Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Pflagríms- ganga úr Eyjafírði að Hólum í Hjaltadal í TILEFNI af því að 1.000 ár eru lið- in frá Kristnitöku á íslandi efna Prestafélag Hólastiftis, Ferðafélagið Hörgur og Minjasafnið á Akureyri til ferðar frá Akureyri að Hólum í Hjaltadal laugardaginn 8. júlí. Ferðatilhögun er sú að lagt verður af stað í hópbifreið frá Glerárkirkju kl. átta að morgni og komið við á Gásum og hinar fornu tóftir skoðað- ar. Eftir stuttan stans í nýuppgerðri Vallakirkju í Svarfaðardal verður ekið að Örðarkirkju þar sem fram fer stutt helgistund. Að því loknu er ekið fram í botn Svarfaðardals þar sem þátttakendur munu síðan ganga yfir Heljardalsheiði allt að Hólum í Hjaltadal. Ef menn óska þess geta menn fengið kvöldverð og gistingu á Hól- um, en daginn eftir verður messað í Hóladómkirkju. Par mun kirkjukór Glerárkirkju syngja og sr. Gunn- laugur Garðarsson messar. Að lok- inni messu er boðið upp á hópferð til Akureyrar. Þátttökugjald er 1.000 kr. og nær það yfir allan akstur hópferðabflsins út í Svarfaðardal og frá Hólum til Akureyrar. Þátttakendur verða sjálfir að greiða mat og gistingu. Allir eru velkomnir en bent er á að gangan yfir heiðina getur tekið allt að 6-8 klukkstundir. Upplýsingar og skráningar eru hjá Sverri Pálmars- syni í Glerárkirkju alla virka daga kl. 11-14. Sólarlag í Eyjafirði Morgunblaðið/Rúnar Þór KVÖLDIN við Eyjaijörð eru fögur nú þessar björtu júnínætur og margir vaka frameftir til að fylgj- ast með sólarlaginu. Þessi mynd er tekin frá Svalbarðsströnd og sést Svalbarðskirkja í forgrunni. Besti tíminn til að fylgjast með sólarlag- inu er framundan, en síðustu tvær vikurnar í júníþykja einkar heppi- legar fyrir þá sem unun hafa af því. Skipulag við Langholt, Akureyri: Tillaga um breytingu á Aðaiskipulagi Akureyr- ar 1998-2018 og deiliskipulag athafnasvæðis við Langholt Með vísan til greina 7.2.2 og 6.2.3 í skipulagsreglugerð auglýs- ir Akureyrarbær tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 1998 - 2018 og deiliskipulag athafnasvæðis við Langholt. 1. Breyting á aðalskipulagi: Bæjarstjórn Akureyrar hefur í samræmi við 21. gr. Skipulags- og byggingarlaga samþykkt breytingu frá gildandi aðalskipulagi þar sem athafnasvæði við Langholt er stækkað til norðurs. Athugasemdafrestur er þrjár vikur frá birtingu auglýsingar, þ.e. til kl. 16.00 föstudaginn 30. júní 2000. 2. Deiliskipulag: Gerð er tillaga að skipulagi athafnasvæðis sem afmarkast af Langholti að austan, Undirhlíð að sunnan, Hörgárbraut að vestan og íbúðarbyggð við Langholt að norð- an. Athugasemdafrestur er sex vikur frá birtingu auglýsingar, þ.e. til kl. 16.00 föstudaginn 21. júlí 2000. Skipulagstillögurnar liggja frammi almenningi til sýnis í upplýs- ingaanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 og á heimasíðu Ak- ureyrarbæjar: http://www.akurevri.is/ þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Athugasemdum skal skila til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeim sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna þessara skipulagsáætlana er bent á að gera athugasemdir innan til- greinds frests ella teljast þeir samþykkir þeim. Skipulagsstjóri Akureyrar Kaffisala Kvenfélagsins Baldursbrár HIN árlega kaffisala Kvenfélags- ins Baldursbrár verður í Glerár- kirkju þjóðhátíðardaginn, 17. júní, frá kl. 15 tfl 17. Einnig verður sýning á því sem kvenfélagskonur hafa verið að gera í vetur, bæði á föndurkvöldum í kirkjunni og heima. Allui’ ágóði af kaffisölunni rennui’ til kaupa á steindum glugga í Glerárkirkju. Listasumar 2000 kynnt á Akureyri LISTASUMAR 2000 á Akureyri verður sett á þjóðhátíðardaginn 17. júní og stendur það yfir allt til af- mælis Akureyrarbæjar, eða til 29. ágúst. Að sögn Þórgnýs Dýrfjörð, formanns Gilfélagsins á Akureyri, er Listasumarið hugsað sem víðtæk heildarkynning eða regnhlíf yfir ólíka menningarstarfsemi sem Ak- ureyringum og gestum þeirra stend- ur til boða í allt sumar. Að sögn Þórgnýs er afar mikil- vægt fyrir listalíf á Akureyri og jafn- framt ferðaþjónustu í bænum að bjóða upp á öfluga menningarstarf- semi yfir sumarmánuðina þegar aðr- ar menningarstofnanir liggja í dvala. Helsta breytingin frá Listasumrum síðustu ára er að nú í ár er stefnan að bjóða sem mest upp á fasta viðburði á föstum tíma til að auðvelda neyt- andanum að hafa yfirsýn yfir menn- ingarviðburðina. Auðgar mannlífið í máli Þórgnýs kom einnig fram að tilgangur með Listasumri væri með- al annars að auðga mannlífið og gefa heimamönnum og öðrum tækifæri til listsköpunar. Einnig sé slík hátíð mikilvæg fyrir ferðaþjónustuaðila, því æ fleiri ferðamenn velji sér staði eftir framboði menningar- og af- þreyingarviðburða. Meginþættir Listasumars eru vikulegir djasstónleikar í Deiglunni, vikulegir sumartónleikar í Akureyr- arkirkju, vikuleg bókmenntadag- skrá, auk myndlistar, fagursöngs, óperusýningar fyrir böm og leiklist- ar. Að sögn Guðrúnar Pálínu Guð- mundsdóttur, listræns ráðunautar Listasumars, mun dagskrárbækl- ingur Listasumars verða borinn í hús á Akureyri 16. júní, en auk þess verður hátíðin kynnt með vegg- spjöldum og kynningarefni hjá ferðaþjónustuaðilum. Áhugasamir Morgunblaðið/Rúnar Þór Aðstandendur Listasumars 2000 ásamt framkvæmdasijóra þess. geta einnig fræðst nánar um dag- skrárliði Listasumars á heimasíðu Gilfélagsins á slóðinni www.listagil.is Tengsl við atvinnulífið Þórgnýr kom einnig inn á kostnað- arhlið Listasumars en að hans sögn var í ár gerð tilraun til að leita eftir verulegri aðstoð í atvinnulífínu. „Við náðum ekki því peningalegu mark- miði sem við settum okkur en sköp- uðum okkur hins vegar mikilvæg tengsl. Hins vegar voru nokkur fyr- irtæki sem sáu sér fært að koma að þessu með okkur og höfum við nefnt þau máttarstólpa Listasumars 2000,“ sagði Þórgnýr. Fyrirtækin sem um ræðir eru Sparisjóðir Norð- lendinga, íslensk verðbréf, Karólína Restaurant/Café og verslunin Val- rós. Að sögn Þórgnýs var ekki um eiginlega styrki að ræða heldur við- skiptasamninga, þar eð fyrirtækin hefðu séð sér hag í því að koma að Listasumri. Eins og áður segir er Listasumar- ið sett formlega á þjóðhátíðardaginn og verður það gert í Deiglunni með opnun myndlistai’sýningarinnar Heimamenn, Ijóðlestri og ávörpum. Auk þess opnar einnig mynd- listarsýning í Kompunni, klassískir tónleikar verða í Deiglunni kl. 20 og að lokum munu hljómsveitimar Norðanpiltar og Helgi og hljóðfæra- leikararnir sjá um miðnætur- skemmtun í Deiglunni. Það eru Sigurður Hróarsson, Elín Halldórsdóttir, Jón Erlendsson og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sem skipa listrænt fagráð Listasumars 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (16.06.2000)
https://timarit.is/issue/132977

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (16.06.2000)

Aðgerðir: