Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
f
Sönnun og
afsönnun
Efekki erhægt að afsanna kenningu
er ekki hægt að ræða málið frekar
og allt stendurfast. Kenningin er
orðin að kennisetningu - ogþá
verða ekki framfarir.
Ein þekktasta
vísindaheimspeki-
kenning síðari
tíma er án efa
kenning Karls
Poppers um að vísindatilgátur
verði aldrei sannaðar endanlega
heldur bara afsannaðar. Ef
maður leyfir sér að flytja þessa
kenningu yfir á svið siðferðis og
stjórnmála - sem Popper sjálfur
hefði sennilega talið fráleitt -
mun hún líklega breytast í ein-
hvers konar skeikulhyggju (það
sem heitir á ensku fallibílismi).
Þetta þarf þó ekki að vera ávís-
un á einhverja póstmóderníska
afstæðishyggju.
Kjarninn í heimspeki Poppers
um vísindakenningar er sá, að
þær þurfi að
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
vera þannig
úr garði
gerðar að
auðvelt sé að
sjá með hvaða hætti þær yrðu
afsannaðar. Það er, hvemig
unnt væri að hrekja þær. Þetta
þýðir ekki að kenningarnar
þurfi að vera fyrirfram ósannar,
því þótt það sé fræðilega mögu-
legt að hrekja þær er ekki þar
með sagt að það sé hægt í raun
og veru.
Ef maður til dæmis heldur
fram þeirri kenningu um hrafna
að þeir séu í eðli sínu svartir er
augljóst hvernig sú kenning yrði
hrakin. Það þyrfti bara að
benda á hrafn sem væri ekki
svartur, og þá væri þessi fína
kenning um liteðli hrafna af-
sönnuð. En svo lengi sem eng-
inn dúkkar upp með hvítan
hrafn (eða grænan eða gulan
eða í öðrum lit en svörtum)
stendur kenningin.
Samkvæmt Popper mætti
telja hana sanna svo lengi sem
hún hefur ekki verið hrakin.
Þetta þýðir samt ekki að hún sé
í raun og veru endanlega sönn
þótt maður gangi út frá því -
þangað til annað kemur í ljós -
að hún sé það. Enda er það ekki
aðalatriðið hjá Popper hvort
kenningin er sönn eða ekki, og
það er einskonar aukakjarni í
þessari heimspeki að slíkt verði
aldrei endanlega sýnt með vís-
indalegum aðferðum.
Þetta þýðir heldur ekki að
kasta megi fram hvaða bulli sem
er og kalla það vísindalega
kenningu, og þar af leiðandi er
þetta ekki afstæðishyggja, þótt
hugmyndinni um möguleikann á
endanlegri sönnun sé hafnað.
Þvert á móti gerir áherslan á af-
sönnunarmöguleikann að verk-
um að maður getur ekki haft
kenningu - og talið hana rétta -
sem stangast á við til dæmis lit-
inn á hröfnum, bara af því að
manni finnst kannski flottara að
hrafnar séu gulir.
Samkvæmt heimspeki Popp-
ers er kenning, sem ekki er
hægt að afsanna, ekki vísinda-
leg. Að ekki sé hægt með
nokkru móti að afsanna kenn-
ingu felur alls ekki í sér að hún
sé sönn, heldur er galli á formi
hennar. Svona kenningar eru
stundum kallaðar teflonkenn-
ingar vegna þess að þær hrinda
sjálfkrafa frá sér því sem að
þeim kemur, til dæmis gagnrýni.
Þannig var kenning Sigmunds
Freuds um afneitun verulega
grunsamleg í augum Poppers.
Sjúklingur sem neitar að horfast
í augu við að hann er sjúkur er
haldinn afneitun, til dæmis
drykkjusjúklingur sem neitar
því staðfastlega að áfengisneysla
hans sé stjórnlaus. Ef maður nú
reynir að hafna þessari kenn-
ingu Freuds má nota kenning-
una sjálfa til að sýna fram á að
maður sé haldinn einmitt því
sem hún kveður á um - afneitun
- og að tilraun manns til að af-
sanna kenninguna sé í rauninni
ekki annað en dæmi um manns
eigin sjúkleika. Svona sé nú
kenningin afskaplega sönn.
Ástæðan fyrir því að Popper
hafnaði því að endanleg sönnun
- og þar með rétt kenning -
væri markmið vísindanna var
ekki sú að honum væri eitthvað í
nöp við sannleikann. Þótt vís-
indamenn (og fólk yfirleitt) geti
ekki komist að sannleikanum er
ekki þar með sagt að hann sé
ekki til.
Ástæðan var fremur sú, að
kenning sem ekki verður dregin
í efa verður þrándur í götu frek-
ari þekkingarleitar. Framfarir í
vísindum, samkvæmt heimspeki
Poppers, verða með þeim hætti
að kenningar eru afsannaðar og
nýjar tilgátur koma í þeirra
stað, en ef ekki er hægt að af-
sanna kenningu er ekki hægt að
ræða málið frekar og allt stend-
ur fast. Kenningin er orðin að
kennisetningu, eða dogma, og þá
verða ekki framfarir.
Ef maður nú reynir að máta
þessa hugsun á pólitíska um-
ræðu er líklegt að fyrst skjóti
upp kollinum sú spurning, hvort
nokkurt vit sé í að leggja að
jöfnu vísindakenningar og
stjórnmálastefnur. (Og í hæsta
máta viðeigandi að nefna að
Popper sjálfur taldi svo ekki
vera, því að í pólitík og siðferðis-
efnum væri engin leið til að af-
sanna eitt né neitt - og sosum
ekki sanna heldur).
En þessi siðasttalda hugmynd,
að ef kenning er talin endanlega
rétt hefti það frekari umræðu og
þar af leiðandi frekari þekking-
aröflun og framfarir, gæti átt við
í pólitík rétt eins og vísindum.
Það er að segja, í staðinn fyrir
vísindakenningu myndi maður
tala um stjórnmálastefnu, til
dæmis markaðshyggju, og segja
að hún megi aldrei verða að
ógagnrýnanlegum, altækum
raunveruleika sem skilningur á
öllu öðru skuli byggjast á.
Ef ein stefna yrði að algildum
sannleika - að kennisetningu -
myndi hún stífia þugsun og
hefta framfarir. í þessu felst því,
að framfarir geta aldrei orðið
með þeim hætti að einhver til-
tekin stjómmálastefna, eða
stjómmálamaður, verði jafnari
en aðrar. Auðvitað er alltaf ein-
hver stefna - eða jafnvel bara
einn stjórnmálamaður - ríkjandi
á hverjum tíma, en það er ekki
vegna þess að sú stefna - eða sá
maður - sé einfaldlega sannleik-
urinn og lífið og sé þar með yfir
gagnrýni hafin.
GUNNLAUGUR
MATTHÍAS
JÓNSSON
Gunnlaugur
Matthías Jónsson
fæddist á Akureyri
12. nóvember 1940.
Hann lést eftir
skammvinn veikindi
7. júni síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jón Antonsson kaup-
maður, f. 21.5. 1891,
d. 21.1. 1974 og Hall-
dóra Kristjánsdóttir
húsmóðir, f. 1.7.1905,
d. 2.2. 1988. Systir
hans er Margrét Val-
borg og hálfbróðir
hans, sammæðra, er
Eðvarð, bæði búsett á Akureyri.
Eiginkona Gunnlaugs var Ingunn
Baldursdóttir, sjúkraliði, f. 27.10.
1945, d. 15.6. 1998. Synir þeirra
hjóna eru: 1) Jón Birgir, garð-
yrkjutæknifræðingur, f. 6.7. 1964,
búsettur á Akureyri, maki hans er
Kolbrún Ema Magnúsdóttir, f.
12.5. 1968. Dætur þeirra em Kar-
en Lind, Hildur Björk og Ingunn
Magnea. 2) Baldur, garðyrkju-
tæknifræðingur, f.
5.5. 1969, búsettur í
Ölfusi, maki hans er
Elva Dröfn Sigurð-
ardóttir, f. 10.3.
1972. Synir þeirra
eru Halldór Kristján
og Kristófer Birkir.
3) Sævar, garðyrkj-
unemi, f. 19.11. 1979,
búsettur á Akureyri,
maki hans er Kristín
Dögg Jónsdóttir, f.
7.9. 1981. Sonur
þeirra er Baldur
Smári.
Gunnlaugur nam
ketil- og plötusmíði hjá Landsmið-
junni í Reykjavík og lauk prófi
1964. Eftir það vann hann hjá
Vélsmiðjunni Odda, Slippstöðinni
Odda og nú sfðustu árin hjá Blikk-
og tækniþjónustunni. Gunnlaugur
Matthias var félagi í Karlakórnum
Geysi á Akureyri til margra ára.
Utför Gunnlaugs Matthíasar fer
fram frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13:30.
þinn ánægjulegasti árstími fram-
undan.
Elsku Matti, ég mun sakna þín.
Þú sem leist svo oft inn til okkar
Magga í Álfabyggðina á kvöldin og
um helgar eftir að Ingunn dó, alltaf
með þinni prúðmennsku og hlýju.
Þannig varst þú og mér dettur í hug
það sem amma María sagði þegar
þau hjónin misstu elskuna sína
Gunnlaugu og þú ert skírður eftir.
Hún komst þannig að orði er hún
sagði frá dótturmissinum: „Ég má
ekki kvarta, ég hef fengið að hafa
litlu stúlkuna hjá mér í tuttugu og
tvö ár. Allan þann tíma hefur hún
verið yndið mitt og sólargeislinn og
aldrei styggt mig eða hryggt í
neinu.“ Hún skildi foreldra sína
ekki eftir í fátækt þótt hún hyrfi af
braut. Hún hafði safnað handa þeim
fjársjóði sem ekki var hægt að eyða
og hvorki mölur né ryð gat nokkru
sinni grandað. Þessi fallegu orð eiga
við þig elsku bróðir eins og þú varst
og við erum þakklát fyrir þann fjár-
sjóð sem þú gafst okkur.
Elsku Nonni, Kolla, Balli, Elva,
Sævar, Stína og börnin ykkar. Ég
veit það verður vel tekið á móti hon-
um og mamma ykkar með sinn hlýja
faðm gerir það. Sorg ykkar og miss-
ir er mikill en við munum standa
saman sem íyrr.
Elsku bróðir, hafðu þökk fyrir allt
og allt. Guð geymi þig.
Þín systir,
Margrét.
Dáinn, horfinn! - Harmfregn!
Hvílík orð mig dynur yfír!
enégveitað látinn lifir
það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgr.)
Elsku bróðir. Eftir stöndum við
harmi slegin. Þú sem varst hraust-
astur allra í fjölskyldunni og alltaf
boðinn og búinn að hjálpa öðrum.
Við ólumst upp í innbænum sem í þá
daga var hálfgerð sveit. Pabbi og
mamma voru með kýr og kindur
sem við höfðum gaman af og mjólk-
in var seld til margra fjölskyldna í
innbænum. Það var alltaf nóg að
bíta og brenna á okkar heimili og við
alltaf hraust. Á morgnana meðan
foreldrar okkar voru í fjósinu pass-
aði Eddi stóri bróðir okkur og þá
brölluðum við ýmislegt. Þú fórst
snemma að vinna og það fyrsta sem
ég man eftir var að þú barst út Is-
lending. Svo fóru þið pabbi til Rauf-
arhafnar í síld og komuð með mikla
peninga til baka að okkur fannst.
Eftir að þú byrjaðir að vinna í
blikksmiðjunni var það eitt þitt
fyrsta verk að gleðja mömmu með
því að kaupa handa henni hrærivél
sem þá voru að koma á markaðinn.
Ég man að þú ljómaðir af stolti og
ekki var mamma okkar síður
ánægð. Já, svona varst þú hugul-
samur og hlýr. Þið Ingunn byrjuðuð
búskap ykkar í Reykjavík þar sem
þú starfaðir í Landsmiðjunni og
tókst próf þaðan sem ketil- og plötu-
smiður. Þá var Nonni bara nokk-
urra mánaða gamall. Hún skrifaði
mér mörg bréfin þar sem m.a. stóð
að þú ynnir langt fram á kvöld og
um helgar og hún saknaði þess að
hafa þig ekki meira heima hjá sér og
Nonna. En hún sagði að öðruvísi
kæmust þið ekki af og svona væri
lífið og hún sætti sig við það. Þið
Ingunn voruð svo samhent í einu og
öllu að aðdáunarvert var að sjá ykk-
ur vinna saman. Þú gekkst í öll verk
og allt lék í höndunum á þér, enda
bar heimili ykkar og garðurinn
merki um snyrtimennsku og öll
blómin sem þið ræktuðuð hugsuðuð
þið um af alúð. Svo kom áfallið fyrir
tveimur árum þegar Ingunn lést af
slysförum, þessi hjartahlýja dug-
lega kona, en það er ekki spurt að
því á slíkri stundu. Það er eitt af því
sem við skiljum ekki og ráðum ekki
við. Aftur gerast þessi hræðilegu
örlög og við stöndum sem lömuð eft-
ir. Eitt það síðasta sem þú baðst mig
um að gera var að vökva Hawaii-
rósina sem var í blóma. Já, þú varst
með hugann við gróðurinn, enda
Þegar ég nú með nokkrum orðum
minnist vinar míns og mágs, Gunn-
laugs Matthíasar, eða Matta eins og
við í fjölskyldunni ávallt kölluðum
hann, koma í huga minn ljóðlínur
vestur-islenska skáldsins Stefáns G.
Stefánssonar þar sem hann yrkir af
trúarlegu innsæi um skilin stóru
milli lífs og dauða. Þetta óræða sem
allra bíður, þótt enginn viti hvenær
þar að kemur. - Þessar Ijóðlínur
skáldsins eru:
Seint eður snemma á sama tíma
sofna muntu hinsta blundinn.
Hvar eða hvernig það að ber
enginn veit, en þetta er stundin.
Það var þessi „stundin eina“ sem
vitjaði Matta að kvöldi dags 7. júní
sl. Ekki flaug mér í hug þegar við
hittumst síðast fyrir tveimur vikum
og töluðum síðar nokkrum sinnum
saman í síma að „stundin eina“ væri
svo nálæg, en enginn veit hvað
skammt er milli gleði og harms
nema sá sem reynt hefur. Nú þegar
dagarnir eru langir og bjartir og
sumarið vitnar hvað ljósast um mátt
lífs og moldar, hvarf þessi góði
drengur frá okkur svo skjótt sem
hendi væri veifað, langt um aldur
fram og einmitt á þeim árstíma sem
TRYGGVI
FRIÐLA UGSSON
+ Tryggvi Frið-
laugsson fæddist
að Litlu-Völlum í
Bárðardal S-Þing-
eyjarsýslu 14. júlí
1919. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógabæ, Árskógum
2, 10. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Sigríður Daní-
elsdóttir og Frið-
iaugur Sigurtryggvi
Tómasson. Eignuð-
ust þau 10 börn, Sig-
urð Eyvald, Baldvin
og óskírða dóttur,
sem nú eru látin, eftirlifandi eru:
Ingimar, Sæmundur, Daníel,
Gisli, Valgerður og Eli'n.
Hinn 2. nóvember 1944 kvænt-
ist hann Sigríði Gyðu Sigurðar-
dóttur, ættaðri frá ísafirði, f. 30.
júlí 1920, d. 13. apríl 1992. Börn
þeirra eru: Sigrún, f. 26.1. 1945,
maki Björn Jóhannsson. Eiga þau
þrjú börn saman og sjö barna-
börn en fyrir átti Sigrún tvö börn.
Henný, f. 27.8. 1946,
sambýlismaður Mar-
inó Jónsson. Börn
Hennýar eru fjögur
og barnabörnin
þijú. Tryggvi f. 6.1.
1949, maki Inge-
borg Tryggvason og
eiga þau sjö börn og
sex barnabörn. Örn,
f. 14.2. 1953, maki
I.ilja Jóhannsdóttir
og eiga þau fjögur
börn. Einnig ólu þau
upp elstu dóttur
Sigrúnar, Erlu Jó-
hannsdóttur.
Tryggvi var búfræðingur að
mennt frá Hólum f Hjaltadal.
Hinn 1. aprfl 1943 hóf hann störf f
lögreglunni í Reykjavík og vann
þar óslitið þar til hann lét af
störfum 1. september 1980. Einn-
ig starfaði hann hjá Nesti til
margra ára.
Útför Tryggva verður gerð frá
Bústaðakirkju f dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku pabbi minn, þá hefur þú sem bíður okkar allra. Upp í hugann
kvatt þessa tilveru og hafið þá ferð koma margar minningar. Þú varst
mikill náttúruunnandi. Á vorin lifn-
aðir þú við eins og gróðurinn. Þú
varst kominn upp í Fjárborg um leið
og sauðburður hófst og ekki léstu þig
heldur vanta í réttimar á haustin.
Áhugamálin voru mörg.
Þú hafðir mikla ánægju af því að
fara með bræðrum þínum, Ingimar
og Gísla, að dorga í gegnum ís. Einn-
ig átti rjúpnaveiðin hug þinn allan og
ekki varstu í rónni fyrr en þú varst
búinn að veiða nóg í jólamatinn fyrir
fjölskylduna.
Unaðsreiturinn þinn var Bárðar-
dalurinn þar sem þú ólst upp og
þangað fóruð þið mamma nánast á
hveiju sumri þegar tækifæri gafst á
meðan hún lifði.
Ég upplifði ekki fyrr en þegar við
fórum saman norður hvað dalurinn
þinn var þér kær og ég naut þess að
sjá hvað gleði þín var mikil á æsku-
slóðum þínum.
Elsku pabbi minn, ég þakka þér
fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig,
alltaf gat ég leitað til þín og fengið
ráð. Þú varst lánsamur, þegar heils-
unni hrakaði og þurftir á umönnun að
halda, að komast á svo góðan stað
sem hjúkrunarheimilið Skógarbær
er. Þar áttum við margar góðar
stundir og vil ég þakka Maríu og
starfsfólkinu á Hólabæ fyrir frábæra
umönnun.
Pabbi minn, nú er komið að leiðar-
lokum. Söknuðurinn er sár en það er
huggun til þess að vita að mamma
tekur vel á móti þér og þið verðið