Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ j- FRÉTTIR Iff BÍÓBLAÐQ) Á FÖSTUDÖGUM Fyrsti markalausi ieikurinn á Evrópumótinu B/3 Fram og Valur skriðu áfram í bikar- keppninni í knattspyrnu B/3 Brian Tobin, forsætisráðherra Nýfundnalands Hvatt til ábendinga vegna Kárahnúka Brian Tobin, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador, og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Nútímatækni eykur mjög hættu á ofveiði Egilsstöðum. Morgunblaðið. ALMENNINGUR og hagsmuna- samtök eru hvött til að koma með ábendingar á öllu vinnsluferli um- hverfismats fyrir virkjun Kára- hnúka. Stjómendur Landsvú'kjunar lögðu á þetta áherslu á kynningai'- fundi um væntanlegt umhverfismat Kárahnúkavirkjunar sem um hundr- að manns sóttu á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fram kom á fundinum að Lands- virkjun hyggst kosta tvo landverði á hálendinu í tengslum við virkjunar- framkvæmdirnar. Landverðirnir verða starfsmenn Náttúruverndar ríkisins, en verður einnig ætlað að veita ferðamönnum upplýsingar um framkvæmdir Landsvirkjunar á svæðinu. Aðstaða á Skriðuklaustri Forsvarsmenn Landsvirkjunar skrifuðu í gær undir styrktarsamn- ing við Gunnarsstofnun á Skriðu- klaustri, en á næstu ánim hyggst fyrirtækið veita um fimmtán milljón- um króna til skipulags og fram- kvæmda á lóð Skriðuklausturs. Landsvirkjun mun fá eitt her- bergja Skriðuklausturs til afnota, en þar er ætlunin að kynna fyrirhugað- ar framkvæmdir á hálendinu. ---------------- Dómsátt um Miklu- braut 13 DÓMSÁTT hefur verið gerð milli Guðlaugs Lárussonar og Hólmfríð- ar Jónsdóttur annars vegar og borgar og ríkis hins vegar vegna héraðsdómsmáls sem Guðlaugur og Hólmfríður hafa rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Félagsbústaðir hf. kaupa íbúð Guðlaugs og Hólmfríðar á Miklu- braut 13 fyrir 15 milljónir króna og þau falla frá dómsmálinu. Til- drög málsins eru þau að 1989 keyptu stefnendur íbúðina í þeirri trú að mikil umferð ásamt hávaða- og loftmengun væri tímabundið ástand. Þegar ástandið batnaði ekki stefndu þau Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu. BRIAN Tobin, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador, kom hingað til lands í gær í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Áttu forsætisráðherrarnir fund í stjórn- arráðinu síðdegis í gær, en Tobin mun dvelja hér á landi fram á sunnu- dag og m.a. ræða við Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og verða viðstaddur þegar víkingaskip- ið íslendingur leggur úr höfn á morgun. Tobin hefur einu sinni áður komið hingað til lands, en þá gegndi hann embætti ráðherra sjávarútvegsmála og átti viðræður við íslensk stjóm- völd um fiskveiðistjórnun og reynslu þeirra af baráttu við landhelgis- brjóta. Ráðherrann rifjaði upp fyrri heimsókn sína hingað til lands eftir fundinn og sagði m.a. að mjög gagn- legt hefði verið að kynnast baráttu- aðferðum Islendinga gegn landhelg- isbrjótum, ekki síst klippum þeim sem íslendingar hefðu notað með góðum árangri í þorskastríðunum. „Við Kanadabúar gengum þá í gegn um mjög erfiða tíma í sjávar- útvegi og áttum einnig í deilum við Evrópubandalagið vegna ofveiða spænskra og portúgalskra fiskiskipa undan ströndum Austur-Kanada. Við leituðum til Islendinga og reynsla þeirra af slíkum málum vó þungt á metunum þegar samningar loks náðust," segir Tobin er hann rifjar Islandsferðina upp. Árið 1992 varð hrun í þorskstofn- inum undan ströndum Kanada og Tobin segir skelfilegt að hugsa til þess að nú, átta árum síðar, bendi enn ekkert til þess að stofninn muni ná sér aftur á strik. Hann segist hafa bent íslenska forsætisráðherranum á þetta þegar hann heyrði af niður- skurði á þorskkvóta við ísland. „Ég skýrði forsætisráðherranum frá því að nútímatækni yki mjög hættuna á ofveiði, svo að ekki aðeins stofnar einstakra fiskitegunda bíði varanlegan skaða af, heldur sjávar- útvegurinn í heild sinni. Af þeim sökum tel ég aðgerðir íslenskra stjórnvalda afar skynsamlegar. Ekki síst þar sem ég þekki þessi mál af eigin raun.“ Tobin er hér á landi ásamt eigin- konu sinni, ráðherrum ferða- og upplýsingatæknimála og orkumála pg sendiherra Kanada í Noregi og Islandi. Hann kveðst afar spenntur yfir tækifærinu til að sjá víkinga- skipið íslending sigla úr höfn á þjóð- hátíðardegi íslendinga. „Heimabyggð mín er hin eina á Vínlandi hinu gamla þar sem vís- indalega hefur verið staðfest að vík- ingar hafi numið land. Á L’Anse aux Meadows er talið að Leifur heppni hafi numið land og þar verður tekið á móti víkingaskipinu með mikilli við- höfn hinn 12. júlí nk. Ég er spenntur að sjá skipið halda af stað og geta síðan tekið á móti því við komuna til nýja heimsins," segir Tobin. Mikill áhugi er að hans sögn vest- anhafs á för Islendings yfir hafið til að minnast þúsund ára afmælis landafundanna. „Við erum stoltir af þessum þætti í sögu okkar og hyggj- umst minnast hans með veglegum hætti. Þannig treystum við enn frek- ar samskipti þjóða okkar, sem eiga svo margt sameiginlegt," sagði Brian Tobin að lokum. Gæsla vegna manns- láta framlengd HÆSTIRETTUR hefur fram- lengt gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á tveimur mannslátum. Gæsluvarðhald ungs manns, sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauða ungrar konu sem féll fram af svölum á 10. hæð fjölbýlishúss við Engihjalla í Kópavogi þann 27. maí sl., var framlengt til 3. júlí. í úrskurði héraðsdóms um gæsluvarðhaldið kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt að hafa hrint stúlk- unni að svölunum og þannig orð- ið valdur að slysi. Þá staðfesti Hæstiréttur gæsluvarðhald til 29. ágúst, eða þar til dómur fellur, í máli manns sem er sakaður um að hafa orðið föður sínum að bana á heimili þeirra í Þingeyjarsýslu aðfara- nótt 18. mars sl. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa skotið föður sinn þremur skotum í höfuðið. Endurskoðuð þjóðhagsspá fyrir 2000 og 2001 var birt í gær Spáð minni hagvexti og meiri viðskiptahalla ÞJÓÐHAGSSTOFNUN gerir ráð fyrir heldur minni hagvexti á þessu ári en stofnunin spáði í mars sl. eða 3,7% samanborið við 3,9% í seinustu spá. Þjóðhagsstofnun birti í gær endurskoðaða þjóðhagsspá, þar sem m.a. er tekið mið af ákvörð- un sjávarútvegsráðherra um aflamark fyrir kom- andi fiskveiðiár, sem kynnt var í gær. Skv. endurskoðaðri þjóðhagsspá eru horfur á að viðskiptahalli á árinu nemi 54,7 milljörðum króna, eða 7,8% af landsframleiðslu, og er það 4 milljarða meiri halli en áður var gert ráð fyrir, sem stafar af meiri halla á viðskiptum með vöru og þjónustu og hærri vaxtagreiðslum af erlendum lánum. Gert er ráð fyrir að töluvert hægi á hagvexti á næsta ári og nemi hann 1,6%. Spáð er hægum vexti einkaneyslu og samneyslu, en samdrætti í fjárfestingu. Vegna minni afla er gert ráð fyrir samdrætti í útflutningi og innflutningur dregst einnig saman, aðallega vegna minni fjárfestingar. Þá gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að við- skiptahalli á árinu 2001 nemi 53,8 milljörðum króna sem jafngildir 7,2% af landsframleiðslu. Spáð 5,5% verðbólgu á milli ára Verðbólguspá Þjóðhagsstofnunar er nær óbreytt frá fyrri spá en gert er ráð fyrir 5,5% hækkun neysluverðsvísitölunnar milli áranna 1999 og 2000, sem er örlítil hækkun frá fyrri spá, aðallega vegna lækkunar á gengi krónunnar síð- ustu daga. Innan ársins er gert ráð fyrir að neysluverðsvísitalan hækki um 4,7%. Á árinu 2001 er gert ráð fyrir að töluvert dragi úr hagvexti, ekki síst vegna þess að gert er ráð fyrii' að framleiðsla sjávarafurða dragist saman um 7% á árinu 2001 í ljósi ákvörðunar sjávar- útvegsráðherra um aflamark. Spáð er 1,6% aukn- ingu landsframleiðslu á árinu 2001. Vegna meiri skuldsetningar erlendis aukast vaxtagreiðslur af erlendum lánum sem vegur upp minni halla á viðskiptum með vöru og þjónustu. Þannig er gert ráð fyrir að viðskiptahalli nemi 53,8 milljörðum króna á árinu 2001, eða sem jafn- gildir 7,2% af landsframleiðslu, sem er svipaður halli og á árinu 2000. Á árinu 2001 er búist við að atvinnuleysi aukist dálítið og fari í 2%. Þá er gert ráð fyrir að neyslu- verð hækki um 414% milli áranna 2000 og 2001 og um 314% innan ársins 2001. Sérblöð í dag Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.ls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (16.06.2000)
https://timarit.is/issue/132977

Tengja á þessa síðu: 2
https://timarit.is/page/1970663

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (16.06.2000)

Aðgerðir: