Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 76
Reiknaðu með
framtíðinni
samlif
Sameinaða líftryggingarfélagið hf.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
-'T
.t*
Leyfilegur þorskafli á næsta fiskveiðiári verður 220 þús-
und tonn eða 18 þúsund tonn umfram ráðgjöf
Ný aflaregla til
að jafna sveiflur
Dregur ekki úr
gildi nýtingar-
stefnu að mati
Hafrannsókna-
stofnunar
ur veikst verulega
ISLENSKA krónan hefur veikst
verulega síðustu daga og fór geng-
isvísitala krónunnar sem táknar
meðalverð erlendra gjaldmiðla úr
110,60 við opnun í gær upp í 111,90 í
miklum viðskiptum. Lokagildi vísi-
tölunnar var 111,57 og heildarvelta
dagsins tæpir 7,2 milljarðar. Meðal-
velta er á bilinu 2,5-3 milljarðar
króna.
Seðlabanki íslands átti viðskipti
á millibankamarkaði með gjaldeyri
í fyrsta skipti í rúmt ár í gærmorg-
un og keypti krónur fyrir 5 milljón-
ir dollara. Við það lækkaði
gengisvísitalan niður í 111,25 stig.
Birgir ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri segir í samtali við
Morgunblaðið að Seðlabankinn hafí
gripið inn í vegna meiri sveiflna á
markaðinum en verið hafa undan-
farið ár. Aðspurður segir hann að
ekki hafi verið tekin ákvörðun um
vaxtahækkun Seðlabankans. Stjórn
bankans sjái ekki fyrir sér að
grunntölur í efnahagslífínu hafí í
för með sér verulega veikingu krón-
untiar á næstunni.
FBA spáir því að Seðlabankinn
hækki vexti um 50 punkta innan
þriggja mánaða í ljósi þess hve ís-
lenska krónan hefur veikst upp á
síðkastið og hækkunar skammtíma-
vaxta í helstu viðskiptalöndunum.
■ Viðbragða Seðlabankans/24
Gert við
Eins-
dæmi
NOKKRIR húseigendur vinna nú
að gagngerum endurbótum á göml-
um húsumá Seyðisfirði. Meðal
þeirra er Ófeigur Sigurðsson á
Austurvegi 36. Hús hans var byggt
árið 1907 og hefur gengið undir
ýmsum nöfnum, að því er Þóra Guð-
mundsdóttir segir í bók sinni Húsa-
saga Seyðisfjarðarkaupstaðar,
meðal annars Sigfúsarhús, Guðrún-
arhús, Úranía og Árnýjarhús. Hús-
ið hefur gengið undir nafninu Eins-
dæmi i tæpa þrjá áratugi, eða frá
því danshljómsveit með því nafni
hafði þar aðstöðu til æfinga.
Morgunblaðið/Ásdís
BREYTINGAR á aflareglu í þorski
sem samþykktar voru á ríkisstjórn-
arfundi í gær fela í sér að leyfílegur
þorskafli á næsta fískveiðiári verður
220 þúsund tonn. Það er 30 þúsund
tonnum minni afli en á síðasta fisk-
veiðiári en 17 þúsund tonnum um-
fram tillögur Hafrannsóknastofnun-
arinnar.
Arni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra kynnti í gær leyfilegan
heildarafla á næsta fiskveiðiári. Að
mestu er farið eftir tillögum Haf-
rannsóknastofnunar en
úthafsrækjukvótinn er þó aukinn um
8 þúsund tonn umfram tillögurnar og
verður því 20 þúsund tonn. Þá verður
ufsakvóti 5 þúsund tonn umfram til-
lögurnar og sandkolakvóti 1.500
tonn.
Þá kynnti ráðherrann breytingar
á aflareglu í þorski en hún hefíir und-
anfarin fimm ár miðast við að veidd
séu 25% af stærð veiðistofns. Sam-
kvæmt aflareglunni lagði Hafrann-
sóknastofnun nýverið til að heildar-
þorskafli næsta fiskveiðiárs yrði 203
þúsund tonn vegna ofmats á veiði-
stofni en heildarkvóti þessa árs er
250 þúsund tonn.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnir leyfilegan heildarafla
næsta fiskveiðiárs á blaðamannafundi í gær.
Samningaviðræður SA og Sleipnis
Nýr fundur í dag
VIÐRÆÐUM samninganefnda
Samtaka atvinnulífsins og Bif-
reiðastjórafélagsins Sleipnis, sem
stóðu í fjórar klukkustundir í gær,
var frestað á tíunda tímanum í
gærkvöldi þar til síðdegis í dag.
Þetta var fyrsti fundur aðila frá
því verkfall Sleipnisbílstjóra hófst.
Samninganefndir félaganna
funduðu hvor í sínu lagi í gær, ut-
an að Ari Edwald, framkvæmda-
stjóri SA, og Óskar Stefánsson,
formaður Sleipnis, hittust í um
klukkustund og báru saman bækur
sínar.
Ari sagðist eftir fundinn lítið
geta tjáð sig um stöðu mála. Enn
bæri mikið í milli, en menn væru
þó sammála um að ástæða væri til
að ræða málin áfram.
Sýslumaðurinn í Reykjavík
frestaði því enn í gærmorgun að
kveða upp úrskurð um lögbanns-
kröfu Austurleiðar gagnvart verk-
fallsaðgerðum félagsmanna Bif-
reiðastjórafélagsins Sleipnis.
Frestaði hann ákvörðun síðdegis í
fyrradag og eftir umfjöllun um
málið í gær ákvað hann að fresta
úrskurði til morguns.
Nú hefur sjávarútvegsráðherra
hins vegar ákveðið í samráði við Haf-
rannsóknastofnun að takmarka afla-
hámark í þorski milli fískveiðiára,
þannig að afli milli ára breytist aldrei
meira en sem nemur 30 þúsund tonn-
um. Þannig segir Árni að mæta megi
óvissu í stofnstærðarmati og óhag-
kvæmum sveiflum í hámarksafla. Þá
boðaði ráðherrann hert eftirlit með
brottkasti afla á Islandsmiðum, enda
trufli brottkast gögn fiskifræðinga
við mat á stofnstærð. Ætla má að út-
flutningsverðmæti sjávarafurða
dragist saman um 4-5 milljarða
króna vegna samdráttar í heUdar-
afla.
Skoðanir hagsmunaaðila á þessari
ákvörðun eru skiptar. Friðrik J. Aj-n-
grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ,
Sævar Gunnarsson, formaður SSÍ,
og Arnar Sigurmundsson, formaður
SF, eru fylgjandi þessari ákvörðun,
en Arthur Bogason, formaður LS, og
Grétar Mar Jónsson, formaður
FFSÍ, eru mjög óánægðir með hana.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, segir breyting-
una á aflareglunni skálkaskjól til að
ákveða heUdarafla umfram ráðgjöf.
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður
Framsóknarflokksins og formaður
stjórnar Byggðastofnunar, telur að
leyfður sé of lítiU þorskafli og niður-
skurðurinn hljóti að kalla á aðgerðir í
byggðamálum.
■ Þorskkvóti dregst saman/38
■ Skiptar skoðanir/26
Lóðum
sagt upp
með árs
fyrirvara
LEIGUSAMNINGUM lóða
nokkurra húseigenda í Vatns-
endahverfi hefur verið sagt
upp með eins árs fyrirvara.
Unnið er að skipulagningu 5-
6.000 manna byggðar þar í
tengslum við endurskoðun að-
alskipulags Kópavogs. í upp-
sagnarbréfi bæjarstjóra tU
húseigenda segir að á næstu
árum verði töluverðar breyt-
ingar á högum margra íbúa í
Vatnsendahverfí.
Bæjarstjóri fékk í gær í
hendur sameiginlegar tillögur
og athugasemdir 120 húseig-
enda. Þar er mælst til þess að
stefnt verði að 3.000 manna
byggð. íbúarnir telja að með 5-
6.000 manna byggð sé gengið á
bak fyrri yfirlýsinga forráða-
manna bæjarins, m.a. gagnvart
þeim sem nýlega hafa byggt á
svæðinu, um að við Vatnsenda
eigi að vera „sveit í borg“.
■ Óhjákvæmileg/12
Islenska krónan hef-