Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 29
ERLENT
Levy hvetur til
þjóðstjórnar í Israel
Reuters
Bill Clinton Bandaríkjaforseti ræðir við Yasser Arafat, leiðtoga Palest-
ínumanna, í Hvíta húsinu í Washington. Þejr komu saman í gær til að
ræða leiðir til að blása lífí í friðarviðræður ísraela og Palestínumanna.
Jenísalem. Reuters, AFP.
DAVID Levy, utanríkisráðherra
ísraels, hvatti til þess í gær að
mynduð yrði þjóðstjórn til að binda
enda á pólitísku óvissuna í landinu og
verja hagsmuni þess í friðaryiðræð-
unum við Palestínumenn. Israelar
og Palestínumenn voru svartsýnir á
að árangur næðist í samningavið-
ræðunum sem hófust að nýju í
Washington íyrr í vikunni.
Levy sagði í útvarpsviðtali að
nauðsynlegt væri að mynda þjóð-
stjóm til að leiða friðarviðræðumar
til lykta og verja hagsmuni ísraela,
sem væm í hættu vegna kröfuhörku
Palestínumanna.
Ehud Barak forsætisráðherra
leggur mikið kapp á að bjarga stjórn
sinni sem er nú með minnihluta á
þinginu eftir að flokkur heittrúaðra
gyðinga, Shas, gekk úr henni vegna
deilu um fjármögnun trúarskóla sem
flokkurinn rekur. Shas og tveir
hægrisinnaðir smáflokkar snerast á
sveif með stjórnarandstöðunni í vik-
unni sem leið og studdu tillögu henn-
ar um að þing yrði rofið og boðað til
kosninga.
Dalia Itzik umhverfisráðherra
sagði að til greina kæmi að mynda
þjóðstjórn ef Barak næði ekki sam-
Svartýnn á að
friðarviðræðurn-
ar beri árangur
komulagi við Shas, sem var annar
stærsti flokkur stjórnarinnar með 17
þingmenn og fjóra ráðherra. Haim
Oron landbúnaðarráðherra sagði
hins vegar að ummæli utanríkisráð-
herrans endurspegluðu ekki viðhorf
forsætisráðherrans.
Skoðanakönnun, sem Jerusalem
Post birti í vikunni, bendir til þess að
57,6% ísraela séu hlynnt því að
mynduð verði þjóðstjóm, meðal ann-
ars með aðild vinstriflokkanna undir
forystu Bai'aks og Likud, stærsta
hægriflokksins.
Ariel Sharon, formaður Likud,
sagði hins vegar að ekki kæmi til
greina að mynda þjóðstjóm og flokk-
ur sinn vildi að boðað yrði til kosn-
inga.
Vinstriflokkur hótar
að ganga úr stjórninni
Fjölmiðlar í Israel sögðu að Barak
hygðist reyna að fá Shas aftur til liðs
við sig með því að leggja fram nýtt
tilboð sem fæli meðal annars í sér að
málefni trúarskólanna yrðu ekki á
valdsviði Yossi Sarids menntamála-
ráðherra, sem flokkurinn hefur
mikla óbeit á. Vinstriflokkurinn
Merets hótaði hins vegar að ganga
úr stjórninni ef slíkur samningur
yrði gerður við Shas.
Israelsk dagblöð hafa gagnrýnt
Barak harkalega fyrir að ganga of
langt í tilraunum sínum til að sefa
Shas-flokkinn og nokkur þeirra
segja að engu sé líkara en Eli Yishai,
leiðtogi flokksins, sé í stól forsætis-
ráðherra.
„Þetta era pólitísk hrossakaup af
versta tagi, friðkaup með undanláts-
semi, og þau spilla tiltölulega hreinni
ímynd forsætisráðherrans," skrifaði
stjómmálaskýrandi dagblaðsins
Maarív.
