Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 46
»46 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNMARZ ÁMUNDASON + Jón Marz Ámundason fæddist í Dalkoti í Kirkjuhvamms- hreppi í V-Hún. 11. október 1921. Hann lést á líknardeild Landspitalans 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ámundi Jóns- son, f. 26. mai 1885, d. 10. mars 1970, bóndi í Dalkoti, og Ásta Margrét Sigfús- dóttir, f. 6. maí 1890, d. 18. október 1960. Jón var tíundi í röð 13 systkina. Hin eru: Rögnvaldur Bergmann, f. 3. sept. 1906, d. 15. apríl 1979, Sig- ríður Ingibjörg, f. 20. sept. 1907, d. 26. júní 1985, Arilíus Dagbjartur, f. 9. júní 1909, d. 20. júní 1946, Sveinsína Sigurbjörg, f. 3. mars 1910, d. 10. okt. 1933, Hulda Guð- rún, f. 17. júní 1912, d. 28. jan. 1985, Ólafur Mars, f. 27. feb. 1914, Emil Ófeigur, f. 24. okt. 1915, Böðvar, f. 1. jan. 1917, d. 24. jan. 2000, Margrét Ingibjörg, f. 23. júní 1919, d. 14. mars 2000, Sveinbjöm Sigurður Ingvar, f. 12. mars 1924, d. 5. nóv. 1988, Vigdís, f. 10. okt. 1925, og Auðbjörg, f. 25. nóv. 1928. Jón kvæntist 25. desember 1951 Jóhönnu Bjömsdóttur leiðbein- anda, f. 4. ágúst 1930 í Víðidals- tungu í V.-Hún. Foreldrar hennar eru Björn Sigvalda- son, bóndi í Bjarghús- um, síðar kirkjuvörð- ur í Fossvogskapellu, og Guðrún Teitsdóttir, húsfreyja, síðar starfsstúlka á Elli- heimilinu Grand. Böm Jóns og Jóhönnu em: 1) Guðrún, f. 1. nóv. 1950, forstöðumaður Félagsstarfs Gerðu- bergs. Maki Halldór Hlífar Árnason, f. 23. des. 1949, lagerstjóri hjá Oliufélaginu Gelgjutanga. Bam: Arni, f. 28. okt. 1970, rekstrarhag- fræðingur. I doktorsnámi við Verslunarháskólann í Kaup- mannaiiöfn. Kvæntur Katrínu Ástu Gunnarsdóttur, f. 6. apríl 1972, tölfræðingi. Böm: Egill Tumi, f. 16. ágúst 1996 og Halldór Skúli, f. 20. júni 1999. 2) Ámundi Grétar, f. 14. apríl 1952, rafveituvirki hjá Rafmagnsveitu ríkisins á Blöndu- ósi. Sambýliskona var Ingibjörg Þorbjömsdóttir, f. 2. júní 1957. Böm: Þorbjöm Kristján, f. 26. nóv. 1980, og Jón Mars, f. 19. okt. 1981. 3) Birna, f. 23. nóv. 1954, starfs- stúlka á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki. Maki Eiríkur Jóns- son, f. 3. jan. 1958, starfsmaður við Steinullarverksmiðjuna á Sauðár- króki. Böm: Guðrún Kristín, f. 12. nóv. 1977, stúdent, Jón Marz, f. 5. júlí 1980, og Jóhanna Sigurlaug, f. 2. mars 1986. Sambýlismaður Guð- rúnar er Valdimar Ó. Sigmarsson. Bam: Sævar Óli, f. 23. sept. 1996. 3) Sigurbjörg Dagbjört, f. 19. des. 1955, kaupmaður á Hvammstanga. Maki Hermann Jónas Ivarsson, f. 16. ágúst 1957, lögreglumaður í Húnavatnssýslu. Börn: Jón ívar, f. 30. des. 1978, stúdent, og Bjöm Þór, f. 16. feb. 1985. 5) Daði, f. 12. ágúst 1958, húsasmíðameistari í Reykjavík. Sambýliskona er Olga Sylvía Ákadóttir, f. 21. des. 1970, húsmóðir. Böm: Eva Björg, f. 4. okt. 1992, Katrín Helga, f. 28. nóv. 1993, og Kristín, f. 15. mars 1997. 6) Svanhildur, f. 30. ágúst 1961, þroskaþjálfí á BUGL. Maki Bárður Helgason, f. 30. júlí 1961, þjónustu- fulltrúi. Börn: Ragnheiður, f. 29. jan. 1987, og Helgi, f. 9. apríl 1990. 7) Þórhildur, 19. nóv. 1965, leik- skólakennari hjá Leikskólum Reykjavíkur. Börn: Erla Rún Bjömsdóttir, f. 7. nóv. 1989, og Urður Mist Bjömsdóttir, f. 14. sept. 1993. Eftir að almennri skólagöngu lauk tók Jón bifreiðapróf 1944 og meirapróf 1947. Hann starfaði sem bifreiðastjóri á Hvammstanga 1946-50. Veghefilsstjóri 1951-53. Hann vann við vegagerð og brúarvinnu til 1956, var bóndi í Bjarghúsum frá 1956-83. Jón var félagi í Verkalýðsfélaginu Hvöt á Hvammstanga, Búnaðarfélagi Þverárhrepps og einn af stofnend- um Hestamannafélagsins Þyts í V- Hún. 1950. Hann var búsettur í Reykjavík frá 1990. Utför Jóns fer fram frá Áskirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi. Nú á kveðjustundu er margs að minnast. Þú komst úr stórri fjölskyldu þar sem oft var lítið að bíta og brenna en gerði ykkur að nokkuð samheldnum hópi sem þú hefur fylgst með allan þinn tíma. Ættarmótin sem voru haldin voru þér minnisstæð og dýrmæt og flestir sammála um ágæti þeirra, ekki síst til að kynslóðir kynntust áfram og skulum við vona að sá áhugi haldist þótt langt sé um liðið frá síðasta móti. Ymis atriði úr sveitinni rifjast líka upp. Heyskapur að sumri og allt kapp lagt á að koma öllu í hús og mik- ið fjör ef margar hendur voru þar að verki. Smalamennska að hausti, gjaman farið um borgarlöndin með hundinn í fylgd, fyrst Lappa, seinna Snata. í réttunum að draga mynda- rlegan fjárhóp í dilka með kátu og hressu fólki. Á vetuma að sitja á garðabandinu í fjárhúsunum og hlusta á kindumar háma í sig heyið og jórtra síðan, hvílík kyrrð og ró. Kaupstaðarferðir, þar sem oft var drukkið kaffi hjá Möggu frænku. Á spjalli við bænduma í grenndinni, þó oftast Sölva á Síðu og fóru margar sögur ykkar á milli, stundum gjarn- an sömu sögumar en alltaf hlegið jafnmikið saman. Setið á góðum hesti, gjaman töltara, þó er Jarpur þinn mér minnisstæðastur; þessi litli hasti. Svo vom kynni þín og tengsl við bamabömin og seinna við langafa- bömin mjög sérstök. Þú kallaðir þau alltaf „blómin hans afa“ og svo var J. mamma að tala um að fyrsta blómið þitt (fyrsta bamabamið) væri fífa en það er litli glókollurinnhann Árni sem reyndar í dag er að nálgast þrí- tugasta árið. Það var gott að fá klapp á kinn eða koll frá afa eða langafa sínum eða eitthvað lagt í lítinn lófa. Helgi litli minn er mikill afadreng- ur, lærði að spila kana með öfum sín- um sem hittust oft og spiluðu saman. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Hann lærði líka að segja djarft eins og afamir. Hann hlaut gott veganesti frá þér og mömmu eins og við bömin þín og allir afkomendumir. „Blómin hans afa“ halda áfram að vaxa og fjölga sér, þú fylgist með ásamt mömmu. Á þínum síðustu dögum, dvaldir þú á líknardeild Landspítalans í Kópavogi og vil ég færa öllu því góða fólki mínar hjartans þakkir, fyrir alla alúð og umhyggju í þinn garð, góðan stuðning á sorgarstundu og hlýlega umgjörð. Eg kveð þig með þökk fyrir allt og hvíl í friði. Þín dóttir, Svanhildur. Nú kveðjum við þig elsku tengda- faðir og afi. Sem afi áttir þú okkur blómin þín og gafst okkur ógleyman- legar stundir - ræktaðir okkur og umvafðir okkur elsku þinni. Sem tengdafaðir varstu sem minn eigin faðir. Þú hringdir oft til að vitja um okkur og stundum fylgdi þessi setn- ing með: „Olga mín ef þú átt leið fram hjá myndir þú þá ekki grípa með þér tólin?“ Tólin voru svo notuð til að klippa hárið þitt. Og meðan þú gast fylgdir þú okkur út á tröppur og horfðir á eftir okkur keyra burt. Síðasta ferðaáætlun þín var að fara austur að Laugarvatni, þú fórst út í bíl en treystir þér ekki lengra. Seinna fórstu með okkur í anda eins og þú átt örugglega eftir að gera oft. En svo kom kallið og þú hélst í lengstu ferð sem okkur er heitið frá hótel jörð. Við þökkum þér þína dyggð, traust og tiyggð. Við þökkum þér að allir þessir eiginleikar fylgja okkur um ókomin ár, þá fáum við frá ástkærum eiginmanni mínum og föð- ur okkar sem syrgir þig nú eins og við öll sem áttum þig að. Þóaðkaliheiturhver, hylji dali jökull ber steinartaliogallthvaðer, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Með ást, virðingu og þökk fyrir allt. Olga, Eva, Katrín og Kristín. Elsku pabbi minn. Kg, sem í fjarlægð Qöllin bak við dvelur ogfagrarvonir tengdir líf mittvið, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum (júfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvem þjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar H. Halistað.) Þín Guðrún. Tengdafaðir minn, Jón Marz Ámundason, lauk vist sinni hér á jörðu aðfaranótt annars dags í hvíta- sunnu. Síðustu vikur höfðu verið honum sérstaklega erfiðar og var því sæll að fá að kveðja og vera laus und- an þeim þjáningum sem hann hefur mátt þola síðustu vikur. Þegar Jón er kvaddur kemur í huga mér fyrstu kynni okkar. Þau áttu sér stað við Þverárrétt í Vestur- Húnavatssýslu haustið 1986 þar sem kona mín var að reyna að kynna mér, borgarbarninu, sveitalífið sem var mér frekar ókunnugt enda hef ég aldrei átt heima nema í Reykjavík. Jón kom ríðandi á hesti sínum ofan af Vatnsnesfjalli í fylgd annarra gangnamanna sem fylgdu fjár- rekstrinum niður. Konan mín vildi endilega kynna okkur en aftur á móti hafði ég sterka tilfinningu fyrir því að karli litist nú ekkert á það að dótt- ir hans væri að draga norður ein- hvern drengstaula sunnan úr Reykjavík sem líklega þekkti lömbin betur á steikarfati en í sínu náttúru- lega umhverfi. Hann lét nú samt til- leiðast að heilsa og má segja að sú kveðja hafi aldrei rofnað þar til yfir lauk. Samskipti okkar voru ekki mjög mikil fyrstu árin vegna fjarlægðar á milli heimila okkar. I ferðum okkar norður fékk ég tækifæri til þess að sjá hann í sínu nánasta umhverfí sem hann hafði þá verið í í nær 70 ár. Þó ég sé nú ekki beint fremstur til þess að hafa vit á því hverjir era góðir og hveijir slæmir bændur sá ég í þess- um ferðum alltaf ákveðna natni sem hann hafði í sinni skepnuhirðingu. Eitt atvik er mér minnisstætt frá sumrinu 1987. Það þurfti að gera keisaraskurð á fyrstakálfskvígu í fjósinu í Bjarghúsum. Aldrei hafði ég orðið vitni að burði en þama varð ég vitni að keisaraskurði, auðvitað sér- stakt fyrir borgardrenginn. Aftur á móti varð þetta enn þá sérstæðara þegar Jón sagði mér að þetta væri líka í fyrsta skipti sem hann yrði vitni að keisaraskurði á belju eða kvígu þrátt fyrir að hann hefði búið í sveit alla ævi. Þegar þetta átti sér stað var Eiríkur svili minn fjarverandi en hann bjó á þessum tíma í Bjarghús- um ásamt Bimu mágkonu minni. Jón var að aðstoða þau næstu daga við að hjálpa kvígunni að ná sér. Eg fylgd- ist með því og þá tók ég sérstaklega eftir því hve natinn hann var við þessa hjálp. Því miður lifði kálfurinn ekki en samt var þetta fyrir mig sér- stakt tækifæri að fá að fylgjast með Jóni tengdaföður við þau störf sem hann þekkti einna best. Kynni okkar urðu meiri eftir að tengdaforeldrar mínir fluttu til Reykjavíkur. Samt sem áður fannst mér Jón aldrei vera beint á heima- velli nema þegar hann var staddur norður í Húnavatnssýslu. Það sá ég einna best fyrir nokkram áram þeg- ar við fóram saman í bOferð upp á Vatnsnesfjall. Jón ók Lödujeppa sem hann átti. Þegar við leggjum af stað upp á fjallið er eins og unglingur hlaupi í karl og hann ekur eins og óbeislaður unglingur. Við og við þarf hann að stöðva bílinn og sýna mér kennileiti og staði sem hann þekkti. Hámarkið var þegar við gátum séð heim að Dalkoti en þar fæddist Jón og bjó ásamt foreldrum sínum fyrstu ár ævinnar. Oft hefur verið þröngt í búi hjá fjölskyldu hans þar og því ekki alltaf góðar minningar. Þó fann ég að þarna var staður sem hann unni og hafði sérstakt dálæti af að sýnamér. Jón Marz Ámundason var ekki hár maður en frekar kvikur. Hann hafði iðkað íþróttir á yngri áram. Oft var hann fyrr á áram í boltaleikjum með börnum sínum þegar stundir gáfust. Hestamennska var þó hans stærsta áhugamál og var því vel við hæfi að þegar ég sá hann í fyrsta skipti sæti hann hest. Jón var bóndi og einnig starfaði hann mikið við akstur. Jón og Jóhanna bjuggu lengst starfsæv- innar í Bjarghúsum við Vesturhóps- vatn en þau tóku við búi af foreldrum Jóhönnu og vora Bjarghús því æsku- heimili Jóhönnu. Við fráfall Jóns Marz Amundason- ar er genginn sannur Islendingur sem unni landi sínu, var á Islandi alla ævi og kunni því vel. Hann lifði bæði harðindatíma og góðæri. Hann kynntist líka öllum þeim breytingum sem land okkar hefur gengið í gegn um á þeirri öld sem senn kveður. Samt kunni hann að meta best það sem liðið var og lét ekki nýjungagimi glepja sig. Megi Jón Marz Ámunda- son hvíla í friði. Bárður Helgason. Það var skrýtin tilfinning að kveðja afa símleiðis í hinsta sinn, þar sem bæði land og sjór skildi okkur að. Þannig hefur það samt ekki alltaf verið. í þau sumur sem ég var í sveit hjá afa og ömmu í Bjarghúsum var það lítill snáði sem fylgdi afa sínum hvert fótmál, frá því snemma á vorin og fram á haust. Hvorki höf né fjöll skildu þar á milli. Afi var bóndi í Bjarghúsum í rúm 30 ár, og ég dvaldi þar nær öllum stundum sem skólafrí leyfðu, frá því ég byrjaði í grannskóla og þar til ég hóf nám í framhaldsskóla. Þegar ég hugsa til baka um allt sem ég upplifði með afa, er eins og ég hafi verið staddur í ævintýri í samfélagi, sem því miður er að verða að sögusögnum einum. Vorboðinn í þessu ævintýri voru hvorki lóan né hækkandi sól heldur verslunarferð í Hvannbergs- bræður, þar sem keyptar vora dreif- býlistúttur. Ævintýrið byijaði þó fyrst fyrir alvöra á vorin þegar sá stutti var sendur með rútu eða flutn- ingabfl norður í land þar sem afi, amma og móðursystkinin tóku á móti honum. Það fyrsta sem afi sagði þeg- ar hann sá mig var: Hvar er blómið hans afa? Og afi og amma eignuðust mörg blóm. Lífið í sveitinni var heill heimur út af fyrir sig, sem vart er hægt að lýsa í orðum. Afi sá til þess að ég tók þátt í öllum þeim verkum sem stóðu fyrir dyrum þá stundina. Afi kenndi mér að umgangast skeppnur af alúð, gefa og brynna, taka á móti lömbum í sauðburði, sjá til þess að þau tækju spena hjá móður sinni, og fylgjast með gangi mála þegar kindurnar voru svo loks teknar af húsi. Hestar vora eitt aðal áhugamál afa, og það vora ófáir dagarnir sem við eyddum á hestbaki í smalamennsku. Það var líka stór viðburður þegar ég fékk að fara með honum í göngur þegar ég var 12 ára. Afa dreymdi alltaf um að komast fram á heiðar á hestum, en því miður náðum við aldrei lengra en að láta okkur dreyma um þær ferðir. Við eyddum líka dágóðum tíma sam- an við girðingarvinnu, lagnir og um- vitjun neta og á traktoram í hey- skapnum. Reiðhjól var nær óþarft í sveitinni, því ég átti hest í Bjarghúsum. Og þegar mótorhjóla aldurinn nálgaðist var séð til þess að sá stutti hefði í nógu öðra að snúast á traktorum og seinna meir á gömlum rússajeppa. Afi átti það til að kaupa fleiri bfla en hann seldi, og honum fannst eigin- lega allt vera ómögulegt ef hann átti ekki svona eins og einn rússajeppa sér til halds og trausts fyrir utan önnur álíka farartæki. Slíkur far- kostur kom líka oft í góðar þarfir, sérstaklega þegar sumarbústaðar- eigendur við Vesturhópsvatn gerðu hetjulegar en oft árangurslitlar til- raunir til þess að sigrast á blautum og hálf ófæram vegum og nálgast hýbýli sín. Afi var alltaf boðinn og búinn til að aðstoða þá er á þurftu að halda. Afi tók mig reglulega með þegar hann átti erindi á aðra bæi. Þá vora oft sagðar sögur frá fyrri tíð, og ég heyrði sögur frá því að afi hafði verið vörubflstjóri um og eftir seinni heimsstyrjöld. Hann var með bfl í brúarvinnu, og ég man eftir einni sögu, þar sem menn þurftu að nota svæflana sína til að hlífa öxlunum þegar þeir með eigin afli sturtuðu möl af vörabflspallinum. Þetta væri óhugsandi í dag, en er samt gott dæmi um það hvaða reynsluheim afí lifði. Vistin í Bjarghúsum hefur kennt mér margt, sem hefur reynst sér vel úti í hinum stóra heimi. Mér var ekki einungis kennt að takast á við ákveð- in verkefni, svo sem það að taka á móti lambi eða rifja tún, heldur einn- ig það að vera í stakk búinn að láta fela sér verkefni, geta skipulagt úr- lausn þess á eigin spýtur, og svo skila því af sér sómasamlega unnu. Elsku afi, þó svo að við höfum ekki náð að rifja þetta allt saman upp í sameiningu, þá veit ég að við gleym- um aldrei þeim ævintýrum sem við upplifðum saman. Þinn Árni. Elsku afi minn. Undanfarnar vik- ur hafa verið erfiðar og það var ekki gott að vita af þér veikum en nú hef- ur þú verið leystur frá þeim þraut- um. En eftir situr mikill söknuður í hjarta mínu. Minningarnar um þig era margar og góðar og frá því ég man eftir mér hefur þú verið fastur punktur í minni tilvera. Þegar ég var yngri bjuggum við í nágrenni við hvort annað og þær vora margar stundimar sem við áttum saman. Þá var ég oft með þér við ýmis sveita- störf, í girðingavinnu, á dráttarvél- inni ásamt fleira skemmtilegu. Þú lést mann alltaf halda að maður væri mikilvæg hjálparhella. Þú varst mik- ið fyrir hesta og kindur. Eitt vorið gafstu mér og Jóni höttótta tvílemb- inga og gleðin skein úr hveiju andliti, hjá þér fyrir að gefa og okkur að hafa eignast lömb. Svo var alltaf gaman þegar þú sagðist eiga aura því það þýddi að eftir smástund dróstu smápeninga upp úr vasanum. Já, þú hafðir unun af því að gleðja fólk, ekki síst það yngsta. Sævar Óli sonur minn var svo heppinn að eiga þig að langafa og yndislegt að þið fenguð að kynnast. Oft þegar þú talaðir við hann eða um hann þá sagðir þú „elsku vinurinn". Núna þegar við er- um að rifja upp síðustu heimsóknina til þín þá Ijómar litla andlitið hans því hann man þegar þið spjölluðuð sam- an. Hann var að segja þér frá kind- inni sinni og þama göntuðust þið hvor við annan í síðasta sinn sem þið hittust. Þessar stundir sem og aðrar ætla ég að varðveita um ókomna tíð. Minningin um þig lifir. Þín Guðrún Kristin Eiríksdóttir. • Fleiri minningargreinar um Jón Marz Ásmundsson biða biriingar og munu birtast íblaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (16.06.2000)
https://timarit.is/issue/132977

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (16.06.2000)

Aðgerðir: