Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
s
Ymsar teg-
undir veið-
ast í flæðar-
málinu
ÞEIR Sínion og Elli höfðu í nógu
að snúast við veiðarnar þegar
ljósmyndari Morgunblaðsin átti
leið um Oddeyrarbryggju. Ekki
voru það aðeins marhnútarnir
sem bitu á hjá þeim drengjum
heldur slæddust einnig með
bleikjur og þorskar. I baksýn má
sjá fyrsta skemmtiferðaskip sum-
arsins er leggst að bryggju á Ak-
ureyri.
Þess má geta að 33 skemmti-
ferðaskip liafa boðað komu sína
til Akureyrar í sumar.
Morgunblaðið/Rúnar Pór
1. tbl. 1. árgangur juni 2000 Upplag 102.000 eintök
verður rö2
Maserati
til íslands
Konungur koniaksins
Hátiðarhöld Verslun
Bilar Þjönusta Heilsa Iþrottir Fjarskipti Lifsstill
artpsta
Handverk
2000 á
Hrafnagili
HIN árlega handverkssýning á
Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit
verður haldin dagana 10.-13.
ágúst næstkomandi. Handverk
2000 er sölusýning handverks-
fólks sem haldin er á vegum
Eyjafjarðarsveitar. Fram-
kvæmdaraðili sýningarinnar er
Vín ehf. og framkvæmdastjóri
er Björk Sigurðardóttir.
Þetta er áttunda handverks-
sýningin sem haldin er á
Hrafnagili og þema hennar að
þessu sinni er „Kirkjan á af-
mælisári."
Meðal gesta á sýningunni má
nefna Anniku Jostrand Lilje-
vall, sem er sænsk listakona og
hefur getið sér gott orð fyrir út-
skoma smáhluti s.s. spegil-
ramma og skartgripi. Hún mun
halda fyrirlestur sem nefnist
„Innblástur frá kirkjumynd-
um .
Alla sýningardagana verður
kafflsala og grillveisla við úti-
tjald fyrir gesti og handverks-
fólk. Auk þess verður boðið upp
á ýmiss konar afþreyingu á
svæðinu.
Handverksfólk, sem hefur
hug á að taka þátt í sýningunni,
er hvatt til að skrá sig sem fyrst
á heimasíður sýningarinnar,
slóðin er www. skyggnir.is/
handverk.
Vinabæjavika
að hefjast á
Akureyri
VINABÆJAVIKA er að hefjast á
Akureyri. Á vikuna koma 85 þátt-
takendur frá vinabæjunum Rand-
ers í Danmörku, Álesund í Nor-
egi, Vasterás í Svíþjóð og Lahti í
Finnlandi. Með þeim verða síðan
27 þátttakendur frá Akureyri.
Vinabæjavikan verður sett
sunnudaginn 18. júní við Minja-
safnið á Akureyri. Siðan skiptast
þátttakendur í 4 hópa sem fást
við mismunandi verkefni meðan á
vikunni stendur. Stærsti hópur-
inn mun vinna við ritstörf og
myndlist og geta þeir sem vilja
fylgst með vinnu þeirra á netsíð-
um vinabæjamótsins http//
akureyri.to/NOVU2000/. Þá mun
einn hópur fást við þjóðlaga- og
alþýðutónlist og annar hópur
verður í íþróttum, ýmist að
hlaupa, synda eða hjóla. Meðal
þátttakenda verða einnig bæjar-
fulltrúar frá vinabæjunum og
munu þeir meðai annars taka
þátt í ráðstefnu um stefnumótun
og skipulag menningarmála í
bæjunum. Aðalerindi ráðstefn-
unnar flytur Kristinn Jóhannes-
son, lektor frá Háskólanum í
Gautaborg.