Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillögur nefndar á vegum iðnaðarráðherra Raforkubændur haldi niðurgreiðslum á orku NEFND á vegum iðnaðarráðu- neytisins leggur til að bændur sem viija koma sér upp heimarafstöð geti fengið styrk frá iðnaðarráðu- neytinu sem nemur niðurgreiðslum til þeirra á rafmagni í tiltekinn tíma. Jafnframt telur nefndin eðli- legt að Lánasjóður landbúnaðarins og Orkusjóður veiti bændum fyrir- greiðslu sem vilja byggja litlar vatnsaflsvirkjanir. A fjárlögum í ár er um 760 millj- ónum varið til niðurgreiðslna á raf- magni til fólks sem býr í dreifbýli. Hjálmar Árnason, alþingismaður og formaður nefndarinnar sem fjallaði um hagkvæmni þess að virkja smærri vatnsföll á bújörðum, sagði að nefndin hefði verið sam- mála um að skynsamlegt væri að verja einhverju af þessum fjármun- um til að styrkja bændur sem vildu koma sér upp heimarafstöð. Tillaga nefndarinnar væri að bændur gætu fengið þennan stuðning áfram í til- tekinn tíma, en síðan félli hann nið- ur. Þetta væri hagkvæmt bæði fyr- ir bændur og ríkissjóð. Hann sagði að það væri mat nefndarinnar að þessi breyting kallaði ekki á laga- breytingu á Alþingi. Hjálmar sagði að jafnframt teldi nefndin eðlilegt að Lánasjóður landbúnaðarins lánaði til þessarar atvinnugreinar eins og annarra at- vinnugreina sem bændur stunduðu. Ennfremur teldi nefndin eðlilegt að Orkusjóður kæmi inn í þetta með svipaðan stuðning og t.d. hann gerði við uppbyggingu Hitaveitu Stykkishólms. Skýrsla nefndarinnar var kynnt á fundi Landssambands raforku- bænda á Kirkjubæjarklaustri fyrir skömmu, en hann sóttu um 70 bændur. Hjálmar sagði greinilegt að mikill áhugi væri hjá bændum á að nýta sér þá möguleika sem gæf- ust á þessu sviði, enda væri ljóst að virkjun lítilla vatnsfalla í sveitum gæti orðið til að styrkja byggð í landinu. Einnig möguleikar í vetnisframleiðslu Hjálmar sagðist sjá fyrir sér að bændur ættu einnig möguleika í framleiðslu á vetni nú þegar búið væri að leysa vandamál í sambandi við geymslu á vetni. Við framleiðslu á vetni gilti ekki hagkvæmni stærð- arinnar og því ættu bændur mögu- leika í vetnisframleiðslu eins og aðrir. Tækniframfarir á þessu sviði væru miklar um þessar mundir. Hann sagðist hafa nýverið verið á Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Bændur sem sóttu fund Landssambands raforkubænda á Kirkjubæjar- klaustri skoðuðu m.a. virkjunarlón á Seglbúðum í Landbroti. ráðstefnu þar sem kynnt hefðu ver- ið tæki, sem voru urh einn metri í þvermál, sem framleiddu á einni nóttu vetni á sjö bíla. Það væri því alls ekki óhugsandi að mjólkurbílar tækju í náinni framtíð vetnistanka hjá bændum um leið og þeir næðu í mjólkina í mjólkurtankinn. Þess má geta að allt bendir til að árið 2004 hefji þrír bflaframleið- endur fjöldaframleiðslu á vetnisbfl- um. Flugvélin var Qarlægð af flugbrautinni í gær. Morgunblaðið/Ami Sæberg Orsakir óhapps- ins óljósar NOKKRA daga tekur að ljúka end- anlega rannsókn á flugóhappinu á Reykjavíkurflugvelli, er lítilli eins hreyfils kennsluflugvél hlekktist á við æfingar á vellinum í fyrrakvöld. Að sögn Skúla Jóns Sigurðarsonar hjá rannsóknarnefnd flugslysa þarf í svona tilfellum að gera nokkrar próf- anir til að hægt sé að fá fulla yfirsýn yfir hvað gerðist. Þessum prófunum væri ekki lokið. Eins ætti eftir að ræða betur við tvímenningana sem lentu í óhappinu. Þeir þykja hafa sloppið ótrúlega vel og fengu að fara heim af sjúkrahúsi að lokinni skoð- un. Þeir eru nokkuð skrámaðir og skornir. Samgönguráðuneytið og Reykja- víkurborg gerðu á síðasta ári samn- ing um að allt kennsluflug verði flutt frá Reykjavíkurflugvelli árið 2002. Fyrirhugað er að byggja sérstakan kennsluflugvöll í nágrenni Reykja- víkur. Ennfremur hafa verið settar nýjar reglur um snertilendingar sem setja þrengri skorður við þeim. Fomilundur I Fornalundi færðu góðar hugmyndir fyrir garðinn þinn. Skoðaðu gagnvirkt kort af Fomalundi á www.bmvalla.is Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sfmi 585 5050 www.bmvalla.is Alfreð dró fyrsta laxinn ALFREÐ Þorsteinsson borgar- fulltrúi dró fyrsta lax sumarsins úr Elliðaánum, rúmlega fjögurra punda fisk á maðk á Breiðunni í gærmorgun. Ingibjöm Sólrún Gísladóttir byijaði að vanda í foss- inum og sleit úr tveimur löxum. Nokkrir laxar sýndu sig í fossin- um og á Breiðunni að sögn Þor- leifs Magnússonar formanns ár- nefndar SVFR fyrir Elliðaárnar en enginn fiskur var vitanlega genginn upp fyrir teljara sem var gangsettur á miðvikudagskvöldið. Líf íVíðidalnum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Alfreð Þorsteinsson með fyrsta laxinn úr Elliðaánum. Veiði byrjaði í Víðidalsá í gær- morgun og komu þrír fiskar á land, níu til tólf punda. Tveir veiddust í Kerinu í Fitjá og einn við Gömlu-Brú að sögn Lúthers Einarssonar sem var við veiðar í ánni. „Þetta var öllu skárra en menn gerðu sér vonir um. Menn urðu varir við lax á öllum svæðum og auk þessara þriggja sem veiddust töpuðust líka nokkrir" sagði Lúther. Líka líf í Langá Fyrsti laxinn veiddist í Langá í gærmorgun er kokkurinn í Lang- árbyrgi fékk að taka forskot á sæluna og „taka einn í rnatinn", að sögn Hafsteins Orra Ingvasonar staðarleiðsögumanns við ána. „Það er flóð núna og menn hafa séð laxa vera að bylta sér á lfldeg- um stöðum. Það lítur því vel út með framhaldið," bætti Hafsteinn Orri við. „Matarlaxinn“ var grá- lúsug átta punda hrygna sem tók Snældu. Lifnar yfir Norðurá Síðasta holl í Norðurá dró átján laxa á þurrt og urðu menn varir við fyrstu göngumar sem kalla má því nafni. Milli 70 og 80 laxar eru komnir á land úr ánni og leiðir hún hópinn enn sem komið er. Framsóknarflokkurinn Flokks- þingi frest- að til vors FRAMKVÆMDASTJÓRN Fram- sóknarflokksins hefur samþykkt, að tillögu Halldórs Ásgrímssonar, for- { manns flokksins, að halda flokksþing fI Framsóknarflokksins 16.-18. mars á næsta ári, en áður hafði verið ráð- gert að halda það síðustu helgina í nóvember. í greinargerð með tfllögunni segir að heppilegra sé að halda flokksþing skömmu fyrir alþingiskosningar en þær eru að jafnaði haldnar á vorin. Um varanlega stefnubreytingu er því að ræða, en Framsóknarflokkur- | inn hefur oftast nær haldið flokks- þing á haustin. A næsta flokksþingi verður nýr varaformaður flokksins kjörinn, en Finnur Ingólfsson seðlabankastjóri hefur sem kunnugt er hætt á þingi. Hann mun þó gegna stöðu varafor- manns fram til flokksþings. --------------- Létu greipar sópa í Borgarnesi MÖRG innbrot voru framin í Borg- amesi í fyrrinótt og létu þjófarnir greipar sópa í verslun, bát og bfl. Mestu var stolið í byggingarvöru- deild Kaupfélags Borgfirðinga þar sem m.a. vom tekin verkfæri, raf- tæki og skiptimynt. Lögreglan í Borgarnesi áætlar að verðmæti þýfisins sem tekið var úr Kaupfélaginu sé um 1,5 milljónir króna. Þá var brotist inn í bát sem var í höfninni og þaðan stolið talstöð og staðsetningartæki. Einnig var brotin rúða í bfl og gerð tilraun til að taka úr honum geislaspilara. Málin em enn óupplýst og í rannsókn hjá lögreglunni i Borgarnesi. --------------- Rjúpnastofninn minnkar RJÚPNASTOFNINN stendur að mestu í stað sunnanlands en heldur fækkar í stofninum í öðram lands- hlutum samkvæmt vortalningu. Á Norður- og Norðausturlandi fækkaði í varpstofninum um 23% á milli ára en stærð rjúpnastofnsins í þessum landshlutum er langt undir meðaltali fyrri ára. Á Suðvesturlandi stóð stofninn í stað. Rjúpu fækkaði einnig talsvert á Vesturlandi. mmamr-------------------nnw
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (16.06.2000)
https://timarit.is/issue/132977

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (16.06.2000)

Aðgerðir: