Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 44
H4 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR
SIGURJÓNSSON
+ Sigurður Sigur-
jónsson fæddist í
Eystri-Pétursey í
Mýrdal 17. desember
1949.
Hann lést á heimili
sínu í Eystri-Péturs-
ey 8. júní siðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Siguijón Árna-
son, f. 17.4.1891,
d.29.7.1986, og Stein-
-N unn Eyjólfsdóttir,
f.1.5.1910, d.
21.11.1979. Systkini
Sigurðar eru Eyjólf-
ur Sigurjónsson
bóndi í Pétursey f. 15.6.1947.
Hálfsystkini samfeðra eru: Elín
Sigurjónsdóttir, f. 12.1.1922,
Þórarinn _ Sigurjónsson f,
.26.7.1923, Árni Siguijónsson, f
.21.03.1926. Hálfbróðir, sam-
mæðra, Bergur Orn Eyjólfs, f.
27.10.1938, d.30.12.1996.
Sigurður ólst upp hjá foreldr-
um sínum í Eystri-Pétursey. Að
loknu barnaskólanámi fór hann
einn vetur í íþróttaskóla Sigurðar
Greipssonar að Geysi í Haukadal.
Elsku Siggi minn, þá er þinni
stuttu en erflðu baráttu við illvígan
sjúkdóm lokið. Eg veit að þú ert
hérna hjá okkur en samt er mjög erf-
itt að sætta sig við að geta ekki leng-
ur talað við þig og hlegið með þér.
Eg man þegar ég fór mína fyrstu
ferð með þér til Reykjavíkur á vöru-
bílnum sem þú keyrðir fyrir Kaupfé-
lagið. Þá fannst mér ég vera stór
maður að fá að fara einn með þér í
höfuðborgina. Ein af mínum fyrstu
fjallaferðum sem ég fékk að fara í
var með þér og ég gleymi aldrei hvað
ég var montinn þá, því alltaf var
gaman að ferðast um landið með þér
og þá sérstakiega hálendið. Eg mun
aldrei gleyma hve flinkur þú varst í
að gera við og smíða. Eitt besta
dæmið um það er snjósleðakerran
sem þú smíðaðir fyrir mig og Sigur-
jón bróður nú fyrir áramót. Eg mun
ekki heldur gleyma hve góður vöru-
bílstjóri þú varst, það sá ég best þeg-
ar þú fluttir kranann sem ég vann á
hjá vegagerðinni. Þegar ég fór að
vinna í höfuðborginni síðastliðið
haust fékk ég að búa hjá þér og fyrir
það vil ég þakka þér. Eg veit að þú
hafðir á orði í síðasta skiptið sem þú
.' komst í íbúðina þína að ekki hefði nú
umgangurinn hjá mér verið góður og
ekki hefði hann lagast. Ætla ég nú að
reyna að bæta ráð mitt í þeim mál-
um. Eg vil líka þakka þér fyrir hve
hlýlegur og góður þú varst við okkur
systkinin og vildir allt fyrir okkur
gera.
Guð geymi þig elsku Siggi minn.
Guðbjörn Óli Eyjólfsson.
Elsku Siggi, nú þegar þessari erf-
iðu baráttu síðustu vikna við illvígan
sjúkdóm er lokið og komið að kveðj-
ustund er margs að minnast. Ekki
var ég nú hár í loftinu þegar þú
kenndir mér að keyra dráttarvél og
- margt lærði ég í kring um vélar hjá
þér. Stundum fékk ég að standa í
jarðýtunni hjá þér þegar þú varst að
Á uppvaxtarárum
sínum vann hann
mest á búi foreldra
sinna. Samhliða bú-
störfunum frá árinu
1971-1975 vann
hann mikið hjá
Ræktunarsamband-
inu Hjörleifi á ýms-
um vélum félagsins.
Eftir það vann hann
um tíma hjá Kaupfé-
lagi Skaftfellinga við
vöruflutninga. Þá ók
hann einnig með
ferðamenn á hóp-
ferðabílum, sem þeir
áttu saman Eyjólfur bróðir hans
og Árni Oddsteinsson frændi
hans, svo og við akstur skóla-
barna í Mýrdal. Síðustu tólf árin
vann hann hjá fyrirtæki Einars og
Tryggva í Reykjavík við akstur og
á verkstæði. Sigurður var virkur
félagi í Björgunarsveitinni Vík-
veija meðan hann bjó heima.
Sigurður var ókvæntur og
barnlaus. Útför Sigurðar fer fram
frá Skeiðflatarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14:00.
ýta, þær eru einnig nokkrar ferðinar
sem ég fór með þér til Reykjavíkur
þegar þú keyrðir vöruflutningabíl
hjá Kaupfélaginu og er þetta allt
saman ógleymanlegur tími hjá mér
þegar ég var að alast upp. Þegar við
Kristín hófum búskap okkar hér í
Pétursey var gott að eiga þig að. Þú
varst alltaf svo hjálpsamur og úr-
ræðagóður og ekkert vafðist íyrir
þér. Þegar við byggðum íbúðarhúsið
okkar varst þú allt sumarfríið þitt að
hjálpa okkur. Þær eru einnig ófáar
helgarnar sem við nutum aðstoðar
þinnar við heyskap eða ýmiss konar
viðgerðir og smíðar. Oft var gaman
hjá okkur þegar við ferðuðumst um
hálendið og naust þú þess að fara þar
um. Okkar árlegu haustferðir í
Botnlangann í góðra vina hópi eru
ógleymanlegar. Það verður stórt
skarð í þeim hópi í haust en þú verð-
ur með okkur í minningunni. Ekki
varst þú lengi að smíða kerruna íyrir
okkur Guðbjöm í haust þegar þú
spurðir hvort okkur vantaði ekki
snjósleðakerru og það var vandað til
verks eins og alltaf hjá þér. Erfltt
þótti mér að þú skyldir ekki geta
komið með í snjósleðaferðina í apríl
sem við vorum búnir að ákveða að
fara saman í.
Guð geymi þig elsku frændi,
Sigurjón Eyjólfsson.
Það var sem kólnaði snöggvast
þegar mér bárust fréttir af andiáti
foðurbróður míns, hans Sigga í Pét-
ursey. Þetta kom þó ekki alveg á
óvart því að á ótrúlega skömmum
tíma lét þessi þrekskrokkur undan í
stuttu veikindastíði. Hann, sem ég
veit ekki til að hafði orðið misdægurt
um ævina. Og nú þegar ég stend yfir
moldum hans hugsa ég um hvað
fundir okkar urðu allt of fáir eftir að
við uxum úr gi-asi og flugum úr
hreiðrinu.
Eitt og annað rennur í gegn um
hugann frá bemsku okkar sem var
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins'
með Þjónustu allan
sólarhringinn.
*^ f s ■
J? UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
svo samtvinnuð, því flestar stundir
utan skóla dvaldist ég í Pétursey hjá
afa og seinni konu hans, sem ég kall-
aði ævinlega ömmu. Það má því
segja að við Siggi væmm sem bræð-
ur, enda ekki nema tæpra tveggja
ára aldursmunur á okkur, oft var
okkur ruglað saman af fólki sem ekki
umgekkst okkur daglega. Ýmislegt
má sjálfsagt segja um okkar
bernskubrek, bæði slæm og góð, en
þó framkvæmd án græsku. Sumar-
krakkar voru þá stundum látnir
finna fyrir því hverjir ættu heima
þar og réðu. Margar urðu ferðirnar
upp í Ból, þar sem fangamörk vom
rispuð í móbergið, upp á Ey og vora
þá oft farnar torfærari leiðir væmm
við einir, en annars upp úr Skörðum
ef fleiri vora í ferð. Inn á Seta þar
sem vatnið kom út úr berginu undir
blágrýtisskriðunni og var sagt hafa
lækningarmátt. Þá var stundum far-
ið inn í Skriðu, þar sem vegaefnið
var tekið, komið við í gömlu réttinni
sem var svo listilega hlaðin og litið
eftir steindepilshreiðri með ungum í.
Síðan horfðum við á vörabílana í
vegavinnu, fengum að sitja í og
draumar urðu til. Þá vora fjöraferð-
imar ófáar ýmist til skemmtunar, á
reka, eða til að sækja sand í steypu.
Þá varð að passa sig á Grófarlækn-
um og var stundum farið flæðarmál-
ið til að forðast sandbleytu. Á vorin
var farið til að ræna veiðibjölluna og
fylgjast með skúmnum og kríunni.
Sumrin komu með öllu því amstri
sem fylgir heyskap í úrkomusamri
sveit. Og gleðin þegar lækurinn kom
fram, tjömin fylltist og varð vett-
vangur leikja. Svo var það fyllinn
síðsumars, göslið í ánni og kapp-
hlaupið um ungann. Og hvað við urð-
um smeykir þegar tveir menn komu
á eftir okkur með eitthvað langt reitt
um öxl og hefðum við eflaust flúið
teldum við okkur komast undan
vopninu ógurlega sem lá við öxl ann-
ars mannsins. Hann kynnti sig sem
Osvald Knudsen og vildi kvikmynda
okkur við fylaveiðar, svo við urðum
þá líka filmstjörnur. Eða ferðalang-
amir sem spurðu: „spiser de det?“
og við skildum ekki neitt, þrátt fyrir
dönskuflauminn og allan látbragðs-
leikinn. Við svöraðum að síðustu
„nei“. Þeir hafa sjálfsagt enn ekki
hugmynd um hvers vegna fýllinn var
veiddur. Og reykingatilraunir okkar
þegar við hnupluðum sígarettum og
svældum úti í hesthúsi að kvöldi. Um
nóttina kviknaði svo í stallinum, en
afi hafði vaknað við branalykt og upp
komst um þrjótana áður en stórskaði
hlaust af. AUt var þetta hluti af
þroskasögu ungra drengja sem von-
andi gerði okkur að betri mönnum,
þannig man ég þig sem góðan dreng.
Ég vil biðja Guð að styrkja eftir-
lifandi systkini Sigga í sorg þeirra og
söknuði eftir þeim yngsta úr hópn-
um, sérstaklega fjölskyldu hans í
Eystri-Pétursey, þar sem hann
átti heimili alla tíð og naut umönnun-
ar síðustu vikurnar.
Kæri frændi, farðu í Guðs friði.
Þorsteinn Árnason.
Leiðir okkar Sigurðar lágu fyrst
saman árið 1971. Hann réðist þá til
starfa hjá Ræktunarsambandinu
Hjörleifi og var einnig félagi í björg-
unarsveitinni Víkverja, en í björgun-
arsveitinni voru einnig bræður hans
Ami, Bergur Öm og Eyjólfur.
Mér er minnisstætt þegar Sigurð-
ur var nýkominn úr íþróttaskóla Sig-
'ÐiÍ6>**uJyáSm
<^a**Sskom
v/ Fossvogski**kjwga>*ð
Sími: 554 0500
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró-og greiðslukortaþjónusta
urðar Greipssonar þá tók hann okk-
ur félagana í sveitinni í nokkrar
kennslustundir í glímu í félagsheim-
ilinuíVík.
Það var á þessum áram sem við
Sigurður kjmntumst og ég fann
hvern mann hann hafði að geyma.
Hann var rólyndur, en þó fastur fyr-
ir og hafði eðlislæga hlýja fram-
komu. Gekk að hverju verki með
bros í augum og bros á vör og það
var ekki neitt gervibros. Það var
sama við hvaða erfiðleika var að etja,
aldrei breyttist framkoma Sigurðar.
Það má minnast margra atvika eins
og þess þegar hann var á ýtu við að
ryðja vegslóða inni á Síðuafrétti og
stykki brotnaði í ýtunni. Þá lét hann
sig ekki muna um það að ganga með
þetta 50 kg stykki við annan mann
um fimm km leið, aka síðan með það
til byggða, rafsjóða það saman um
nóttina og fara síðan með það sama
veg til baka.
Það var ekki einu sinni verið að
segja forstjóranum af þessu fyrr en
síðar.
Svona var Sigurður, það var ekki
verið að gera mikið úr vandamálun-
um og þau leyst hávaðalaust.
í Vestmannaeyjagosinu var
björgunarsveitin um tíma við störf
þar. Þá var Sigurður lánaður frá
sveitinni til þess að vinna á jarðýtu
við að draga vikur af húsþökum og
ryðja vegslóða og ávann sér þar
traust sem alls staðar annars staðar.
Hann var mjög laginn ýtumaður,
svokallaður „kantamaður" en þaðvar
ekki öllum gefið að snyrta vegkan-
tana og var hann mikið í því starfi
þegar veginum var ýtt upp austur
yfir Skeiðarársand og hringvegurinn
var opnaður.
Eftir að gerð hringvegarins lauk á
Skeiðarársandi drógust verkefni
Ræktunarsambandsins mjög saman
o g skildu þá leiðir okkar Sigurðar og
síðustu tíu árin sá ég hann aðeins
þegar hann kom við í Vík á leið sinni
um landið, oftast á dráttarbfl frá ET
og var sýnilegt að honum vora falin
þar sem annars staðar ábyrgðarmik-
il störf.
Sigurður var alla tíð reglumaður
og farsæll í starfi. Það kom því mjög
á óvart þegar fréttist á síðasta ári að
hann hefði lent í óhappi á bfl sínum
og núna eftir áramótin var sýnilegt
að hann gekk ekki heill til skógar.
Eftir sjúkdómsgreiningu í vetur
mun honum hafa verið tjáð að hann
væri með krabbamein, sem lítil von
væri til að lækna. I aprílmánuði sótti
svo bróðir hans Eyjólfur hann og
flutti heim í Pétursey þar sem hann
og kona Eyjólfs, Erna Ólafsdóttir,
hjúkraðu honum af stakri um-
hyggjusemi og alúð.
Ég átti þess kost að heimsækja
Sigurð heim í Pétursey þennan tíma
og kom þar oft við í morgunkaffið.
Þó að sýnilegt væri að hverju dró
kom hann alltaf og drakk með okkur
kaffið, nema síðustu fjóra dagana.
Ég verð að viðurkenna að ég fann í
fyrstu til vanmáttar hvernig ætti að
ræða við mann, þar sem báðir vissu
að hverju drægi, en Sigurður tók á
móti mér af alúð og við ræddum um
heima og geyma og það fór svo að ég
hlakkaði til þessara kaffitíma. Til
síðasta dags var hann með bros í
augum og bros á vör. Þegar ég
spurði hann síðasta daginn hvernig
hann hefði það sagði hann aðeins og
brosti „það smá dregur af mér“. Það
er sárt að kveðja góðan dreng og ég
votta Eyjólfi, Ernu og börnum
þeirra mína dýpstu samúð svo og
öðram ættingjum. Það er líka sárt að
finna til vanmáttar læknavísindanna
við að lækna eða koma í veg fyrir
krabbamein og að reynt skuli vera
að koma í veg fyrir erfðarannsóknir
á þessum sjúkdómi og öðrum í skjóli
nafnleyndar sem í mínum augum er
ekki, hefur ekki verið og á ekki að
vera nein leynd.
Reynir Ragnarsson.
Það er með miklum trega sem við
félagamir minnumst Sigurðar Sig-
urjónssonar frá Eystri-Pétursey í
Mýrdal. Sigurður sem alltaf var
nefndur Siggi á meðal okkar sam-
starfsmanna hans, var starfsmaður
fyrirtækis okkar allar götur frá
1987, en þó ekki síður og miklu frek-
ar vinur okkar og félagi.
Siggi var einstakt prúðmenni í öll-
um samskiptum, en samtímis var oft
grannt ó glettninni í fari hans. Satt
að segja léttir það nokkuð á söknuð-
inum við fráfall Sigga að rifja upp
þær stundir sem Siggi á sinn yfir-
lætislausa hátt greip til góðlátlegrar
stríðni og strákapara.
Eins og títt er um marga sem alist
hafa upp við sveitastörf, þá hafði
Siggi ótrúlega víðtæka reynslu í
beitingu og viðhaldi allra tækja og
bjó yfir mikilli verkreynslu. Það var
sama hvort það vora stór flutninga-
tæki, jarðvinnuvélar eða önnur öku-
tæki, öll léku þau í höndum Sigga og
hann var jafnvígur á gera við þau og
beita þeim. Það er óhætt að fullyrða
að Siggi bjó yfir miklum náttúragáf-
um, sem handverksmenn skynja oft
hvor hjá öðram í krafti vinnubragða
og verklagni.
Það var dæmigert fyrir hvemig
starfsmaður Siggi var, að hann leysti
öll verkefni, bæði smá og stór, á
besta hátt, en hafði sjálfur aldrei
fleiri orð um þau að þeim loknum og
gekk umyrðalaust að næsta verki.
Verklag Sigga, hógværð og æðra-
leysi urðu iðulega til þess að Siggi
ávann sér mikið traust viðskiptavina
fyrirtækis okkar og bóðu þeir sér-
staklega um að hann leysti flókin
verkefni fyrir þá.
Það var alltaf ljóst í fari Sigga að
hann varð aldrei borgarbam, þrátt
fyrir að hann hafi dvalið langdvölum
hér í Reykjavík. Æskuheimili hans
og sveitin áttu alltof sterk tök í hon-
um til að svo gæti orðið, enda naut
Siggi sín best við ferðir og verkefni
út á landsbyggðinni.
Þótt við félagarnir stöndum í mik-
illi þakkarskuld við Sigga fyrir stórt
framlag hans við að efla og tryggja
framgang fyrirtækis okkar, þá er
það fyrst og fremst góður félagi og
vinur sem við kveðjum nú og skilur
fráfall Sigga efir stórt skarð í hugum
okkar sem seint verður fyllt. Það á
vafalítið ekki síður við um aðra sam-
starfsmenn Sigga, því erfitt er að ím-
ynda sér betri starfsfélaga. Við öll
hjá E.T. ehf. færum systkinum og
öðram ættingjum Sigga okkar ein-
lægustu samúðarkveðjur, samtímis
og við syrgjum góðan félaga. Það er
þó nokkur huggun í sorginni að Siggi
skilur eftir sig orðspor sem allir
gætu verið stoltir af.
Einar Gíslason, Tryggvi
Aðalsteinsson og
samstarfmenn hjá E.T. ehf.
Mig langar til að minnast vinar
okkar Sigurðar Sigurjónssonar með
nokkrum orðum, en vart er hægt að
minnast prúðari manns en Sigurður
var.
Kynni mín af Sigga, eins og hann
var ætíð kallaður, vora í gegnum
manninn minn sem var vinnuveit-
andi hans. Það var ósjaldan sem
þessi orð vora látin falla, „við þurf-
um ekki að hafa áhyggjur af þessum
flutningum, hann Siggi fer “. Að hafa
slíkan starfsmann er ómetanlegt.
Sigga verður sárt saknað, ekki bara
sem starfsmanns heldur einnig sem
trausts vinar. Það var einstaklega
notalegt að fá Sigga í heimsókn,
hvort sem það var heima eða upp í
sumarbústað. Börnin okkar era líka
reynslunni ríkari eftir að hafa fengið
að kynnast mannkostum hans og
minnast þau hans með virðingu.
Aðalsteinn sonur okkar hefur
fengið tækifæri til að kynnast sveita-
lífinu á æskuheimili Sigga í Pétursey
og dvelur hann þar nú sumarlangt
sem vinnumaður. Ég mun verða
Sigga ævinlega þakklát fyrir að kom
því í kring að Aðalsteinn dvelji í Pét-
ursey, því ég tel það mikil forréttindi
í dag að fá að kynnast sveitalífinu og
það hjá slíku öðlingsfólki sem býr í
Pétursey.
Aðalsteinn á erfitt með að skilja af
hverju fólk sem okkur þykir vænt
um deyr. Ég hef reynt að skýra fyrir
honum að þetta sé hlutskipti okkar
allra og þegar fólk falli frá langt fyrir
aldur fram, þá sé það kallað til mikil-
vægari starfa annars staðar. Vafa-
mál er þó hvort ég segi syni mínum
þetta til að sannfæra hann eða sjálfa
mig, en spurningin „af hverju“
blundar óneitanlega undir niðri.
Siggi, við minnumst þín sem vinar
og góðs drengs.
Hvíldu í friði,
Alla og börn.