Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Fjölmennt þing íslenskra lyflækna haldið á Egilsstöðum
Kynntar niðurstöður
rannsdkna í lyfjafræði
Frá læknaráðstefhunni á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Anna ingólfsdðttir
Egilsstöðum - Félag íslenskra lyf-
lækna hélt 14. þing sitt í Valaskjálf á
Egilsstöðum nýlega. Tilgangur
þingsins er að skapa vettvang tii þess
að kynna og fjalla um nýjustu rann-
sóknaniðurstöður frá ýmsum sviðum
lyflæknisfræðinnar.
Um hundrað læknar sátu þingið en
einnig voru þai- makar og fulltrúar
frá lyfjafyrirtækjum þannig að gestir
og starfsmenn í kringum þingið voru
um 200. Á þinginu var flutt 81 erindi.
Þing sem þetta er haldið annað
hvert ár og alltaf á landsbyggðinni.
Ástráður B. Hreiðarsson formaður
félagsins sagði að það hefði skapast
hefð fyrir því að bjóða íslenskum
læknum, sem eru að vinna að vísinda-
rannsóknum á erlendum vettvangi,
að halda gestaíyrirlestur á þinginu.
Að þessu sinni var gestafyrirlesari
dr. med. Guðmundur Jóhannsson, en
hann starfar sem sérfræðingur í inn-
kirtla- og efnaskiptasjúkdómum á
Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gauta-
borg.
Venja er á þessum þingum að veita
einum ungum lækni viðurkenningu
fyrir rannsókn og verðlauna einnig
besta framlag stúdents. Þeir sem
hlutu viðurkenningu að þessu sinni
voru Bolli Þórsson fyrir framúr-
skarandi rannsókn og erindi sem
hafði yfirskriftina: „Skimun fyrir
ættlægri blandaðri blóðfituhækkun á
íslandi.“ Viðurkenning fyrir besta
framlag stúdents hlaut Hafsteinn
Freyr Hafsteinsson, en erindi hans
hét: „Meðhöndlun þungaðra rottna
með sykursterum breytir vefjagerð
og lífeðlisfræði æða afkvæmanna
þegar við burðarmál."
Astráður var ánægður með þing-
aðstöðuna á Egilsstöðum og sagði
hana til fyrirmyndar í alla staði. Eftir
stíft þinghald á fostudeginum var
gestum boðið um borð í Lagarfljóts-
orminn til siglingar á fijótinu og inn í
Atlavík, en þar var grillað.
Þýðing vaxtarhormóns
hjá fullorðnum
Guðmundur Jóhannsson dósent
við Háskólann í Gautaborg var gesta-
fyrirlesari á þinginu. Fyrirlestur
hans fjallaði um þýðingu
vaxtarhormóns hjá fullorðnum. í
máli Guðmundar kom fram að fyrstu
niðurstöður sem bentu á áhrif vaxtar-
hormóns hjá fullorðnum voru til stað-
ar 1962 eftir rannsóknir í Boston og
Gautaborg.
I lok áttunda áratugarins voru síð-
an gerðar rannsóknir sem sýndu að
áhrif vaxtarhormóns eru veruleg hjá
fullorðnum einstaklingum. Þeir sem
hafa sjúkdóma, oft góðkynja æxli í
heiladingli, hafa oftast alvarlegan
skort á vaxtarhormóni. Þessir ein-
staklingar hafa verulega áhættu-
þætti fyrir hjarta- og æðasjúkdómum
eins og kviðfitu, háa blóðfitu og skert
sykurþol, aukna æðakölkun og líkur á
dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma
enx tvöfalt hærri hjá þessum ein-
staklingum. Sjúklingar með heila-
dingulssjúkdóm finna oft fyrir þreytu
og orkuleysi, hafa tilhneigingu til
þunglyndis, virðast ekki eins félags-
lyndir, draga sig í hlé og eru oft ein-
hleypir, virðast á einhvem hátt ekki
fá sig til þess að taka þátt í félagslífi.
Meðferð með vaxtarhormóni hefur
áhrif á alla þessa þætti og getur þar
af leiðandi haft veruleg áhrif á líðan
þessara sjúkiinga. Vaxtarhormón-
meðferð á þessum sjúklingum hefur
nú verið viðurkennd í velflestum
löndum heims og þykir sjálfsagður
hluti meðferðar við heiladingulsbilun.
Álitið er að um 300 einstakkngar á
hverja milljón íbúa hafi bilun í heiia-
dingli. Það gefur til kynna að um 75
slíka einstaklinga mætti finna á ís-
landi.
Nýtt krabbameinsvaldandi
gen einangrað hjá
sjúklingi með hvítblæði
Magnús Karl Magnússon er blóð-
meinafræðingur við bandarísku Heil-
brigðisstofnunina, The National Inst-
itute of Health, sem er í úthverfi
Wasington. Hann hélt fyrirlestur á
þinginu um klónun á nýju krabba-
meinsgeni hjá sjúkkngi með hvít-
blæði.
Magnús sagði að það væri algengt
að í hvítblæði væru áunnar skemmdir
í erfðaefni og dæmi um það eru svo-
kallaðar ktningatilfærslur þar sem
verða auðsæjar tilfærslur milk stórra
litningabúta í erfðaefni sjúkkngsins.
Það er á samskeytum þessara búta
sem forsenda getur skapast fyrir
myndun krabbameinsskapandi gena.
Magnús sagði að beinmergsígræðslu-
deild NIH hefði fengið til meðhöndl-
unar sjúkkng þar sem greind var ný
litningartiifærsla og með aðferðum
sameindalíffræðinnar hefði honum
tekist að einangra nýtt samskeytt
gen sem hefur krabbameinsvaldandi
eiginleika. Magnús sagði þessa upp-
götvun hjálpa til við að skilja hvernig
eðlileg fruma breytist í krabba-
meinsfrumu og nánari rannsóknir á
þessu geni geti leitt í ljós þau flóknu
boðskipti sem krabbameinsgen nota
til þessarar umbreytingar. „Skkning-
ur á þessu flókna ferli getur hjálpað
okkur tii þess að þróa ný lyf og nýja
meðferðarmöguleika í baráttunni við
hvítblæði," sagði Magnús.
Skemmti-
ferðaskip til
Húsavíkur
Húsavík - Mikill fjöldi ferðamanna
var í bænum í vikunni þegar
skemmtiferðaskipið Explorer hafði
hér viðdvöl. Þetta var fyrsta koma
skipsins hingað í sumar en áætlað
er að það komi tvær ferðir í viðbót.
Ekki er hægt að segja að veðrið
hafi leikið við farþega skipsins, því
heldur kuldalegt var um að líta í
morgunsárið en skánaði er leið á
daginn.
Farið var í hefðbundnar skoðun-
arferðir með farþegana og síðan
komið aftur og þá rölt um mið-
bæinn og kíkt í búðir, hvalasafnið
o.fl. Explorer er 2.400 tonna skip
skráð í Líberíu en gert út af Þjóð-
verjum.
Hugsanlega er von á einu öðru
skemmtiferðaskipi til Húsavíkur
seinna í sumar.
-----------------
Verðlaunaaf-
hending
í heilsu-
eflingarátaki
Egilsstöðum - íþróttamiðstöðin á
Egilsstöðum í samvinnu við Flugfé-
lag íslands, Flugleiðahótelin og
Tölvusmiðjuna, stóðu fyrir heilsuefl-
ingarátaki sl. vetur þar sem yfir-
skriftin var „Vertu með í þrek og
sund.“ Alls tóku 236 manns þátt í
þessu átaki. Voru mætingar í heild-
ina mjög góðar.
Til að eiga möguleika á verðlaun-
um þurftu þátttakendur að fara 40
sinnum eða oftar í þrekþjálfun eða
sund. Því marki náðu 69 manns en
margir voru rétt undir því.
Fimm aðilar náðu þeim árangri
að mæta meira en 80 sinnum og var
Sigfús Gunnlaugsson þeiira fremst-
ur en hann mætti 98 sinnum, sem
þýðir nánast upp á hvern dag. Áta-
kið fór fram dagana 17 janúar til 30.
apríl.
Hreinn Halldórsson, umsjónar-
maður íþróttamiðstöðvarinnar, af-
henti verðlaunin sem voru ekki af
verri endanum. Helgarferð fyrir
tvo; Flug með Flugfélagi íslands
ásamt gistingu á Flugleiðahóteli. Sú
heppna og jafnframt „duglega“ var
Sigríður F. Halldórsdóttir. Tölvu-
smiðjan gaf aukaverðlaun sem voru
Canon prentari. Hann hlaut Stefán
Jónsson.
Vongóðir
veiðimenn
við Ölfusá
Selfossi - Stangveiði í Ölfusá við
Selfoss hófst klukkan 16 14. júnísl.
er Karl Björnsson bæjarstjóri Ár-
borgar opnaði ána með fyrsta kast-
inu úr Stólnum í Víkinni neðan Ölf-
usárbrúar. Þessi fyrsti dagur hófst
að venju með hefðbundinni athöfn
þar sem Grímur Arnarson formað-
ur Stangaveiðifélags Selfoss ávarp-
aði fyrsta veiðihollið og opinberaði
þá ósk sína að komandi veiðisumar
yrði gott og að þessu sinni lét hann
þá von í ljós að áin gæfí veiðimönn-
um 400 laxa.
Veður var gott, sól og nokkur
gola og að venju voru mættir
nokkrir gestir sem fluttu meðal
annars fréttir af laxi við Ölfusárósa
fyrir nokkrum dögum sem sýnir að
hann er byrjaður að ganga.
Víkin neðan Ölfusárbrúar gaf
fyrsta laxinn, 14 punda hrygnu, á
veiðisvæðum Ölfusá við Selfoss
strax á fyrsta veiðideginum. Það
var formaður Stangaveiðifélags
Selfoss sem fékk laxinn á rækju-
túbu klukkan 21.09. Viðureignin
við laxinn tók um 15 mínútur og
fylgdist nokkur hópur fólks með
Morgunblaðið/Sigurður Jðnsson
Fyrsta veiðiholl sumarsins, Karl
Björnsson bæjarstjóri, Jón Birg-
ir Guðmundsson veitingamaður,
Grímur Amarson bakari, Sig-
urður Sveinsson lögmaður og
Bogi Karlsson úrsmiður.
þegar Grímur landaði honum.
Stangaveiðimenn á Selfossi eru að
vonum kátir að sjá fisk fyrsta
veiðidaginn eftir mjög dapurt ár í
fyrra þegar Ölfusá var full af jökul- Grímur Amarson formaður
leir og veiði lítil. með fyrsta lax sumarsins.
Þróun byggðar á
Húsavík sýnd í myndum
Morgunblaðið/Haí])ór
Pétur Jónasson við myndir á sýningunni.
Húsavík - Opnuð hefur verið
Ijósmyndasýning í Safnahús-
inu, sýningin er liður í afmæl-
ishaldi vegna 50 ára kaupstað-
arréttinda bæjarins og er
haldin í samvinnu við Safna-
húsið. Myndirnar eiga að sýna
þróun lítillar húsaþyrpingar í
þorp og í þann kaupstað sem
bærinn er í dag, breytingar úr
frumstæðum búnaði og at-
vinnuháttum í þá þróuðu
tækni sem við búum við í dag.
Fyrsti myndasmiðurinn á
Húsavík var Eiríkur Þor-
bergsson, trésmíðameistari
sem hóf Ijósmyndun 1888 og vann
mikið við ljósmyndun allt til 1910 að
hann fluttist til Kanada. Frá 1915 til
1950 var Sigríður Ingvarsdóttir
helsti ljósmyndari bæjarins. Óli Páll
Kristjánsson tók við af henni á sjötta
áratugnum og Friðgeir Axfjörð
myndaði mikið fram yfir 1960. Pétur
Jónasson hefur frá 1962 verið eini at-
vinnuljósmyndarinn í bænum að
undanskildum nokkrum árum sem
Þór Gíslason rak hér stofu.
Ymsir áhugaljósmyndarar hafa
verið afkastamiklir eins og Ragn-
heiður Bjamadóttir, Jón Jóhannes-
son, Sigurður Pétur Björnsson, Jó-
hannes Sigurjónsson ofl. Þeir
Jóhannes og Sigurður Pétur ekki
síst vegna tengsla við blaðamennsku.
Þá eru sýnd kort sem sýna þróun
byggðar og íbúafjölda á Húsavík og
sá Landvist ehf. um gerð þeirra.
Skipaður var sérstakur vinnuhóp-
ur um undirbúning sýningarinnar og
skipuðu hann þeir Guðni Halldórs-
son, Hafþór Hreiðarsson, Pétur Jón-
asson og Sigurjón Jóhannesson. Alla
myndvinnslu annaðist Pétur Jónas-
son og textagerð Sigurjón Jóhannes-
son. Sýningin er opin til 31. ágúst og
er liður í sýningarhaldi Safnahúss-
ins.