Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR16. JÚNÍ 2000 MORGUNBLABIÐ LISTIR Á vissan hátt kominn heim Langferðir og aðrar ferðir sálarinnar Á síðasta tónskáldaþinginu á hátíðinni Menning og náttúruauð- æfí í Grindavík beinist kastljósið að Bandaríkjamanninum Gerald Shapiro. Mist Þorkelsdóttir fjallar ______________um tónskáldið. ÉG kem inn á lóð Brown-háskóla á köldu nóvemberkvöldi í fyrra. Bros- mildur maður léttur í spori tekur á móti mér og kynnir sig sem „Shep“. Þetta hlýtur að vera virðulegur yfir- maður tónlistardeildar háskólans, Gerald Shapiro. En það er ekkert sérstaklega „virðulegt“ við þennan afslappaða mann; það kjaftar á hon- um hver tuska, hann segir brandara og býður bömin mín velkomin. Ég kemst að því síðar að hann nýtur mik- illar virðingar kollega sinna og sam- starfsfólks, auk þess að vera gríðar- lega vinsæll kennari. Aldur þessa manns? Ég átti erfitt með að giska á hann, því hann allt að því féll inn í hóp háskóianemendanna, en átti jafnframt vel heima í umræð- um og upprifjunum meðal eldri manna, fór t.d. að vitna í kennara sinn Miihand - sem nálgast fortíð í mínum huga. Gerald M. Shapiro fæddist í Phila- delphia árið 1942 og gekk í skóla þar. Hann lauk BM-prófi frá Mills College 1967 og hélt áfram til náms við Kalifomíu-háskóla og Conservatoire Nationale de Musique í París, þar Gerald Shapiro Mist Þorkelsdóttir ef tO vill gæti maður sagt „Holly- wood-legan“ en örugglega amerískan (,Americana“). Hann hafði flutt sig úr Cage-búðimum yfir í búðir Cope- land, sest þar á bekk ásamt mönnum eins og Barber og Bemstein, án þess þó að vera að stæla neinn, heldur var hann á vissan hátt kominn heim. Við þennan tón hefur hann haldið tryggð síðan, samið mOdð og af nýleg- um verkum. Má nefna Phoenix og Prayer for the Great Family, Piano Trio, In Times Shadow, Strengja- kvartett no. 2, Dans svítu, Four Love Songs, Movements Perpetuelles, For Martin og nú síðast Vínland Sagas og Fiðlukonsert sem hvort tveggja voru frumflutt sl. haust af baltnesku Ffl- harmóníusveitinni og Sigrúnu Eð- valdsdóttur fiðluleikara undir stjóm Guðmundar Emflssonar. Hlaut hann mikið lof og góða gagnrýni, bæði fyrir verkin og flutninginn. sem aðalkennarar hans vom Daríus MOhand, Mark Subotnik, Karl- heinze Stockhausen og Nadia BoiOanger. Á þessum ámm var hann hluti af hinni mið-evrópsku ald- armiðju tónlistarhefð, þar sem hefðir gamla tímans og nýi tíminn lentu saman og gáfu af sér jafn ólíka tónlist og tónlist Milhand og Stockhausen. En síðan varð hann þátttakandi í til- raunaeldhúsi Kalifomíu sjöunda ára- tugarins og hellti sér út í þá tónlist og tOeinkaði sér það tungumál af lífi og sál. Það er á þeim áram sem hann var ráðinn við Brown-háskóla, þ.e. 1967, og hefur verið þar prófessor og deOd- arstjóri síðan. Fyrir nokkmm ámm kom að tíma- mótum í tónlistarsköpun Shaph-o, hann sagði skilið við framúrstefnuna, fékk sér húsnæði á tanga, nánast eyju, úti fyrir Rhode Island og bjó þar einn síns liðs í einn vetur. Eyjan heitir Mount Hope, og þar fæddist verlrið Mount Hope in Autumn. Hér kvað við nýjan tón, ljúfan og léttan með örlítilli jazz-tilfinningu á köflum, ME SSÓSÓPRAN SÖN GKON AN Lynn Helding og píanóleikarinn Jennifer Blyth halda ljóðatónleika í Bláa lóninu í dag föstudag kl. 20.00 á vegum Grindavíkurhátíðar- innar Menning og náttúraauðæfi sem lýkur nú um helgina. Efnisskrá þeirra Helding og Blyth er nokkuð sérstök og munu þær flytja verk sem sjaldan, ef nokkurn tímann, hafa áður heyrst á íslandi. Verkin valdi Helding með tilliti til sjóferðar Leifs Ei- ríkssonar fyrir 1.000 árum og er yfirskrift tónleikanna: Langferðir og aðrar ferðir sálarinnar; úrval amerískra sönglaga. Helding segir þema þessara bandarísku verka vera landkönn- un. „Verkin fjalla um allt frá landnámi Bandaríkjamanna í vestri til hinnar andlegu ferðar dauðans, sem einkunnarorð Kansasfylkis ná svo vel - tfl stjarnanna á hinn erf- iða máta,“ segir Helding og kveður eirðarleysi vera eina helstu ástæðu þess að fólk kanni nýja heima og skapi nýja hluti. „Rétt eins og Leifur var rekinn áfram af einhverri þörf til að finna nýjan heim fyrir þúsund árum síð- an þá er það sköpunarþörfin sem er ein aðalástæða þess að fólk yfir- gefur öryggi heimkynna sinna og heldur upp í nýja för,“ segir Held- ing og kastar fram þeirri staðhæf- ingu að allir ferðalangar hljóti að búa að vissri bjartsýni sem geri þeim fært að halda á vit hins óþekkta. „Fyrsta bandaríska tónskáldið, Charles Ives, var þess fullvisst að til þess að semja tónlist sem byggi að bandarískum auðkennum og leitaði ekki til Evrópu eftir inn- blæstri sínum þá yrði tónlistin að búa yfir vissum hugsjónum og bjartsýni." Helding segir Ives hafa fylgt þessum hugmyndum sínum eftir og að verk hans hafi, að hon- um látnum, notið viðurkenningar vegna þess hve langt tónskáldið hafi verið á undan samtímamönn- um sínum. Helding ræðir því næst um verk- in sem flutt verða í Bláa lóninu og stikar á stóru í sögunum sem liggja að baki nokkrum tónverk- anna. „He’s Gone Away“, segir Held- ing vera ferðalag í sjálfu sér. Verk- ið kom með skoskum innflytjend- um til Bandaríkjanna en hafi síðan verið fært í nýjan búning af tónskáldinu Jake Heggie. Þá hafi tónskáldið Richard Hundley nýtt sér áletmn á legsteini hjóna í Pennsylvaníu sem lagt hafi upp í ferðina miklu. Loks megi heyra rödd hins bjartsýna ferðalangs í ljóði bandaríska ljóðskáldsins Ednu St. Vincent Millay ,After- noon on a Hill,“ sem endurspeglist í tónlist Ricky Ian Gordon. „Bæði textar og tónlist allra þessara verka lýsa bjartsýni, hug- rekki og sköpunargleði sem færir nýjar uppgötvanir, ferðir og ferða- lög sálarinnar,“ sagði Helding um innihald laganna. Menning og náttúru- auðæfí - Grindavík Föstudagur 16. júni'. Eldborg í Svartsengi. Kl. 17. Námur 1987-2000. Tónskálda- þing í Illahrauni (VII). Fram- mælandi: Gerald Shapiro. Heimsfrumflutningur nýrra hljóðrita og aðfaraorð tónskálds: Intrigue (fiðlukonsert). Einleik- ur: Sigrún Eðvaldsdóttir. Vinl- and Sagas. Framsögn: Erlingur Gíslason. Kammersveit Balt- nesku fílharmóníunnar. Grindavíkurkirkja. Kl. 20. Hluti af Kristnitökuhátíð í Grindavík 4.-17. júní: Tónleikar. Missa Millennium. Flytjendur Regnbogakórinn, Brimkórinn og sönghópurinn Léttur eins og klettur. Stjórnandi Esther Helga Guðmundsdóttir. Undirleikari Hreiðar Ingi Þorsteinsson, en frumfluttur verður m.a. sálmur eftir hann. Einsöngvari: Páll Óskar Hjálmtýsson Bláa lónið. K1 20. Íslenska-ameríska baðfélagið leikur og syngur. Úrval amer- ískra ljóðasöngva. Einsöngur: Lynn Helding, messósópran. Píanóleikur: Jennifer Blyth. Dansasvíta nr. 3, eftir Gerald Shapiro í fimm þáttum. Flytjend- ur: Szymon Kuran, fiðluleikari, Armann Helgason, klarinettu- leikari og Jennifer Blyth, píanó- leikari. Karlakór Keflavíkur, undir stjórn Vilbergs Viggóssonar, syngur ættjarðarlög kl. 21. Veitingahúsið Jenný. Kl. 22. Lynn Helding syngur lög eftir Gershwin og fleiri. Djasstríó skipað Eyþóri Gunnarssyni, Ein- ari Val Scheving og Þórði Högna- syni. Sérstakir gestir verða Mike Campagne saxafónleikari og Ell- en Kristjánsdóttir söngkona. Tvær sýningar í IS Kunst Strengjakvartett á tónlistarhátíð Tónskáldafélags íslands Skemmtileg yfirsýn yfir tímabilið Morgunblaðið/Þorkell Richard Talkowsky, Sigrún Eðvaldsdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Júlíana Elín Kjartansdóttir leika íslenska strengjakvartettstónlist frá miðhluta 20. aldar í Salnum í kvöld. TVÆR sýningar verða opnaðar í IS Kunst gallery & café í Ósló á morg- un, laugardaginn 17. júní. Það er sýning á verkum Alice Olivia Clarke unnum í mósaflc og nefnist Sjöunda sumarið og sýning á verkum Hauks Dórs. Aliee er fædd í Kanada árið 1970. Hún hefur verið búsett á íslandi síð- astliðin sjö ár og er heiti sýningar- innar skírskotun til dvalar hennar hér og þeirra áhrifa sem hún hefur orðið fyrir. Alice notar ýmsan efnivið í mósa- íkverk sín. Úppistaða þeirra era steinflísar með mismunandi áferð sem hún sker eða brýtur en í bland við þær era steinvölur sem hún hefur safnað á ferðum sínum um landið. Sýning hennar stendur í þrjár vikur. Haukur Dór er fæddur árið 1940 og hefur haldið fjölmargar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Hann á að baki 38 ára sýningarferil. í myndsköpun sinni leitast hann við að láta í ljós til- finningar sínar og hráefni verka hans er fyrst og fremst hans eigin kenndir og hugarórar segir í frétta- tilkynningu. FIÐLULEIKARARNIR Sigrán Eðvaldsdóttir og Júlíana Elín Kjart- ansdóttir, Helga Þórarinsdóttir lág- fiðluleikari og Richard Talkowsky sellóleikari flytja strengjakvai-tetts- tónlist frá miðhluta tuttugustu aldar á tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöldkl. 20.30. Tónleikarnir eru liður í tónlistar- hátíð Tónskáldafélags Islands í sam- vinnu við menningarborgina. Á efnis- skránni era verk eftir tónskáldin Karólínu Eiríksdóttur, Gunnar Reyni Sveinsson, John Speight, Jón- as Tómasson, Hafliða Hallgrímsson, Jón Leifs og Helga Pálsson. „Þessi efnisskrá gefur mjög skemmtilega yfirsýn yfir tímabilið,“ segir Helga Þórarinsdóttir, sem líkir tónleikun- um við tónlistarskoðunarferð með leiðsögn um miðbik 20. aldarinnar. Sjálf hefur hún áður leikið tvö verk- anna, Ballet Jónasar Tómassonar og Strengjakvartett Jóns Leifs, en hin verkin er hún að takast á við í fyrsta sinn. Sigrán Eðvaldsdóttir er líka full eftirvæntingar og segir að verk Jóns Leifs sé það eina sem hún hafi þekkt áður, en hin séu öll ný fyrir sér. Net til að veiða vindinn Karólína Eiríksdóttir samdi Sex lög fyrir strengjakvartett árið 1983 fyrir Berwald strengjakvartettinn sem frumflutti verkið í Svíþjóð sama ár. Lögin sex, sem era öll án titils, mynda sterkar andstæður sín á milli og tónmál verksins er einfalt og hnitmiðað, enda tekur kvartettinn ekki nema um tíu mínútur í flutningi. Gunnar Reynir Sveinsson samdi strengjakvartettinn Net til að veiða vindinn árið 1984. Titillinn er fenginn úr ljóði Steins Steinars um Tímann og vatnið. Verkið er eini strengja- kvartett Gunnars Reynis Sveinsson- ar til þessa. John Speight samdi Strengjakvartett númer tvö árið 1974 og tileinkaði góðvini sínum, Þorkatli Sigurbjömssyni. Verkið var frumflutt af Kammersveit Reykja- víkur í Menntaskólanum við Hamra- hlíð árið 1978. Kvartettinn er í einum kafla sem skiptist í tólf hluta, en níu þeirra byggjast á pedalnótunni E. Hinir þrír hlutarnir eru aftur á móti byggðir á hómófónískum og hryn- frjálsum pólýfónískum hugmyndum. Jónas Tómasson samdi Ballet III sumarið og haustið 1981 á ísafirði. Verkið er hugsað sem ein heild, en þar sem hægur miðkafli sker sig út úr þá má tala um að verkið sé í þrem- ur þáttum: hröðum, hægum og hröð- um. Verkið var framflutt á Háskóla- tónleikum í janúar 1982 af þeim Laufeyju Sigurðardóttur, Júlíönu Elínu Kjartansdóttur, Helgu Þórar- insdóttur og Carmel Russill. Strengjakvartett Hafliða Hall- grímssonar nr. 1 op. 11, From Mem- ory, var pantaður af Carl Nielsen kvartettinum og saminn árið 1989. Verkið var framflutt í febráar sama ár í tónleikasal danska ríkisútvarps- ins í Kaupmannahöfn. Verkið er í fjóram þáttum og tekur um 25 mín- útur í flutningi. Siðasti strengjakvartett Jóns Leifs, Kvartett nr. III op. 64, var saminn á Islandi í ágúst og septem- ber 1965. Verkið tileinkaði Jón spænska listmálaranum E1 Greco. Verkið er í fimm þáttum sem allir heita eftir myndum málarans: Tol- edo, ímynd af sjálfsmynd af E1 Greco, Jesús rekur braskai-ana úr musterinu, Krossfestingin og Upp- risan. Strengjakvartett Helga Pálssonar nr. 2 var saminn árið 1940 og er í tveimur þáttum, Andante og Allegro ma non troppo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (16.06.2000)
https://timarit.is/issue/132977

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (16.06.2000)

Aðgerðir: