Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 11 FRÉTTIR Skipulagsstjóri úrskurðar vegna fyrirhugaðrar lagningar Alftanesvegar Valkostur Vegagerðar- innar háður frekara mati SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins telur ekki að hægt sé að fallast á lagn- ingu Álftanesvegar samkvæmt val- kosti framkvæmdaraðila, sem er Vegagerðin, á grundvelli gagna sem lögð voru fram við frumathugun. Vill hann að fram fari frekara mat á umhverfisáhrifum þar sem gerð sé nánari grein fyrir áhrifum fram- kvæmdarinnar á jarðmyndanir, landslag, gróður, fuglalíf, menning- arminjar og útivist. Enn fremur að við frekara mat verði áhrif vegarins metin með tilliti til þeirrar skerð- ingar sem tenging við Vífilsstaða- veg hafi á sömu umhverfisþætti. Það er hins vegar mat skipulags- stjóra að hægt sé að fallast á tvo varavalkosti Vegagerðarinnar með tilteknum skilyrðum. Kemur fram í niðurstöðum skipulagsstjóra að ekki hafi verið sýnt fram á það við frumathugun að ávinningur af leið A, valkosti Vegagerðarinnar, sé slíkur, umfram leiðir B og C, að hann geti vegið upp þau umtals- verðu áhrif sem framkvæmdin muni hafa á náttúrufar, menningarminj- ar og útivist. Leið A myndi valda mikilli röskun á Gálgahrauni Vegagerðin áformar að hefja framkvæmdir við lagningu nýs 3,8 km Álftanesvegar árin 2002-2003 en vegurinn mun liggja frá Engidal í Garðabæ að Suðurnesvegi í Bessa- staðahreppi. Framkvæmdakostn- aður er áætlaður um 400 milljónir króna. Leið A, valkostur Vegagerðar- innar, myndi liggja frá vegamótum við Hafnarfjarðarveg út á Gálga- hraun og færi á tæplega tveggja km kafla um hraunið, allt að 600 m norðar en núverandi vegur. Leiðir B og C myndu hins vegar fara skemmra inn á Gálgahraun og um styttri vegalengd en leið A. Skipulagsstjóri telur að fram- kvæmdin skv. leið A myndi, ásamt fyrirhugaðri lagningu Vífilsstaða- vegar sem tengibrautar við Álfta- nesveg, valda mikilli röskun á Gálgahrauni sem útivistarsvæði og landslagsheild. Enn fremur myndi hávaði frá umferð um veginn stækka enn frekar áhrifasvæði Bessastaðir Lambhúsatjörn GÁLGAHRAUN Skógtjörn Vlfilsstaðay, GARÐA- HRAUN GARÐAHOLT Vegir skv. aðalskipul^ Núverandi vegui framkvæmdarinnar í hrauninu en sem nemur því óhjákvæmilega jarð- raski sem fylgir lagningu vegarins. Aðgengi vegfarenda verði tryggt í leiðum B og C Leið A myndi auk þess liggja nær Lambhúsatjörn en leiðir B og C, en tjörnin hefur mikið gildi fyrir fugla- líf. Loks myndi lagning vegar eftir leið A skerða merkar fornminjar. Það er því úrskurður skipulags- stjóra að lagning Álftanesvegar skv. leið A komi ekki til greina án frekara mats á umhverfisáhrifum. Hins vegar fellst hann á lagningu vegarins skv. leið B eða C að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Fela þau í sér að tryggt verði að- gengi gangandi vegfarenda frá íbúðarsvæðum sunnan vegar að úti- vistarsvæði norðan vegar á sam- bærilegan hátt og fyrirhugað er skv. leið A; að endanleg hönnun og staðsetning tengingar við Vífils- staðaveg verði ákveðin þegar máls- meðferð Vífilstaðavegar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum er lok- ið; að tryggt verði að Garðastekk verði ekki raskað við endanlega hönnun vegarins og framkvæmdir við hann; og loks að samráð verði haft við Náttúruvernd ríkisins um efnistöku vegna framkvæmdanna og endanlega hönnun vegarins við Gálgaþraun. Ábótavant að farið sé eftir reglugerð um flutninga á hættulegum efnum í sumum tilvikum vita bflstjórar ekki hvað þeir eru að flytja Vinnueftirlitið segir að merkingar bíla sem flytja hættuleg efni um Hvalfjarðargöng og ekki eru á vegum olíu- og gasfélaga séu nær undantekningalaust í ólagi, að því er fram kemur í samantekt Rilnars Pálmasonar. Stjórnarformaður Spalar vill banna flutninga á bensíni og gasi um göngin. REGLUGERÐ um merkingar á flutningabílum sem flytja hættuleg efni er ekki fylgt eftir og í sumum tilvikum hafa bílstjórar hvorki rétt- indi til að flytja hættulegan varning né vita hvað þeir eru að flytja, en umræða er nú hafin um það hvort takmarka eigi flutninga á hættuleg- um efnum um Hvalfjarðargöngin. Segir Víðir Kristjánsson, deildar- stjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins að olíu- og gasfélögin standi sig mjög vel, en annars séu merkingar nær undantekningarlaust í ólagi. Hann segir að nokkuð vanti þó upp á að allir olíuflutningabílar standist ADR-reglugerð um flutn- inga fullkomlega, t.d. liggi ekki fyr- ir þrýstiprófun á eldri olíuflutninga- bílum en úr því verði þó bætt á þessu ári. Samkvæmt ADR-reglugerðinni eiga flutningabílar sem flytja hættuleg efni að vera sérmerktir og í þeim skjöl sem sýna hvernig á að bregðast við ef slys verður. Víðir Kristjánsson segir að þetta sé ekki komið í viðeigandi horf. Verið sé að flytja allskonar gas, sýrur og lúta án viðeigandi merkinga. Ráðherra ekki á móti strangari reglum um Hvalijarðargöng Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra segir að ef ástæða þyki til sé hann ekki andvígur því að settar verði strangari reglur um flutning á eldfimum efnum um Hvalfjarðar- göng. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og stjórnarformaður Spalar sem á og rekur Hvalfjarðar- göng sagði í Morgunblaðinu í gær að honum fyndist að banna ætti flutninga á bensíni og gasi um göng- in. „Ef eigendur ganganna vilja banna þessa flutninga þá tel ég eðli- legt að það fari fram viðræður á milli Spalar og samgöngu- og dóms- málaráðuneytisins," segir Sturla. Hann kvað það á valdi dómsmála- ráðherra og lögregluyfirvalda að setja reglur um þessa flutninga. „Afstaða Spalar skiptir auðvitað máli og samgöngumálaráðuneytið mun ekki leggjast gegn takmörkun- um á flutningum af öryggisástæð- um.“ Hann sagði eðlilegt að fara yf- ir þetta mál og aðalatriðið væri að gæta ýtrasta öryggis. „Við erum svo heppin að við höfum veginn fyr- ir Hvalfjörð fyrir þessa flutninga og það er ljóst að það er ekki skynsam- legt að beina þessum flutningum í göngin á miklum álagstímum," seg- ir Sturla. Ingimundur Einarsson, varalög- reglustjóri í Reykjavík, segir að nýlega sé hafin endurskoðun á reglum um flutning hættulegra efna um Hvalfjarðargöng. „Ég þekki þess engin dæmi að slíkur flutning- ur hafi verið bannaður og það getur vel verið að þarna sé meiri hætta á ferðum en annars staðar. Við verð- um líka að líta til þess að það eru fleiri göng hér á Islandi og sums staðar er ekki með nokkru móti hægt að koma við banni,“ segir Ingimundur. „Það getur verið ennþá hættu- legri farmur í flutningabílum og vörubílum með yfirbreiðslur. Þar getur verið dýnamít, áburður og ýmis sprengiefni sem ekki eru síður hættuleg,“ segir Ingimundur. Kvað hann útilokað að lögreglan gæti fylgst með hverjum einasta bíl. 01- íu- og gasflutningafyrirtækin færu eftir þeim reglum sem settar hafa verið og það yrði að treysta því að önnur fyrirtæki sem flytja hættuleg efni fylgdu reglunum jafn vel. Ingimundur minnir á að þegar séu í gildi takmarkanir á flutningi hættulegra efna um Hvalfjarðar- göng en ekki má flytja hættulegan farm um göngin frá föstudags- morgni til miðnættis á sunnudög- um. Til bóta að banna flutning Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri í Reykjavík telur að það væri til bóta að banna flutning á bensíni og gasi um göngin en það sé þó ekki nauðsynlegt, nóg væri að stýra hon- um með einhverjum hætti t.d. með því að loka göngunum meðan á flutningunum stendur. Umferðin um Hvalfjarðargöng sé mjög sveiflukennd og meðaltöl um um- ferðarþunga segi ekki allt. „Það er gríðarlega mikil umferð um Hvalfjarðargöng á álagspunkt- um og áhættan þarna er því mjög mikil,“ segir Hrólfur. Umferð í miðri viku geti orðið talsverð og þá séu engar takmarkanir í gildi um flutning hættulegra efna. Hrólfur segir að erlendar reglur um öryggi í jarðgöngum séu víðast talsvert harðari en hér á landi, t.d. séu öryggismál í Sjálandsgöngun- um í Danmörku í mun betra horfi. Þar er fullkomið eftirlitsmynda- vélakerfi sem sendir sjálfkrafa boð um eld og þá lokast sjálfkrafa fyrir umferð ofan í göngin. Þar að auki séu Sjálandsgöngin tvöföld og því mun auðveldara að rýma þau ef eld- ur brýst út. Ástand öryggismála óviðunandi Hrólfur segir öryggisbúnað Hval- fjarðarganga ekki fullnægjandi. „Það sem fyrst og fremst þarf að gera er að koma upp myndavéla- kerfi í göngunum, því ef eitthvað kemur fyrir þá er númer eitt, tvö og þrjú að stöðva umferð niður í göng- in. Nú er það þannig að ef slys verð- ur í göngunum þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að umferðin haldi áfram niður göngin," segir Hróflur. Öryggiskerfi ganganna er með þeim hætti að ef slökkvitæki eru tekin úr festingum þá berast sjálf- krafa boð um eldsvoða, en einnig eru neyðarsímar með reglulegu millibili. Hrólfur telur hinsvegar að það verði ekki endilega fyrstu við- brögð fólks sem lendir í eldsvoða í göngunum að reyna að slökkva hann eða hringja á hjálp. Líklegra sé að fólk reyni hvað það geti til að komast út. „Það kemur reykur á móti þér, þú stoppar og reynir að snúa við. Allt í einu ert þú kominn á bólakaf í reyk, þá kemur einhver úr hinni áttinni sem er að reyna að forða sér úr eld- inum og keyrir á þig,“ segir Hrólf- ur. Mestu máli skipti að koma í veg fyrir að umferð haldi áfram niður göngin. Það hve seint brunaviðvör- un getur borist eykur, að hans sögn, áhættuna. Ef eldur brjótist út í göngunum sé útilokað að vita hvað sé að gerast niðri í göngunum og það geri slökkvistarf mun erfiðara en ella. Gasið fer fyrir fjörðinn Gasfélagið hf. í Straumsvík sér um flutninga á propangasi í álver Norðuráls á Grundartanga. Orn Arnarson forstöðumaður félagsins segir að allir flutningar á gasi fari nú veginn um Hvalfjörð því sá flutn- ingabíll sem þeir hafi notað standist ekki allar þær kröfur sem settar eru fram í hinni svokölluðu ADR-reglu- gerð sem fjallar um flutning á hættulegum efnum. Gasfélagið setji sér þó harðari vinnureglur en reglu- gerðir kveða á um. „Gasbíllinn fer hvergi hraðar en á 70 km/klst hraða og þegar hann ók göngin fór hann aldrei yfir 60 km hraða. Bíllinn var hinsvegar fram- leiddur áður en reglugerðin gekk í gildi og þvi þarf að gera á honum lít- ilsháttar breytingar til að hann upp- fylli reglugerðina," segir Örn sem býst við því að gasflutningar um Hvalfjarðargöng hefjist aftur í sum- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (16.06.2000)
https://timarit.is/issue/132977

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (16.06.2000)

Aðgerðir: