Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR16. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kópavogsbær segir upp lóðarleigu margra heilsárshúsa við Vatnsenda með árs fyrirvara Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Undanfarið hefur mikið verið byggt í Hvarfahverfi á Vatnsendasvæðinu en þar er einnig Qöldi eldri heilsárshúsa, sem upphaflega voru sumarbástaðir. Óhjákvæmileg' óþægindi og röskun segir bæjarsljóri KÓPAVOGSBÆR hefur sagt upp með eins árs fyrir- vara lóðarleigusamningum nokkurra húseigenda í Vatnsendahverfi en unnið er að skipulagningu 5-6.000 manna byggðar þar í tengsl- um við endurskoðun aðal- skipulags Kópavogs. „Það er ljóst að á næstu árum verða töluverðar breytingar á hög- um margra íbúa í Vatnsenda- hverfi. Ohjákvæmilegt er að frekari uppbyggingu hverfis- ins fylgi einhver óþægindi og röskun fyrir þá sem fyrir eru,“ segir í uppsagnarbréfi sem Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri í Kópavogi, ritaði nokkrum húseigendum þann 10. síðasta mánaðar. Bæjar- stjóranum voru í gær afhent- ar sameiginlegar tillögur og athugasemdir 120 húseig- enda við skipulagstillögurn- ar. I þeim hópi eru bæði íbúar í nýskipulögðu hverfi og þeir sem búa í húsum sem upphaflega voru byggð sem sumarbústaðir en hafa nú fengið viðurkenningu bæjar- ins sem heilsárshús. I tillögum íbúanna er mælst til þess að horfíð verði frá hugmyndum um að skipu- leggja Vatnsendasvæðið sem 5-6.000 manna byggð en stefnt verði að 3.000 manna byggð þess í stað. Haldið verði í frjálslegt yfirbragð, lágreista og dreifða byggð, gróður og óspillta náttúru svæðisins. Þá verði það skipulagt þannig að fólk geti notið útivistar, svo sem út- reiða, fiskveiða og göngu- ferða í sem óspilltustu um- hverfi og skipulagt verði með tilliti til þeirra heimila, sum- arhúsa og lóða sem fyrir eru. íbúarnir telja að með 5-6.000 manna byggð sé gengið á bak fyrri yfirlýsinga forráða- manna bæjarins, m.a. gagn- vart þeim sem nýlega hafa byggt á svæðinu, um að við Vatnsenda eigi að vera „sveit í borg“. Rut Kristinsdóttir, íbúi og húseigandi við Vatnsenda, er ein þein-a sem fengið hefur uppsögn lóðarleigusamnings frá bænum og hún gekk á fund bæjarstjórans og skipu- lagsstjóra bæjarins fyrir hönd íbúanna í gær. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að íbúarnir hefðu um skeið vitað að til stæði að skipuleggja svo þétta byggð í grenndinni og það hefði mátt skilja á upp- lýsingum sem fram komu á borgarafundi vegna vinnu við breytingar á aðalskipulagi bæjarins þann 16. apríl. Enn væru þó ekki komnar fram ákveðnar tillögur frá bænum. Nokkur hundruð íbúar Nokkur hundruð manns búa allt árið í Vatnsenda- hverfi auk þess sem fjöldi á þar sumarhús. Á annan tug húsa, sem upphaflega voru sumarhús, hafa verið endur- byggð og veitt leyfi til heils- ársbúsetu í þeim og það eru þeir, auk eigenda sumarhúsa, sem fengið hafa uppsagnir á lóðarleigusamningum. Vax- andi fjöldi býr einnig í svo- nefndu Hvarfahverfi sem hefur byggst á undanförnum árum á landi sem Kópavogs- bær hefur úthlutað. Uppsögn lóðarleigunnar varðar ekki það fólk en Rut segir að Hvarfahverfi hafi verið skipulagt sem „sveit í borg“ og fólk hafi byggt sér húsin þar með það fyrir augum að áframhaldandi skipulagi yrði með sama hætti enda hafi ýmsar yfirlýsingar kjörinna fulltrúa og embættismanna bent til þess að áhersla yrði hér eftir sem hingað til á að hlúa að möguleikum til úti- vistar og nábýli við óspillta náttúru á svæðinu. Hvarfa- hverfi hafi því þótt sambæri- legt við Álftanes og Mosfells- dalinn og fólk hafi leitað eftir kyrrð, ró og nálægð við nátt- úruleg útivistarsvæði. Hug- myndir íbúanna séu þær að skipulagsvinnan eigi að mið- ast við að svo verði áfram. Rut segir ljóst að ekki verði hægt að samræma „sveit í borg“ 5-6.000 manna byggð og tveimur grunnskól- um sem nauðsynlegt verður að reka í hverfi af þeirri stærð. Þá verði Vatnsendinn sennilega eins og hvert ann- að úthverfi á höfuðborgar- svæðinu þar sem varla verði hægt að stunda útivist og náttúruskoðun nema á skipu- lögðum og manngerðum „grænum svæðum“. Öllum finnst þeir í lausu lofti Hún segir að íbúunum sé brugðið vegna fyrrgreinds bréfs bæjarstjórans þar sem þeim er sagt upp lóðarleigu- samningum vegna heimila sinna með árs fyrirvara. Nokkrir húseigendur hafa einnig fengið uppsögn frá landeigendum en bærinn hef- ur ekki tekið allt svæðið eign- arnámi. „Það finnst öllum þeir vera í lausu lofti og við höfum fengið misvísandi svör um hvað verður enda liggja engar endanlegar tillögur fyrir" segir hún. „Meðan ástandið er svona eru eign- irnar okkar tiltölulega verð- lausar og ekki hægt að selja þær þótt við eigum kröfu á bæinn um að innleysa eign- irnar strax.“ „Þetta er sveitalegt samfé- lag,“ segir Rut Kristinsdótt- ir, húseigandi og íbúi við Vatnsenda, um samfélagið í Vatnsendalandinu. „Við höf- um sérstakt kvenfélag og þorrablót og stöndum vel saman en viljum samt vera út af fyrir okkur. Fólk flyt- ur í hverfið til að komast í snertingu við náttúruna og sveitina en geta samt stund- að vinnu í borginni." Margir hafa byggt sér hesthús við hús sín í hverf- í bréfí bæjarstjórans segir að áætlað sé að vinnu við að- alskipulag ljúki á þessu ári og að því loknu verði ráðist í deiliskipulag sem líklegt sé að liggi fyrir á næsta ári. „Þegar deiliskipulag á of- angreindu landi bæjarins í Vatnsendahverfi hefur verið samþykkt af bæjarstjórn Kópavogs verður hafist handa við gerð samninga við hlutaðeigandi leigutaka,“ inu undanfarin ár og Rut sagðist, eins og margir nágrannar hennar, áhuga- söm um ræktun. Þótt landið sé ekki auðvelt til ræktunar hefur hún lagt mikla vinnu í garðinn. „Þessi garður er mitt lieimili," segir hún. Auk Elliðavatnsins og víð- ernisins er að finna á svæð- inu heimkynni 27 fugla- tegunda, þar á meðal himbrima og varpstöðvar gulandar sem er gjaldgæf tegund. segir í bréfinu. „í þeim tilvik- um sem ekki verður unnt að fella hús inn í skipulag er sjálfgefið að viðkomandi leigusamningur verður ekki endurnýjaður. Bæjaryfirvöld munu þá leita samninga um kaup á viðkomandi fasteign.“ Sum hús fá að standa en með skertum lóðum Enn fremur segir að í þeim tilvikum sem unnt verður að fella hús inn í skipulag megi engu að síður búast við breytingum á lóðamörkum þar sem núverandi lóðir í Vatnsendahverfi séu flestar mun stærri en reikna megi með í væntanlegu deiliskipu- lagi. „Bæjaryfirvöld munu þá leita samninga um bætur fyr- ir mannvirki sem lenda utan nýrraleigumarka og í fram- haldi af því gera nýjan leigu- samning," segir í bréfinu og enn fremur að jafnframt verði nýjar lóðir á svæðinu auglýstar til úthlutunar í samræmi við nýtt deiliskipu- lag. Upphaflega voru lóða- leigusamningarnir gerðir við bóndann á Vatnsenda með ákvæði um eins árs uppsagn- arfrest enda segir Rut að þá hafi verið um sumarhús að ræða. Síðan hafi bærinn tekið hluta landsins eignarnámi og mörg húsanna verið viður- kennd sem heilsárshús. Engu að síður beri bærinn fyrir sig óbreytt uppsagnarákvæði samnings um sumarhús. Heimili víki ekki fyrir nýbyggingum Fólki finnist ekki koma til mála að þessi heimili verði að víkja fyrir nýbyggingum og bendir á að byggingarfulltrúi bæjarins hafi áður lýst því yf- ir að það hafi verið skilyrði fyrir því að sumarbústaðir fengju heilsársleyfi að talið væri að þeir féllu vel inn í framtíðarbyggð á svæðinu. Hún segir að lögfræðingar, sem íbúarnir hafa rætt málin við, undrist að bærinn segi samningnum upp með svo skömmum fyrirvara því þrátt fyrir samningsákvæðið hafi nýleg skipulagslöggjöf mjög styrkt réttarstöðu leigulóða- hafa. Eins og fyrr sagði átti Rut í gær fund með bæjarstjór- anum og afhenti þar athuga- semdir og tillögur u.þ.b. 120 manna, sem hún segir vera um 80% af húseigendum hverfisins. Hún sagði að bæj- arstjóri hefði tjáð sér að at- hugasemdirnar yrðu lagðar fyrir bæjarráð og um þær yrði fjallað sem hluta af skipulagsferlinu. Þá hefði komið fram hugmynd frá Birgi Sigurðssyni, skipulags- stjóra bæjarins, um að halda á næstunni sérstakan fund með íbúum Vatnsendahverfis vegna skipulagsmálanna. Snerting við nátt- úruna og sveitina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (16.06.2000)
https://timarit.is/issue/132977

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (16.06.2000)

Aðgerðir: