Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Dýraglens
Ferdinand
Hvemig eyðir afi þinn tímanum Hann segist hafa
nú þegar hann er kominn á nóg að gera allan
eftirlaun? daginn..
Að gera hvað?
Afa hluti..
Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329
Nesjavallaleið og Grafningur á einnig að vera ætlaður þeim almenn-
ingsfarartækjum sem kallast leigubflar, segir bréfritari.
Gegn leigubilum
Frá Kristni Snæland:
AF EINHVERJUM óskiljanlegum
ástæðum virðist skipuleggjendum
borgarumferðar, hátíðarhalda eða
annarra stórsamkoma vera í nöp við
leigubíla og viðskiptavini þeirra.
Vegna Tónleika Eltons Johns var
reiknað með miklum fjölda gesta.
Aðkoma og brottför bíla var sem
gerist, inn og út frá stæðum um
Reykjaveg og Engjaveg. Gangandi
umferð var að venju aðallega frá
Suðurlandsbraut og niður með
Reykjavegi. Brottför gangandi öll á
sama veg út á Reykjaveg og upp að
Suðurlandsbraut. Þetta er leið gang-
andi alltaf frá samkomum í dalnum,
hvort sem þær eru haldnar á vellin-
um, í höllinni eða öðrum hlutum
dalsins. Vegna tónleikanna skipaði
lögreglan leigubílum að bíða í röð í
afrein frá Sundlaugavegi bak við
áhorfendapalla lauganna og þar með
ósýnilegum gangandi gestum sem
streymdu út og upp Reykjaveg að
Suðurlandsbraut í leit að leigubílum.
Þarna stóð svo fólkið og skammaðist
vegna lélegrar þjónustu leigubílanna
sem á sama tíma stóðu ónotaðir í röð
lögreglunnar bak við áhorfendapalla
lauganna.
Tónlistarhátíð í Laugardal
Menningarborgin hélt mikla tón-
leikahátíð í dalnum sl. helgi. Snill-
ingamir sem skipuleggja ætluðu
leigubílum hluta af bílastæðum við
Skautahöllina. Á auglýsingablaði var
þetta kynnt en með afar ósmekkleg-
um hætti bætt við að vissulega væri
skynsamlegra að nota strætisvagna.
Þegar komið var að syæðinu í leigu-
bíl kom í ljós að Engjavegur var lok-
aður við Glæsibæ og aðkeyrsla frá
Reykjavegi var lokuð við hringtorg-
ið. Sá leigubflstjóri sem vildi komast
á hið auglýsta leigubflastæði komst
ekki að því. Með alkunnri þijósku
ogþrákelkni að viðbættu virðingar-
leysi við merkingar komst þó undir-
ritaður inn á svæðið og alveg að hinu
auglýsta stæði leigubíla. Engar sér-
merkingar voru þar vegna leigubfla
og stæðið því fullt af einkabílum sem
vonlegt var. Strætisvagnamir sem
fólkið átti að nota fremur en leigu-
bíla sáust ekki heldur. Rétt er að
taka fram að þrátt fyrir merkingar
um að umferð inn á svæðið væri
bönnuð bflum, var stöðugur straum-
ur bíla fram hjá merkingunum inn á
svæðið og lögreglan lét sem hún sæi
það ekki (enn eitt dæmið um skipu-
legt uppeldi ökumanna í því að virða
ekki umferðarmerki).
Kristnihátíð
í plaggi sem Kristnihátíðamefnd
og ríkislögreglustjóri senda nú inn á
hvert heimili á landinu er leigubflum
úthýst. Leigubílar og viðskiptavinir
þeirra virðast vera óæskilegir,
a.m.k. ekki hluti almenningssam-
gangna. Samkvæmt plagginu er
hópferðabílum, sérmerktum bílum,
og mun þar átt við bfla fatlaðra, og
neyðarbflum ætlað að mega aka
Nesjavallaveg og um Grafning.
Þetta dæmalausa plagg segir að
hópferðabflar muni fara úr Reykja-
vík á klukkutíma fresti. Samkvæmt
þessu mætti ætla að tveir til fjórir
hópferðabflar væm á veginum
hveiju sinni. Einn til tveir með fatl-
aða og væri þeim almenningsfarar-
tækjum sem leigubflar era leyfð af-
not af veginum þá mætti ætla tvo til
tíu slíka á klukkustund. Á þessum
fimmtíu kílómetra vegi gætu þá ver-
ið um sextán bflar á klukkustund eða
einn bfltl á hverja þijá kflómetra
svona lauslega reiknað. Að reikna
ekki með leigubílum inn á þessa sér-
leið almenningssamgangna er því
dæmafár klaufaskapur og ef ekki
það þá hrein óvirðing við þau al-
menningssamgöngutæki sem leigu-
bflar era.
Hvað annað?
Við fjöldasamkomur á Laugar-
dalsvelli ætti að ætla leigubflum
hægri akrein Reykjavegar frá Hof-
teigi upp að Laugarteigi og loka þá
fyrir aðra umferð upp Reykjaveg frá
Hofteigi að Laugarteigi.. Við stór-
samkomur á Laugardalshallarsvæð-
inu ætti að ætla leigubflum hægri
akrein Reykjavegar frá Suðurlands-
braut niður að hringtorginu og gæta
þess þá jafnframt að engum bflum sé
lagt þar upp á gangstéttina eða út á
grasið. Rfldslögreglustjóri ætti svo
að sjá sóma sinn í því að koma því á
framfæri við fjölmiðla að Nesjavalla-
leið og Grafningur sé að sjálfsögðu
einnig ætlaður þeim almenningsfar-
artækjum sem kallast leigubílar.
KRISTINN SNÆLAND,
leigubflstjóri.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.