Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 39
38 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 39
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
AKVORDUN
SJÁVARÚTVEGSRÁÐH ERRA
/
RNI M. Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra tilkynnti í gær
ákvörðun sína um fiskveiði-
kvóta fyrir næsta fiskveiðiár. Athygli
vekur að ákvörðun ráðherrans víkur í
nokkrum atriðum frá ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar. Þorskveiðikvót-
inn verður 220 þúsund tonn í stað 203
þúsund tonna, sem Hafró lagði til. Út-
hafsrækjukvótinn verður 20 þúsund
tonn í stað 12 þúsund tonna bráða-
birgðakvóta, sem Hafró lagði til.
Ufsakvótinn verður 5000 tonnum um-
fram tillögur Hafró. Heildarafli á
skarkola er aukinn um 1500 tonn um-
fram tillögur Hafró.
Hinni svonefndu aflareglu er
breytt á þann veg að þorskaflinn
breytist aldrei um meira en 30 þús-
und tonn til eða frá. Rökin fyrir því
eru þau að þannig megi vega á móti
óvissu í stofnstærðarmati og draga úr
óhagkvæmum sveiflum í hámarks-
afla. I samræmi við þessa breytingu á
aflareglu er þorskaflinn minnkaður
um 30 þúsund tonn frá yfirstandandi
fiskveiðiári í stað þess að hann hefði
verið minnkaður um nær 50 þúsund
tonn, ef fylgt hefði verið ráðgjöf
Hafró. Útflutningstekjur þjóðarinnar
minnka um 4-5 milljarða af þessum
sökum í stað þess að þær hefðu
minnkað um 7-8 milljarða og jafnvel
10 milljarða ef ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar hefði verið fylgt.
Hver eru rökin fyrir þessari breyt-
ingu á aflareglu? í fyrsta lagi þau að
þannig megi vega á móti óvissu í
stofnstærðarmati. Sú óvissa er ekk-
ert nýtt fyrirbæri. Hún hefur alltaf
verið fyrir hendi. Hvers vegna er tek-
in ákvörðun um að mæta henni á
þennan veg nú? Af hverju ekki í upp-
hafi? Af hverju ekki fyrr? Það er
óheppilegt að þessi röksemd skuli
dregin fram á þeim punkti þegar
Hafró leggur til verulega minnkun á
þorskafla í stað þess að menn gerðu
sér almennt vonir um óbreyttan afla
og jafnvel aflaaukningu. Tímasetn-
ingin dregur úr trúverðugleika þess-
arar röksemdar.
í öðru lagi eru rökin þau að draga
þurfi úr óhagkvæmum sveiflum í
hámarksafla. Því hefur alltaf fylgt
óhagkvæmni þegar þorskaflinn hefur
verið minnkaður. Það má færa rök
fyrir því að þegar þorskstofninn hef-
ur styrkzt töluvert getum við leyft
okkur að taka ákvörðun um að jafna
þessar sveiflur en hefur hann styrkzt
nægilega mikið? Óneitanlega bendir
ráðgjöf Hafró nú til þess að stofninn
standi enn ekki nægilega traustum
fótum.
En jafnframt má spyrja að hvaða
notum þessi aflaregla komi, ef
ástandið versnar skyndilega svo mjög
að öllum verður ljóst að það er óhjá-
kvæmilegt að minnka aflann mun
meira en sem nemur 30 þúsund tonn-
um. Eða ef þorskstofninn styrkist svo
mjög að augljóslega sé óhætt að auka
aflann mun meira en nemur 30 þús-
und tonnum. Hverjum dettur í hug að
í slíkum tilvikum verði haldið fast við
hina nýju aflareglu? Auðvitað verður
það ekki gert. Og hvers virði er hún
þá?
Því miður virðist sjávarútvegsráð-
herra hafa tekið fyrstu skrefin út á
braut, sem getur leitt til þess að há-
mark sjávarafla verði aftur ákvarðað
á grundvelli pólitískra hagsmuna en
ekki á grundvelli faglegs mats á stöðu
fiskistofnanna. Að vísu verður ekki
séð að pólitískir hagsmunir hafi knúið
á um þessar breytingar. Ríkisstjórn-
in og stjórnarflokkarnir standa
traustum fótum meðal þjóðarinnar og
þessir aðilar hefðu auðveldlega staðið
af sér óþægindi sem kynnu að hafa
fylgt ákvörðun um að fylgja ráðgjöf
Hafró.
Frá því að sjávarútvegsráðherra
flutti ræðu sína á sjómannadaginn
hefur hins vegar verið ljóst að hann
hygðist taka ákvörðun um heildarafla
á næsta ári á öðrum forsendum en
fylgt hefur verið um skeið.
Ummæli Jóhanns Sigurjónssonar,
forstjóra Hafrannsóknastofnunar, í
samtali við Morgunblaðið sl. sunnu-
dag bentu til hins sama. Jóhann Sig-
urjónsson var spurður eftirfarandi
spurningar: „Finnst þér koma til
greina að hverfa frá aflareglunni, til
dæmis í eitt ár, til að koma í veg fyrir
tímabundna efnahagslega erfið-
leika?“
Svar hans var upplýsandi: „Það er
ákvörðun stjórnvalda hvernig þau
vilja nýta sér þá vitneskju sem fyrir
liggur. Hafrannsóknastofnun mælti
með þessari aflareglu á sínum tíma.
Það var jafnframt tekið fram að rétt
væri eftir 5 ár að skoða hvernig hún
hefði reynzt. Það er mjög eðlilegt en
ég held að það væri afturför að hætta
að nýta stofninn með langtímasjónar-
mið í huga. Það getur hins vegar vel
verið að það þurfi að bæta aflaregluna
með einhverjum hætti. Hún þarf bæði
að uppfylla þau líffræðilegu markmið
sem menn settu sér í upphafi og gefa
efnahagslegan ábata. Það getur verið
að sveiflur í þessari aflareglu séu
óskynsamlegar af hagkvæmnisástæð-
um. Að reglan taki of mikið mið af
sveiflum í stofnmati milli ára.“
Það var augljóst að með þessum
orðum var forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar að undirbúa jarðveginn
fyrir þá ákvörðun sjávarútvegsráð-
herra sem tilkynnt var í gær. í Morg-
unblaðinu í dag kemur fram ótvíræð-
ur stuðningur hans við ákvörðun
ráðherra.
Það hlýtur að vera mikið umhugs-
unarefni fyrir forráðamenn Hafrann-
sóknastofnunar hvort stofnunin sé
með þessu að veikja faglega stöðu
sína.
Rökin sem færð hafa verið fram
fyrir því að breyta aflareglunni eru
ekki nægilega sterk. Breytingin sjálf
er þess eðlis að það er alveg augljóst
að hún mun ekki halda á hvorn veg
sem þróun þorskstofnsins verður.
Sú meginlína í ákvörðun sjávarút-
vegsráðherra að auka kvóta umfram
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vek-
ur ugg. í því góðæri sem nú ríkir er
erfitt að sjá hvaða efnahagslegu rök
knýja á um að vikið sé frá fyrri stefnu.
Eftir þessa ákvörðun sjávarútvegs-
ráðherra hefur þjóðin ekki jafn fast
land undir fótum vegna uppbygging-
ar þorskstofnsins og áður og það er
miður.
Leyfilegur heildarafli á næsta fiskveiðiári kynntur í gær
Kynning Reykjavíkur er orðin stór hluti af starfí borgarstjóra
Þorskvóti dregst saman
um 30 þúsund tonn
Heildarafli í þorski dregst saman um 30
þúsund tonn á næsta fiskveiðiári, sam-
kvæmt breytingum á aflareglu sem sjávar-
útvegsráðherra kynnti í gær. Þannig segir
ráðherra að mæta megi óvissu í stofn-
stærðarmati og jafna óhagkvæmar sveifl-
ur í heildarafla.
Tillögur um hámarksafla fiskveiðiárin
2000/2001 og 1999/2000, og aflamark
Fiskveiðiár: 2000/2001
Tegund
Tillögur Leyfilegur
Hafranns.- heiidarafli,
st, tonn tonn
1999/2000
Tillögur Afla-
Hafranns.st., mark,
tonn tonn
Þorskur
Ýsa
Ufsi
Gullkarfi
Djúpkarfi
Úthafskarfi
Grálúða
Skarkoli
Sandkoli
Skrápflúra
Langlúra
Þykkvalúra
Steinbítur
Síld
Loðna
Gulllax
Humar
Innfjarðarækja
Úthafsrækja
Hörpuskel
>57.000
203.000 220
30.000 30
25.000 30
35.000
22.000
45.000
20.000
4.000
4.000
5.000
1.100
1.400
13.000
110.000
650.000
12.000
1.200
2.200
12.000
9.300
000
000
000
20.
4.
5.
5.
1.
1.
13.
110.
975.
1.
2.
20.
000
000
500
000
100
400
000
,000
,000*'
200
,200*2
,000
,300
247.000
35.000
25.000
35.000
25.000
85.000
10.000
4.000
7.000
5.000
1.100
1.400
13.000
100.000
856.000
12.000
1.200
3.250
20.000
9.800
250.000
35.000
30.000
>60.000
45.000
10.000
4.000
7.000
5.000
1.100
1.400
13.000
100.000
1.000.000
1.200
3.250
20.000
9.800
*1 790.000 tonn í hlut íslands *2 Endurskoðað að fengnum till. Hafrannsóknast.
ÍKISSTJÓRN íslands
ákvað í gær að leyölegur
heildarafli í þorski á
næsta fiskveiðiári verði
220 þúsund tonn sem er 30 þúsund
tonna minni afli en á yfirstandandi
ári. Það er þó 17 þúsund tonn um-
fram tillögur Hafrannsóknastofnun-
arinnar. Þetta kom fram á blaða-
mannafundi í gær þar sem
sjávarútvegsráðherra kynnti leyfi-
legan heildarafla á næsta fiskveiði-
ári. Ráðherrann kynnti um leið
breytingar á aflareglunni svokölluðu
en í breytingunni felst að þorskafli
breytist aldrei meira en 30 þúsund
tonn milli ára og segir ráðherrann að
þannig megi vega upp á móti óvissu í
stofnstærðarmati og draga úr óhag-
kvæmum sveiflum á hármarksafla.
Ætla má að útflutningstekjur sjáv-
arafurða á næsta ári di'agist saman
um 4-5 milijai'ða vegna skerðingar á
veiðiheimildum.
Ámi M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra sagði niðurstöður varðandi
þorskstofninn sem Hafrannsókna-
stofnunin kynnti fyrir skömmu hafa
komið á óvart enda fáir búist við
300.000 tonna minnkun í veiðistofni á
milli ára. Væru tölur hins vegar
skoðaðar væri augljós breytileiki og
óvissa í stofnstærðarmati, að
minnsta kosti 20% og jafnvel meiri.
Árni sagði að þrátt fýrir það bæri
ætíð að byggja á bestu vísindalegri
þekkingu. „Við verðum að læra að
gera okkur grein fyrir þeirri óvissu
sem þessu fylgir og taka hana með í
reikninginn þegar aflinn er ákveð-
inn.“
Aldrei meira en 30 þúsund
tonna sveifla í þorskkvóta
Ámi kynnti í gær breytingar á
aflareglunni svokölluðu en í henni
felst að einungis er heimilt að veiða
25% af stærð veiðistofns en þó ekki
minna en 155 þúsund tonn hvert fisk-
veiðiár. Sagði Ámi að miklar sveiflur
hefðu orðið í stofnstærðarmælingum
á þorski milli áranna 1999 og 2000.
Væri aflareglunni beitt við ákvörðun
hámarksafla í þorski fyrir næsta
fiskveiðiár yrði aflamarkið ákveðið
203 þúsund tonn en þar var 250 þús-
und tonn á yfirstandandi fiskveiðiári.
Sagði ráðherrann að svo miklum
sveiflum fylgdi ákveðið óhagræði.
Hann hefði því í samráði við Haf-
rannsóknastofnun ákveðið að breyta
aflareglunni þannig að þorskafli milli
ára breytist aldrei meira en sem
nemur 30 þúsund tonnum og verði
því 220 þúsund tonn á næsta fisk-
veiðiári. Sagði ráðherrann regluna
gilda bæði til hækkunar og lækkunar
og getur því hámarksþorskafli á fisk-
veiðiárinu 2001/2002 aldrei orðið
meiri en 250 þúsund tonn. Þá hefur
sjávarútvegsráðherra einnig ákveðið
að fella niður 155 þúsund tonna lág-
mark eða hið svokallaða gólf.
Ámi sagði þessa nýju reglu ekki
síður hafa jákvæð áhrif á viðgang
þorskstofnsins en eldri reglan þegar
litið væri til næstu framtíðar, auk
þess sem hún mundi draga úr sveifl-
um í ákvörðunum um hámarksafla
miUi ára. Hann lagði áherslu á afla-
reglunni yrði ekki breytt á næsta ári,
heldur verði hún endurskoðuð eftir
nokkur ár.
Leyfilegur heildarafli í úthafs-
rækju á næsta fiskveiðiári verður
20.000 tonn og er sú ákvörðun ekki
til bráðabirgða, svo sem venja er.
Hafrannsóknastofnun lagði á dögun-
um til 12.000 tonn bráðabirgðakvóta
í úthafsrækju en Ami sagði ýmsar
vísbendingar um að veiði á rækju
væri að glæðast og frekari upplýs-
ingar fengjust um rækjustofninn í
leiðöngrum í haust. Auk þess verður
ufsakvóti næsta fiskveiðiárs 5.000
tonnum umfram tillögur Hafrann-
sóknastofnunar eða alls 30.000 tonn,
líkt og á yflrstandandi fiskveiðiári.
Ámi sagði flest benda til þess að
ufsastofninn væri á uppleið og mæl-
ingar frá í vetur bentu til að afli á
sóknareiningu væri að aukast.
Þá var heildarafli í sandkola auk-
inn um 1.500 tonn umfram tillögur
Hafrannsóknastofnunar og verður á
næsta fiskveiðiári 5.500 tonn. Grá-
lúðukvóti eykst um 10.000 tonn frá
yfirstandandi fiskveiðiári og verður
20.000 tonn, í samræmi við tillögur
Hafrannsóknastofnunar. Ákvörðun
um leyfilegan heildarafla í í innfjarð-
arrækju verður endurskoðuð að
fengnum nýjum tillögum Hafrann-
sóknastofnunar. Þá er gert ráð fyrir
að leyfilegur heildarafli í loðnu verði
975 þúsund tonn á fiskveiðiárinu og
koma um 790 þúsund tonn af því í
hlut íslands.
Ætla má að útflutningstekjur af
sjávarafurðum dragist saman um
4-5 milljarða króna á næsta ári
vegna samdráttar í heildarafla. Er
þá miðað óbreyttan heildarafli á
loðnu, norsk-íslenski'i síld og kol-
munna.
Ami sagði samráð við hagsmuna-
aðila í sjávarútvegi við ákvörðun
heildarafla hafa gengið vel og þeir
hefðu að sínu mati tekið á málinu af
ábyrgð. Þó hefðu ekki allir hags-
munaaðilar verið á einu máli um
hvemig haga bæri þorskveiðum.
Sérstaklega hefðu Farmanna- og
fiskimannasamband íslands og
Landssamband smábátasjómanna
skorið sig þar úr. Skoðanir þeirra
hefðu hins vegar byggst á annarri
líffræðilegri sýn en Hafrannsókna-
stofnunin legði til gmndvallar. Ami
sagði hugmyndir FFSI um jafn-
stöðuafla á vissan hátt aðlaðandi. Þá
þyrfti veiðistofn hins vegar að vera í
jafnvægi og í þeirri stærð sem viiji
væri til að viðhalda til langframa. Að
sínu mati væri sú staða ekki upp á
teningnum í dag.
Ámi sagði margt gagnlegra
ábendinga hafa komið fram í viðræð-
um við hagsmunaaðila. Þeir hefðu
allir hagsmunaaðiiar verið sammála
um mikiivægi þess að afladagbækur
væm rétt færðar, þannig að fram
kæmi í afladagbókunum hvaða teg-
und skipstjórnarmenn væm að bera
sig eftir svo hægt væri að bera það
saman við eiginlegan afla. Sagði Ami
að í viðræðum sínum við hagsmuna-
aðila hefði komið fram að víða væri
pottur brotinn í þessum efnum.
„Þetta er mjög mikilvægt því Haf-
rannsóknastofnunin notar þessi
gögn í sinni útvinnslu við mat á
stofnstærðinni og því nauðsynlegt að
upplýsingamar séu nákvæmar."
Eins sagðist Arni í viðræðunum
hafa orðið var við rnikiar efasemdir
um gagnsemi seiðaskilja í fiskveið-
um. Mai'gir væm á þeini skoðun að
sá fiskur sem færi í gegnum skfljum-
ar di'æpist af völdum hnjasks.
Þá sagði Ámi að fram hefði komið
sú skoðun að heimfld til tilfærslu teg-
unda leiddi til þess að fiskveiði-
stjómimarkerfið væri ekki nógu ná-
kvæmt því ákveðnar tegundir væm
ekki veiddar og það hefði áhrif á
framvindu stofnsins. Sagði Ami að
reglur um tilfærslu tegunda þyrfti
að taka til endurskoðunar og hann
hefði þegar Ijáð máls á því í ríkis-
stjóm.
Hert eftirlit með brottkasti
Ámi sagði alla hagsmunaaðila
einnig hafa nefnt að herða þyrfti eft-
irlit með brottkasti afla. „Jafnvel
þótt fiskifræðingar geti ekki bent á
né staðfest brottkast í sínum tölum,
þá tel ég að það sé ábyrgðarhluti af
minni hálfu að athuga það ekki frek-
ar. Ég hef hins vegar engar forsend-
ur til að ásaka neinn í þessum efnum
en hef engu að síður ákveðið að gerð
verði athugun á þessu á veiðislóð-
inni. Einnig verður eftirlit með
brottkasti aukið. Það skipir máli að
brottkast eigi sér ekki stað, enda er
þar verið að henda verðmætum sem
við ekki nýtum og þar af leiðandi
fiski sem annars yrði stærri og ætti
að skila okkur meiri tekjum. Eins
truflar brottkast þau gögn sem
Hafrannsóknastofnun hefur tfl úr-
vinnslu."
Ennfremur sagði Ámi að einhug-
ur hafi ríkt í rfldsstjóm um ákvörðun
hefldaraflans á næsta fiskveiðiári
sem og um breytingar á aflareglu.
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar
Jákvætt að endur-
skoða aflaregluna
„VIÐ teljum það jákvætt að end-
urskoða aflaregluna með reglu-
bundnu miliibili. Nú, þegar það
hefur verið gert, er nauðsynlegt
að hún verði látin gilda um skeið
nema forsendur gjörbreytist,"
segir Jóhann Sigurjónsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar.
