Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 47
+ Anna Pálína
Loftsdóttir
fæddist að Heiði í
Sléttuhlíð í Skaga-
firði 7. maí 1900.
Hún lést á dvalar-
heimilinu Hrafnistu
í Hafnarfirði 5. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Loftur Jónsson, f. á
Upsum í Svarfaðar-
dal 4. febrúar 1853,
d. 20. apríl 1941, og
Ingibjörg Kristín
Þóroddsdóttir, f. 18.
sept. 1864 á
Skeggjastöðum í Garði á Reykja-
nesi, d. 5. mars 1912. Systkini
Önnu Pálínu voru: Jón Sigurður
Loftsson fyrrv. framkvæmda-
stjóri í Reykjavik, f. 11. des.
1891, d. 27. des. 1958, Pálmi
Loftsson, f. 17. sept. 1894, d. 18.
maí 1953, fyrrv. forstjóri Skipa-
útgerðar ríkisins og Landhelgis-
gæslunnar, Þóranna Loftsdóttir,
f. 1. des. 1895, d. 26. nóv. 1988,
sem rak áður matsölu í Reykja-
vík, og Sv. Jórunn Loftsdóttir, f.
7. okt. 1903, d. 10. feb. 1995, hús-
móðir.
Anna giftist Einari Einarssyni
málarameistara og kaupmanni á
Vegamótum á Seltjarnarnesi
1925 og hófu þau búskap sinn á
Vegamótum. Einar var fæddur 7.
júlí 1892, lést hann 1945. Einar
var sonur Einars ísakssonar í
Oddakoti á Álftanesi og k.h.
Anna, mín kæra foðursystir, fékk
ósk sína uppfyllta, hún fékk að sofna
svefninum langa eina nóttina, án
þrauta og án efa með bros á vör.
Hvað veldur því að sumir deyja
ungii- en aðrir lifa í heila öld og jafn-
vel lengur? Það er einn af leyndar-
dómunum sem enginn kann svar við.
Anna lifði í eina öld og einum mán-
uði betur. Hún var ein af gleðigjöf-
um lífsins, ánægð með sitt hlut-
skipti, sífellt glöð og létt í lund og
ávallt var stutt í fallegt bros og dill-
andi hlátur.
Minningar um Önnu frænku eru
sterkar frá barnæsku. Ferðalög fjöl-
skyldunnar að sumri til með nesti,
tjald og teppi út í náttúruna, Anna
og Einar með börnin sín tvö, við
systkinin með mömmu og pabba og
jafnvel fleiri fjölskyldur saman. Þær
minningar um Önnu eru um glöðu
frænkuna mína, og gamlar myndir
sýna að það var gaman í þessum
ferðum. A æskuárum veltir maður
ekki fyrir sér lífi og persónu fullorð-
inna, fólk er ýmist gott við mann eða
ekki, minnisstætt m.a. vegna fram-
komu, útlits eða einkenna. Anna bjó
á Vegamótum á Seltjarnarnesi þeg-
ar ég var að alast upp á Hávallagöt-
unni og þangað var langt að fara
fannst mér, en alltaf gott að koma.
Þar var gleði, hlátur, súkkulaði og
góðar kökur.
Það var fyrst miklu seinna sem ég
fór að velta persónu og lífshlaupi
Önnu fyrir mér. Anna var þá komin
á dvalarheimili DAS í Hafnarfirði,
að eigin ósk, frísk og glöð að venju.
Þá voru heimsóknir mínar til hennar
einkum um jólin, og svo í glæsilegar
afmælisveislur sem henni voru ávallt
haldnar heima hjá Höllu og Karli,
syni hennar og tengdadóttur. En
síðustu þrjú árin heimsótti ég Önnu
mjög oft, stundum vikulega, stund-
um tvisvar í viku um leið og ég heim-
sótti tengdaföður minn á sama stað.
Hún fagnaði mér ævinlega vel og við
áttum saman góðar stundir í her-
berginu hennar þar sem við ræddum
saman um heima og geima, lífið og
tilveruna. Þá kynntist ég fyrst þeirri
merkilegu konu sem Anna var.
Hún ólst upp við kröpp kjör norð-
ur í Sléttuhlíð í Skagafirði hjá góð-
um foreldrum og í systkinahópi sem
vegna fátæktar og stopullar vinnu
föður tvístraðist tímabundið á ýmsa
bæi í sveitinni þar sem vinnu var að
fá fyrir föðurinn Loft sem vann við
trésmíðar. Hún svaraði spurningum
mínum um pabba minn og þau systk-
Guðnýjar Þorsteins-
dóttur húsmóður.
Sonur Önnu er
Karl Bergmann
Guðmundsson,
fæddur á Víðinesi í
Hjaltadal í Skaga-
fírði, 12. nóv. 1919,
fyrrv. skipulags-
stjóri Landsbanka
íslands, kvæntur
Höllu Jóhannsdótt-
ur húsmóður og
eignuðust þau fjög-
ur börn en þrjú
þeirra eru á lífi.
Kjördóttir Önnu og
Einars er Gyða Einarsdóttir, f.
21. nóv. 1928, lengst af húsmóðir
og verslunarmaður, gift Ólafi
Guðbjörnssyni framreiðslumanni
og lengi starfsmanni hjá ÍSAL og
eiga þau fjögur börn saman. Son-
ur Gyðu, Einar Örn Kristinsson
deildarstjóri við Landsbanka Is-
lands, f. 30. júní 1949, ólst upp
hjá Onnu á Vegamótum, kvænt-
ur Áslaugu Stefánsdóttur meina-
tækni og eiga þau tvö börn.
Anna var lengst af húsmóðir á
Vegamótum á Seltjarnarnesi,
auk þess sem hún aðstoðaði eig-
inmann sinn í versluninni þar.
Einnig starfaði hún mörg ár á
prjónastofunni Iðunni. Fyrir ára-
tug fluttist hún á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Útför Önnu fer fram frá Sel-
tjarnarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
inin í æsku, um leiki þeirra og störf,
vonii- þeÚTa og væntingu. Allt mundi
hún á sama hátt og hún fylgdist með
öllu í nútímanum og velti fyrir sér
þeirri miklu þróun og breytingum
sem orðin var. Hún sagði mér frá
löngun sinni og vonum um að fá að
læra og trúði mér fyrir því hvað hún
hefði vahð, en á þeim tíma fengu
drengirnir að læra, ef kostur var, en
sjaldan stúlkurnar. Við ræddum um
jafnrétti kynjanna, sem var okkur
báðum hjartfólgið mál, og við veltum
fyrir okkur þróuninni á undanförn-
um árum og spáðum í hvert stefndi.
Hún vildi heyra frá ferðum mínum á
fjarlægar slóðir og spurði margs og
við hlógum mikið. Hún var viss um
að létt lund og hlátur lengdi lífið,
m.a. þessvegna væri hún svo gömul.
Stundum fórum við í göngutúr úti á
stétt („ég hefði nú hannað stéttina
öðruvísi,“ sagði hún og hló), þá gekk
hún stigana en vildi ekki fara í lyftu,
sagði að hreyfing væri nauðsynleg
til að halda sér í formi. Af sömu
ástæðu sleppti hún oft kaffi og kök-
um, það tæki matarlystina og fitaði,
en hún vildi nota gömlu, fallegu kjól-
ana sína áfram.
Á síðasta ári fékk Anna skyndi-
lega slag, en af seiglu og með góðri
ummönnun og hjálp starfsfólks
heimilisins náði hún sér aftur á strik
að nokkru leyti. Hugurinn og minn-
ið, brosið og hláturinn var enn til
staðar, en líkaminn var farinn að
gefa sig.
Undanfama mánuði sat hún róleg
í sama stól í setustofunni og þar var
gott að setjast hjá henni og rabba.
Hún hlakkaði mikið til 100 ára af-
mælisins og veislunnar sem fjöl-
skylda hennar ætlaði að halda henni
á heimilinu.
Þegar ég kom nýlega til hennar úr
tveggja vikna ferð opnaði hún faðm-
inn og sagði „ertu komin heim“. Þeg-
ar ég kvaddi hana sagði hún „ég bið
að heilsa öllum“. Tveimur dögum
síðar sofnaði hún.
Blessuð sé minningin um yndis-
lega konu.
Sigríður Jónsdóttir.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
jmnúerkominnótt.
Um ljósið lát mig dreyma
ogljúfaenglageyma
611 bömin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
í dag kveðjum við langömmu okkar.
Þeir eru fáir sem, eins og langa, ná
100 ára aldri og þeir eru enn færri
sem í upphafi hundraðasta aldursárs
síns hafa enn minni unglings. Það er
einstakt, langa var einstök. Hún var
alltaf gestrisin, gjafmild, glaðlynd
og góð og það var alltaf gaman að
hitta hana og heimsækja að Vega-
mótum og síðar að Hrafnistu. Fá
kjöt í karrí, ísblóm, spila, læra vísur
sem maður man alla ævi og spjalla
um allt mögulegt. Þessum stundum
með henni gleymum við aldrei. Við
áttum langömmu sem við gleymum
aldrei. Blessuð sé minning hennar.
Anna Margrét og Kolbrún.
„Bömin mín á morgnana og
krakkarnir á kvöldin." Þetta var
amma vön að segja við okkur krakk-
ana þegar hún hitti okkur. Það var
ekki fyrr en ég var orðin tólf ára að
ég varð þess aðnjótandi að vera í
reglulegum samvistum við ömmu.
Fyrir þann tíma sá ég hana aðeins er
hún kom í heimsókn norður, þar sem
fjölskylda mín bjó, eða þá að ég kom
suður í heimsókn og dvaldi þá stund-
um hjá henni. Síðustu þrettán árin
höfðu samskipti okkar aukist og átt-
um við margar góðar stundir saman.
Við ræddum þá um það sem var um
að vera hverju sinni í þjóðfélaginu
og ósjaldan ræddum við stjómmál,
en þar vorum við sjaldan sammála.
Amma fylgdist vel með öllu sem var
að gerast hjá bömum sínum, bama-
börnum, bamabamabömum og
barnabarnabamabarni, bæði gleði
okkar og sorg. Það var mjög gaman
að deila með henni hugsunum sínum
og vonum því hún var ráðagóð og vit-
ur kona. Sérstaklega hafði hún
áhuga á öllu sem tengdist heilsufari
og sjúkdómum, enda hefði hugur
hennar ábyggilega staðið til þess að
verða læknir ef hún haft tækifæri til
á yngri ámm. Amma talaði stundum
um fortíðina, hvernig hlutirnir vom
og hvernig þeir æxluðust, en hún
hafði átt langa og stundum storma-
sama ævi. En einnig átti hún góðar
og skemmtilegar minningar. Eg
vildi að ég hefði gefið mér meiri tíma
með henni til að fá að vita enn þá
meira um fortíðina því hún var svo
sannarlega viskubrannur.
Ég er sannfærð um að amma er
sátt þar sem hún er núna. Eftir að
hún hafðir náð takmarkinu að verða
100 ára hinn 7. maí sl. fann ég að hún
var farin að bíða eftir því að kallið
kæmi. Guð blessi minningu Önnu
Loftsdóttur.
Þín nafna,
Anna Lisa.
+ .jáJtoLœ' -•
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Hellisgötu 19,
Hafnarfirði,
sem lést á Landspítalanum sunnudaginn I **f7 A
11. júní verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar-
kirkju mánudaginn 19. júní kl. 13.30.
Elías Arason,
Guðný Sigríður Elíasdóttir, Guðmundur Grétar Bjarnason,
Sigurður Ari Elíasson, Sigríður Ágústsdóttir,
Erna Björk Elíasdóttir, Gissur Skarphéðinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
ANNA PALINA
LOFTSDÓTTIR
+
Systursonur minn,
SIGURÐUR JÓNSSON
frá Syðri-Björgum
á Skaga,
andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn
13. júní.
Útförin fer fram frá kapellunni við kirkjugarðinn
í Hafnarfirði mánudaginn 19. júní kl. 15.00.
Margrét Ágústa Jónsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns mins,
föður okkar og tengdaföður,
SIGURÐAR SIGURÐSSONAR
húsasmíðameistara,
Hvassaleiti 20.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild
Landspítalans og starfsfólki á deild A7 á
Landspítalanum í Fossvogi, fyrir góða umönnun
og hlýhug.
Gunnhildur Guðmundsdóttir,
Guðmundur Sigurðsson, Valgerður Marinósdóttir,
María Sigurðardóttir, Einar Loftsson,
Áslaug Sigurðardóttir, Sveinn S. Hannesson,
Hrefna Sigurðardóttir, Haukur Valdimarsson,
Sigurður Sigurðarson,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Bjarni S. Einarsson
og aðrir aðstandendur.
*
+
Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs sambýlismanns míns, föður
okkar, tengdaföður, bróður og afa,
KRISTINS HANNESSONAR,
Kóngsbakka 16,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild G-12 á
Landspítalanum.
Aðalheiður Halldórsdóttir,
Guðmunda Kristinsdóttir, Sigurður Elli Guðnason,
Sigríður Hanna Kristinsdóttir, Finnbogi Finnbogason,
Hannes Kristinsson, Rósa Sigríður Gunnarsdóttir,
Þóra Kristinsdóttir,
Sigríður Hannesdóttir,
Þorvaldur Hannesson, Guðmunda Oddsdóttir,
Sigurlaug Hannesdóttir, Jóhann Guðmundsson
og bamabörn.
V
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og
útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
KRISTJÁNS JÓHANNESAR EINARSSONAR
húsasmiðameistara,
Hrafnistu Hafnarfirði,
áður til heimilis
að Skipasundi 60,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu Hafnarfirðir fyrir frábæra
umönnun og hlýhug.
Erna Margrét Kristjánsdóttir, Símon Ágúst Sigurðsson,
Ómar Árni Kristjánsson, Anna Björg Kristbjörnsdóttir,
Sólveig Kristjánsdóttir, Sigþór Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Vegna jarðarfarar MAGNEU INGIBJARGAR EYVINDS verður
skrifstofa okkar lokuð í dag frá kl. 12.00.
Ungmennafélag íslands.
Lokað
Vegna jarðarfarar GUNNARS M. RICHARDSSONAR verður fyrir-
tæki okkar lokað í dag frá kl. 14.00.
Niðursuðuverksmiðjan Ora hf.