Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
■CUTION
I0ÍTHE
lution
Reuters
Andstæðingar dauðarefsingar motmæla hér væntanlegri aftöku Körlu Faye Tucker í Texas. Um 66% Bandaríkjamanna eru hlynnt dauðarefsingu.
Mistök of tíð við upp-
kvaðningu dauðadóma
Gildi dauðarefsingar hefur undanfarið verið
til umræðu í bandarískum fjölmiðlum, sem
hafa vakið athygli á brotalömum í meðferð
mála og kenjum réttarkerfísins.
Ricky McGinn sem nú bfdur niðurstöðu
úr nýrri DNA-rannsókn sem talin er
geta staðfest sekt hans eða sakleysi.
MISTÖK eru tíð við rannsókn og
málsmeðferð þeirra mála þar sem
dómsúrskurður kveður á um af-
töku, samkvæmt nýrri rannsókn
Columbia-háskóla í New York í
Bandaríkjunum. Að sögn James
Liebmans, lagaprófessors við Col-
umbia, eru mistök bandaríska rétt-
arkerfisins að bera kerfið ofurliði.
„Rannsókn okkar á 4.578 málum
þar sem dauðadómi var áfrýjað
sýndi fram á að flest þessara mála
voru svo meingölluð að þau þurftu
að fara í gegnum réttarkerfið að
nýju frá grunni," sagði Liebman
og kveður þetta eiga við í 68% til-
fella. „Hér er ekki bara verið að
ræða um eitt mál heldur þúsundir.
Þetta á ekki bara við um eitt ríki,
heldur þau flest,“ útskýrir Lieb-
mann og segir, „með þessu skap-
ast óneitanlega mikil hætta á að
mistök komist í gegnum kerfið."
Niðurstöður rannsóknarinnar
voru birtar á sama tíma og deilur
um gildi dauðarefsingar hafa auk-
ist í Bandaríkjunum. Nýlega tóku
tímaritin Economist og Newsweek
efnið til ítarlegrar umfjöllunnar,
en 640 manns hafa verið líflátnir
frá því að dauðarefsing var tekinn
upp að nýju í Bandaríkjunum 1976
eftir stutt hlé. Bandarískur al-
menningur er almennt hlynntur
dauðarefsingu og skv. skoðana-
könnun Gallup frá því í febrúar á
þessu ári eru 66% Bandaríkja-
manna hlynnt dauðarefsingunni.
Stuðningur við dauðarefsingu hef-
ur þó ekki mælst minni í 19 ár og í
umfjöllun Economist er lægri
glæpatíðni talin ein ástæða þessa.
Tímaritið bendir þó einnig á að
þeim ríkjum sem bjóði upp á lífs-
tíðarfangelsisvist án möguleika á
náðun fjölgi nú stöðugt. Þegar
boðið er upp á þennan möguleika
fækkai' stuðningsmönnum dauða-
refsingar, skv. könnun Gallups,
niður í 52%.
Þótt meirihluti Bandaríkja-
manna sé hlynntur dauðarefsingu
virðast menn ekki jafn sannfærðir
um ágæti hennar og áður. Ástæð-
an virðist m.a. mistök réttarkerfis-
ins og hér tala tölurnar sínu máli.
Frá því 1973 hafa 87 fangar, sem
biðu aftöku, verið sýknaðir eftir að
ný sönnunargögn leiddu sakleysi
þeirra í ljós. Þetta þýðir að einn á
móti hverjum sjö sem teknir hafa
verið af lífi hefur verið sýknaður.
Að sögn Economist eru kenjar
kerfisins auk þess slíkar að stuðn-
ingsmenn dauðarefsingarinnar
eiga erfitt með að réttlæta þær.
Texasbúi er til að mynda mun lík-
legri til að verða líflátinn en íbúi
New Yorkborgar, þrátt fyrir svip-
aða glæpatíðni og blökkumaður er
að sama skapi líklegri til að hljóta
dauðadóm en hvítur maður.
