Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tillögur nefndar á vegum iðnaðarráðherra
Raforkubændur haldi
niðurgreiðslum á orku
NEFND á vegum iðnaðarráðu-
neytisins leggur til að bændur sem
viija koma sér upp heimarafstöð
geti fengið styrk frá iðnaðarráðu-
neytinu sem nemur niðurgreiðslum
til þeirra á rafmagni í tiltekinn
tíma. Jafnframt telur nefndin eðli-
legt að Lánasjóður landbúnaðarins
og Orkusjóður veiti bændum fyrir-
greiðslu sem vilja byggja litlar
vatnsaflsvirkjanir.
A fjárlögum í ár er um 760 millj-
ónum varið til niðurgreiðslna á raf-
magni til fólks sem býr í dreifbýli.
Hjálmar Árnason, alþingismaður
og formaður nefndarinnar sem
fjallaði um hagkvæmni þess að
virkja smærri vatnsföll á bújörðum,
sagði að nefndin hefði verið sam-
mála um að skynsamlegt væri að
verja einhverju af þessum fjármun-
um til að styrkja bændur sem vildu
koma sér upp heimarafstöð. Tillaga
nefndarinnar væri að bændur gætu
fengið þennan stuðning áfram í til-
tekinn tíma, en síðan félli hann nið-
ur. Þetta væri hagkvæmt bæði fyr-
ir bændur og ríkissjóð. Hann sagði
að það væri mat nefndarinnar að
þessi breyting kallaði ekki á laga-
breytingu á Alþingi.
Hjálmar sagði að jafnframt teldi
nefndin eðlilegt að Lánasjóður
landbúnaðarins lánaði til þessarar
atvinnugreinar eins og annarra at-
vinnugreina sem bændur stunduðu.
Ennfremur teldi nefndin eðlilegt að
Orkusjóður kæmi inn í þetta með
svipaðan stuðning og t.d. hann
gerði við uppbyggingu Hitaveitu
Stykkishólms.
Skýrsla nefndarinnar var kynnt
á fundi Landssambands raforku-
bænda á Kirkjubæjarklaustri fyrir
skömmu, en hann sóttu um 70
bændur. Hjálmar sagði greinilegt
að mikill áhugi væri hjá bændum á
að nýta sér þá möguleika sem gæf-
ust á þessu sviði, enda væri ljóst að
virkjun lítilla vatnsfalla í sveitum
gæti orðið til að styrkja byggð í
landinu.
Einnig möguleikar
í vetnisframleiðslu
Hjálmar sagðist sjá fyrir sér að
bændur ættu einnig möguleika í
framleiðslu á vetni nú þegar búið
væri að leysa vandamál í sambandi
við geymslu á vetni. Við framleiðslu
á vetni gilti ekki hagkvæmni stærð-
arinnar og því ættu bændur mögu-
leika í vetnisframleiðslu eins og
aðrir. Tækniframfarir á þessu sviði
væru miklar um þessar mundir.
Hann sagðist hafa nýverið verið á
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Bændur sem sóttu fund Landssambands raforkubænda á Kirkjubæjar-
klaustri skoðuðu m.a. virkjunarlón á Seglbúðum í Landbroti.
ráðstefnu þar sem kynnt hefðu ver-
ið tæki, sem voru urh einn metri í
þvermál, sem framleiddu á einni
nóttu vetni á sjö bíla. Það væri því
alls ekki óhugsandi að mjólkurbílar
tækju í náinni framtíð vetnistanka
hjá bændum um leið og þeir næðu í
mjólkina í mjólkurtankinn.
Þess má geta að allt bendir til að
árið 2004 hefji þrír bflaframleið-
endur fjöldaframleiðslu á vetnisbfl-
um.
Flugvélin var Qarlægð af flugbrautinni í gær.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Orsakir óhapps-
ins óljósar
NOKKRA daga tekur að ljúka end-
anlega rannsókn á flugóhappinu á
Reykjavíkurflugvelli, er lítilli eins
hreyfils kennsluflugvél hlekktist á
við æfingar á vellinum í fyrrakvöld.
Að sögn Skúla Jóns Sigurðarsonar
hjá rannsóknarnefnd flugslysa þarf í
svona tilfellum að gera nokkrar próf-
anir til að hægt sé að fá fulla yfirsýn
yfir hvað gerðist. Þessum prófunum
væri ekki lokið. Eins ætti eftir að
ræða betur við tvímenningana sem
lentu í óhappinu. Þeir þykja hafa
sloppið ótrúlega vel og fengu að fara
heim af sjúkrahúsi að lokinni skoð-
un. Þeir eru nokkuð skrámaðir og
skornir.
Samgönguráðuneytið og Reykja-
víkurborg gerðu á síðasta ári samn-
ing um að allt kennsluflug verði flutt
frá Reykjavíkurflugvelli árið 2002.
Fyrirhugað er að byggja sérstakan
kennsluflugvöll í nágrenni Reykja-
víkur. Ennfremur hafa verið settar
nýjar reglur um snertilendingar sem
setja þrengri skorður við þeim.
Fomilundur
I Fornalundi færðu góðar
hugmyndir fyrir garðinn þinn.
Skoðaðu gagnvirkt kort af
Fomalundi á www.bmvalla.is
Söludeild í Fornalundi
Breiðhöfða 3 • Sfmi 585 5050
www.bmvalla.is
Alfreð dró
fyrsta laxinn
ALFREÐ Þorsteinsson borgar-
fulltrúi dró fyrsta lax sumarsins
úr Elliðaánum, rúmlega fjögurra
punda fisk á maðk á Breiðunni í
gærmorgun. Ingibjöm Sólrún
Gísladóttir byijaði að vanda í foss-
inum og sleit úr tveimur löxum.
Nokkrir laxar sýndu sig í fossin-
um og á Breiðunni að sögn Þor-
leifs Magnússonar formanns ár-
nefndar SVFR fyrir Elliðaárnar
en enginn fiskur var vitanlega
genginn upp fyrir teljara sem var
gangsettur á miðvikudagskvöldið.
Líf íVíðidalnum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Alfreð Þorsteinsson með
fyrsta laxinn úr Elliðaánum.
Veiði byrjaði í Víðidalsá í gær-
morgun og komu þrír fiskar á
land, níu til tólf punda. Tveir
veiddust í Kerinu í Fitjá og einn
við Gömlu-Brú að sögn Lúthers
Einarssonar sem var við veiðar í
ánni.
„Þetta var öllu skárra en menn
gerðu sér vonir um. Menn urðu
varir við lax á öllum svæðum og
auk þessara þriggja sem veiddust
töpuðust líka nokkrir" sagði
Lúther.
Líka líf í Langá
Fyrsti laxinn veiddist í Langá í
gærmorgun er kokkurinn í Lang-
árbyrgi fékk að taka forskot á
sæluna og „taka einn í rnatinn", að
sögn Hafsteins Orra Ingvasonar
staðarleiðsögumanns við ána.
„Það er flóð núna og menn hafa
séð laxa vera að bylta sér á lfldeg-
um stöðum. Það lítur því vel út
með framhaldið," bætti Hafsteinn
Orri við. „Matarlaxinn“ var grá-
lúsug átta punda hrygna sem tók
Snældu.
Lifnar yfir Norðurá
Síðasta holl í Norðurá dró átján
laxa á þurrt og urðu menn varir
við fyrstu göngumar sem kalla má
því nafni. Milli 70 og 80 laxar eru
komnir á land úr ánni og leiðir hún
hópinn enn sem komið er.
Framsóknarflokkurinn
Flokks-
þingi frest-
að til vors
FRAMKVÆMDASTJÓRN Fram-
sóknarflokksins hefur samþykkt, að
tillögu Halldórs Ásgrímssonar, for- {
manns flokksins, að halda flokksþing fI
Framsóknarflokksins 16.-18. mars á
næsta ári, en áður hafði verið ráð-
gert að halda það síðustu helgina í
nóvember.
í greinargerð með tfllögunni segir
að heppilegra sé að halda flokksþing
skömmu fyrir alþingiskosningar en
þær eru að jafnaði haldnar á vorin.
Um varanlega stefnubreytingu er
því að ræða, en Framsóknarflokkur- |
inn hefur oftast nær haldið flokks-
þing á haustin.
A næsta flokksþingi verður nýr
varaformaður flokksins kjörinn, en
Finnur Ingólfsson seðlabankastjóri
hefur sem kunnugt er hætt á þingi.
Hann mun þó gegna stöðu varafor-
manns fram til flokksþings.
---------------
Létu greipar
sópa í
Borgarnesi
MÖRG innbrot voru framin í Borg-
amesi í fyrrinótt og létu þjófarnir
greipar sópa í verslun, bát og bfl.
Mestu var stolið í byggingarvöru-
deild Kaupfélags Borgfirðinga þar
sem m.a. vom tekin verkfæri, raf-
tæki og skiptimynt.
Lögreglan í Borgarnesi áætlar að
verðmæti þýfisins sem tekið var úr
Kaupfélaginu sé um 1,5 milljónir
króna. Þá var brotist inn í bát sem
var í höfninni og þaðan stolið talstöð
og staðsetningartæki. Einnig var
brotin rúða í bfl og gerð tilraun til að
taka úr honum geislaspilara. Málin
em enn óupplýst og í rannsókn hjá
lögreglunni i Borgarnesi.
---------------
Rjúpnastofninn
minnkar
RJÚPNASTOFNINN stendur að
mestu í stað sunnanlands en heldur
fækkar í stofninum í öðram lands-
hlutum samkvæmt vortalningu.
Á Norður- og Norðausturlandi
fækkaði í varpstofninum um 23% á
milli ára en stærð rjúpnastofnsins í
þessum landshlutum er langt undir
meðaltali fyrri ára. Á Suðvesturlandi
stóð stofninn í stað. Rjúpu fækkaði
einnig talsvert á Vesturlandi.
mmamr-------------------nnw