Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 54
60TI FÓIK McCANN-ERICKSON • SÍA ■ 11092 54 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FERÐAMÁLARÁÐ K/NNIR Hvað er gerQst að í íandinu? Dagskrá vikuna 15.-21. júní Júní - ógúst StöSvarfjörður Sumarskap 2000. Skapandi sumar á Stöðvarfirði. 15. júní fimmtudagur Borgarnes Borgfirðingahútíð. M.a. tónleikar, sýningar, ratleikur og harmonikkudansleikur. 15.-18. júní. Reylgavík Sýning. Gleymdir staðir. Vinnusmiðja til að glæða vanrækta staði víðs vegar í Reykjavík nýju lífi. www.centrum.is/isark. 15.-25. júní. 16. júní föstudagur Drangsnes Bryggjuhátíð. Aðaldalur Sýning. List í orkustöðvum. Laxárvirkjun í Aðaldal. Landsvirkjun. 16. jún.-15. sept. 17. júní laugardagur Alft landið Þjóðhátíðardagurinn. Haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti. Reykjavik Sailing in the Spirit of Discovery. Upphaf ferðar víkingaskipsins Islendings til New york í ÚSA. Reykjavík Sýning. Opnun sýningarinnar „Kristni í 1000 ár“. Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu. Bíldudalur Melodíur minninganna. Tónlistarsafn Jóns Kr. Olafssonar. 17. júní- 1. okt. Flateyri Víðavangshlaup Önundarfjarðar. Isafjörður Menningarveisla. Opnun nýs safns. 17.-25. júnt. Húsavík Ferðir. Hvalaskoðun og miðnætursál. 17. -25. júní. 18. júní sunnudagur ísafjörður _ Tánleikar í ísafjarðarkirkju. A vegum Tónlistarfélags Isafjarðar. Reykjavik Reykjavíkurpráfastsdæmi. Vígsla Grafarvogskirkju. Listinn er ekki tæmandi. Leitil nánari upplýsinga á upplýsingamilstöðvum sem er að finna víðaum land. Kona - Leggðu rækt við sjálfa þig og slepptu því að reykja HJARTA- og æða- sjúkdómar eru helsta dánarorsök karla og kvenna í Evrópu. Ahrif reykinga á heilsu fólks eru veru- leg. Konur virðast við- kvæmari fyrir reykn- um en karlar. Kona sem reykir virðist ná karlmanni hvað varðar áhættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóm. Niðurstöður rann- sókna Hjartaverndar eru byggðar á hópr- annsóknum sem hafa staðið frá árinu 1967. Þær hafa gert okkur kleift að kanna afdrif þess stóra hóps sem hefur tekið þátt í þessum rann- sóknum. Þáttur reykinga hefur verið sérstaklega kannaður (þ.e. hvort við- komandi reykti og hve mikið). Hóp- urinn sem aldrei hafði reykt var bor- inn saman við hópinn sem reykti. Slíkur samanburður leiddi í ljós að úr hópnum sem reykti einn pakka af sígarettum á dag dóu náiægt þrefalt fleiri karlar og fjórfalt fleiri konur úr kransæðastíflu fyrir sjötugt en í reyklausa hópnum. Hlutfallslegar dánarlíkur voru settar 1,0 hjá þeim sem aldrei höfðu reykt. Þær fóru upp í 7,4 hjá konum sem reyktu meira en 1 pk/dag. Það þýðir að hættan á að deyja úr kransæðastíflu sjöfaldast hjá konu sem reykir meira en 1 pk/dag. Útreikningar Hjartavemdar hafa sýnt fram á að daglega deyr einn Is- lendingur af völdum sjúkdóma sem rekja má til reykinga. Helmingur þessara ótímabæru dauðsfalla sem tengj- ast reykingum er vegna hjarta- og æða- sjúkdóma. Dregið hef- ur úr tíðni reykinga á undanförnum árum í mörgum löndum Evrópu, en all tof hægt. Konur í Evrópu eru að ná karlmönnum í tíðni reykinga. Þrátt fyrir aukna fræðslu virðast reykingar vera að auk- ast meðal ungs fólks. Á unglingsaldri reykja fleLri stúlkur en piltar. Reykingamaður get- ur búist við að stytta ævi sína um mörg ár. Það er ekki einungis karlmaður í ábyrgðarstöðu sem kominn er yfír miðjan aldur sem fær kransæðastíflu. Konur geta líka fengið kransæðastíflu Fólk af báðum kynjum og á öllum aldri getur fengið hjarta- og æða- sjúkdóma. Því er mikilvægt að allir sem einn taki niðurstöður Hjarta- vemdar alvarlega og sleppi reyking- um alfarið. Rannsóknir Hjarta- verndar hafa leitt í ljós helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúk- dóma á Islandi. Reykingar eru þar einn stærsti áhættuþátturinn. Aðrir stórir áhættuþættir eru blóðfítu- truflanir (hækkað kólesteról o.fl.), hækkaður blóðþrýstingur, syk- ursýki, erfðir og kyrrseta. Margir þessara þátta eru tengdir lífsstíl. Áhættuþættir hjarta- og æðasjúk- Reykingar ✓ Utreikningar Hjarta- verndar hafa sýnt fram á, segir Ástrds Sverris- ddttir, að daglega deyr ---------7----------------- einn Islendingur af völdum sjúkdóma sem rekja má til reykinga. dóma eru þess eðlis að þeir magna hver annan upp. Þannig magna reykingar aðra áhættuþætti. Hjá einstaklingi sem reykir og mælist með hækkaðan blóðþrýsting eða hækkaða blóðfitu margfaldast áhættan á að hann deyi úr krans- æðastíflu í samanburði við þann sem ekki reykir. Reykingar hafa bein áhrif á hjarta- og æðakerfið.Nikótín eykur hjartslátt og hækkar blóð- þrýsting. Það útskýrir slæm áhrif sem reykingar hafa á fólk sem þegar er með of háan blóðþrýsting. Kol- mónoxíð minnkar flæði súrefnis til hjartavöðvans. I hjartavöðva sem ekki fær nægilegt súrefni getur komið fram brjóstverkur. Reykingar minnka HDL kólesteról, sem er oft nefnt góða kólesterólið. Reykingar valda því að meiri fíta safnast innan á æðavegginn. Það ýtir undir hættuna á æðakölkun og æðaþrengslum (m.a. kransæðaþrengsl og kransæða- stíflu). Reykingamaður sem þegar hefur fengið kransæðastíflu er í meiri hættu á að fá kransæðastíflu Ástrós Sverrisdóttir SNÁKA STÍGVÉL Teg. 8018 Lág, Stærðir 36-41 Litir Grænir, beige og bleikir Verð 10.900,- PÓSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE Teg. 8014 Há, Stærðir 36-41 Litir Grænir og beige Verð 11.900,- Kringlunni 8-12 Sími 568 9212 aftur ef hann heldur áfram að reykja. Reykingar auka hættuna á lífshættulegum hjartsláttartruflun- um og skyndidauða. Kona sem reyk- ir og tekur inn getnaðarvarnapilluna er í meiri hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma heldur en sú sem ekki reykir. Reykingar eru sá áhættu- þáttur sem einstaklingur getur sjálf- ur ráðið við. Skilaboð okkar til þeirra sem hafa þekktan áhættuþátt og reykja eru skýr. Hættið því. Þeir sem hætta að reykja græða alltaf á þvi. Fertugur einstaklingur sem hefur reykt einn pk/dag af síg- arettum og hættir, fær tækifæri til að bæta við ævina 6-7 góðum reyk- lausum árum, fimmtugur 5-6 árum, sextugur 4-5 árum og sjötugur ein- staklingur getur bætt við sig 3-4 ár- um samkvæmt útreikningum á nið- urstöðum hóprannsókna Hjarta- verndar. Margir þekkja það sem hafa hætt að reykja að þeir fara í leiðinni að huga að heilbrigðara lífi. Regluleg hreyfing og hollt mataræði hjálpar fólki sem er að hætta að reykja. Þegar hefur komið fram að reykingar magna aðra áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma upp. Á sama hátt má segja að með því að hætta að reykja slá sumir margar flugur í einu höggi hvað varðar for- varnir hjarta- og æðasjúkdóma. Stöðugt er verið að þróa áhrifaríkari leiðir til að auðvelda þeim róðurinn sem vilja hætta að reykja.Nikótínlyf hafa hjálpað mörgum. Ýmis nám- skeið og stuðningur eru í boði. Konur verða að gera sér grein fyr- ir þeirri miklu áhættu sem þær taka með reykingum. Islenskar konur eru sjálfstæðar og vel menntaðar og vilja standa jafnfætis körlum og fá sömu tækifæri í lífinu og þeir. Áður fyrr reyktu karlmenn að miklum meiri- hluta. Með auknu sjálfstæði byrjuðu margar konur að reykja. Það fór að þykja eðlilegt og merki um sjálf- stæði að konur reyktu. Kona sem reykir nær því að standa jafnfætis karlmanni hvað varðar hættuna á að fá hjarta- og æðasjúkdóm. Þetta er ekki árangur sem við viljum sjá í jafnrétti kynjanna. Notum aðrar og uppbyggilegri leiðir til að standa jafnfætis karlmönnum. Konur, höldum hátíðlega upp á kvennadaginn 19. júní. Leggjum rækt við okkur sjálfar. Við eigum það skilið. Sleppum því reykingum. Höfundur er hjúkrunnrfræðingur og starfar sem fræðslufulltrúi Hjartavemdar. NettQL^ I INNRÉTTINGAR VORTILBOÐ 20-30% afsláttur ♦Frifprm | HÁTÚNI 6A (í húsn. Fönix) SlMI: 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (16.06.2000)
https://timarit.is/issue/132977

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (16.06.2000)

Aðgerðir: