Morgunblaðið - 16.06.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 16.06.2000, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR16. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sækjandi lýkur málflutningi í nýja e-töflumálinu Aðalsakborningur verði dæmdur í tíu ára fangelsi Snjóþungt sumarland HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfum manns, sem vildi að leigusamningur á sumarbú- staðalóð yrði felldur úr gildi eða honum rift þar sem þar væri svo snjóþungt að lóðin væri ekki hæf til að byggja á henni sumar- hús. Maðurinn tók á leigu lóð fyrir sumarhús sunnanlands til 25 ára. Hann reisti sumarhús á lóð- inni, en það skemmdist af völd- um snjóþunga nokkrum árum síðar. Hæstiréttur féllst á að sá staður á lóðinni, þar sem mað- urinn byggði húsið, hefði verið óhæfur vegna hættu á snjóalög- um. Hins vegar hefði maðurinn í engu leitast við að sýna að allir kostir um húsastæði á lóðinni væru þessu marki brenndir. RÍKISSAKSÓKNARI fer fram á tíu ára fangelsisdóm yfir meintum höfuðpaur í nýja e-töflumálinu sem kom upp í lok síðasta árs en sækj- andi lauk málflutningi sínum fyrir héraðsdómi Reykjavíkur i gær. Verjandi mannsins, sem var aðal- vitni ríkisins í málinu gegn Kio Briggs á síðasta ári, fór hins vegar í ræðu sinni í gær fram á vægustu refsingu sem lög kynnu að leyfa. Alls eru ellefu menn á aldrinum 17-25 ára ákærðir fyrir mismikinn þátt í innflutningi, sölu og dreif- ingu á 3850 e-töflum sem aðalsak- borningur í málinu hefur viður- kennt að hafa keypt í Hollandi seint á síðasta ári og sent heim til íslands með DHL-pósti. Sagði sækjandi að gögn málsins sýndu berlega að meintur höfuðpaur, sem er 26 ára, væri sá eini sem tengdi saman kaup og innflutning á fíkniefnunum, dreifingu þeirra og sölu. Maðurinn er ákærður á grunni 173. greinar almennra hegningar- laga og kom fram í máli sækjanda í gær að miðað við fyrri dóma fyrir innflutning á mun minna magni af e-töflum væri eðlilegt að fara fram á hámarksrefsingu eða tíu ára fangelsisdóm. Hér væri um afar hættuleg fíkniefni að ræða og ekki léki vafi á því að sterkur og ein- beittur vilji hefði verið fyrir hendi hjá honum að brjóta af sér með þessum hætti. Hallvarður Einarsson, verjandi mannsins, gerði alvarlegar athuga- semdir við ákærulýsingu ákæru- valdsins í málinu og sagði margt í henni afar torskilið og óljóst. Enn- fremur væri engan veginn ljóst að hlutur skjólstæðings hans hefði verið jafn-ríkur og sækjandi héldi fram og benti verjandi á í því sam- bandi að maðurinn hefði ítrekað neitað því að hafa leikið eitthvert leiðtogahlutverk í þessu máli. Verjendur annarra sakborninga halda áfram málflutningi í dag. Ljósmynd/Kjartan Sigurgeirsson í áhöfn BESTA eru: Baldvin Björgvinsson skipstjóri, Áskell Fannberg, Arnþór Ragnarsson, Sigurður Óli Guðnason, Gunnar Geir Halldórsson, Emil Pétursson, Böðvar Friðriksson, Jökull Mar Pétursson, Trausti Þór Ævarsson og Linda Björk Ólafsdóttir. Myndin var tekin í Frakklandi í gærmorgun. BESTA í alþjóðlegri siglingakeppni BALDVIN Björgvinsson og áhöfn hans vinna nú að undirbúningi skútunnar BESTA fyrir alþjóðlega siglingakeppni sem hefst í Paim- pol í Frakklandi sunnudaginn 18. júní. Keppnisleiðin er alls um 3.000 sjómflur, frá Paimpol til Reykjavíkur og aftur til baka. BESTA er sextíu og eins feta skúta, 13 tonn að þyngd, masturs- hæð er 22 metrar og heildar- seglaflötur um 500 fermetrar. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslensk áhöfn tekur þátt í alþjóð- legri úthafskeppni. Tvær nýjar deildir stofnaðar við Háskolann HÁSKÓLARÁÐ hefur samþykkt að stofna tvær nýjar deildir við skólann; hjúkrunarfræðideild og lyfjafræði- deild. Deildimar hafa fram að þessu verið hluti af læknadeild Háskólans en verða núna sjálfstæðar deildh- með sömu réttindi og skyldur og aðr- ar deildir skólans. Breytingin er gerð í tengslum við breytingar sem háskólaráð hefur gert á reglugerð Háskólans, en farið var út í að endur- skoða reglugerðina í framhaldi af nýjum lögum um Háskólann sem samþykkt voru á Alþingi á síðasta ári. Bima Flygenring, deildarstjóri námsbrautar í hjúkmnarfræði, sagði að þessi ákvörðun háskólaráðs væri mikill sigur og viðurkenning fyrir hjúkrunarfræðina. Sérstök mats- nefnd hefði gert úttekt á námsbraut- inni í hjúkrunarfæði og það hefði verið mat hennar að brautin upp- fyllti allar kröfur sem gerðar era til háskóladeilda. Hún sagði að ekki yrðu miklar breytingar á náminu við þessar breytingar. Deildin fengi fjárhagslegt og rekstrarlegt sjálf- stæði. Hins vegar myndi þessi breyt- ing hafa óveraleg fjárhagsleg út- gjöld í för með sér. Um 560 nemendur stunda nám í hjúkrunarfræði við Háskólann. Fyrstu nemendurnir útskrifuðust með BS-próf í hjúkranarfræði árið 1977. í þessum mánuði útskrifast fyrsti nemendinn með meistarapróf í hjúkrunarfræði. Auk þess býður deildin upp á 18 mánaða viðbótar- nám í ljósmæðrafræði. Birna sagði að hjúkranarfræðideildin hefði verið að styrkjast mikið á seinni áram. Doktoram við deildina hefði fjölgað og rannsóknarstarf hefði eflst mikið. Mikil viðurkenning Kristín Ingólfsdóttir, prófessor og formaður stjórnamefndar í lyfja- fræði, sagði að þessi ákvörðun há- skólaráðs fæli í sér mikla viðurkenn- ingu á rannsóknum og kennslu í lyfjafræði. Þessi breyting styrkti stöðu lyfjafræðinnar innan Háskól- ans en einnig styrkti ákvörðunin deildina í samskiptum við erlenda háskóla og rannsóknarstofnanir. Um 90 nemendur stunda nám í lyfjafræði í HÍ. Námið er fimm ár en einnig er boðið upp á meistaranám og doktorsnám. Enn fremur hafa er- lendir nemendur stundað nám og rannsóknir við deildina. Kristín sagði að rannsóknarstarf í lyfjafræði væri öflugt og kennarar hefðu t.d. fengið mörg einkaleyfi á grandvelli rannsókna sinna. Niðurstöður þeirra hefðu verið birtar í alþjóðlega viður- kenndum tímaritum en deildin ætti í öflugu samstarfi við innlend og er- lend fyrirtæki og erlenda háskóla. Námsbraut í lyfjafærði gekkst undir sams konar úttekt og hjúkrun- arfræðin og stóðs hún allar kröfur sem gerðar eru til háskóladeilda. Heilbrigðisráðherra gefur út tvær nýjar reglugerðir um tryggingamál Útgjöld hins op- inbera lækka um 300 milljónir HEILBRIGÐIS- og tryggingamála- ráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, gaf í gær út tvær reglugerðir. Fjallar fyrri reglugerðin um endurgreiðslu kostn- aðar vegna læknis- lyfja- og þjálfun- arkostnaðar, en sú seinni felur í sér að hlutur notenda í kostnaði vegna lyf- seðilsskyldra lyfja er aukinn. Samanlög áhrif ofangreindra að- gerða til lækkunar lyfjaverðs hins op- inbera á árinu era áætluð um 300 milljónir króna. Ef hins vegar allar aðgerðir sem heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið stendur fyrir á árinu era lagðar saman, má gera ráð fyrir að útgjöld hins opinbera lækki um ríflega 700 milljónir, en áhrif að- gerðanna á heilu ári era áætluð um 1 milljarður króna frá því sem áætlanir gerðu ráð fyrir, hefði ekki verið gripið til aðgerða. Komið til móts við tekjulágar fjölskyldur í fyrri reglugerðinni er haft að leið- arljósi að komið verði tíl móts við tekjulágar fjölskyldur vegna læknis-, lyfja- og þjálfunarkostnaðar bama, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Breytingin felst meðal annars í því, að allur lyfjakostnaður vegna lyfseðilsskyldra lyfja bama innan 18 ára kemur til útreiknings endurgreiðslu, en áður var miðað við 6 ára aldurstakmark. Þá era viðmiðunartekjur fjöl- skyldna hækkaðar um 200 þús. kr. á ári og sama upphæð dregin frá við- miðunartekjum fyrir hvert barn und- ir 18 ára aldri, sem þýðir að fjölskyld- ur geta færst niður um flokk frá því sem verið hefur og því átt rétt á meiri endurgreiðslum en áður. Telur Tryggingastofnun rfldsins að erfitt sé að áætla nákvæmlega þann aukna kostnað sem fylgir þessari breytingu, en miðað við umsóknir undanfarinna ára megi búast við að kostnaður ríkissjóðs geti aukist um 15 til 20 milljónir á ári. Það er þó sennilega varlega áætlað, því að öllum lfldndum mun umsóknum fjölga í framhaldi af rýmri rétti þeirra sem geta sótt um endurgreiðslur. Greiðsluþátttaka eykst ura allt að 700 krónum á lyfseðil Seinni reglugerðin felur í sér að hlutur notenda í kostnaði vegna lyf- seðilsskyldra lyfja er aukinn. Aðgerð- in er sambærileg við það sem gert hefur verið undanfarin ár, þegar gerðar hafa verið breytingar á greiðsluþátttöku þeirra sem nota lyf, og er mai'kmiðið nú sem áður að hamla gegn sjálfvirkri aukningu á lyfjakostnaði í samfélaginu. Eins og áður er við það miðað að hækka kostnað elli- og örorkulífeyris- þega sem minnst. Þannig eykst greiðsluþátttaka þeirra aldrei meira en um 150 krónur á lyfjaávísun á meðan greiðsluþátttaka almennings getur aukist að hámarki um 700 krón- ur á lyfjaávísun. Lyf við sveppasýkmgum ekki niðurgreidd Með reglugerðinni hættir Trygg- ingastofnun rfldsins að greiða niður lyf við sveppasýkingum. Þó verður gefinn kostur á þvi að sækja um lyíja- skírteini hjá Tryggingastofnun og verða þau veitt að ákveðnum skilyrð- um uppfylltum. Þá verður verkjalyfið Voltaren Rapid ekki lengur greitt niður, enda er það skráð með ábend- ingum sem skammtíma verkjameð- ferð sem almannatryggingar taka ekki þátt í að greiða. Lést í um- ferðarslysi MAÐURINN sem lést í um- ferðarslysi á Akranesi á þriðju- dagskvöld hét Andri Már Guð- mundsson, 23 ára gamall, til heimilis að Vesturgötu 46 á Akranesi. Hann lætur eftir sig unnustu og fósturson auk for- eldra og tveggja systkina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.