Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rakarinn í Sevilla 1 flutningi Qperustúdiós Austurlands Sumir söngvarar langt að komnir Egfilsstöðum. Morjninblaðið. GAMANÓPERAN Rakarinn í Se- villa sem yerið er að sýna á Eiðum í flutningi Óperustúdíós Austurlands er ekki eingöngu í höndum nýliða og nemenda. Bakhjarlar sýningar- innar eru atvinnufólk í söng sem kemur sumt langt að. Flest lítur það svo á að með því að taka þátt í uppfærslunni á Eiðum séu góð tækifæri nýtt og ennfremur geti það lagt sitt af mörkum í mikið upp- byggingarstarf sem er að eiga sér stað hjá Óperustúdíói Austurlands. Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sem syngur hlutverk Bertu ráðs- konu, hefur lokið níunda stigi í söng í Söngskóla Reykjavíkur. Hún stundaði söngnám á Italíu í 3 ár. Hún hefur tekið þátt í nemenda- uppfærslum í Reykjavík og sungið á tónleikum á Italíu og víðs vegar um ísland. Kristín sagði skemmti- legt og spennandi að koma austur og taka þátt í þessarri uppfærslu. Þátttakan bætir góðri reynslu í reynslubankann og hún sagði flutn- inginn vera gott framtak og gaman að sjá framfór söngnemenda frá því í fyrra þegar Töfraflautan var flutt. Jóhann Smári Sævarsson fer einn með hlutverk Don Basílíós í óperunni. Jóhann tók einnig þátt í uppfærslu Töfraflautunnar á Eið- um í fyn-a. Jóhann starfar sem deildarstjóri söng- og óperudeildar Tónlistarskólans á Akureyri. Jó- hann lauk sínu söngnámi í London og að námi loknu var hann ráðinn við Óperustúdíó Kölnaróperunnar og þar eftir sem einsöngvari við óp- eruna í Köln. Hann hefur áður sungið um 35 hlutverk í óperuupp- færslum og starfað með virtum hljómsveitum og mörgum heims- þekktum hljómsveitarstjórum. Jó- hann sagði það ekki vera launin sem drægju hann inn í þetta verk- efni, heldur þyrfti að finna annan flöt á því en peningalegan. Hann sagði framtak þetta stórt tækifæri fyrir nemendur og það væri mikil- vægt fyrir þá að geta staðið við hlið atvinnufólks sem hefði reynslu til að byggja á. Sá sem lengst kemur að er Mark Morouse en hann er bandarískur en starfar sem atvinnusöngvari við Óperuhúsið í Bonn í Þýskalandi. Mark er 37 ára og hefur mikla reynslu af óperuflutningi og tón- leikahaldi. Hann hefur áður staðið í sporum Fígarós rakara en hlut- verkið syngur hann bæði á þýsku og ítölsku. Mark fékk leyfi í tvær vikur störfum til þess að koma og syngja Fígaró á Eiðum. Aðspurður, sagði hann að borið saman við stóru óperuhúsin úti í heimi þá væri meiri áhugamannabragur á uppfærsl- imni héma, enda kannski ekki hægt að bera það tvennt saman. Hann sagði það ekki hafa verið erfitt að taka þessu tilboði um að koma og vera með þegar leitað var til hans. Mark sagði gaman að sjá hvemig Keith Reed vinnui’ og hvernig hann hefur komið þessu í kring af krafti og einurð og hvemig hann nær að laða það besta fram í fólki. Mai'k sagði að þrátt fyrir að hann hefði fengið kvef við komuna til íslands vegna mikilla hitabreytinga og þess að hafa þurft að bíða í sólarhring í Reykjavík vegna þess að flugsa- mgöngur lágu niðri vegna óveðurs þá væri það skemmtileg reynsla að syngja með Óperustúdíói Austur- lands. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Atvinnusöngvarar sem taka þátt í Rakaranum í Sevilla eru: Mark Morouse, Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir, Jóhann Smári Sævars- son, Sigríður Elliðadóttir og Manfred Lemke. Verk eftir Halldór Ásgeirsson. Það var sýnt í Innsbruck í Austurrfki árið 1999. Umgjörð um hverful- leika vatns og birtu „OG að vindur beri vatn“ er yflr- skrift sýningar Halldórs Asgeirsson- ar myndlistarmanns, sem opnuð verður í kvöld, föstudagskvöld, kl. 22, í Ljósaklifi í Hafnarfirði. Gjörn- ingur verður framinn kl. 22.27. Sýningin fer fram bæði í sýningar- íýminu og á hraunsvæðinu umhverf- is og snýst um vatn, en nærvera hafsins er mjög sterk í umhverfinu. Þó að Halldór hafi undanfarin ár unnið jöfnum höndum við að um- bræða hraun og setja í nýtt sam- hengi, þá verður hraunið einungis notað sem umgjörð að þessu sinni. „Sýningin fjallar bæði á huglægan og myndrænan hátt um hverfulleika vatns og birtu; um sýnir, þ.e. að við sjáum öðruvísi í gegnum vatn og ekki síst um samskipti manns og hafs. Skuggar sjómanna, sjávar- háskinn, augnablikið, bátshræið í fjörunni, ljósbrotið í vatninu....,“ seg- ir Halldór. Ljósaklif er á vernduðu hraun- svæði við sjóinn vestast í Hafnarfirði og er aðkoman frá Herjólfsbraut. Sýningin stendur til 3. júlí og er opin daglega frá kl. 14-18. ^arley s barnamatur frá Heinz Fullkomin máltíð I meira en 100 ár hefur Heinz framleitt gæöabarnamat af ýmsum gerðum. Aðeins eru notuð bestu hráefni í Farley's it* barnamat og lögð er áhersla á að hann sé bæði bragðgóður og næringarríkur. Farley's barnamatur er fyrir öll börn sem náð hafa 4 mánaða aldri og hægt er að fá hann sem morgunmat, aðalmáltíð eða eftirmat. fyrír barnið þitt Óli G. í Galleríi Reykjavík „SENN skín þinn morgunn" er yf- irskrift sýningar Óla G. Jóhanns- sonar sem opnuð er í dag, föstudag, í Galleríi Reykjavík. Sýnd verða akrýlmálverk á striga og blekteikn- ingar í stærri kantinum. Verkin eru öll ný og til sölu. Óli G. hélt sína fyrstu einkasýn- ingu árið 1972 á Akureyri, en á átt- unda áratugnum varð mikil vakning í myndlist í höfuðstað Norðurlands. Stofnað var til Myndlistarfélags Akureyrar og undir þess merkjum var unnið ötult brautryðjendastarf. Óli G. var félagi þess, formaður um tíma, og beitti sér ásamt nokkrum kunningjum fyrir stofnun Mynda- smiðjunnar, sem var forveri Mynd- listarskólans á Akureyri. Undan- gengin sjö ár hefur málverkið átt allan tíma listamannsins. Sýningin er opin dagana 16. júní til 2. júlí 2000. ------M-*------- Málverk Hörpu í Slunkaríki HARPA Árnadóttir opnar sýningu í Slunkaríki á Isafirði á morgun, laug- ardag, kl. 16. Á sýningunni verða málverk og teikningar en sýningin er hluti af vikulangri „menningarveislu" Isa- fjarðarbæjar sem stendur til 25. júní. Slunkaríki er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 16-18 og sýningu Hörpu lýkur sunnudaginn 2. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (16.06.2000)
https://timarit.is/issue/132977

Tengja á þessa síðu: 36
https://timarit.is/page/1970697

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (16.06.2000)

Aðgerðir: