Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÚRVERINU Viðbrögð hagsmunaaðila við aflamarki næsta fískveiðiárs Skoðanir skiptar Bandaríkin og Bretland Líkur á vaxta- hækkun minnka NEYSLUVERÐSVÍSITALAN í Bandaríkjunum hækkaði um 0,1% í apríl, en flestir höfðu gert ráð fyrir að hún mundi hækka um 0,2%. í Bandaríkjunum er einnig reiknuð út svo kölluð kjarnavísitala, en það er neysluverðsvísitalan að undan- skildum verðbreytingum á olíu og matvælum. Sú vísitala hækkaði um 0,2% eins og gert hafði verið ráð fyrir. Að sögn Kaupþings höfðu þessar upplýsingar ekki mikil áhrif á markaði, því þær eru í samræmi við tölur um framleiðsluverðlag frá því í síðustu viku. Kaupþing er þeirrar skoðunar að þessar tölur dragi nokkuð úr líkum á vaxta- hækkun á næsta fundi stjórnar bandaríska seðlabankans. Greenspan bjartsýnn Annað sem styður þá skoðun er ræða sem Alan Greenspan, banka- stjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, hélt síðastliðinn þriðjudag. Hann talaði ekki beint um nýjustu hag- tölur eða líkur á vaxtabreytingum, en sagðist sannfærðari en nokkru sinni um ávinning Bandaríkjanna af „nýja hagkerfinu" og taldi frek- ari ávinning í vændum. Greenspan sagði framleiðniaukningu vegna nýju tækninnar verða sífellt aug- ljósari í hagtölum um heildarþró- ún, en hún væri enn greinilegri ef smærri einingar hagkerfisins væru skoðaðar. í Bretlandi voru á miðvikudag birtar tölur um hækkun meðal- tekna fyrir febrúar til apríl Var vöxturinn minni en búist hafði ver- ið við og hefur hann ekki verið svo lítill frá því í mars 1993. Þetta gef- ur vísbendingu um að þar í landi verði vextir ekki hækkaðir á næst- unni. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA tilkynnti í gær ákvörðun sína um heildaraflamark helstu fisktegunda á næsta fiskveiðiári. Það sem mesta athygli vekur er ákvörðun um 220.000 tonna þorskafla, en sam- kvæmt gildandi aflareglu hefði afl- inn ekki átt að verða meiri en 203.000 tonn. Leyfilegur afli á þessu ári er 250.000 tonn. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir að á heildina litið sé hann sáttur við þetta miðað við þær forsendur sem ráðherra hafði. „Engu að síður eru þetta vonbrigði með þorskinn en ef við göngum út frá því að mælingar Hafrannsóknastofnunar séu réttar er ekki hægt að segja annað en út- hlutunin sé skynsamleg. Hvað nýju aflaregluna varðar held ég að hún sé skynsamleg til að draga úr sveiflum. Við erum mjög sáttir við aukning- una í úthafsrækjunni enda hefði lægri kvóti valdið verulegri röskun á þeirri útgerð. í ár hefur afli á sóknareiningu verið svipaður og í fyrra og miðað við þau gögn sem við höfum um afla á sóknareiningu telj- um við að það séu góð rök þarna að baki. Ef það hefði verið úthlutað 12 þúsund tonna kvóta eins og Hafró lagði til hefði það þýtt hrun í þess- um iðnaði." Friðrik segir að ufsakvótinn sé veruleg vonbrigði og ekki í sam- ræmi við tilfinningu manna. Hann segir að nauðsynlegt sé að efla rannsóknir á ufsastofninum þar sem alltof lítið er vitað um hann. Friðrik segir að hann sé þokka- lega sáttur við úthlutunina þrátt fyrir að hann hefði viljað sjá meira en hann segir að hún byggist á þeirri vitneskju sem liggur fyrir. „Hvað sem öllum vísindum líður eru menn auðvitað ekki sáttir við þenn- an þorskniðurskurð. Annars hefur maður ekki fengið nægilegt tæki- færi til að skoða úthlutunina en svona við fyrstu sýn virðist hún skynsamleg miðað við gefnar for- sendur,“ segir Friðrik. Mikil vonbrigði „Þetta veldur mér miklum von- brigðum," segir Grétar Mar Jóns- son, formaður Farmanna- og fiski- mannasambands íslands. „Ég hafði vonast til að ráðherra myndi hlusta á fiskifræði sjómannanna meira í sinni ákvarðanatöku. Við ráðlögðum ráðherra að láta veiða 300 þúsund tonn af þorski og gefa það fast út til næstu 3-5 ára en úthlutunin er ansi fjarri því. Hvað ufsann varðar er sú úthlut- un ekkert annað en hlægileg því alls staðar er ufsi núna í miklum mæli og við vildum að minnsta kosti sjá 40 þúsund tonn af ufsa. Okkur finnst í raun fáránlegt að hafa kvóta á ufsa en fyrst sá kvóti er þá fannst okkur ástæða til að auka þann kvóta verulega.“ Grétar segir að úthlutunin af rækju hafi verið eins og þeir hafi mælt með. „Við vildum sjá að minnsta kosti 20 þúsund tonna rækjukvóta og það gekk eftir. Rækjan er að ná sér á strik eftir lægð og hennar er farið að verða vart á ný.“ Aðspurður hvernig Grétari lítist á nýju aflaregluna segir hann að hún sé vitlaus. „Ef aðstæður eru til að auka afla um meira en 30 þúsund tonn á auðvitað að gera það og að sama skapi getur verið ástæða til að draga veiðar saman um meira. Þetta er vinnuregla sem stjórn- málamennirnir eru að setja sér sjálfir og hún er að mínu mati heimskuleg." Borgar sig ekki að geyma físk í sjó „Það sem snertir okkur mest er úthlutun þorsks og ýsu,“ segir Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda. „Það eru mér vonbrigði að ráðherra skuli ekki fikra sig hærra. Ég tel að skýrslan sem hann hefur frá Haf- rannsóknastofnun sé ágætis gagn til að styðja þá aðgerð. Samkvæmt skýrslunni stækkar stofninn þótt það sé leyft að veiða 300 þúsund tonn og því hefði verið í góðu lagi að hafa úthlutunina 250 þúsund tonn. Það hefði ekki verið tekin nein áhætta með þeim hætti." „Það eru mér mikil vonbrigði að ýsukvótinn skuli ekki vera aukinn verulega. Ég hef verið í sambandi við menn úti um land og þeir hafa ekki þessar áhyggjur af ýsunni sem endurspeglast í tölunum hjá Haf- rannsóknastofnun. Ég hefði því gjarnan viljað sjá mun meiri heimildir og vil ítreka það sem ég hef sagt áður um niður- skurð þorksveiðiheimilda að það er enginn floti eins viðkvæmur fyrir niðurskurði í þorski eins og smá- bátaflotinn. Fyrir vikið skora ég á ráðherra að grípa til einhverra að- gerða þar sem þetta kemur til með að koma verst niður. Þessar afla- heimildir eru það litlar að það veitir ekki af því að skoða þessa þætti." Arthur segir að hann sé mátulega hrifinn af þessari nýju aflareglu og hann sé þeirrar skoðunar að ef nátt- úran gefi veiði þá eigi að taka hana meðan hún býðst. Styður tillögur Hafró Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands, segir að sjómannasambandið hafi haft þá afstöðu að styðja tillögur Hafrann- sóknastofnunar þó svo að það sé ýmislegt í þeim sem það er ekki ánægt með. „í heildina séð líst mér ágætlega á þessa úthlutun. Við verðum að styðjast við þessar tillög- ur meðan við höfum ekki við neitt betra að styðjast. Ef Hafrannsókna- stofnun fellst á að auka við það sem gamla aflareglan gaf til kynna þá fagna ég því mjög og styð það heils- hugar. I ljósi þess er ég tiltölulega sáttur við úthlutunina. Ef litið er á aukninguna í rækj- unni þá tel ég hana nægilega og leyfi mér að efast um að við náum að veiða þetta. Við megum ekki gleyma því að smáþorskurinn okkar borðar þessa rækju og því er ekki æskilegt að taka of mikið af henni en annars tel ég að hún verji sig sjálf.“ Skynsamleg úthlutun „Ég tel að ráðherra hafi valið ákveðna millilendingu í úthlutuðum þorskafla sem er skynsamleg leið þótt maður hafi gert ráð fyrir að þetta yrði örlítið hærra," segir Arn- ar Sigurmundsson, formaður Sam- bands fiskvinnslustöðva. „Engu að síður tel ég að þessi lending með heildaraflamark á þorski hafi verið skynsamleg. Einnig tel ég að skynsamlegt hafi verið að auka við ufsann á grundvelli þess að þarna er um að ræða flökkustofn og það sama gildir um rækjuna. Því tel ég að ef horft sé til alls að ráðherra hafi horft til allra átta og til framtíðarhagsmuna íslensks sjávarútvegs og ég tel að hann hafi þarna valið skynsamlega leið í erf- iðri stöðu. Ég tel einnig að þessi nýja afla- regla sem nú er tekin upp sé skyn- samleg og einkum út frá markaðs- sjónarmiðum." Eftirlit með net- og tölvupóstsnotkun Umdeilt lagafrumvarp EF umdeilt lagafrumvarp á Bret- landi, sem hefði í för með sér veru- lega aukið eftirlit með netnotkun, yrði að veruleika þá gæti það reynst þungur baggi á bresku efnahagslífi. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri skýrslu sem London School of Economics og University College London hafa unnið fyrir breska við- skiptaráðuneytið. í skýrslunni segir að fórnarkostnaðurinn geti verið í kringum 46 milljarða breskra punda eða 5.244 milljarða íslenskra króna á fimm ára tímabili. Meginástæðan er sú að hert löggjöf myndi verða til þess að mörg bresk fyrirtæki sem stunda netviðskipti myndi flytja starfsemi sína annað. Bresk stjómvöld segja hins vegar að niðurstöður skýrslunnar séu rangar og að kostnaðurinn yrði hvergi nærri eins mikill og þar er haldið fram. Talsmaður stjórnarinn- ar segir að löggjöfin gæti í raun kom- ið nýju fyrii-tækjunum til góða: „Það er mjög mikilvægt að menn hafa fulla trú á tækninýjungum og notkun þeirra. Hvorki stjórnvöld né fyrir- tækin vilja sjá það gerast að glæpa- menn geti misnotað rafræn viðskipti án þess að hægt sé að koma lögum yfir þá.“ Lagafrumvarpið er mjög umdeilt á Bretlandi vegna þess hversu ríkar heimildir það veitir stjórnvöldum til þess að fylgjast með tölvupóstsend- ingum og notkun á Netinu. í laga- frumvarpinu er til að mynda gert ráð fyrir að stjómvöld geti krafið bæði fyrirtæki og einstaklinga um að- gangsorð til þess að skoða dulkóðað- an tölvupóst en slík dulkóðun er talin ein af forsendunum fyrir auknum rafrænum viðskiptum. Stjórnvöld telja nauðsyn á slfloim lagaákvæðum en andstaða við frumvarpið hefur farið vaxandi bæði í breska þinginu og utan þess. Gagnvirk miðlun og Yes Television í samstarf Heildar fj árfesting áætluð 2,6 milljarðar „Skálkaskjól til að fara fram ur ráðgjöf“ GAGNVIRK miðlun (GMi) og breska fyrirtækið Yes Television hafa gengið til samstarfs við uppbyggingu og starfrækslu á Stafræna sjónvarpsnet- inu (GMi Digital), sem ná mun til allra heimiia á Islandi, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá GMi. Um verður að ræða sameiginlegt verkefni GMi og Yes Television, auk annarra fjárfesta, en heildarfjárfesting er áætluð 2,6 milljarðar króna. Stafræna sjónvarpsnetið verður byggt á heildarlausn Yes Television, „Total TV“ sem gefur möguleika á fjölda sjónvarpsrása, þáttasölusjón- varpi (Pay-per-View), myndefnis- veitu (Video-on-Demand), netaðgangi og tölvupóstþjónustu, bankaviðskipt- um og sjónvarpsverslun, auk fjölda tækifæra fyrir kennslusjónvarp og fjamám. „Yes Television er leiðandi fyrirtæki í þróun á stafrænu sjón- varpi og var fyrst fyrirtækja í heimin- um til að bjóða myndefnisveitu yfir símaJínur, auk þess að veita myndefhi á Intemetstaðli (IP),“ að því er segir í fréttatilkynningu. í tiikynningunni kemur fram að Yes Television hefur unnið með fyrir- tækjum eins og British Telecom og BBC Worldwide. Fulitrúar Yes Television voru á meðal þátttakenda á ráðstefnu GMi um stafrænt sjónvarp, sem haldin var í síðustu viku. Á ráðstefnunni kynnti Yes Television stafrænt gagnvirkt sjónvarp og þær lausnir sem fyrir- tækið hefur upp á að bjóða. Fyrstu heimilin tengjast Stafræna sjónvarpsnetinu næsta haust og upp- byggingu þess verður lokið innan þriggja ára. „Ljóst er að tilkoma Staf- ræna sjónvarpsnetsins mun hafa veruleg áhrif á starfsemi GMi og skapa fjölda nýrra starfa hjá fyrir- tækinu,“ segir í tilkynningunni. Stafræna sjónvarpsnetið verður opið net, sem öllum ljósvakamiðlum verður boðinn aðgangur að. Þar með geta öll fyrirtæki sem í dag dreifa sjónvarps- og útvarpsefni sameinast á einu og sama dreifikerfinu. Sérstök áhersla verður lögð á að hver aðili geti haft sjálfstæð samskipti við sína við- skiptavini og þannig haldið áfram ut- an um eigin viðskiptamannahóp. „ÞETTA kemui- mér ekki á óvart,“ segir Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, í samtali við Morgunblaðið. Kiistinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins, segir þessa ákvörðun valda sér vonbrigðum og að hún hljóti að kalla á aðgerðir í byggðamálum. „Vegna þeirrar stöðu sem er að koma upp í efnahagsmálum hefðu áhrifin, sem niðurskurður á aflaheim- ildum í samræmi við tillögur Haf- rannsóknastofnunar, á efnahagslífið orðið anzi mikil,“ segir Össur. „Ég hafði því sagt það áður að mikill þrýstingur yrði á ráðherrann að fara ekki eftir þessum tillögum. Það eru einnig ákveðin skekkjumörk í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Það er því alltaf pólitísk ákvörðun hve mikið verður tekið úr hverjum stofni. Mér kemur það ekkert á óvart þó hann fari þama um það bil mitt á milli ráðgjaf- arinnar og aflans á þessu ári. Kemur spánskt fyrir sjónir Hvað varðar breytinguna á afla- reglunni kemur hún mér nokkuð spánskt fyrir sjónir í fljótu bragði. Samkvæmt henni er hvorki hægt að auka þorskafla um meira en 30.000 tonn né minnka hann um meira. Mér sýnist ennfremur að þetta sé aðeins einnota regla. Það er margt sem bendir til þess að ekki verði hægt að nota hana á næsta ári, ef þessir sterku árgangar eru að koma inn í veiðina eins og rannsóknir Hafrann- sóknastofnunai- gefa til kynna. Þá kynni að vera tilefni til að auka veið- ina talsvert meira en um 30.000 tonn. Ámi er að útiloka þann möguleika með því að setja inn þessa reglu um sveiflujöfnun, nema aðeins eigi að nota hana á þessu ári. Mér finnst að sjávarútvegsráðherra sé að króa okk- ur af og sé að búa sér til skálkaskjól til að fara fram úr ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar. Ég held einnig að það hefði verið hreiniegra hjá honum að ákveða einfaldlega 220.000 tonna hámarksafla án þess að vera að búa sér til þetta skálkaskjól," segir Össur Skarphéðinsson. Hlýtur að kalla á aðgerðir í byggðamálum „Þessi ákvörðun um 220.000 tonna heildarafla af þorski á næsta fiskveiði- ári veldur mér verulegum vonbrigð- um. Akvörðun um þetta hlýtur að kalla á aðgerðir í byggðamálum,“ seg- ir Kristinn H. Gunnarsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins og formaður stjómar Byggðastofnunar. „Fyrir liggur það álit vísindamannanna að óbreyttur afli, 250.000 tonn, hefði byggt upp stofninn. Samdrátturinn hefur í fór með sér efnahagsleg áhrif, bæði á byggðarlög og á erlenda mark- aði, sem menn þurfa að huga að. Það er spurningin hvemig menn ætla að mæta þessum samdrætti úti um land- ið. Það hlýtur að verða að huga að því að þjóðin öll beri þennan samdrátt, en ekki bara sjávarbyggðimar einar. Fiskifræðin er mér hulin ráðgáta um þessar mundir. Það er búið að vera að byggja upp stofninn í 10 ár. Farið hefur verið að tillögum fiski- fræðinga í þeim efnum að mestu leyti fyrri hluta tímans og algjörlega síð- ustu fimm ár. Árangurinn er svo sá að lagt er til að veiða minna en þegar við hófum þessa vegferð um uppbygg- ingu stofnsins. Skýringar fiskifræðinga á þessum slaka árangri hafa ekki verið mjög trúverðugar að mínu mati,“ segir Kristinn H. Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (16.06.2000)
https://timarit.is/issue/132977

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (16.06.2000)

Aðgerðir: