Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR16. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Evran 20%
veikari en í
íslenska krónan hefur veikst um tæp 3% frá júníbyrjun
Viðbragða Seðla-
bankans vænst í dag
FBA spáir 50 punkta vaxtahækkun
innan þriggja mánaða
FBA spáir þvi að Seðlabankinn
hækki vexti um 50 punkta innan
næstu þriggja mánaða í ljósi veik-
ingar íslensku krónunnar upp á
síðkastið og hækkunar skammtíma-
vaxta í helstu viðskiptalöndum.
Þetta kemur fram í Markaðsgrein-
ingu bankans íyrir júní sem birt var
í gær.
íslenska krónan veiktist verulega
í gær og fór gengisvísitala krónunn-
ar sem táknar meðalverð erlendra
gjaldmiðla úr 110,60 við opnun upp í
111,90 í miklum viðskiptum. Vísital-
an lækkaði á nýjan leik niður í
111,25 eftir inngrip Seðlabankans í
gæi-morgun. Lokagildi gengisvísi-
tölunnar í gær var 111,57 en hún fór
hæst í 111,92. Krónan hefur ekki
verið veikari síðan í október á síð-
asta ári. Heildarviðskipti á milli-
bankamarkaði með gjaldeyri námu
7.191 milljón króna og lætur nærri
að það sé mesta velta frá upphafi, að
sögn sérfræðinga hjá FBA. Meðal-
veltan hefur verið um 2.500-3.000
milljónir króna og á hádegi í gær var
veltan komin í 2.448 milljónir króna.
Inngrip Seðlabankans hafði
tilætluð áhrif
Seðlabankinn ákveður stýrivexti í
endurhverfum viðskiptum á morgun
og telja sérfræðingar töluverðar lík-
ur á vaxtahækkun. í samtali við
Morgunblaðið sagði Birgir ísleifur
Gunnarsson seðlabankastjóri að
ákvörðun um vaxtahækkun Seðla-
bankans hafi ekki verið tekin.
Seðlabanki íslands átti viðskipti á
millibankamarkaði með gjaldeyri í
gær í fyrsta skipti í rúmt ár. I sam-
tali við Morgunblaðið segir Birgir
ísleifur að Seðlabankinn hafi gripið
inn í vegna meiri sveiflna á mark-
aðnum en verið hafa undanfarið ár.
Inngrip Seðlabankans hafði tilætluð
áhrif þar sem gengisvísitalan lækk-
aði í kjölfarið. Viðskipti Seðlabank-
ans á millibankamarkaði með gjald-
eyri námu 16% af veltunni fyrir
hádegi í gær en bankinn keypti
krónur fyrir 5 milljónir dollara.
Birgir ísleifur segir ljóst að gengi
krónunnar hafí veikst í beinu fram-
haldi af því að skýrsla Hafrann-
sóknastofnunar kom út en að öðru
leyti sé erfitt að greina hvað valdi.
„Aðrar efnahagslegar stærðir eru
frekar krónunni í hag. Verðbólgan
virðist aðeins vera á undanhaldi frá
því sem við höfum séð undanfama
mánuði og útlán heldur á niðurleið.
Við sjáum því ekki fyrir okkur að
grunntölur í efnahagslífinu hafi í för
með sér verulega veikingu krónunn-
ar á næstunni."
Viðskiptahallinn rýrir
lánstraust íslands erlendis
í Markaðsgreiningu FBA segir að
verði tillögur Hafró að veruleika
þýði það um 4% samdrátt í útflutn-
ingstekjum þjóðarbúsins og aukn-
ingu á viðskiptahallanum um 5 millj-
arða króna eða um 0,7% af
landsframleiðslu. „Ljóst er að hér er
ekki um að ræða tölur af þeirri
stærðargráðu að þær ættu í eðlilegu
árferði að hafa stórkostleg áhrif á
efnahagslíf þjóðarinnar. Tilkynning
stofnunarinnar kemur hins vegar á
viðkvæmum tímapunkti þar sem
halli er fyrir mikill á viðskiptum við
útlönd."
Fram kemur í Markaðsgreining-
unni að nýjustu tölur bendi til þess
að spá Þjóðhagsstofnunar um 50,5
milljarða króna viðskiptahalla, eða
7,2% af landsframleiðslu, gangi eft-
ir. Halli af þessari stærðargráðu „er
til þess fallinn að rýra lánstraust Is-
lands erlendis. Hvort hallinn á upp-
tök sín í opinberum rekstri eða hjá
einkaaðilum breytir því ekki að fjár-
magn þarf til að brúa bilið. Sé það
ekki fáanlegt veikist krónan,“ segir í
Markaðsgreiningu FBA.
Að því gefnu að Seðlabankinn
hækki vexti spáir FBA því að geng-
isvísitala íslensku krónunnar verði
110 í lok þriðja ársfjórðungs 2000 en
ef Seðlabankinn aðhefst ekkert, ger-
ir FBA ráð fyrir því að krónana
veikist frekar og vísitalan verði 113
eftir þrjá mánuði. Vegna verðbólgu-
áhrifa veikari krónu telur FBA síð-
ari kostinn líklegri.
í Morgunpunktum Kaupþings í
gær kemur fram að líkur á vaxta-
hækkun Seðlabanka íslands hafi
aukist í ljósi veikingar krónunnar
síðustu daga og vaxtahækkana er-
lendra seðlabanka. Einnig hafi líkur
á inngripum Seðlabankans aukist,
enda geti veiking krónunnar haft
neikvæð áhrif á verðlagsþróun.
Búast megi við einhverjum við-
brögðum af hálfu Seðlabankans á
næstu dögum ef krónan veikist frek-
ar á næstunni og áhrif hærra inn-
flutningsverðs greinist í aukinni
verðbólgu.
Lækkun á gengi krónunnar þýðir
hærra innflutningsverð
í Morgunkomi FBA í gær kemur
fram að þriggja mánaða vextir í
helstu viðskiptalöndum okkar eru
nú tæplega 73 punktum hærri en
þeir voru þegar Seðlabanki Islands
hækkaði vexti síðast um miðjan
febrúar sl. FBA bendir á að frá júní-
byrjun hafi íslenska krónan veikst
um 2,8%. í ljósi þessa séu auknar
líkur á vaxtahækkun Seðlabanka ís-
lands en minnkandi eftirspurnar-
þrýstingur vegi hins vegar á móti.
í hálffimm fréttum Búnaðar-
banka Islands í gær kemur fram að
lækkun á gengi krónunnar þýði
hærra innflutningsverð en um 34%
af neyslu íslendinga samanstandi af
innfluttum vörum. „Verði 2,6%
lækkun á gengi íslensku krónunnar í
þessum mánuði velt að fullu út í
verðlagið mun það leiða til 0,9%
hækkunar verðbólgu."
upphafí
EVRAN hefur á ríflega einum mán-
uði styrkst um tæplega 7,2% gagn-
vart myntum helstu viðskiptalanda
evrusvæðisins. Astæðu þessarar
styrkingar má rekja til ýmissa
merkja um aukinn hagvöxt innan
svæðisins ásamt vísbendingum um
hægari vöxt í Bandaríkjunum. Eftir
2,3% hagvöxt á síðasta ári búast
markaðsaðilar nú við því að hagkerf-
in á evrusvæðinu muni vaxa að með-
altali um 3,5% í ár og 3,3% á næsta
ári.
í Markaðsgreiningu FBA fyrir
júnímánuð kemur fram að þrátt fyrir
þessa styrkingu evrunnar er myntin
enn ríflega 14,6% veikari gagnvart
myntum helstu viðskiptalanda svæð-
isins en hún var þegar hún var tekin
upp í byrjun síðasta árs. Ein megin-
ástæðan sem gefin er fyrir þessari
veiku stöðu evrunnar er kröftugur
vöxtur bandaríska hagkerfisins.
Evran hefur styrkst um ríflega 6% á
móti dollarnum á síðustu þremur
vikum en hún er engu að síður nær
20% veikari en í upphafi árs 1999.
Hagkerfin innan evrusvæðisins
bera ekki sterkari evru
„Veiking evrunnar hefur reynst
hjálpleg þeim fyrirtækjum innan
evrusvæðisins sem eiga í hvað
mestri samkeppni við fýrirtæki utan
svæðisins. Veikari evra gerir vöru og
þjónustu þeirra ódýrari á heims-
markaði. Þetta hefur hvatt tíl aukins
útflutnings frá svæðinu. Undanfarið
hefur aukning útflutnings verið um
10% á ársgrundvelli. Aukinn hag-
vöxtur á evrusvæðinu byggist ekki
síst á þessum aukna útflutningi
vegna veikrar stöðu evrunnar. Á
þetta hafa ýmsir sérfræðingar bent
og telja að hagkerfi evrusvæðisins
beri ekki sterkari evru í biii,“ að því
er fram kemur í Markaðsgreiningu
FBA.
Úrvalsvísitala hlutabréfa á árinu 2000
✓
Urvalsvísitalan lækkar um 1,26%
1.500 stiga
múrinn rofínn
VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi ís-
lands námu alls um 1.941 milljón
króna í gær. Þar af voru viðskipti
með hlutabréf fyrir um 238 milljónir
króna. Úrvalsvísitala aðallista lækk-
aði í gær um 1,26% og er nú 1.484
stíg og er það í fyrsta skipti í ár sem
lokagildi hennar fer undir 1.500 stíg.
Mest viðskipti voru með hlutabréf
Baugs fyrir um 42 milljónir króna og
lækkuðu þau um 0,4%. Mest lækk-
uðu bréf Sjóvá-Almennra eða um
11,1% en einungis 600 þúsund króna
viðskiptí voru á bak við þá lækkun.
Var lokagengi félagsins 40. Gengi
hlutabréfa Hraðfrystihússins-Gunn-
vör lækkuðu um 10,1% í tæplega 1,7
milljón króna viðskiptum.
Hlutabréf Skýrr hækkuðu um
7,2% í gær í tæplega 7 milljón króna
viðskiptum.
í Hálffimmfréttum Búnaðarbank-
ans í gær kemur fram að lækkun á
gengi krónunnar nú í júní muni hafa
áhrif á 6 mánaða uppgjör flestra fyr-
irtækja á Verðbréfaþingi íslands.
Það sem af er árinu hafa útflutnings-
fyrirtæki selt framleiðslu sína á
hárri krónu og tekjur því verið lægri
en ella. Lækkun krónunnar rétt fyrir
lok uppgjörtímabils þýði að erlendar
skuldir fyrirtækjanna verða gerðar
upp á lágri krónu og hækka því.
„Lækkanir á gengi fyrirtækja á
Verðbréfaþingi síðustu daga eru
eðlileg skammtímaviðbrögð markað-
arins við lækkandi gengi krónunnar.
Veiking krónunnar er skellur til
skamms tíma en mun hafa góð áhrif
á tekjuhlið útflutningsfyrirtækja
þegar fram í sækir. Að öðru óbreyttu
mun samkeppnisstaða fyrirtækj-
anna því batna. Hvort þetta skilar
sér í betri afkomu er þó óljóst enn-
þá,“ segir í Hálffimmfréttum Búnað-
arbankans.
Morgunblaðiö/Bjöm Blöndal
Poul-Erik Skanning-Jorgensen, framkvæmdastjdri NOREX, Carl Johan Högbon, forstjóri kauphallarinnar í
Stokkhólmi, Hans-Ole Jochumsen, stjórnarformaöur NOREX, Tryggvi Pálsson, stjómarformaður VÞÍ, Stefán
Halldórsson, fráfarandi framkvæmdastjóri VÞÍ og Finnur Sveinbjörnsson, verðandi framkvæmdastjóri VÞÍ.
VÞI undirritar samstarfs-
samning við NOREX
VERÐBRÉFAÞING íslands hf.
(VÞÍ) undirritaði í gær samning um
aðild að NOREX-samstarfinu, sem
snýst um samtengingu kauphalla á
Norðurlöndum. Hyggst VÞÍ taka
nýja viðskiptakerfið, SAXESS, í
notkun í október í haust. Fyrir utan
VÞÍ eru kauphallirnar í Kaupmanna-
höfn og Stokkhólmi aðilar að þessu
samkomulagi og kauphöllin í Osló
hefur undirritað viljayfirlýsingu um
aðild og unnið er að gerð aðildar-
samnings við hana. Auk þessa hafa
kauphallimar í Eystrasaltsríkjunum
þremur undirritað viljayfirlýsingu
um aðild.
Markmið NOREX er að bjóða fjár-
festum, útgefendum og kauphallarað-
ilum góðan og hagkvæman norrænan
verðbréfamarkað.
Um áhrif samstarfsins fyrir ísland
sagðist Tryggvi Pálsson, formaður
stjómar VÞI, gera sér vonir um vöxt í
verðbréfaviðskiptum hér á landi
vegna þessa og að sú hefði verið
reynsla Dana er þeir tengdust kerf-
inu. Tryggvi bættí því við að hann
teldi að í framtíðinni yrði minna litið
til þess frá hvaða landi íyrirtæki væri
en í hvaða geira það starfaði og sagð-
ist hann telja að hér á landi væru
mörg spennandi fyrirtæki fyrir er-
lenda fjárfesta.
Fækkun viðskiptakerfa,
ekki kauphalla
Við undirritun samningsins í gær
lýsti Hans-Ole Jochumsen, stjómarfor-
maður NOREX samstarfsins og for-
stjóri kauphallarinnar í Kaupmanna-
höfii, þeirri skoðun sinni að umræðan
um samruna og samvinnu kauphalla
víða um heim að undanfömu hafi ekki
að öllu leytí snúist um það sem mestu
skiptL Hann sagði meginatriði ekki
vera fækkun kauphalla heldur hversu
mörg viðskiptakerfi séu í notkun. Sagði
hann að nú væru um 30 viðskiptakerfi í
notkun í Evrópu, en að hann sæi fyrir
sér að eftír um þijú ár yrðu þau ef til vill
2-4, án þess að kauphöllum þyrfti að
hafa fækkað.
Hans-Ole bættí því við að hann teldi
NOREX að mörgu leyti lengst komið í
þróuninni í Evrópu og sagði marga
hafa áhuga á samvinnu. Hann sagðist
hins vegar telja ákjósanlegi-a fyrir
NOREX að bíða í eitt til tvö ár og sjá
hvemig staðan mun þá vera. Ef NOR-
EX fylgdi sínum eigin áætlunum á
meðan stæði það betur að vígi varðandi
samninga við aðra þegar þar að kæmi
en ef það færi út í samstarfið í dag.
Fjárfestingar í íslenskum
sjávarútvegsfyrirtækjum
Stefán Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri VÞÍ, sagði er hann var
spurður um hugsanleg vandkvæði
vegna banns við erlendri eignaraðild
að sjávarútvegsfyrirtækjum hér á
Iandi, að þrátt fyrir reglurnar mættu
erlend fyrirtæki miðla bréfum í ís-
lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
Hans-Ole bætti því við að samstarf
við ráðamenn í þeim löndum sem
eiga aðild að NOREX hafi verið gott
og að staðan varðandi samræmi í
reglum væri almennt mjög góð.
Hann sagði best að ein regla giltí fyr-
ir alla og að þrýstingur væri í þá átt.