Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Ut að
borða
með
Selmu
PPmiP
mi
í tilefni að útgáfu nýjustu smáskífu
Selmu, Respect yourself, býður
mbl.is upp á laufléttan spurninga-
leik. Kíktu á heimasíðu Selmu,
www.selma.is, og svaraðu nokkrum
spurningum á mbl.is, þar sem hægt
er að vinna:
• Smáskífuna Respect
yourself með Selmu
• Smáskífuna Hitgirl
með Selmu
• 100 miða á tónleika í Háskólabíói
með Selniu 24. júní kl. 14
• Árituð póstkort með Selmu
Auk þess fá nokkrir heppnir þátttak-
endur skenimtilegan vinning:
Hádegisverð fyrir tvo
MEÐ SELMU á veitinga-
staðnum Apótekið.
apbtEk
har . g ri 11:
Selma er einn okkar vinsælasti tónlistarmað-
ur og á næstunni mun hún feta sín fyrstu spor
t útgáfumálum erlendis. Otgáfa nýjustu smá-
skífu Selmu, Respect yourself, er væntanleg
28. júní næstkomandi.
Skráðu þig strax á mbUsI
m
^v^mbl.is
4
^ALLTAT 4£/TTH\SA€7 A/YTT
. Á
FÓLK í FRÉTTUM
r
í afmælis- og
þjóðhátíðarskapi
Sumar,
bros og
hamingja
ÚTVARPSÖLDUNGURINN
PartyZone hefur nú í tæp tíu
ár kynnt fyrir landsmönnum
ferskustu strauma plötu-
snúðamenningarinnar. Um-
sjónarmenn hans hafa einnig
verið afar iðnir við plötuút-
gáfu af samnefndum plötum
auk þess sem þeir hafa tekið á
móti mörgum af þekktari
plötusnúðum heimsins og leitt
þá inn í íslenska næturklúbba.
Til þess að fagna komu
sumarsins ætla þeir svæðis-
gleðskapsfélagar að bjóða
upp á breska sumarsveiflu á
morgun, þjóðhátíðardag okk-
ar f slendinga. Leikin verður
„house“-tónlist og diskó til
þess að fagna sumrinu. Lund-
únarplötusnúðarnir Idjut
Boys og Rhythmdoctor ásamt
íslensku vínylpiltunum Kára
og Margeiri ætla að sjá um að
halda þjóðhátíðardaginn
óheilagan. Herlegheitin byrja
í útvarpsþættinum PartyZone
sem er á dagskrá öll laugar-
dagskvöld kl. 21:00 en eftir
hann flytja þeytaramir sig yf-
ir á Kaffi Thomsen þar sem
þeytingurinn verður eflaust
hávær lengst fram eftir
morgni.
L
Eg tárast ekki
yfir biómyndum
GISU MARTEiNN Baldursson er
annar stjórnenda fréttatengda
spjallþáttarins Kastljóss i Sjón-
varpinu sem vakiö hefur mikla at-
hygli og umtal allt síóan hann hóf
göngu sína í byrjun ársins. Þáttur-
inn er nú í stuttu fríi vegna fyrir-
feróar Evrópukeppninnar f knatt-
spyrnu og Gísli féllst treglega á að
líta stuttlega af sjónvarpsskjánum
til aö svara nokkrum persónuleg-
um og viðeigandi spurningum.
Hvernig hefur þú það í dag?
Bara Ijómandi gott, þakka þér.
Hvad ertu með í vösunum í
augnablikinu?
Mold, vinnuhanska og GSM-síma,
því ég er að vinna í hinum litla, en
ágæta garði mínum.
Ef þú værir ekki
dagskrárgerðarmaður/
fréttamaður hvað vildirðu þá
helst vera?
Geimfari. Því ég held að það sé
svo ágætt.
Hvernig eru skilaboðin
á talhólfinu hjá þér?
Ég hef ekki hugmynd um það.
Kannski „Þetta erGísli Marteinn, í
augnablikinu er ég utan þjónustu-
svæðis. Talið eftir tóninn." Eða
eitthvað.
Hverjir voru fyrstu tónteikarnir
sem þú fórst á?
Það voru einhverjir menningarlegir
tónleikar f Norræna húsínu sem
mér fannst rosalega leiðinlegir,
enda ungur og vitlaus. Ég man
ekkert hverjir léku. Síóan fórég að
sjá hinn gagnmerka fræðimann
Meatloaf í Reiðhöllinni í Vfðidal,
þegar ég var aðeins eldri, en enn-
þá vitlaus.
sos
SPURT & SVARAÐ
Gísli Marteinn
Baldursson
Hvaða hlut myndir þú fyrst bjarga
úr eldsvoða?
Ef allt heimilisfólk væri hólpið
myndi ég ekki drýgja neina hetju-
dáð til að bjarga einhverju drasli
úr brennandi húsi. Ef tíminn væri
nægur myndi ég hins vegartína út
bækur, Ijósmyndir og handverk
dóttur minnar.
Hver er þinn helstl veikleiki?
Vaki alltof lengi frameftir.
Hefurdu tárast í bíói
(hvenær síðast)?
Égtárast ekki yfir bíómyndum.
Finndu fimm orð sem lýsa per-
sónuleika þínum vel.
Ég tárast ekki yfir bíómyndum.
Hvaða lag kveikir
blossann?
„Light my fire.“
Hvert er þitt mesta
prakkarastrik?
Það var misheppnaö, en einu
sinni reyndum við féiagarnir að
skríða eftir loftræstikerfi sund-
laugar á höfuðborgarsvæóinu, til
að sjá inn í
kvennaklefann. Við skoðuöum
teikningar en eftir að hafa skriöið í
hálftíma vorum við orðnir svo villt-
ir að við uröum hræddir um að
komast aldrei út. Svo fór þó ekki
en við reyndum þetta ekki aftur.
Hver er furðulegasti matur sem
þú hefur bragdað?
Ég man ekki hvað ég hef eldað
mér þegar lítið hefur verið til í ís-
skápnum, en þó gætu hrísgrjón
með bökuöum baunum hafa lent í
potti hjá mér. Kannski nokkrar
kartöflur með. Annars er mér
sama um furðulegheitin, ef matur-
inn er góður.
Hvaða plötu keyptirðu síðast?
Nýju plötuna með Eels „Daisies of
the Galaxy“. Mjöggóð.
Hvaða leikari fer mest
í taugarnar á þér?
Sandra Bullock. Mér finnst hún
ekki geta leikiö konan.
Hverju sérðu mest eftir í lífinu?
Ég reyni að lifa þannig að ég þurfi
ekki að sjá eftir því sem ég geri.
En
þú getur spurt mig aö þessu aftur
eftir svona fimmtíu ár. Þá get ég
eflaust ausið úr brunninum.
Trúir þú á líf eftir dauðann?
Já, staðfastiega.