Vanhæfni verjenda
algeng sök
í rannsókn Columbia-háskóla
kom fram að í 68% tilfella eru
dauðadómar sendir aftur heim í
hérað eða refsingin milduð á
áfrýjunardómstigi. Ein algengasta
ástæðan virðist vera vanhæfni
verjenda eða brot saksóknara, sem
til að mynda hefur ekki gert öll
málsgögn aðgengileg verjanda.
Samkvæmt Newsweek eiga fram-
farir í réttarlækningum þó einnig
sinn þátt í þessu og segir tímaritið
DNA-rannsóknir eiga umtalsverð;
an þátt í leiðréttingu sakfellinga. í
um 26% þeirra tilfella sem banda-
ríska alríkislögreglan, FBI, fái
DNA-sýni til rannsókna reynist
sakborningur annar en áður var
talið.
Átta manns sem biðu aftöku
hafa nú þegar verið sýknaðir í
kjölfar DNA-rannsóknar. New
York og Illinois eru hins vegar ein
ríkja Bandaríkjanna um að fjár-
magna DNA-rannsóknir vegna
eldri mála og hafa flest önnur ríki
verið treg til að nýta sér DNA-
tækni vegna dóma sem þegar hafa
fallið. Það tók Clyde Charles
t.d. níu ár að telja dómstóla
Louisiana á að leyfa honum
að gangast undir DNA-
rannsókn, sem síðar leiddi
til sýknunar.
í janúar á þessu ári ákvað
George Ryan ríkisstjóri
Illinois að fresta skyldi öll-
um aftökum í ríkinu þar til
mistökum hefði fækkað í
kerfinu. Dómstólar í Illinois
hafa sýknað 13 manns sem
biðu aftöku frá því 1976, ein-
um fleiri heldur en teknir
hafa verið þar af lífi. Fleiri
ríki íhuga nú að fylgja for-
dæmi Illinois - Pennsylvan-
ía, Maryland, New Jersey,
Oklahoma, Alabama og
Washington. Þá hefur öld-
ungardeildarþingmaðurinn
Patrick Leahy lagt fram
frumvarp þar sem fé til
varnar glæpum er heitið
þeim ríkjum sem taki máls-
meðferð í dauðadómsmálum til
endurskoðunar.
Einn þriðji af aftökum
fer fram í Texas
Fleiri era teknir af lífi í Texas
en nokkru öðru þeirra 38 ríkja
Bandaríkjanna þar sem dauðarefs-
ingar eru löglegar. AIls hafa 214
verið teknir af lífi í Texas sl. 24 ár
og fylgir Virginía í kjölfarið með
76 manns. 131 hafa verið teknir af
lífi frá því að George W. Bush, rík-
isstjóri og forsetaframbjóðandi
Repúblikanaflokksins, tók við
embætti 1995. „Ég er þess fullviss
að hver hinn einasti sem tekinn
hefur verið af lífi í Texas frá því að
ég tók við embætti hefur verið
sekur um þann glæp sem hann var
dæmdur fyrir og að sá hinn sami
hafði fullan aðgang að dómstólum
ríkisins," sagði Bush nýlega.
Að mati Economist eiga náðun-
ar- og áfrýjunarbeiðnir mun tor-
sóttari leið fyrir höndum en Bush
gefur til kynna og sýndi könnun
dagblaðsins Houston Chronicle,
frá 1999, að þeir sem þiggja urðu
aðstoð ríkis eða bæjar við vörn
sína voru helmingi líklegri til að
enda í fangelsi en þeir sem höfðu
efni á eigin verjanda.
Texas er eitt fárra ríkja þar sem
hvert hérað ber ábyrgð á að sak-
borningum sé veitt lagaleg aðstoð.
Þessi kostnaður getur reynst smá-
bæjum þungur baggi að bera og er
skemmst að minnast málaferla í
Jasper þar sem tveir hvítir menn
drógu blökkumann til bana aftan í
bíl sínum. Kostnaður vegna réttar-
haldanna reyndist slíkur að yfir-
völd urðu að hækka fasteigna-
skatta í bænum til að mæta
kostnaði.
Auk þessa kostnaðar bendir
tímaritið á að dómarar í Texas sjá
um að úthluta sakborningum verj-
anda geti þeir ekki greitt íyrir
vörn sína sjálfir. Dómarar í Texas
eru hins vegar kjörnir í embætti
og í kosningabaráttu sinni reyna
þeir gjarnan að ná atkvæðum með
því að benda á hæfni sína við að
spara réttarkerfinu fé og tíma. Að
mati Economist er þessi sparnaður
oft auðsýnilegur í verki.
Lögfræðingar eigi það til að
dotta ítrekað meðan á réttarhöld-
um stendur, þeir séu málavöxtum
oft ekki að fullu kunnugir, né búi
yfir réttri þekkingu til að takast á
við málið. Lögfræðingum sem sér-
hæfa sig í skattamálum hafi til að
mynda verið falin vörn í morðmál-
um. „Ég hafði alls ekki næga
reynslu til að takast á við þetta
mál,“ viðurkennir lögfræðingurinn
Erica Copeland, en skjólstæðingur
hennar James Clayton bíður nú af-
töku.
Þá hafa dómarar áfrýjunardóm-
stóls Texas, sem einnig eru kjörnir
í embætti, í nokkrum tilfellum
haldið fast við fyrri dómsupp-
kvaðningu þrátt fyrir sannanir um
vanrækslu verjenda og í fyrra
hafnaði áfrýjunardómstóllinn
tveimur málum þrátt fyrir að DNA
sýni sem tekið var á morðstað
hefði ekki tilheyrt hinum ákærða.
Beri áfrýjunarbeiðnir ekki árang-
ur fer málið fyrir sérstaka nefnd
sem sér um náðun og reynslulausn
og valin er af ríkisstjóra Texas.
Nefndarmenn hittast aldrei til að
ræða hvert mál, heldur skoðar
hver málið fyrir sig og skilar
ákvörðun sinni á faxi.
Fyrsta frestun Bush
Frestun Bush á aftöku Ricky
McGinn, sem fundinn var sekur
um að hafa nauðgað og myrt 12
ára gamla stjúpdóttur sína, er
fyrsta málið þar sem ríkisstjórinn
gengur gegn meðmælum nefndar-
innar.
Mál McGinn telst því sérstakt,
en aftökunni var frestað til að tími
veitist til DNA rannsóknar.
McGinn naut að sögn bæði
Newsweek og Economist lélegrar
málsvarnar. Lögfræðingur hans
var málinu ekki í þaula kunnur og
það voru aðilar utan réttarins sem
urðu fyrstir til að veita því athygli
að í skýrslu um DNA rannsókn
McGinn frá 1994 var rannsóknin
sögð ófullnægjandi og að ný DNA
rannsókn kynni að veita fullnægj-
andi svör.
í máli McGinn, líkt og fjölda
annarra mála sem farið hafa í
gegnum bandaríska dómskerfið,
hafa það verið aðilar utan réttar
sem veitt hafa misfellum í máls-
meðhöndlun athygli.
Á síðasta ári voru 98 manns
teknir af lífi í Bandaríkjunum og
hafa ekki fleiri verið teknir af lífi á
einu ári frá því 1951. I ár er fjöld-
inn talinn verða enn meiri og kann
svo að fara að fjöldi þeirra sem
teknir verða af lífi verði sá sami
1870. Nokkuð öruggt er síðan talið
að dauðarefsingar verði meðal
þeirra mála sem þeir A1 Gore, for-
setaframbjóðandi demókrata, sem
einnig hefur lýst sig hlynntan
dauðarefsingum, og Bush takist á
um í baráttunni um forsetaem-
bættið nú í haust.