Morgunblaðið - 16.06.2000, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 16.06.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR16. JÚNÍ 2000 5!*^ UMRÆÐAN Útskýringarí Listíorku- . fullri vinsemd stöðvum AÐ UNDANFORNU hefur mikið verið til umræðu í fjöl- miðlum hugmyndir um að flytja til Hríseyjai- nokkra þroskahefta einstaklinga frá höfuðborgarsvæðinu til búsetu um lengri eða skemmri tíma á sama tíma og mikil óvissa er uppi í búsetumálum þeirra í heimabyggð sinni. Niðurstaðan er sú að fallið hefur verið frá þessum hugmyndum og um leið verið eytt óvissu um búsetu margra fatlaðra einstaklinga. Enn er þó langt í land að ástandið sé orðið viðunandi á höfuðborgarsvæðinu í búset- umálum fatlaðra. í umræðunni hafa þó komið fram athugasemdir sem við teljum skylt að bregðast við. Forsvarsmenn hugmyndarinnar um búsetu fatlaðra einstaklinga í Hrísey hafa undrast skjót viðbrögð Landssamtakanna Þroskahjálpar. Fyrir mörgum mánuðum hafði Har- aldur L. Haraldsson ráðgjafi samand við framkvæmdastjóra samtakanna þar sem hann spurði um álit á mögu- legri notkun húsnæðisins á Hlein fyr- ir fatlaða. Honum var bent á að nýta viðkomandi húsnæði fyrir brottflutta fatlaða Hríseyinga sem vildu aftur koma heim eða til hvfldar og hress- ingar fyrir fatlað fólk í 2-3 vikur í senn (svipaða hugmynd lagði for- maður samtakanna til í 19-20 á Stöð 2 í samræðum við sveitarstjóra Hrís- eyinga). 5. aprfl var haft eftir sveitar- stjóra í Morgunblaðinu að hugmynd- um um sambýli fyrir fatlaða af höfuðborgarsvæðinu hefði verið vel tekið í rfldsstjóm. Skýrsla fram- kvæmdastjóra svæðisskrifstofu Reykjaness boðaði því engin ný tíð- indi nema þá helst að gengið skyldi út frá að starfsemi byrji í september ár- ið 2000 og að verið væri að vinna í því að kanna hvort fatlaðir væru tilbúnir að flytja til Hríseyjar og aðstandend- ur samþykkir þeim flutningi. Eftir hveiju áttum við að bíða með við- brögð? Því hefur verið haldið fram að fyrrnefnd skýrsla hafi aðeins verið tillögur til umræðu og þar hafi komið fram hugmyndir um að koma á fót skammtímavist í Hrísey. I skýrsl- unni er fjallað um þrjá valkosti og mælt með einum þeirra, þ.e.a.s. vist- un fatlaðra einstaklinga með miðl- ungs þjónustuþörf þar sem lágmar- ksdvöl hvers einstaklings væri sex mánuðir og allt að þrjú ár. Höfundi skýrslunnar var fullkunn- ugt um að slíkar tillögur gætu Landssamtökin Þroskahjálp ekki samþykkt. Landssamtökin Þroska- hjálp fengu þessa skýrslu ekki senda með beiðni um neinar viðræður, allra síst gátu samtökin ímyndað sér að skýrsla þessi væri umræðu- grundvöllur fyrir eitthvað annað en í henni stóð. Okkur þykir vont þegar gefið hef- ur verið skyn að í málflutningi sam- Fatlaðir Allar vangaveltur um meintan landsbyggðar- fjandskap Landssam- takanna Þroskahjálpar, segja Halldór Gunnars- son og Friðrik Signrðs- son, bera vott um mikla vanþekkingu. takanna endurspeglist landsbyggð- arfordómar og að aðrir hagsmunir en hagsmunir þroskaheftra skjólstæð- inga samtakanna ráði ferðinni. Samtökin vinna skv. stefnuskrá sem samþykkt var 1992. Þar er áhersla lögð á að fatlaðir njóti þjón- ustu í heimabyggð sinni eins og aðrir. „Flutningur fatlaðra vegna skorts á þjónustu og stuðningi í heimabyggð á að heyra sögunni til.“ Að baki þessari stefnu Þroskahjálpar liggur sú hug- myndafræði að fatlaðir séu eðlilegur hluti hvers samfélags og tilvera þeirra sé til þess fallin að auka marg- breytileika þess. Þeim erfiðleikum sem samfara séu fötlun einstakl- inganna verði best mætt í því um- hverfi þar sem þeir ólust upp og í ná- inni samvinnu við aðstandendur þeirra. Þessi sjónarmið voru lögð til grundvallar þegar hugmynd- um búsetu fyrir fatlaða í Hrís- ey var hafnað. Landssamtökin Þroskahjálp hafa reynt að vera þessari stefnu sinni trú, m.a. með því að stuðla að upp- byggingu húsnæðis og hefur landsbyggðin þar til allra síð- ustu ár notið forgangs hvað varðar þessa uppbyggingu. Þroskahjálp á núna álíka margar íbúðir á Akureyri og í Reykjavík, jafnmargar íbúðir á Dalvík og í Hafnarfirði, jafn- margar íbúðir í Kópavogi og í Fellabæ svo dæmiséu tekin. Auk þess hafa samtökin stuðl- að að uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlaða, m.a. á Egilsstöðum, Fá- skrúðsfirði, Þorlákshöfn og Sauðár- króki. Allar vangaveltur um meintan landsbyggðarfjandskap Landssam- takanna Þroskahjálpar bera því vott um mikla vanþekkingu. Rétt er að geta þess að Þroska- hjálp á Norðurlandi eystra hefur ná- kvæmlega sama viðhorf til umrædds máls og Landssamtökin. í dag er staðan sú að þjónusta við þroskahefta er um margt betri á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu og fagna Landssamtökin Þroskahjálp þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað, m.a. vegna baráttu samtakanna. A höfuðborgar- svæðinu hefur hins vegar gengið erf- iðlega að fullnægja þörf eftir þjón- ustu og löngu orðið tímabært að vinna markvisst að varanlegri úr- lausn þeirra mála. Landssamtökin Þroskahjálp harma það ef Hríseyingum hefur fundist þeir sem einstaklingar eða sveitarfélag hafa orðið illa úti í þess- um umræðum. Við höfum aldrei efast um að tilboð þeirra um að byggja upp þjónustu við fatlaða var sett fram af heilindum. Við ítrekum þá skoðun að tilboð um tveggja til þriggja vikna dvöl til hvfldar og skemmtunar væru samtökunum mjög að skapi, enda allt annars eðlis en fram komnar búsetu- hugmyndir. Sá áhugi okkar var ítrekaður á fundi með fulltrúum Hríseyinga þann 9. júní sl. og var þeirri hugmynd vel tekið. Það er von okkar að ekki sé of seint að skoða þessi mál nánar í vinsemd. Frábærar aðstæður í Hrísey og stefnuskrá Landssamtakanna Þroskahjálpar yrði þar sá grunnur sem byggja ætti á. Halldór er formaður Landssamtak- anna Þroskalyálpar og Friðrik er framkvæmdastjóri sömu samtaka. FYRIRTÆKI á ís- landi hafa í vaxandi mæli stutt ýmiss konar menningarstarfsemi með beinum hætti. Á þessu ári er þetta mjög áberandi, einkum vegna þess að Reykja- vík er Menningarborg Evrópu árið 2000. Landsvirkjun er eitt þeirra fyrirtækja, sem tekist hafa á hendur að vera máttarstólpar menningarborgarinn- ar, og leggur fram verulega fjármuni til þess verkefnis. Framlag Félags ís- lenskra myndlistarmanna til dag- skrárinnar Reykjavík menningar- borg Evrópu árið 2000 er sýningin Ný tækni sem tekin hefur verið í notkun gerir það að verkum að rými myndast í stöðvar- húsi Ljósafossvirkjun- ar, segir Friðrik Sophusson, og hefur Landsvirkjun ákveðið að nýta það til sýningar- halds í framtíðinni. List í orkustöðvum. Að frumkvæði félagsins var ákveðið að hafa mynd- listarsýningar í tveimur virkjunum Landsvirkjunar, Ljósafossvirkjun við Sog og Laxárvirkjun í Þingeyj- arsýslu. Sýningin í Ljósafossi var opnuð fyrr í mánuðinum en sýningin í Laxárvirkjun verður opnuð í dag. Ný tækni sem tekin hefur verið í notkun gerir það að verkum að rými myndast í stöðvarhúsi Ljósafossvirkjunar og hefur Landsvirkjun ákveðið að nýta það til sýningarhalds í framtíðinni. Stiga- gangur með lyftu hefur verið byggð- ur við húsið, þannig að aðgengi er auðvelt. Þá hefur „Ljósgjafinn“, lág- mynd Ásmundar Sveinssonar, verið lagfærð. Hugmyndin er að sýning- araðstaðan verði í framtíðinni ann- ars vegar nýtt til að gera lífríki Sogsins og Þingvallavatns sérstök skil og hins vegar til að standa fyrir sérstökum sýningum íyrir þá fjölmörgu, sem leið eiga um á ferð sinni um þessar slóðir. I Laxárvirkjun eru að- stæður allt aðrar, en ekki síður heillandi. Þar er sýningin í hrá- um berggöngunum og hafa listamennimu^ mótað verk sín með til- liti til þess. Menning og náttúra Eins og öllum er kunnugt er yfirskrift Friðrik menningarborgarinnar Sophusson „Menning og náttúra". Það fer vel á því að listamennimir skuli hafa valið að sýna list sína í virkjunum, því að varla er hægt að hugsa sér tilkom- umeiri samleik menningar og nátt- úru en einmitt þann sem leikinn er í íslenskum raforkustöðvum. I sýningarskrá, sem er einkar glæsileg, ritar Jón Proppé gagnrýn- andi eftirfarandi: ^ „Virkjanimar era vissulega eitt skýrast tákn þess af hve mikilli harðfylgni íslendingar hafa tekist á við það að byggja upp samfélag sitt á þessari nær óbyggilegu eyju lengst norður í hafi. En listin er lflca til vitnis um það að okkur hafi tekist að yfirvinna þau eyðingaröfl sem hér höfðu ráðið frá örófi þar til nokkram norrænum mönnum datt sú firra í hug að það mætti búa í þessu landi. Hvort tveggja sýnir að hér er þrátt fyrir allt skapandi og_ þróttmikið mannlíf í nánum tengsl-3*" um, bundið djúpri virðingu, við nátt- úrana og landið." Sýningamar í Ljósafossstöð og Laxárvirkjun era opnar til 15. sept- ember. Með þessu greinarkorni vil ég vekja athygli á þessu merka framtaki Félags íslenskra mynd- listarmanna um leið og ég hvet landsmenn til að koma við og skoða listaverkin á vettvangi þar sem menning og náttúra mætast. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Aðsendar greinar á Netinu vg> mbl.is —ALLTA/= C/77Hl«Ð /VÍ7T Sjálfuppbl Pumpa frá kr. 190 vindsængur wmmm Bakpokar 65 I....frá kr. 3.350 Bakpokár 75 I.... frá kr, 3.750 Bakpokar .........frá kr_g490 Mittistöskur .....frá kr. 290 Mittistöskur m/brúsa kr. 1.600 önguskór SALOMON 20 - 50%] Gönguskór frá kr. 3.900 Goretex skór frá kr. 6.900 llflstimrir Ármúla 40 Sími: 553 5320 l/ersluninl AMRK Kælitöskur frá kr. 550 • Kælielement frá kr. 190 • Attavitar frá kr. 190 • Tjaldhælar m/10 frá kr. 250 • Legghlífar frá kr. 490
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.