- af á móti mér með opna arma og hlaðið borð af veitingum, þá viður- kenndi hún ekki að hún sem kona væri í neinu þjónustuhlutverki á heimilinu. Jafnrétti var henni mjög í blóð borið og það var lærdómsríkt fyrir unga stúlku að sjá hversu þau hjónin deildu með sér ákvörðunum og inniverkum á jafnræðisgrund- velli. Það var sérstakt fyrir fólk af þeirra kynslóð. Sú sýn og jafnrétt- isumræðan hennar Siggu hefur fylgt mér allt mitt líf, hún þoldi alls ekki misrétti af neinu tagi og á sinn yfirvegaða hátt tók hún alltaf málstað þeirra er minna máttu sín. Sigga var mikill lista- og bók- menntaunnandi. Af hennar vörum heyrði ég fyrst nefndar skáldkon- urnar Svövu Jakobsdóttur og Ja- kobínu Sigurðardóttur og hún rétti mér bækur þeirra til lestrar. Ég minnist þeirra hjóna sitjandi inni í stofu að hlusta á upplestur úr ís- landsklukkunni eða sígilda tónlist. Þau voru sjálfum sér næg um af- þreyingu og lífsfyllingu. Alvarleg veikindi sem Sigga hafði orðið fyrir þegar börnin voru lítil hafði greini- lega sett mark sitt á hana og hún * gekk aldrei alveg heil til skógar. Einmitt þess vegna held ég að hún hafi nýtt tímann til að stefna að frekari innri þroska og lífsfyllingu inni á sínu eigin heimili með fjöl- skyldu og vinum. Þær eru ógleymanlegar sam- verustundirnar með Siggu og Kalla. Þau ræddu við unglings- stelpuna um alla heima og geima á jafnræðisgrundvelli, þau fóru ótal ökuferðir um Reykjanesið og fræddu um umhverfí og mannlíf, þau leiðbeindu á framandi slóðum höfuðborgarinnar eftir að nám hófst í Kennaraskóla Islands og þau hvöttu áfram til mennta, ástundunar og reglusemi á sinn já- kvæða og hæverska hátt. Lífsýn þeirra og hjartagæska hafa fylgt mér æ síðan. Samverustundum mínum með þeim Siggu og Kalla fækkaði eftir að námi lauk og ég fór að búa á heimaslóð. Þau komu þó oftar í heimsókn til mín en ég til þeirra. En þráðurinn slitnaði aldrei þó stundum liðu nokkur ár á milli þess sem við hittumst. Þau opnuðu heimili sitt fyrir yngri systrum mínum þegar þær fóru til náms, þau studdu foreldra mína í erfiðum veikindum föður míns og þannig spannst samskiptaþráðurinn áfram á milli þessarra tveggja fjöl- skyldna, treystur af hjartahlýju og hjálpsemi þeirra hjóna. Og þegar við hittumst var það alltaf eðlilegt framhald af fyrstu kynnum og gleðin og góðvildin réðu ríkjum. Það var þung raun fyrir Siggu frænku þegar Kalli lést eftir stutt veikindi. En fjölskyldan var sam- hent og Sigga fékk mikinn stuðn- ing frá börnum sínum og fjölskyld- um þeirra. Hún flutti af Faxabrautinni í nýja íbúð, þangað kom ég aldrei, en hitti hana nokkru sinnum heima hjá Vigdísi dóttur hennar. Ég á því bara æskuminni- nguna um fallega heimilið hennar og hans Kalla á Faxabraut, sú minning mun fylgja mér ævina á enda. Síðustu árin hitti ég Siggu frænku nokkrum sinnum, og þá gjarnan innan um skvaldur ferða- manna á vinnustað mínum við Jök- ulsárlón. Mér fannst hún ekkert eldast, það var alltaf sama glettnis- blikið í augunum og stutt í gaman- yrði og hlátur. Síðastliðið sumar komu þau systkinin, Benedikt og Sigga frænka, í heimsókn á æsku- stöðvarnar og fengu sér kaffibolla hjá mér á meðan áætlunarrútan stoppaði. Ekki hvarflaði það að mér þá að ekki yrðu aftur endur- fundir innan tíðar. Lífsþráðurinn er spunnin hverjum og einum. Það er sárt að sakna, en gott að hugsa til þess að nú eru þau saman að nýju Sigga og hann Kalli í Kefla- vík. Stundirnar í lífinu renna brott sem dropar í straumanið, eftir lifa minningarnar sem perlur er merla í dýrmætum sjóði hugans og auðga andann. Elsku Vigdís, Vilberg, Sig- þór og fjölskyldur. Hugurinn hefur oft leitað til ykkar á þessu ári. Megi góður Guð styrkja ykkur i sorg ykkar og minningarnar færa ykkur styrk til að takast á við söknuð og trega. Þorbjörg Arnórsdóttir. Ingunn Sigríður Sigurjónsdóttir föðursystir mín er látin. Mig setti hljóða er fregnin barst þó innst inni hafi ég vitað að hverju stefndi. Lífsþráðurinn er spunninn hverj- um og einum, lífið er undur tilver- unnar, en stundum verður dauðinn að lokum sú líkn er linar þraut. Eftir stöndum við mannfólkið með óráðna lífsgátuna og engin svör við tilgangi lífs og dauða. Aðeins sorg- in fær sitt rúm innra með okkur, minningarnar streyma fram og við vitum að það sem einu sinni var kemur aldrei aftur. Ég kynntist Siggu frænku fyrst þegar ég var fjórtán ára gömul og fór í fyrsta skipti langa leið að heiman til náms. Þá tóku þau Sigga og Kalli, maðurinn hennar, á móti mér á flugvellinum í Reykjavík og opnuðu ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Utfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Baldur Frederiksen útfararstjóri, [ sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is rfí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (16.06.2000)
https://timarit.is/issue/132977

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (16.06.2000)

Aðgerðir: