Morgunblaðið - 16.06.2000, Page 51

Morgunblaðið - 16.06.2000, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR16. JÚNÍ 2000 5J* MINNINGAR PÁLL PÁLSSON + Páll Pálsson fæddist, í Reykjavík 23. sept- ember 1941. Hann varð bráðkvaddur hinn 5. júní síðast- liðinn. Foreldar hans voru Thomas Dean, breskur her- maður, og Guð- björg Ása Pálsdótt- ir, húsfreyja í Reykjavík, f. 18. nóvember 1914, d. 28. september 1983. Eftirlifandi bróðir Páls er Gylfí Pálsson, f. 16. desember 1942. Páll starfaði lengst af að sjó- mennsku og störfum henni tengdri. Einnig var hann starfs- maður Blómavals um árabil. Útför Páls fer fram frá Foss- vogskapellu í dag, og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku Palli frændi. Nú ert þú farinn frá okkur ekki nema 59 ára gamall. Þú varst allra manna fróðastur og alltaf svo kátur og skemmtilegur þegar við hittum þig. Þú varst fjölda ára til sjós þannig að það var ekki nema núna seinni árin að við feng- um að kynnast þér að einhverju leyti. Börnunum fannst voðalega skemmtilegt að koma til Palla frænda og skoða allt mögulegt sem þú safnaðir og þér fannst ekki síður gamanað fá „púkana“, eins og þú varst vanur að segja, í heimsókn. Allt sem þú færðir börnunum var valið af var- kárni því allt varð að vera um- hverfisvænt og óskaðlegt. Elsku Palli, ég veit að amma tekur á móti þér með útbreiddan faðminn og systir þín hún Sigríður sem við fengum aldrei að kynnast. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta eins og þú varst vanur að kveðja: „Bamm bamm.“ Þín bróðurdóttir Ása og fjölskylda. Við komum hér á kveðjustund að kistu þinni bróðir að hafa við þig hinsta fund og horfa á gengnar slóðir. Og ógn oss vekja örlög hörð en ennþá koma í hópinn skörð og bam sitt faðmi byrgir jörð vor bleika trygga móðir. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hverju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gáta á lausnir til þær ljóma bak við dauðans þil og því er gröfín þeim í vil er þráðu útsýn stærri. (Magnús Asgeirsson.) Elín Davíðsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, SIGURBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR frá Sólvangi, Vestmannaeyjum. Gunnlaugur Axelsson, Fríða Dóra Jóhannsdóttir, Hildur Axelsdóttir, Kristján Finnsson, Kristrún Axeisdóttir, Sigmar Pálmason, Magnús Axelsson, Guðrún Arnarsdóttir, Halldór Axelsson, Anna S. Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Sigurður Magnússon, Unnur Magnúsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. R A B 5 I N G TILKYNNINGAR 40 MWe jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi og 132 kV háspennulína að Kröflustöð Mat á umhverfisáhrifum — niðurstöður frumathugunar og úrskurður skipulags- stjóra ríkisins Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam- kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfis- áhrifum. Ráðist skal í frekara mat á 40 MWe jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi í Skútustaða- hreppi og 132 kV háspennulínu frá virkjuninni að Kröflustöð. Úrskurðurinn í heild liggurframmi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166,150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is. Úrskurð skipulagsstjóra má kæra til umhverfis- ráðherra og er kærufrestur til 14. júlí 2000. Skipulagsstjóri ríkisins. Alftanesvegur. Engidalur — Suðurnesvegur Mat á umhverfisáhrifum — niðurstöður frumathugunar og úrskurður skipulags- stjóra ríkisins Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam- kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfis- áhrifum. Fallist er á, með skilyrðum, lagningu Álftanesvegar, samkvæmt leið B eða C, eins og henni er lýst í frummatsskýrslu fram- kvæmdaraðila. Fram fari frekara mat á um- hverfisáhrifum Álftanesvegar samkvæmt leið A. Úrskurðurinn í heild liggurframmi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166,150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is. Úrskurð skipulagsstjóra má kæra til umhverfis- ráðherra og er kærufrestur til 14. júlí 2000. Skipulagsstjóri ríkisins. ÍHafnarfjarðarbær Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Hafnar- fjarðar 1995-2015 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 16. maí 2000, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995- 2015 samkvæmt 2. mgr. 21.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í að breyta landnotkun á jörðum athafnahverfis- ins í Hellnahrauni úr „opið svæði/almennt grænt svæði" í „athafnasvæði", samanber uppdrátt skipulags- og umhverfisdeildar Hafn- arfjarðar dags. 7. júní 2000. Tillagan verðurtil sýnisfrá 16. júní í afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs, Strandgötu 8, þriðju hæð. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera at- huga semdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum ertil 7. júlí nk. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni. Skipulags- og umhverfisdeild Hafnarfjarðar. Auglýsing Deiliskipulag frístundabyggðar í Odds- holti í landi Minni Borgar og Reykjanesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við deiliskipulag frí- stundabyggðar í Oddsholti í landi Minni Borgar og Reykjanesi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Skipulagstillögur liggja frammi á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps frá 23. júní til 24. júlí 2000. Skriflegum athugasemdum við skipulagstillög- urnar skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 8. ágúst 2000. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps TIL LEIGU Iðnaðar- eða geymsluhúsnæði Til leigu ca 530 fm upphitað húsnæði með góðum innkeyrsludyrum. Góð lofthæð, góð staðsetning (Skipholt), góð aðkeyrsla. Upplýsingar í síma 891 9344. DULSPEKI Huglækningar/Heilun. Sjálfsuppbygging. Samhæfing líkama og sálar. Áran. Fræðslumiðlun. Halla Sigurgeirsdóttir. Andlegur læknir. Uppl. í síma 562 2429 f.h. TILKYNNINGAR Frá Sálar- rannsóknar- félagi íslands. Aðalfundur Sálarrannsóknar- félags íslands veröur haldinn í Norræna húsinu í kvöld, föstu- daginn 16. júní, kl. 18. Þórunn Maggý spilar af fingrum fram. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. FELAGSLIF 1/1 Hollvcignrstíg 1 • sími 561 4330 Laugardagur 17. júní kl. 10.30 — Leggjabrjótur. Sígild ganga um gamla þjóðleið frá Hvalfirði til Þingvalla. Verð, 1.600 kr f. félaga og 1.800 kr f. aðra. Sunnud. 18. júní kl. 10.30 Fjallasyrpan, 3. ferð. Vífilsfell (655 m y.s.). Brottför frá BSÍ. Miðar í farmiðasölu. Helgarferðir um hverja helgi: Goðaland — Básar og Fimm- vörðuháls. Jónsmessuhelgin, aldrel vin- sælli en nú I Takið farmiða strax. Spennandi sumarleyfisferðir: 1.—5. júlí Laugavegurinn, trúss- ferð 1. —8. júlí Kverkfjöll — Vatnajök- ull, skíðaferð. 2. -5. júlí Á Lónsöræfum. 30/7—6/8 Miðhálendisperlur Úti- vistar. Lifandi heimasíða: utivist.is Sunnudagur 18. júní 2000: Kvennaganga á Þingvöllum. Farið verður frá bílastæði austan Flosagjár kl. 13.00, gengið í Skógarkot um Gönguveg og Skógarkotsveg til baka. Á leiðinni verður rætt um konur á Þingvöllum á ýmsum timum. Gangan er ekki erfið, tekur 2—3 klst., en gott er að vera vel skóaður og hafa nestisbita. Gangan er liður í Kvennahlaupi ÍSÍ og verður hægt að kaupa kvennahlaupsboli fyrir gönguna. Allar frekari upplýsingar veita landverðir í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins, sími 482 2660. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kaffisala kl. 14.00-.18.00. Stutt söng- og hugvekju- stund kl. 17.00. Allir hjartanlega velkomnir. EINKAMÁL Lýsum eftir Völu! Þú varst í Antvorskov Hpjskole í Danmörku árið 63 —64. Þú ert víst Halidórsdóttir ef ég man rétt og síðast, þegar við skrifuðumst á, bjóst þú í Reykjavík. Ég verð á íslandi þann 16.—21. júní og það væri alveg rosalega gaman ef við gætum hist og spjallað um liðna tima. Ég kem til með að búa á Hótel Cabin í Reykjavík. Hringdu endilega í mig, ef þú sérð þessi skilaboð. Farsíma- númerið mitt er +45 20 22 33 69 eða hafðu samband við hótelið. Kærar kveðjur, Ernst Jensen, Pilevej 5, 4540 Fárevejle, Danmörku. mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.