Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 31 ERLENT Handtaka rússnesks fjölmiðlakóngs Sagði saksóknara hafa farið offari Moskva, Berlín. AP, Reuters. S AP Island á minnis- varða í Belgrad VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, viðurkenndi í gær að ríkissak- sóknari Rússlands hefði gengið of langt með því að fyrirskipa handtöku þekkts fjölmiðlakóngs og auðjöfurs í Moskvu á þriðjudag. Handtaka Vladimírs Gúsinskís hefur verið gagnrýnd harðlega af ýmsum aðil- um, bæði innan og utan Rússlands. Er því haldið fram að handtakan tengist gagnrýni fjölmiðla í eigu Gúsinskís á stjórnvöld í Moskvu. Einnig hafa samtök gyðinga sagt að handtakan sé aðför að hagsmunum gyðinga í Rússlandi sem hafi farið vaxandi upp á síðkastið. Gúsinskí er formaður Rússlandsdeildar Heims- ráðs gyðinga (WJC). Opinbera skýr- ingin á handtökunni er hins vegar sú að Gúsinskí liggi undir grun um að hafa dregið að sér opinbert fé í tengslum við einkavæðingu ríkisrek- innar sjónvarpsstöðvar íyrir nokkr- um árum. „Eg tel að hægt hefði verið að taka á málinu án þess að handtaka nokk- um,“ sagði Pútín þar sem hann var staddur í opinberri heimsókn í Þýskalandi í gær. Forsetinn bætti við að Gúsinskí sætti nú rannsókn vegna viðskipta sinna en ekki sem fjölmiðlakóngur eða forystumaður gyðinga. Pútín hefur ítrekað neitað allri aðild að málinu og sagt að hann geti ekki skipað ríkissaksóknara fyr- ir verkum. Stjórnvöld óttast fijálsa Qölmiðlun í yfirlýsingu sem Gúsinskí sendi frá sér í gær sagði að rússnesk stjómvöld óttuðust frjálsa fjölmiðlun og að stjómarfar í landinu stefndi hraðbyri í átt til alræðis. Yfirlýsingin var lesin af lögmanni Gúsinskís fyrir utan Butyrskaya-fangelsið í Moskvu þar sem hann er nú í haldi vegna grans um fjárdrátt. „Þetta er póli- tískt ráðabragg, skipulagt af hátt- settum fulltrúum ríkisstjórnarinnar sem álíta tjáningarfrelsið vera ógn við sig,“ sagði í yfírlýsingunni. MILAN Milutinovic, forseti Serb- íu, tendraði á mánudag „hinn ei- lífa loga“ sem brennur við þrjátíu metra háan minnisvarða í mið- borg Belgrad. Minnisvarðinn, sem sést á myndinni hér að ofan, var reistur til heiðurs þeim Serbum er vörðust hetjulega árásum Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu snemma sumars 1999. Á miðhluta hins risavaxna minnisvarða er ritaður texti Miru Markovic, eiginkonu Slobodans Milosevic Júgóslavíuforseta, og til hliðar eru rituð ættjarðarljóð, sérvalin af henni. I texta Mark- ovic segir: „Látum loga þennan brenna um alla eilifð og minn- umst þannig stríðsins sem NATO- ríkin 19 hófu gegn Serbíu frá 24. mars til 10. júní 1999.“ Þar fyrir neðan eru rituð nöfn ísiands og átján annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. C&A hættir í Bretlandi TIL stendur að loka öllum verslunum C&A í Bretlandi og mun það leiða til þess að 4.800 manns missa vinnuna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC í gær. Verslanirnar eru alls 113 og mun koma til lokana fyrir árslok. C&A er í einkaeign hol- lensku Brenninkmeyer-fjöl- skyldunnar og hefur mikil leynd hvílt yfir rekstri fyrir- tækisins og einungis æðstu stjórnendum var greint frá árlegum rekstrarniðurstöðum allt fram til ársins 1998. Talsmenn fyrirtækisins harma að skilyrði séu ekki fyrir hendi til að reka C & A í Bretlandi eins og undanfarin 75 ár en fyrirtækið hefur tap- að á rekstrinum þar upp á síðkastið eins og fleiri versl- anakeðjur, s.s. Marks & Spencer og Burtons. Söluráðgjafar okkar gera það líka þessa dagana Verð frá 1.678.000 kr. Gijótháls 1 Sírni 575 1200 Söludeild 575 1220 Renault Laguna — með enn rneiri búnaði Nú er rétti tíminn til að kaupa Renault Laguna því siiluráðgjafar okkar enj í sérstökum gír í tilefni sumarsins. Það þýðir að þrátt íyrir að Laguna sé hlaðin óvenjumiklum staðalbúnaði er aldrei að vita hvað fylgir með í kaupunum. Komdu og spjallaðu við söluráðgjafa Renault. Það er aldrei að vita hvað þcir gera fyrir þig. RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (16.06.2000)
https://timarit.is/issue/132977

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (16.06.2000)

Aðgerðir: