Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ í LANDIÐ V eruleg spurn eftir lóðum á Flúðum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Unnið við götulagningu á nýja byggingarsvæðinu á Flúðum. Hrunamannahreppi - Um þessar mundir er verið að vinna við undir- búning að byggingu nýs íbúða- hverfis á Flúðum. Þetta hverfi er nefnt Hofahverfi og verður á svo- kölluðu Hofatúni, skammt frá bökk- um Litlu-Laxár. Landið keypti sveitarfélagið úr landi jarðanna Grafar, Laxárhlíðar og Sunnuhlíðar á síðasta ári. Búið er að skipuleggja 29 íbúðir, en um er að ræða einbýlishús, parhús og raðhús við þrjár stuttar götur. Vinna við gatnagerð og lagnir var boðin út í apríl og á verktakinn að vera búinn að skila verkinu 1. ágúst, miðað er við að bygginga- framkvæmdir geti hafist 1. júlí. Þá eiga að vera tilbúnar allar götur og lagnir, einungis eftir að setja slitlag og gangstéttir. Verktaki er Gröfu- tækni ehf. á Flúðum og Nesey hf. í Gnúpverjahreppi, en þessi fyrir- tæki áttu sameiginlega lægsta út- boð. „Þetta eru hvorutveggja mjög traustir verktakar og óskastaða að fá þá til verksins," sagði Loftur Þorsteinsson oddviti þegar rætt var við hann um framkvæmdimar. „Þegar er búið að úthluta lóðum undir fimm einbýlishús og tvær íbúðir í parhúsi. Eg er viss um að þegar farið verður að byggja þá fara fleiri af stað, væntanlega í haust. Það er margt fólk sem vill setjast hér að en húsnæðisekla hef- ur verið geysilega mikil á Flúðum undanfarin ár. Sveitarfélagið á margar leiguíbúðir og það er næst- um slegist um þær. Við verðum að sjá um að útvega kennurum íbúðir og höfum t.d. leigt hús af einstakl- ingum til að leysa þau mál,“ sagði Loftur. Hann bætir við að á Flúð- um sé atvinnuleysi nánast óþekkt og erfitt að fá fólk til starfa, m.a. fyrir sveitarfélagið. Hinn 1. desember voru skráðir íbúar í Hrunamannahreppi 726 og fjölgaði um 22 á síðastliðnu ári, eða um 3%. Loftur sagði einnig að fjölg- un íbúa hefði á undanförnum árum verið vel yfir landsmeðaltali að und- anskildu árinu 1992. Það væri því ekki að ófyrirsynju að sveitarfélag- ið hefði keypt 40 hektara lands á síðastliðnu ári og undirbúið nýtt svæði undir íbúðabyggð. Þarna er ákaflega fallegt, gott byggingar- land og vinsæll staður, segir Loft- ur, hann væri mjög bjartsýnn á að lóðirnar myndu seljast fljótlega. Þá sagði Loftur ennfremur að búið væri að skipuleggja 7-9 íbúðir á öðrum stað, einnig iðnaðarhverfi og þjónustumiðstöð á þriggja hekt- ara svæði sem verður við nýjan veg sem liggur að brú yfir Hvítá við Bræðratungu. Unnið að lagningu hitaveitu til Btiðardals Hitun lækkar um 25% Morgunblaðið/Amaldur Starfsmenn Verkiðnar ehf. leggja stofnlögnina úr Reykjadal í Búðar- dal. Bræðurnir Sigfurður B., sem hér sést að störfum, og Ragnar Sig- urðssynir sjá um að krumpa samskeytin, eins og þeir kalla það, bræða plasthúlka yfir þau. Þeir voru búnir með 30 samskeyti þegar blaðamenn voru á ferð og taldist til að 1970 væru eftir. UNNIÐ er að lagningu hitaveitu í Búðardal og hluta sveitabæja í Dalabyggð. Áætlað er að hefja tengingar húsa í september og ljúka verkinu fyrir áramót. Sérstakt félag, Hitaveita Dala- byggðar ehf., sem er í meirihluta- eigu sveitarfélagsins, stendur fyrir hitaveituframkvæmdunum. Vatnið er leitt úr Reykjadal. Þar átti sveitarfélagið jarðhitaréttindi og góður árangur varð af viðbótarbor- un í vor svo vatnsöflun er trygg. Hefur hitaveitan nú yfir að ráða 23-25 sekúndulítrum af 84 stiga heitu vatni og er það mun meira en veitan þarf á að halda. Kostar 200 milljónir Vatnið er ieitt til Búðardals, um 22 kílómetra leið, og er verið að leggja stofnlögnina. Jafnframt er unnið að lagningu dreifikerfis í Búðardal. Einar Mathiesen, sveitarstjóri Dalabyggðar, segir að kostnaður við lagningu hitaveitunnar sé áætl- aður 200 milljónir kr. Framkvæmdin er kostuð að verulegu leyti með hlutafé og tengigjöldum notenda og er stefnt að því að hún verði svo til skuld- laus þegar framkvæmdum lýkur. Segir Einar að áætlanir geri ráð íyrir að húshitunarkostnaður þeirra sem tengjast veitunni lækki um 25% að meðaltali. Morgnnblaðið/Ágúst Blöndal Nýútskrifaðir svæðisleiðsögumenn um borð í Eldingu, bát Fjarðaferða, sem bauð þeim í siglingu. 35 svæðisleiðsögu- menn útskrifaðir Neskaupstaður - 35 svæðisleið- sögumenn á Austurlandi útskrifuð- ust nýlega á Hótel Snæfelli á Seyð- isfirði. Það voru Verkmenntaskóli Aust- urlands í Neskaupstað, Framhalds- skólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Menntaskólinn á Egilsstöðum sem buðu upp á námið í samvinnu við fræðslunefnd Austurlands og Ferðamálasamtök Austurlands undir eftirliti Ferðamálaskóla Menntaskólans í Kópavogi. Námið stóð yfir í allan vetur og var kennt í fjarfundabúnaði á Hornafirði, Vopnafirði, Neskaupstað, Seyðis- firði og Egilsstöðum. Þá var farið í fjórar vettfangsferðir sem hver um sig stóð yfir heila helgi. Nemendur komu víðsvegar af Austurlandi, 2 frá Borgarfirði, 2 frá Vopnafirði, 3 frá Austur- Skaftafellssýslu, 13 úr Fjarða- byggð og 15 af Fljótsdalshéraði. Menningarhátíð í Isafjarðarbæ VIKUNA 17.-25. júní verður haldin menningarveisla í ísafjarðarbæ í samstarfi við Reykjavík menningar- borg Evrópu árið 2000. Tónlist, leik- list, myndlist,saga og náttúra eru m.a. þeir menningarþættir sem setja munu svip sinn á vikuna og hefst hún formlega með hátíðarhöldiun á Hrafnseyri 17. júní í samvinnu við Hrafnseyramefnd. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun setja hátíðina. Skúlptúrsýningin Sjávarmyndir, sem haldin verður á fjórum stöðum í ísafjarðarbæ, markar upphaf menn- ingarvikunnar, en hún hefst á mið- nætti 16. júní. Menningarmiðstöðin Edinborg stendur fyrir sýningunni. í Slunkaríki sýnir Harpa Áma- dóttir málverk og verður sýningin opnuð kl. 16,17. júní. Þann 18. júní kl. 12:30 verður tek- inn í notkun nýr golfvöllur í Tungu- dal. Ætlunin er að opna völlinn með þvi að leika einn hring, sem er sex holur. Klukkan 14 sama dag verður opnuð stjómmálasögusýning í Gamla sjúkrahúsinu á ísafirði og verður málþing í tengslum við hana sem ber heitið Vestfirðir og stjóm- mál. Þingmenn Vestfirðinga standa fyrir málþinginu undir forystu Ein- ars K. Guðfinnssonar alþingismanns. Á kvennadaginn 19. júní standa kvenfélögin í ísafjarðarbæ fyrir mál- þingi sem ber heitið Staða kvenna við aldamót í sögulegu samhengi. Mál- þinginu lýkur með náttsöng í ísa- fjarðarkirkju kl. 23, prestur er sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir. Þriðjudaginn 20. júní verður boðið upp á gönguferð á söguslóðir. Farið verður „í slóð Hannesar Hafstein sýslumanns", en það er heitið á ferð- inni. Lagt verður af stað kl. 14 frá minnismerkinu um slysið á Dýrafirði 10. október 1899, þar sem gamli Bessastaðabærinn stóð. Gengið verður þaðan eftir Mýramelnum út að Hrólfsnaustum, en þaðan verða ferðamennimir fluttir út í bát sem sigla mun yfir fjörðinn og setja far- þegana á land í Haukadal. Þar verð- ur boðið upp á kaffi í gamla sam- komuhúsinu. Ferðafólkinu verður svo ekið að minnismerkinu þar sem ferðin hófst. Sunnukórinn heldur vortónleika sína í Isafjarðarkirkju miðvikudag- skvöldið 21. júní. Á efnisskránni em m.a. kórar úr ópera, óperettu, trúar- leg tónlist, klassísk kórlög og gömul dægurlög. Tónleikamir hefjast kl. 20:30 Djassað verður í Tjörahúsinu fimmtudagskvöldið 22. júní og hefst dagskráin kl. 21:00. Vestfirskir djassarar munu töfra fram ljúfa tóna. Laugardagskvöldið 24. júní verða haldnir stórtónleikar í íþróttahúsinu á Torfnesi. Hópur tónlistarmanna og söngvara mun flytja lög eftir vest- firska höfunda. Hljómsveit undir stjórn Jóns Olafssonar leikur undir. Sunnudaginn 25. júní kl. 11 er fyr- irhugað að afhjúpa listaverkið Úr álögum efth- Einar Jónsson. Sr. Jón Auðuns, fyrram dómprófastur í Reylqavík sem lést árið 1982, ána- fnaði ísfirðingum verkið í erfðaskrá sinni til minningar um foreldra sína, sem ættuð vora frá ísafirði og úr Djúpinu. Dagskrá menningarveislunnar lýkur síðan kl. 14 með útimessu uppi í Stórarð á Ísaftrði. Sr. Magnús Erl- ingsson sóknarprestur á ísafirði messar. Nánari upplýsingar er að ftnna á heimasíðu ísafjarðarbæjar: www.isafjordur.is undir M2000. Einnig veitir Upplýsingamiðstöð ferðamála á ísafirði nánari upplýs- ingar. a m m Þrisvar sinnu Bókaðu ísíma 5703030 og 4711210 ff3 9.730 kr. meftflu^llarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 5703001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (16.06.2000)
https://timarit.is/issue/132977

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (16.06.2000)

Aðgerðir: