Morgunblaðið - 16.06.2000, Síða 48
-48 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUNNAR M.
- RICHARDSON
+ Gunnar M.
Richardson
fæddist á Borðeyri
við Hrútafjörð 24.
janúar 1934. Hann
lést á Landspítalan-
um Fossvogi 8. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Magnús
Richardson sí-
mstöðvarsljóri, f.
1901, d. 1977, og
^ kona hans Sigríður
Matthíasdóttir, f.
1893, d. 1947. Al-
systkini Gunnars eru
Gunnar, f.1929,
d.1930, Fríða, f.1932, d.1938, Jó-
hanna Dagmar, f.1936. Hálfbróðir
hans er Þór Magnússon, f.1937.
Sljúpsystir Gunnars, dóttir seinni
konu Magnúsar, Unnar Ólafsdótt-
ur, er Erla Ólafsson Gröndal, f.
1933.
Gunnar kvæntist árið 1955 eft-
irlifandi eiginkonu sinni Hrafn-
hildi Guðbrandsdóttur, f. 27. júní
1935. Foreldrar hennar voru
Guðbrandur Guðjónsson, múrara-
meistari, f. 1904, d. 1974, og kona
-A hans Jóhanna D. Gísladóttir, f.
1899, d. 1940.
Gunnar og Hrafnhildur eignuð-
ust tvö börn. Þau eru: 1) Sigríður
Dísa, f. 1955, gift Gunnari Einars-
syni og eiga þau þrjú
börn, Hrafnhildi Mar-
íu, Andra og Gunni
Líf. 2) Gunnar Hrafn,
f. 1959, kvæntur Rósu
Þóru Magnúsdóttur.
Börn þeirra eru Ragn-
heiður Dísa, Hrafn-
hildur Magney og Þór-
anna Gunný.
Dóttir Gunnars fyr-
ir hjónaband er Aðal-
heiður, f. 1954, í sam-
búð með Jens
Kristinssyni. Börn Að-
alheiðar eru Unnur
Valborg sem á soninn
Myrkva Þór, Skúli Húnn sem á son-
inn William Geir, Haraldur Ingi og
Guðmundur Örn.
Gunnar ólst upp á Borðeyri til
þrettán ára aldurs en þá fluttist
hann í Borgames í eitt ár og þaðan
til Reykjavíkur. Hann stundaði nám
við Menntaskólann í Reykjavík og
vann í símavinnu á sumrin. Gunnar
starfaði hjá Niðursuðuverksmiðj-
unni ORA í Kópavogi frá 1955 til
1999, lengst af sem skrifstofu- og
sölustjóri. Gunnar var félagi í Odd-
fellow reglunni, st. nr. 9, Þormóði
Goða.
Utför Gunnars fer fram frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst. athöfnin klukkan 15.
Það er erfitt að meðtaka þá stað-
reynd að tengdapabbi sé dáinn, jafn
ungur og hann í raun var, andlega og
líkamlega. Hann háði hetjulega og
meðvitaða baráttu við krabbamein.
Hann kvartaði ekki en háði sitt stríð
af sömu stillingu og æðruleysi og
—'hann gekk til þeirra verka sem hann
tók sér fyrir hendur á lífsleiðmni.
Allt fram á síðasta dag hafði hann
áætlanir um að gera eitt og annað þó
að innst inni hafi hann, að ég held,
vitað að hverju stefndi. Ég vil trúa
því að með sinni bjartsýni og glað-
værð hafi hann verið að gefa sjálfum
sér von og sínum nánustu.
Ég minnist tengdafoður míns með
hlýhug. Þegar rennt er yfir þau tut-
tugu og sjö ár sem við þekktumst
koma margar minningar upp í hug-
ann. Heimsóknir tengdaforeldra
minna til fjölskyldunnar í Þýskalandi
og Noregi á meðan við bjuggum þar
við nám og störf. Það var tilhlökkun-
arefni að fá þau í heimsókn, mikil
-^glaðværð og skemmtan höfð I fyrir-
rúmi. Um hver jól komu tengdafor-
eldrarnir í mat, rjúpu sem Gunnar
hafði sjálfur skotið. Það lýsir honum
vel að ekki mátti skjóta meira en það
sem þurfti í jólamatinn. Hann um-
gekkst dýr og náttúruna af mikilli
virðingu. Einn af hans bestu vinum
var minkahundurinn hans, hann
Kiddi. Gunnar þreyttist sjaldan á að
segja sögur af Kidda, slíkum af-
bragðs hundi sem hann var. Ófá voru
þau skiptin sem kallað var í tengdó
til að gera við þvottavél, rafmagns-
tæki eða setja upp lampa. Ekkert
verk var svo flókið að ekki mætti lag-
færa og betrumbæta. Gunnar var
einstaklega hjálpsamur og lagði sig í
^Jíma við að aðstoða börn og barna-
börn við margvísleg verkefni.
Þegar fjölskyldan kom í stuttar
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins' fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
heimsóknir til fslands á meðan við
dvöldumst erlendis bjuggum við oft
hjá Gunnari og Haddý, afa og ömmu
á Alfaskeiðinu eða í Engimýrinni.
Það viðmót sem okkur var sýnt þá
gleymist ekki. Mér eru líka minnis-
stæðar stundir þar sem við áttum tal
um lífsins gagn og nauðsynjar.
Gunnar var fróður og með eindæm-
um réttsýnn. Hann bar hag þeirra
sem áttu í erfiðleikum og hafði óbeit
á öllu óréttlæti.
Ég kveð tengdapabba minn, sóma-
manninn Gunnar M. Richardson
með söknuði og þakka fyrir margar
dýrmætar stundir. Megi almættið
veita öllum aðstandendum styrk í
sorginni.
Gunnar Einarsson.
Elsku afi, nú ertu farinn og kemur
aldrei aftur. Það er eins og maður
átti sig ekki á því og alltaf eigum við
von á að þú lítir inn, eldhress, eins og
þú varst vanur að gera. Það eiu svo
margar minningar sem spretta fram
á stundu sem þessari, skemmtilegar
ferðir með ömmu og afa í Kjósina, af-
mælisveislur í pottinum, jeppaferðir
útum alla trissur og margt fleira.
Þrátt fyrir að síðustu tvö árin hafi
verið þér erfið í veikindum þínum
brást það aldrei að um leið og eitt-
hvað bjátaði á varstu tilbúinn til að
hjálpa. Þá sérstaklega þegar einhver
tæki og tól biluðu. Sérgrein þín voru
bílar af gerðinni Daihatsu og erum
við ekki frá því að þú hafir verið kom-
inn með litla Daihatsu Charade vara-
hlutaverslun í bílskúrnum heima í
Engimýrinni. Þú varst alltaf svo
sterkur allt undir það síðasta og
barst þig aldrei illa svo að við sæjum
til. Gantaðist stundum með það að nú
færirðu að deyja en samt á þann hátt
að maður trúði því ekki að það myndi
gerast nærri því strax. Það er erfitt
að reyna að venja sig við tilhugsun-
ina um að þú sért ekki lengur til stað-
ar og við söknum þín mikið. Það eina
sem hægt er að gera er að rifja upp
allar góðu stundirnar sem við áttum
saman og hvað við vorum heppin að
hafa þekkt þig svona vel. Megi góður
guð styrkja elsku ömmu okkar í sorg
sinni.
Elsku afi, vonandi hefurðu það
gott núna.
Hrafnhildur, Andri
og Gunnur Líf.
Nú ert þú horfinn til Guðs, elsku
afi, og við söknum þín sárt. En við
vitum að englar Guðs hugsa vel um
þig og fallegar minningar hjálpa
okkur til að brosa gegnum tárin.
Myndir af þér munu aldrei úr huga
okkar hverfa; afi að veiða, afi að
grilla, afi við tölvuna, afi úti í bílskúr
með pabba á Þorláksmessu að reyta
rjúpur.
Við þökkum þér fyrir allt það góða
sem þú gafst okkur og þær mörgu
yndislegu stundir sem við fengum að
eiga saman. Þakka þér fyrii' að leyfa
okkur að koma til þín og ömmu hve-
nær sem okkur datt í hug, fá að leika
okkur í garðinum, svamla í heita
pottinum, rannsaka leyndardóms-
fullan kjallai-ann, teikna í finu tölv-
unni þinni og jafnvel slá upp dansi-
balli í stofunni með dynjandi tónlist.
Þakka þér fyiir öll ferðalögin sem
við fórum saman, innanlands og ut-
an, veiðiferðir, berjatínsluferðir og
jafnvel tjaldferðir úti í garði. Alltaf
tókst þér að gera allt spennandi og
skemmtilegt og um leið að kenna
okkur um lífið og tilveruna og að
bera virðingu fyrir náttúrunni.
Þakka þér fýrir þá umhyggju sem
þú ætíð sýndir okkur og mömmu.
Hugulsemi þín kom vel í ljós er þú,
einn snjóþungan morgun í vetur,
sóttir Hrafnhildi á leikskólann óum-
beðinn til þess að mamma og Þór-
anna þyrftu ekki að „baslast" á litla
bflnum. Og oft hér áður keyrðir þú
Ragnheiði vítt og breitt um Garða-
bæinn til að spara henni sporin í
vondum veðrum.
Við munum ætíð minnast þín með
ást og virðingu og bros þitt, hlátur og
kossar munu íylgja okkur í gegnum
lífið. Þín stjarna mun skína skært á
himninum.
Elsku amma, megi ljós Guðs og
Ijúfar minningar styrkja þig á erfíð-
um stundum og mundu að við verð-
um alltaf nálægt þér.
Ragnheiður Dísa,
Hrafnhildur Magney
og Þóranna Gunný
Gunnarsdætur.
í dag verður föðurbróðir minn,
Gunnar Richardson, borinn til hinstu
hvílu, eftir tveggja ára baráttu við
erfið veikindi.
Þær eru margar og góðar minn-
ingarnar um Gunnar sem koma fram
þegar hugurinn leitar aftur. Vænst
þótti okkur Kára þó um heimsókn
þeiira Hrafnhildar og Gunnars, og
foreldra minna, til okkar fyrir ári síð-
an þar sem við bjuggum í Norður-
Frakklandi. Astæða þessai'ar ferðar
var sú að skoða minnisvarðann sem
reistur var í Vimy við Arras til minn-
ingar um hermenn kanadíska hers-
ins sem létust í fyrri heimsstyrjöld-
inni á franskri grund. Þar er greypt
nafn föðurbróður Gunnars, sem
hann var skírður eftir fullu nafni, og
féfl í þessari styrjöld. Gunnar hafði
lengi talað um að hann langaði til að
fara á þessar slóðir þar sem frændi
hans átti sínar hinstu stundir. Þessi
ferð var honum því langþráður
draumur. Við erum þakklát fyrir
þennan skemmtilega tíma sem við
nutum með honum þó öllum væri
ljóst að ferðin væri honum ekki auð-
veld. En hann bar sig þó vel í veik-
indum sínum og vildi helst til lítið
ræða þau en sýndi þeim mun meiri
áhuga á því sem við vorum að fást við
hérna í Frakklandi.
Gunnar var hláturmildur og þegar
hann sagði frá fann hann alltaf ein-
hverja spaugilega hlið á frásögninni.
Þá hló hann hjartanlega, svo augun
pírðust. Þannig munum við Gunnar,
hlæjandi, kátan og brosandi. Þau
hjónin bjuggu í Garðabænum í fal-
legu húsi sem þau höfðu byggt og
þar var ætíð tekið vel á móti gestum.
Börn þeirra og barnabörn bjuggu í
nágrenninu og alltaf fann maður
hvað samband þeirra allra var gott
og náið.
Um síðustu jól þegar við vorum
heima sýndi Gunnar okkur stoltur
tölvuna sem hann hafði fengið sér.
Þar sendi hann bréf til vina og ætt-
ingja, vafraði um netið allsendis
óhræddur við þessa nýju tækni.
Þessi áhugi hans á tölvum og því sem
þær hafa upp á að bjóða gerði okkur
kleift að skiptast á bréfum við Gunn-
ar þessa síðustu mánuði. Þar geym-
um við margar dýrmætar minningar.
Það er sorglegt þegar slíkur mað-
ur, með létta lund, deyr. En erfiðri
baráttu er lokið og eftir stendur
minningin um góðan mann.
Við viljum að síðustu skila kærri
kveðju til ykkar allra ættingja Gunn-
ars heima á íslandi. Okkur þykir leitt
að geta ekki verið viðstödd útför
Gunnars. Elsku Haddý, Alla, Sigga
og Gunni, tengdabörn, bamabörn og
bamabarnabörn, við sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur á þessari
erfiðu stund.
Blessuð sé minning Gunnars.
Harpa Þórsdóttir,
Kári Sölmundarson.
Mig langar til að minnast í nokkr-
um orðum Gunnars Richardssonar
föðurbróður míns sem lést 8. júní síð-
astliðinn. Hann var einn þeirra sem
bar glaðværðina utan á sér. Það
gætu margir lært af framkomu hans.
Ég var ekki gamall þegar ég man
fyrst eftir Gunna. Þá bjó hann og
fjölskylda hans í Kópavogi. Það var
mikið ævintýri og ferðalag að fara
alla leið þangað. Frændi minn var
heldur enginn aukvisi í augum
bamsins, átti kafarabúning með
stómm koparhjálmi. I slíkum bún-
ingi hlyti hann að finna gull og ger-
semar á hafsbotninum í Kópavogi, en
það fannst frænda mínum ekki lík-
legt, bætti þó við að það mætti finna
hafmeyjar ef að væri gáð.
Barninu fannst hafmeyjar fremur
ómerkilegir fiskar á þessum áram og
fannst súrt að enginn skyldi vera
fjársjóðurinn. Það hafði drakkið í sig
allar ævintýrabækur sem það komst
yfir og að finna fjái'sjóði var nánast
formsatriði í augum þess ef farið var
niður á hafsbotn á annað borð. En
það sem frændi sagði hlaut að vera
rétt.
Annar ævintýraheimur sem fylgdi
frænda mínum var sumarbústaður-
inn. Að koma þangað og fá að sigla á
vatninu, draga net og veiða forvitnL
lega fiska var nokkuð sem heillaði. í
augum lítils stráks var hann ein af
þessum hetjum sem gat allt, rétt eins
og faðirinn.
Frændi minn var líka sá maður
sem einna fyrstur fór að tala við
unglinginn sem fullorðinn mann.
Þeir sem eiga unglingsárin að baki,
vita að það er ekki lítill áfangi þegar
þeir sem litið er upp til fara að um-
gangast þá sem jafningja. Þetta
gerði frændi minn, þetta var hluti af
manngerð hans og mér segir svo
hugur að hann hafi ekki verið með-
vitaður um þau jákvæðu áhrif sem
hann hafði á ómótað fólk.
Allir vissu að hverju dró og nú er
baráttunni við erfiðan sjúkdóm lokið.
Þrátt fyrir óumflýjanleg örlög hélt
hann glaðværð sinni og jákvæðni
þegar ég hitti hann í janúar síðast-
liðnum. Þannig vil ég muna hann
frænda minn; glaðværan, jákvæðan
og brosandi.
Atvikin haga því svo til að ég
kemst ekki til að vera við útför Gunn-
ars Richardssonar frænda míns. Við
þessi leiðarlok sendi ég og kona mín
okkar innilegustu samúðarkveðjur
til eiginkonu og bama Gunnars og
allra þeirra sem eiga um sárt að
binda.
Blessuð sé minning frænda míns.
Jóhann Þórsson.
Það er ekki auðvelt að skrifa
minningargrein um mann sem var
þrisvar sinnum stæm í hjarta sínu
en hann var í raun. Gunnar Richard-
son var meira en frændi okkar
bræðranna, hann var eins og faðir
okkar en var þó aldrei strangur við
okkur. Minningamar era of margar
til að rifja upp hér en allar era þær
góðar, sérstaklega um tólf ára dreng
sem veiddi fyrsta laxinn sinn við hlið
Gunnars um borð í bát sem hann
hafði smíðað sjálfur. Án hans tilsagn-
ar hefði 11 punda hængurinn öragg-
lega náð að hrygna það árið. Við
minnumst þess einnig þegar Jó-
hanna, systir Gunnars og móðir okk-
ar, var í heimsókn á íslandi með elsta
soninn og hann hitti Gunnar í fyrsta
skiptið sem hann man eftir. Hvað
Gunni var kátur í kringum hann
meðan allir aðrir Voru svo alvarlegir.
Við umgengumst hann mikið á okkar
Islandsáram og jafnvel þótt hann
hefði ekki verið í fjölskyldunni hefð-
um við sóst eftir félagsskap hans.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur til Haddýjar, Öllu, Siggu Dísu og
Gunnars Hrafns og fjölskyldna
þeitTa. Upp í huga okkar kemur fal-
leg, írsk bæn sem við viljum minnast
Gunnars með: Megi vegurinn rísa á
móti þér, megi vindurinn ýta þér aft-
ur á bak, megi sólin skína á andlit
þitt, megi rigningin falla hægt á tún-
in þín, og þar til við sjáumst aftur,
megi guð geyma þig í lófa sínum.
Blessuð sé minning Gunnars
Richardsonar.
Þínir vinir,
Stefán Gunnar Lane,
Magnús Richardson Lane.
Frá okkur hefir verið tekinn
sómadrengurinn hann Gunni Rikk.
Það era ekki nema rám tvö ár síðan
hann tjáði okkur, hálfhlæjandi eins
og hans var von og vísa, að hann væri
kominn með ólæknandi krabbamein,
og að ár hans á jarðkringlunni okkar
myndu ekki verða alltof mörg í við-
bót við þau, sem komin væru. Þá
snarbreyttist lífið hjá honum og fjöl-
skyldu hans, því nú urðu læknar og
sjúkrahús þungamiðja tflverannar.
Árinu var ekki lengur skipt niður í
árstíðir, heldur í lækningatilraunir
og lyfjameðferðir, sem fram fóra
með vissu millibili. Vonimar voru
litlar en ógleðin og máttleysið því
meira. Veikindi sín bar Gunni með
stakri karlmennsku og heyrðist
aldrei æðraorð af hans vöram.
Gunnar varð ungur móðurlaus en
var alinn upp hjá ástríkum ættingj-
um sínum í Vesturbænum, þar sem
hann vann sér hylli margra jafnaldra
sem duglegur og áræðinn strákur.
Ekki varð af langskólagöngu, þótt í
hana hefði verið lagt, því hugurinn
var togaður í aðrar áttir, en í þá daga
var ekki öllum kleift að stunda bæði
nám og koma sér upp fjölskyldu
samtímis, eins og sjálfsagt þykir nú á
dögum. Hann giftist ástinni sinni,
henni Hrafnhildi Guðbrandsdóttur,
og þau eignuðust tvö mannvænleg
börn. Áður hafði hann feðrað stúlk-
ubam, Aðalheiði, en við hana hafa
þau ávallt haft gott samband. Næst
vatt hann sér í að finna atvinnu til að
geta séð fyrir stækkandi fjölskyld-
unni.
Svo hófu þau starfsævina, sem
einkenndist af mikilli vinnu, dugnaði,
ábyrgðartilfinningu, félagsvitund og
tryggð við fjölskyldu og vini. Gunni
vann alla sína tíð hjá Niðursuðu-
verksmiðjunni Ora í Kópavogi og
varð þar ómissandi vinnukraftur og
vel metinn sérfræðingur á sínu sviði.
Haddý vann utan heimilis alltaf þeg-
ar því varð við komið. Saman unnu
þau að byggingu heimila, síðast
glæsilegs húss í Garðabæ, sem varð
þeirra sannarlegt ættaróðal. Einnig
komu þau sér upp sumarbústað og
dvöldu þar oft á tíðum. Var Gunni af-
burða veiðimaður og ferðagarpur
eins og faðir hans og mikill náttúru-
unnandi. Hann var vel lesinn og fróð-
ur um landið sitt sem og ættir fólks-
ins, og var hann í alla staði góður og
sannur Islendingur.
Leiðir okkar lágu saman, þegar
Magnús Richardsson, faðir Gunnars,
kvæntist Unni Jónsdóttur Ólafsson,
móður Erlu, árið 1948. Seinna, þegar
við öll uxum úr grasi og urðum loks
fullorðin, giftust Þórir og Erla, en þá
vora Gunni og Haddý orðin hjón fyr-
ir nokkra. Ungu fjölskyldunum kom
strax vel saman og hafa samskiptin
verið góð og hlý þrátt fyrir það, að
heilt heimshaf hefir aðskilið þær
lengst af. Gunni hefir ávallt sýnt
mikið trygglyndi og drenglund á öll-
um sviðum. Góð kímnigáfa og
ómældur smitandi hlátur voru ein-
kenni hans, og var jafnt hægt að
njóta samræðna við hann, hvort sem
var í persónu eða símleiðis.
Skemmtilegar vora gleðistundirnar,
sem við áttum saman, flestar í
Garðabænum en líka hérna í henni
Ameríku.
Hrafnhildur, börn, tengdabörn og
barnabörn hafa mikið misst þar sem
húsbóndastóllinn í Garðabænum
stendur nú auður. Við og fjölskylda
okkar vottum þeim öllum okkar inni-
legustu samúð og biðjum góðar vætt-
ir að vaka yfir þeim. Við munum ekki
gleyma Gunnari Richardssyni.
Blessuð sé minning hans.
Erla Ólafsson og
Þórir S. Gröndal.
• Fleiri minningargreinar
um Gunnar M. Richardson bída
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.