Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR16. JÚNÍ 2000 53*- störf að stórum hluta starfa síns í hálfan annan áratug sérstakt rann- sóknaleyfi á fullum launum í heilt ár (eins og farið var fram á) til að gera það sem hann hafði ekki gert í vinnu sinni og engar áætlanir voru til um af hans hendi. Peningar skattborgaranna Það hlýtur að vera áhyggjuefni ef ráðningarform prófessora og stjómsýslulög eru með þeim hætti að meiri hluti prófessora geti hugs- anlega hætt að sinna störfum sínum næstu áratugina án þess að háskóla- yfirvöld geti rönd við reist eða kraf- ist þess að þeir sýni fram á virkni í starfi. Slíkt kemur fyrst og fremst niður á skattborgurum þessa lands. Gunnar Þór Jónsson telur forsvar- smenn læknadeildar og háskólans hafa sólundað peningum skattborga- ranna við uppsögnina en spyrja má hvort hin raunverulega sóun felist ekki í áralöngum launagreiðslum til starfsmanns sem sinnti starfi sínu við háskólann með þeim hætti sem að ofan var rakið. Lokaorð Læknadeild hefur til þessa forðast að fara með mál þetta á opinberan vettvang. Það er leitt að prófessorinn og lögmaður hans skuli kjósa sjálfir að gera það, m.a. með ósönnum og órökstuddum aðdróttunum um ann- arleg sjónarmið, svo sem að um tengsl við sameiningu spítalanna sé að ræða eða að rektor háskólans hafi verið blekktur og beittur þrýstingi. Því er nú skýrt frá efnislegum ástæðum uppsagnarinnnar, þannig að þeim sem vilja vita sé ljóst að mál- ið snýst ekki um lögfræðileg for- msatriði heldur um alvarlegan vanda sem skapast þegar ríkisstarfsmenn skila ekki því starfi sem þeim er falið. Höfundar eru prófessorar við Háskóla Islonds, deildorforseti og varadeildnrforseti læknadeildnr. Efnahagsstjórn gegnum andaglas FYRIR alþingis- kosningar fullyrtu Dav- íð Oddsson og Geir Haarde að ástæðulaust væri að hafa áhyggjur af viðskiptahallanum enda staðhæfðu báðir að senn færi hann minnkandi. Þannig svöruðu þeir sterkum viðvörunarorðum mín- um um að mikill við- skiptahalli fæli í sér ógnun við stöðugleika efnahagslífsins og væri miklu lfldegri til að vaxa en minnka. Fjármála- ráðhen-ann margítrek- aði þessa skoðun þegar kosningum sleppti, síðast í október við umræðm- um fjárlög. En reynslan sýnir að viðskiptahallinn hefur ekki minnkað heldur aulöst úr 30 milljörð- um í 50 milljarða. Forsætisráðherr- ann og fjármálaráðherrann reyndust því víðs fjarri veruleikanum meðan Samfylkingin greindi efnahagsþróun- ina hárrétt. Rfldsstjórnin er ennþá í fullkominni afneitun á veruleikanum eins og sést best á því að meðan Seðlabankinn telur einboðið að grípa til aðgerða til að komast hjá harka- legri lendingu efnahagslífsins segja ráðherramir að allt sé í stakasta lagi. Varnaðarorð sérfræðinga í fyrra reyndist viðskiptahallinn 6,7% af landsframleiðslu annað árið í röð, sem hafði aldrei gerst fyrr án þess að brestur væri í útflutningstekj- um. í ár er spáð að hann verði 7,2% af landsframleiðslunni. Meðal þróaðra þjóða er nánast eins- dæmi að svo griðarleg- ur viðskiptahalli sé samfleytt þrjú ár í röð. Myndin verður þó enn dekkri þegar spái- fyrir næstu ár eru skoðaðar. Sérfræðingar Þjóð- hagsstofnunar sjá nefnilega engin merki þess að viðskiptahallinn minnki svo langt sem spár þeirra ná, heldur vara við að hallinn muni á næsta ári stefna í 8%. Davíð og Geir hefðu gott af að kynna sér hvað gerðist í Mexíkó og síðar Suðaustur-Asíu þegar viðskiptahallinn náði því stigi. Rauðu ljósin eru fyrir löngu farin að blikka hjá bæði Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun. I nýlegri skýrslu um stöðu peningamála segir Seðla- bankinn til dæmis: „Nánast engin merki sjást enn um að ofþenslan sem einkennt hefur þjóðarbúið á undan- fömum missemm sé tekin að hjaðna.“ Þjóðhagsstofnun segir í riti sínu um horfur í þjóðarbúskapnum að hún sjái ekkert sem bendi til þess að við- skiptahallinn muni að óbreyttu minnka. Hún telur jafnframt vaxandi líkur á harkalegri lendingu ef mis- vægið í þjóðarbúskapnum haldi áfrarn að aukast og klykkir út með eftirfarandi: „Það er alveg ljóst að það fær ekki staðist til lengdar að verð- bólga sé meiri en í helstu viðskipta- löndum og viðskiptahalli sé á bilinu 6-8% af landsframleiðslu.“ í nýlegri skýrslu OECD er líka Efnahagsmái Ríkisstjórnin ætlar greinilega að láta skeika að sköpuðu, segir Össur Skarphéðinsson, og taka með því talsverða áhættu með framtíð efnahagslífsins. dregin upp dökk mynd af ástandinu: „Hætta hefur aukist á að skyndilega muni þurfa að draga saman í efna- hagslífinu til að minnka verðbólgu og ná henni niður á sama stig og er er- lendis. Nýlegir launasamningar em hærri en svo að þeir samræmist stöð- ugu verðlagi og hætta er á launa- skriði. Auk þess er mikil aukning á út- lánum banka og þarmeð aukast líkur á harkalegri lendingu ef vextir em hækkaðir.“ Rikisstjórn í afneitun Ef viðskiptahallinn eykst í 8% í hlutfalli við landsframleiðslu, eins og Þjóðhagsstofnun spáir að óbreyttu, munu hreinar erlendar skuldir hækka úr 64% af landsframleiðslu í lok síð- astliðins ár í 84% árið 2004. Um leið versnar hrein erlend staða þjóðarbús- ins frá því að vera neikvæð um 49% af landsframleiðslunni í 61%. Hvað þýð- ir slík breyting fyrir stöðugleika efna- hagslífsins? Seðlabankinn svarar því í íyrmefndu riti sínu: „Ólfldegt er að Össur Skarphéðinsson svo mikið ójafnvægi í utanrfldsvið- skiptum verði til lengdar án snöggra umskipta. Það ójafnvægi í þjóðar- búskapnum sem þessir framreikning- ar vitna um fela því í sér alvarlega ógnun við stöðugleika til frambúðar. Af þeim sökum er nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða til að tryggja hann.“ Lögum samkvæmt er Seðla: bankinn rfldsstjóminni til ráðgjafar. I þessum orðum er beinlínis lagt að rík- isstjóminni að grípa til aðgerða til að tryggja stöðugleikann. Er líklegt að ríkisstjórnin verði við því? Því miður bendir ekkert til þess. Davíð og Geir hafa efnislega lýst því að efnahagsmálin séu í prýðilegu lagi. Verðbólga, sem mælist nærri 6%, veldur ríkisstjóm Davíðs Oddssonar-'* ekki áhyggjum. Húsbréfakreppa, þar sem hundrað fjölskyldna tapa mikl- um upphæðum, er að hennar dómi að- eins vottur um heilbrigða leiðréttingu á markaði! Viðskiptahalli, sem knýr fram hávaxtastefnu, grefur undan genginu, og ýtir undir flutninga af landsbyggðinni með því að veikja undirstöður atvinnulífs þar, er heldur alls ekkert áhyggjuefni ef marka má orð forsætisráðherrans í glaðlegu við- tali hans í lokaþætti Silfurs Egils á Skjá einum. Rfldsstjómin ætlar greinilega að láta skeika að sköpuðu og taka með því talsverða áhættu með framtíð efnahagslífsins. Hvaðan kemur ráðgjöfin? <. Hvaðan fær rfldsstjóm, sem tekur hvorki mark á Seðlabanka, Þjóðhags- stofnun né OECD, ráðgjöf sína? gætur fyrrverandi bankastjóri lét svo um mælt að það væri engu líkara en hún sækti ráð sín um stjóm efnahags- mála gegnum andaglas að handan. Því miður hefur margt verið sagt vit- lausara um efnahagsstefnu rflds- stjómarinnar eins og hún birtist þjóð- inni um þessar mundir. Höfundur er olþingismaður og formnður Samfylkingnrinnnr. ÞIN TENGING VIÐ FJARMALAHEIMINN Eig nastýri ng Fjá rfesti nga rráögjöf Varsla veröbréfa Skatta ráögjöf Alþjóðleg einkabankaþjónusta Kaupþings brúar biliö milli þín og fjármálaheimsins. Með sérhæfðri þjónustu sem mætir þínum þörfum opnast þér leið til betri ávöxtunar í traustu sambandi við þinn eigin fjárfestingarráðgjafa. KAUPÞING Kaupþing hf. • Ármúla sími 5151500 • fax 5151509'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (16.06.2000)
https://timarit.is/issue/132977

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (16.06.2000)

Aðgerðir: