Morgunblaðið - 16.06.2000, Side 66
- 66 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
4%h ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ símí 551 1200
Stóra sóiM ítl. 20.00
ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric-Emmanuel Schmitt
Aukasýning í kvöld fös. 16/6. Allra siðasta sýning.
GLANNI GLÆPUR í LATABÆ
Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson.
Sun. 18/6 kl. 14 örfá sæti laus. Síðasta sýning leikársins.
Litta stíM kt. 20.30:
HÆGAN, ELEKTRA — Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir
[ kvöld fös. 16/6, örfá sæti laus. Ailra síðasta sýning.
Miðasalan er opin mánud.—þríðjud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200.
thorev@theatre.is — www.leikhusid.is
1 FJKFÉLAG LSLANDS
^AsTaSNÍiI 552- 3000
Sjeikspír eins og hann leggur sig
lau. 24/6 kl. 20
fös. 30/6 kl. 20
Panódíl fyrir tvo
í kvöld 16/6 kl. 20.30 laus sæti
Síðustu sýningar í sumar
530 3O3O
Stjömur á morgunhimni
sun 18/6 kl. 20 nokkur sæti laus
fim 22/6 kl. 20 lau sæti
Síðustu sýningar
Hádegisleikhús: LEIKIR
í dag, fös 16/6 kl. 12
Síðasta sýning
Miðasalan er opin frá kl. 12—18 alla virka daga,
kl. 14-18 laugardaga og fram aö sýningu sýningar-
daga. Miðar óskast sóttir I viðkomandi leikhús
(Loftkastalinn/lðnó).
Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dðgum fyrir sýningu.
f Nœ turqa tinn s,« ,s j<,oso *
í kvöld og laugardags-
kvöld leika hinir
frábæru Stcfán P.
og Pétur.
Ath! Frítt inn í kvöld til
kl. 23.30.
HftRMONIKUBALL
verður í ÁSGARBI, Glæsibæ við Álfheima,
á morgun, að kvöldi þjóðhátíðardags, kl. 22.
Allir velkomnir
FÓLK í FRÉTTUM
• •
Músíkalskar
sogur
Nurse With Wound
The Swinging Reflective,
World Serpent 1999
STEVEN Stapleton hefur framið
súrrealíska tónlistargjörninga sína í
félagsskap við ýmsa góða menn und-
ir nafninu Nurse With Wound
frá því í kringum árið 1978. í lok
síðasta árs kom út diskurinn
The Swinging Reflective með
samvinnuverkefnum NWW og
ýmissa eðal jaðarrokkara eins
og Current 93, Coil, David
Tibet, Foetus og Stereolab frá
árunum1980-1999.
Undirtitill umræddrar plötu
er „Favorite Moments of Mutual
Ecstasy" og það er eins og við
manninn mælt. Sælan er ekki
aðeins viðkomandi tónlistarfólks
heldur einnig þess sem situr við
hátalarana. Það eru ekki aðeins
fyrsta flokks skruðningar sem
um ræðir heldur einnig yndis-
lega músíkalskar sögur. Sum
tónlist hefur þau áhrif á skiln-
ingarvitin að heilu kvikmyndirn-
ar flæða manni fyrir hugskots-
sjónum, en þessarri plötu fylgja
sögur. Þær eru ekki skrifaðar
inn í umslagið, tónlistin segir
allt sem segja þarf jafnt í litrík-
um ævintýrum sem dramatísk-
um ástarsögum og æsispenn-
andi reyfurum.
Að mörgu leyti tekst best til í sam-
starfi Stereolab við Nurse With
Wound, því þar mætast tveir heim-
ar. Þægilegt, leikandi melódískt
popp Stereolab og ögrandi hljóða-
hamfarir NWW tvinnast dásamlega
saman í lögunum „Animal or Veget-
able“ og „Simple Headphone". Þó
fléttan sé endurtekningasöm haldast
eyrun þó ávallt vakandi því samsetn-
ing þessa heima er það forvitnileg.
The Swinging Reflective er nokk-
uð tvístruð plata, enda koma um 15
aðilar að tónsmíðunum. En viti
menn, það er ekki löstur plötunnar
heldur einmitt hennar helsti styrk-
leiki. Þó að efniviðurinn sé sóttur í
mörg horn, þá er eins og að menn
hafi náð sérstaklega vel saman í
hugsuninni að baki verkefnunum.
Hvort sem það snýst um háleita
tónlistarheimspeki eða einfaldlega
„gúddí fílíng“ tónlistarfólksins, skil-
ar það sér í afskaplega heildstæðri
stemmningu og ákveðnum anda sem
svífur yfir vötnunum. Það má
kannski skrifa það á einstæðan per-
sónuleika Stapletons sjálfs sem
vafalaust hefur átt síðasta orðið í
vinnslu plötunnar. I viðtali við tíma-
ritið Wire nýverið, segir Stapleton
að sérstaða NWW felist ekki endi-
lega í hinu óhefðbundna, heldur því
að flytja hefðbundinn efnivið yfir í
ólíklegt umhverfi og skapa þannig
hljóm sem skipar honum í sérflokk.
Hann segir einnig að á tímabili hafi
hann haft svo sítt skegg að það hafi
flækst við græjumar í hljóðveri hans
þar sem hann sat við tónsmíðar.
Kannski það hafi haft einhver áhrif á
andrúmsloft tónlistarinnar? „Ég
dansa ekki, hatturinn minn gæti fok-
ið af höfði mér.“ Frá unga aldri var
Stapleton alger tónlistarfíkill, sér-
staklega eftir að hann uppgötvaði
„krautrokk“-menningu Þjóðverja og
bönd eins og Neu!, Faust og Can.
Hann hafði þó engan hug á að búa til
tónlist sjálfur fyrr en tækifærið til
að taka upp plötu hoppaði upp í
fangið á honum. Hann var að
vinna við að líma skilti á hurðir í
hljóðveri í Englandi þegar einn
tæknimannanna bað hann um að
benda sér á gott tilraunaband því
hann langaði til að prófa að taka
upp eitthvað nýtt og ögrandi og
að viðkomandi þyrftu ekki að
borga neitt fyrir upptökurnar.
Stapleton hringdi þá umsvifa-
laust í tvo vini sína og sagði þeim
að þeir væru hér með í hljóm-
sveitinni Nurse With Wound og
að þeir væru að fara að taka upp
sína fyrstu breiðskífu í vikunni á
eftir. Aður en þetta skall á höfðu
félagarnir þrír aldrei snert hljóð-
færi en tvínónuðu þó ekki við að
taka upp plötuna Chance Meeting
á sex klukkutímum sem er upp-
full brakandi frískra hugmynda
og er enn þann dag í dag álitin ein
besta plata NWW.
Seinna meir komst Stapleton
að því að hann vinnur langbest í
einrúmi, hvort sem um er að ræða
geitakofasmíðar, listmálun eða
tónlistarsköpun. Hann segist
engan áhuga hafa á málamiðlunum
og því geti NWW aldrei verið hljóm-
sveit þó hann hafi reyndar í rúm 15
ár unnið mjög náið með David Tibet
úr „hljómsveitinni" Current 93.
Það má margt segja um tónlistina
á The Swinging Reflective. Það er
t.d. á hreinu að ekki er hún dansvæn.
Stapleton segist ekki dansa því hatt-
urinn hans gæti fokið af höfði hans.
Því sé tónlistin hans ekki danstónlist
þó hann hafi reyndar mikinn áhuga á
takti sem slíkum.
Eins og góð saga, er platan upp-
lifun. En maður verður að lesa hana
til að skilja um hvað hún snýst og
njóta hennar.
Kristín Björk Kristjánsdóttir
Steven Stapleton, höfuðpaur Nurse
With Wound, sitjandi.
.*
Bæjarstjóri Bolungarvíkur, Ólafur Kristjánsson, gefur út geisladisk
Djass að hætti
Óla Kitt
Bolungarvík. Morgunblaðið
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörn
Þeir voru góðir saman, stórdjassararnir Ólafur Krisljánsson
og Björn Thoroddsen.
Skagaleikflokkurinn
sýnir
„LIFÐU“
eftir Kristján Kristjánsson
í Bjarnalaug, Akranesi.
föstudag 16/6 kl. 20
sunnudag 18/6 kl. 20
Miðapantanir í síma 431 3360.
Ólafi Kristjánssyni og meðspil-
ÞAÐ var gríðarleg stemmning í
þéttsetnu samkomuhúsinu Víkurbæ
á útgáfutónleikum Ólafs Kristjáns-
sonar, bæjarstjóra Bolungarvíkur
og tónlistarmanns er hann kynnti
nýútkominn hljómdisk sem ber
nafnið Gamlar minningar, en á hon-
um leikur Ólafur þekkta djass-
standarda á píanó með aðstoð
Bjarna Sveinbjömssonar á bassa og
Póturs Grétarssonar á trommum.
Þar að auki ljær dóttir Ólafs, Edda
Borg, tveimur lögum söngrödd sína.
Gestur tónleikanna var hinn kunni
djassgítarleikari Björn Thoroddsen.
Það má með sanni segja að bæjar-
stjórinn hafi verið í miklu stuði og
þeir 180 gestir sem sóttu tónleikana,
sem var liður í tíu daga listaveislu í
Bolungarvík, voru yfir sig hrifnir
enda vart hægt annað þegar Óli
Kitt, eins og hann er oftast kallaður
á heimaslóðum, leikur djassinn eins
og honum einum er lagið.
Þarna var boðið upp á tveggja
tíma tónlistarveislu þar sem djass-
sveiflan fékk að njóta sín enda sýndi
Óli alla sína bestu takta er hann
renndi fimum fingrum um hljóm-
borðið, og útkoman var frábær
djass að hætti Óla Kitt.
Leikin voru mörg laganna af
nýja hljómdisknum, þar á meðal lög
eins og Summertime, Autumn Leav-
es og Cheek To Cheek, svo einhver
séu nefnd, en auk þess renndi Óli
sér í gegnum nokkur önnur lög sem
hann heldur upp á. Þá fluttu þau
Edda Borg og eiginmaður hennar
Bjarni Sveinbjörnsson dúett fyrir
rödd og bassa við mikla hrifningu
viðstaddra.
í lok tónleikana voru Ólafur og
aðstoðarmenn hans hylltir vel og
lengi.
Olafur er menntaður tónlistar-
kennari og var einn af hvatamönn-
um að stofnun tónlistarskóla Bol-
ungarvíkur fyrir 35 órum og fyrsti
skólastjóri hans.
Það var svo í fyrra að gamall nem-
andi hans, Hrólfur Vagnsson tón-
listarmaður, sem býr í Hannover í
Þýskalandi og á og rekur hljóðverið
Studio Vagnson og útgáfufyrirtækið
Cordaria þar í landi sóttist eftir að
fá að hljóðrita og gefa út hljómdisk
með djasstónlist síns gamla kenn-
ara, honum til heiðurs. Reyndar
sagði Ólafur að hann hefði grun um
að Hrólfur væri að hefna sín á sér.
Hrólfur kom svo til Bolungarvík-
ur í ágúst í fyrra með upptökubúnað
sinn og hljóðritaði efnið á hljóm-
diskinn í því umhverfi sem Ólafur
nýtur sín sennilega hvað best í, en
það er á sviðinu í félagsheimilinu í
Bolungarvík.
Gamli nemandinn og nú útgef-
andinn mætti einmitt frá Þýskalandi
hálftíma áður en þessir vel heppn-
uðu útgáfutónleikarnir hófust með
fyrsta upplagið af hljómdisknum
„Gamlar minningar", sem nú er
kominn í almenna dreifingu.