Efast um að samkomulag
náist í september
Stefnt hefur verið að því að ísrael-
ar og Palestínumenn undirriti varan-
legan friðarsamning í september en
hvorki hefur gengið né rekið í samn-
ingaviðræðunum vegna deilu um
þriðja áfanga brottflutnings ísra-
elskra hermanna frá Vesturbakkan-
um, auk þess sem Palestínumenn
saka ísraela um að hafa ekki efnt lof-
orð um að leysa palestínska fanga úr
haldi. Yasser Arafat, forseti Palest-
ínumanna, sakaði í gær Barak um að
skorta vilja til samninga um ágrein-
ingsmálin. Arafat, sem ræddi við Bill
Clinton Bandaríkjaforseta í Wash-
ington í gær, sagði að hvorki gegni
né ræki í friðarviðræðunum við ísra-
ela.
ísraelar vilja afhenda Palestínu-
mönnum eitt prósent af Vesturbakk-
anum í þriðja áfanganum sem á að
ljúka eftir viku samkvæmt bráða-
birgðasamningi þjóðanna. Levy
sagði að Palestínumenn vildu miklu
stærra svæði og kvað kröfur þeirra
óaðgengilegar þar sem þær stefndu
öryggi Israels í hættu. Hann kvaðst
því vera mjög efins um að friðarsam-
komulag næðist í september.
Arafat hefur sagt að hann hyggist
lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis í
september, óháð því hvort friðar-
samningur verður undirritaður.
OKKAR LANDSFRÆGU MATAR- OG KAFFIHLAÐBORÐ
• •
Oryggismál til umræðu á leiðtogafundi Norður- og Suður-K
Fundurinn sagður vekja
vonir um sameiningu
Seoul. AP, AFP.
ÖRYGGISMÁL Norður- og Suður-
Kóreu voru meðal umræðuefna á
fundi leiðtoga Kóreuríkjanna að
því er Kim Dae-jung, forseti Suð-
ur-Kóreu, greindi frá í gær eftir að
leiðtogarnir undirrituðu með sér
samkomulag á miðvikudag um að
unnið skyldi að sameiningu Kór-
euskagans. Öryggismálin voru þó
ekki meðal þeirra atriða sem tekið
var á í samkomulaginu, en Kim
Dae-jung sagði við komuna til
Seoul í gær að þeir Kim Jong-Il,
leiðtogi Norður-Kóreu, hefðu m.a.
rætt um stöðu 37.000 bandarískra
hermanna í Suður-Kóreu og kjarn-
orkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.
Við komuna til Seoul, höfuðborg-
ar Suður-Kóreu, í gær sagði Kim
Dae-jung fundinn hafa verið af-
kastamikinn og að hann hefði ein-
kennst af hreinskilni. „Sum um-
ræðuefni okkar vekja góðar vonir,“
sagði Kim Dae-jung án þess að út-
skýra málið nánar.
Þúsundir manna fögnuðu forset-
anum við komuna til Seoul og
héldu margir á lofti spjöldum með
áletrunum á borð við „Velkominn“
og „Til hamingju með árangursrík-
an leiðtogafund".
í samkomulagi þeirra Kim Dae-
jung og Kim Jong-Il sem undirrit-
að var í Pyogyang, höfuðborg
Norður-Kóreu, á miðvikudags-
kvöldið segjast leiðtogarnir munu
vinna að sameiningu Kóreuskaga.
Milljónir Kóreubúa, sem aðskildar
hafa verið í áratugi, skuli samein-
aðar, nýr leiðtogafundur haldinn í
Seoul og suður-kóreskum fyrir-
tækjum gert kleift að hefja við-
skipti í Norður-Kóreu, þar sem
efnahagsörðugleikar hafa verið
miklir. Fyrirtækin Hyundai Asan
og Samsung Group hafa þegar
kynnt fyrirætlanir sínar um fjár-
festingar í norðri.
Tvisvar áður hafa Kóreuríkin
reynt að koma á samkomulagi sín á
milli um sameiningu skagans, en
án árangurs. Samkomulag þeirra
Kim Dae-jung og Kim Jong-Il er
því sagt eitt stærsta skref sem tek-
ið hefur verið í átt að sáttum Norð-
ur- og Suður-Kóreu frá því Kóreu-
stríðinu lauk með vopnahléi 1953.
„Fyrir okkur er nýr dagur að
hefjast. Við erum við upphaf nýs
kafla í sögu okkar og erum að
binda enda á aðskilnað og andúð
síðustu 55 ára,“ sagði Kim Dae-
jung við komuna til Seoul. „Þetta
er bara byrjunin. Þetta mun taka
tíma og við þurfum að vera þolin-
móð og sýna einlægni í fyrirætlun-
um okkar. Þetta er rétta leiðin til
þess, með því að leysa eitt mál í
einu og byrja á þeim einfaldari.“
Kim Dae-jung sagði Rauða
krossinn taka til umræðu málefni
þeirra milljóna Kóreubúa sem voru
aðskildir við skiptingu Kóreuskaga
nú á næstu dögum og taldi hann
líklegt að fjöldi Kóreubúa næði
sambandi við ættingja sína sitt
hvoru megin landamæranna á ný.
Han Jai-bong, prófessor í stjórn-
málum við Yonsei-háskólann í
Seoul varaði þó, í viðtali við AP-
fréttastofuna, við því að hernaðar-
leg spenna milli ríkjanna kunni að
vara lengi enn.
Kóreubúar bjartsýnir
„Ég bjóst ekki við að sjá árang-
ur svona fljótt,“ sagði Kim Woon-
soon, einn þeirra Suður-Kóreubúa
sem í gær fögnuðu árangri fundar-
ins. Aðrir veltu þó fyrir sér kostn-
aðinum sem sameining Kóreu-
skagans gæti haft í för með sér.
„Ég býst við að það málefni sem
næst verði á dagskrá sé hversu
mikla skatta við eigum að greiða,
en það er allt í lagi. Þetta er þess
virði,“ sagði Kwon Seung-ryong,
íbúi Suður-Kóreu. „Þeir eiga báðir
skilið friðarverðlaun Nóbels."
Fjölmiðar í Norður-Kóreu voru
þá ekki síður jákvæðir gagnvart
fundinum en íbúar í suðri og sagði
KCNA-fréttastofan leiðtogafund-
inn vekja vonir um það dragi úr
tortryggni milli ríkjanna.
Auk þessa hafa leiðtogar er-
lendra ríkja, m.a. Japans, Kína,
Rússlands og Bandarflíjanna lýst
yfir ánægju með þann árangur sem
virðist hafa náðst með fundinum.
Reuters
Skólabörn í Suður-Kóreu voru í hópi þeirra þúsunda sem fögnuðu nið-
urstöðu leiðtogafundar Kim Dae-jung og Kim Jong-D.
Norsk-rússneska
fískveiðinefndin
Obreyttur
þorskkvóti
út árið
Ósló. Morguublaðið.
NORSK-rússneska fiskveiði-
nefndin, sem verið hefur á
tveggja daga skyndifundi í
Múrmansk í Rússlandi, ákvað í
gær, að engin breyting yrði á
þorskkvótanum í Barentshafi á
þessu ári.
Rússar töldu óhætt að auka
kvótann á þessu ári en Norð-
menn höfnuðu því og vísuðu til
nýrra rannsókna ICES, AI-
þjóðahafrannsóknaráðsins, á
ástandi þorskstofnsins. Var nið-
urstaða þeirra, að stofninn stæði
mjög illa og væri líklega enn á
niðurleið. Norðmenn lögðu þó
ekki til, að kvótinn yrði skertur.
Sameiginlegur þorskkvóti
Rússa og Norðmanna í Barents-
hafi er nú 390.000 tonn, 130.000
tonnum meiri en norska haf-
rannsóknastofnunin lagði til í
fyrra. Kvótinn fyrir næsta ár
verður ákveðinn í nóvember nk.
KammaðboiO
MatarhlaOborO
á morgun 17. júní
og á sunnudag.
öll föstudags-,
laugardags- og
sunnudagskvöld
JUL UL
nmm*
■-tW-i
Skíðaskálinn
í HveradöCum
Sími. 567 2020