„Sjávarútvegsráðherra lagði
fram þá fyrirspum til okkar
hvort sveiflujöfnun með þessum
hætti myndi hafa afgerandi þýð-
ingu varðandi þau langtímasjón-
armið sem núgildandi aflaregla
grundvallaðist á í upphafi. Jafn-
framt hvaða áhrif það hefði að
afnema hið svokallaða gólf, sem
var sett á sínum tíma í 155.000
tonn. Okkur fannst strax jákvætt
að afnema gólfið, enda töldum
við það gaila á reglunni. f ljósi
þess hve aflamarkið er háð stofn-
matinu á hverjum tíma og í ljósi
þess hve það getur sveiflazt til á
milli ára næst ekki nægilega vel
að draga úr sveiflum í veiðum
með núverandi fyrirkomulagi.
Við skoðuðum því þetta 30.000
tonna sveiflujöfnunarmark með
svipaðri aðferðafræði, með
áhættugreiningu, og við notuðum
áður en aflareglan var ákveðin
1995. Við getum ekki séð að lík-
ur á hruni stofnsins aukist neitt
við þessa breytingu og jafnframt
virðist, að sé til langs tíma litið
verði aflinn með svipuðu móti.
Það voru líka gerðar athuganir
á því hvernig þessi breyting tæki
á hugsanlega lakari nýliðun nú f
kjölfar þessara þriggja árganga,
sem eru í farvatninu. Þessi breyt-
ing virðist í sjálfu sér koma mjög
svipað út og aflaregla án slíkrar
sveiflujöfnunar.
Það sem okkur finnst líka mik-
ilvægt er að þetta sé eðlileg end-
urskoðun á aflareglunni, sem
hefur verið í gildi í fimm ár. Með
þessari ákvörðun ríkisstjórnar-
innar litum við svo á að búið sé
að festa þessa breytingu á afla-
reglunni í sessi næstu fimm árin,
nema forsendur breytist eitthvað
verulega á þessum tíma. Við telj-
um mikilvægt að aflareglu sé
beitt til nokkurra ára í senn en
ekki sé verið að breyta henni of
oft eigi árangur að nást. Komi
hins vegar til þess að beita þurfí
sveiflujöfnun við ákvörðun afla-
marks tvö ár í röð, verði stofn-
þróunin óæskileg, teljum við
ástæðu til að gæta varúðar og
skoða stöðuna í ljósi þess,“ segir
Jóhann Siguijónsson.
í alþjóðlegri
samkeppni
um fólk og
fyrirtæki
Kynning á Reykjavík og samskipti við
önnur lönd er orðinn fyrirferðamikill þátt-
ur í starfí borgarstjóra. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri segir í samtali við
Omar Friðriksson að borgaryfírvöld líti nú
á Reykjavík sem alþjóðlega borg í sam-
keppni við aðrar borgir.
Hópur bandarískra og kanadískra blaða- og fréttamanna eru þessa
dagana staddir hér á landi, fyrst og fremst í því skyni að fylgjast með
er langskipið „íslendingur“ leggur upp á þjóðhátíðardaginn í siglingu
sfna yfir hafíð til Grænlands og Ameríku til að minnast landafundanna
fyrir 1000 árum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tók á móti
hópnum í Höfða í gær. Hún og Svanhildur Konráðsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Reykjavíkur - menningarborgar 2000, kynntu menningarborg-
ina Reykjavík fyrir gestunum, sem eru fulltrúar margra áhrifamikilla
íjölmiðla, þ. á m. sjónvarpsstöðvanna CNN og ABC.
MÉR finnst stundum eins
og ég sé orðin allt í
senn upplýsingafull-
trúi, skemmtanastjóri
og ferðamálafulltrúi. Öll þessi
samskipti við útlönd eru orðin svo
ríkur þáttur í starfinu,“ segir Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri.
Hún segir að ekki fari á milli
mála að mikill og vaxandi áhugi sé
á Reykjavík í öðrum löndum og sí-
fellt meiri tími borgarstjóra fari í
að kynna höfuðborgina með marg-
víslegum hætti á erlendri grund.
„Þetta fer mjög vaxandi frá ári
til árs og það er kannski eðlileg
þróun. Við erum farin að skil-
greina okkur með nýjum hætti,
sem alþjóðlega borg. Við lítum
ekki svo á að við séum í samkeppni
við önnur bæjarfélög á landinu.
Við íslendingar, opinberir aðilar
og einkaaðilar, höfuðborgin og
landsbyggðin, þurfum að leggja
saman krafta okkar og vinna sem
heild til þess að standast sam-
keppni við önnur lönd. Til að hafa
betur í þessari samkeppni að utan
þurfum við að þróa borgina, þjón-
ustu hennar, alla grunngerð henn-
ar, skipulag, umferð o.s.frv. með
tilliti til þessa,“ segir Ingibjörg
Sólrún.
-Um hvers konar samkeppni er
að ræða?
„Ég er að tala um samkeppni
um fólk og fyrirtæki. Ég er að tala
um samkeppni um fólk sem á allra
kosta völ í dag vegna þeirra breyt-
inga sem hafa orðið í samfélaginu.
Ég er líka að tala um fyrirtæki
sem geta út af fyrir sig staðsett sig
hvar sem er í heiminum ef næg
þekking er til staðar," segir hún.
„Við þurfum að geta boðið upp á
spennandi atvinnulíf fyrir þetta
fólk.
Við eigum líka að geta boðið hér
upp á spennandi umhverfi fyrir
fyrirtækin. Það skiptir miklu máli
fyrir fólk sem er að velja sér bú-
setu og fyrir fyrirtækin sem eru að
staðsetja sig að til staðar sé öflugt
menningarlíf og menntakerfí, góð
útivistarsvæði og góð þjónusta við
fjölskyldur. Það þarf því að skil-
greina hlutverk sveitarfélaganna í
atvinnulífinu með allt öðrum hætti
en áður var gert,“ segir Ingibjörg
Sólrún.
„Þetta er hluti þess sem stund-
um er kallað hnattvæðing. Fjar-
lægðir eru ekki lengur mældar í
kílómetrum heldur í mínútum. Ný
tækifæri skapast, ögrandi tæki-
færi og samkeppni þar sem ég
held að við höfum alla burði til
þess að ná góðum árangri.“
Ráðstefnu- og ferðaþjónusta
veigamikil í atvinnulífinu
Ingibjörg Sólrún bendir á að
borgaryfirvöld hafi verið að þróa
Reykjavík sem ráðstefnu- og
ferðamannaborg og sú þjónusta sé
orðin veigamikill þáttur í atvinnu-
lífinu.
„Það er mikill áhugi á Reykjavík
og því sem hér er að gerast. Ég
skynja það hvar sem ég kem. Það
má segja að borgin og landið okkar
sé í tísku um þessar mundir og án
efa má m.a. þakka orðstírinn góð-
um „sendiherrum" eins og Björk
Guðmundsdóttur. Það skiptir
miklu máli að við siglum á þeim
öldufaldi. Við eigum að nýta okkur
þennan áhuga,“ segir borgarstjóri.
Breytingar á hlutverki
borgarstjóra
Þessi nýju tækifæri og vaxandi
aðdráttarafl Reykjavíkur hefur í
för með sér að borgarstjóri ver sí-
auknum tíma í að kynna borgina í
heimsóknum til annarra landa, við
móttöku erlendra gesta og ekki
síst í viðtölum við erlenda blaða-
og fréttamenn. Ingibjörg Sólrún
bendir á að það sem af er þessu ári
hafi hún tekið á móti um það bil
300 erlendum blaðamönnum, sem
sé mun meira en hún minnist í
starfi sínu til þessa. Sl. miðviku-
dag tók borgarstjóri t.d. á móti tíu
evrópskum blaðamönnum sem hér
voru á ferð og í gær var hún með
móttöku í Höfða fyrir 25 blaða-
menn frá Bandaríkjunum og
Kanada.
„Það skiptir mjög miklu máli að
koma Reykjavík vel á framfæri og
nýta þennan áhuga til þess að
koma borginni enn þá betur inn á
landakortið" segir Ingibjörg Sól-
rún.
Hún minnir einnig á að ferða-
þjónusta sé vaxandi atvinnugrein.
Gildi þeirrar atvinnugreinar felist
m.a. í því að um borgina sé fjallað á
erlendum vettvangi.
Reykjavík er ein af menningar-
borgum Evrópu árið 2000 og er
Ingibjörg Sólrún spurð hvort þessi
vaxandi áhugi á Reykjavík stafi
e.t.v. fyrst og fremst af því. Hún
segir að menningarár-
ið skipti að sjálfsögðu
miklu máli en margt
fleira komi til.
„Menningarborgin
hefur haft mikið að
segja. Það skiptir auð-
vitað miklu máli þegar
Reykjavík er auglýst með afger-
andi hætti í átta öðrum menning-
arborgum í Evrópu en það er ekki
bara þetta, heldur er almennt auk-
inn áhugi á Reykjavík" svarar hún.
Ráðstefnuhald er orðin þýðing-
ar- mikil atvinnugrein í borgum
viða um heim og segir Ingibjörg
Sólrún að Reykjavík eigi góð tæki-
færi í þeirri hörðu samkeppni sem
er á milli landa og borga um að
laða til sín ráðstefnur. Unnið er að
undirbúningi byggingar tónlistar-
og ráðstefnu- húss í miðborg
Reykjavíkur og samstarf ríkis og
Reykjavikurborgar um það verk-
efni gengur vel að sögn borgar-
stjóra. Hún segir að sú ráðstefnu-
aðstaða verði í reynd viðbót við þá
aðstöðu sem fyrir er í borginni
enda sé ekki vanþörf á því.
„Ég tel að við menntamálaráð-
herra séum bæði mjög ákveðin í
því að þetta verði að veruleika.
Þetta er auðvitað ekki einfalt verk-
efni og mun kosta sitt en ég hef
margoft sagt að ég telji þetta verk-
efni álíka mikilvægt nú þegar nýj-
ar atvinnugreinar eru að vaxa upp,
eins og höfnin var á sínum tíma
fyrir atvinnulífið í Reykjavík og
landið allt“ segir Ingibjörg Sólrún.
„Ég var nýlega á ferð í Finn-
landi og skynjaði þar geysilegan
áhuga á íslandi. Finnar eru að
reyna að draga til sín ráðstefnur. í
borginni Lahti, sem er
af svipaðri stærð og
Reykjavík, um 100 km
utan viðHelsinki, hefur
verið reist glæsileg ráð-
stefnu- og tónlistarhöll.
Þeir eru auðvitað að
reyna að markaðssetja
hana en telja þó að ísland hafi að
ýmsu leyti betri möguleika vegna
þess að litið sé á Island og Reykja-
víkurborg sem sérstæðan og
áhugaverðan stað“ segir Ingibjörg
Sólrún. „Ég er sannfærð um að
tónlistar- og ráðstefnuhús og hótel
í tengslum við það verður aflvaki
nýrrar þjónustu og rekstrar sem
af slíkri starfsemi sprettur í mið-
borg Reykjavíkur."
Vægi framkvæmdastjórans
fer minnkandi
Aðspurð hvaða breytingar þetta
kynningarhlutverk hefur haft í för
með sér í störfum hennar sem
borgarstjóra segir Ingibjörg Sól-
rún að vægi framkvæmdastjórans
í starfi borgarstjóra fari minnk-
andi. Aðrir sinni þeim verkefnum í
auknum mæli. Hins vegar sé
stefnumótunar- hlutverk borgar-
stjórans að verða fyrirferðar-
meira. Forysta borgarstjóra í
stefnumótun, við að marka sýn til
framtíðar, vegi orðið miklu meira í
þessu starfi en áður var. Þessi þró-
un eigi sennilega við um störf
flestra æðstu stjórnenda í fyrir-
tækjum almennt í þjóðfélaginu.
„Éf við ætlum okkur að vera
þátttakendur í hinu alþjóðlega
samfélagi þá þýðir ekkert að vera
eins og heimalningar. Þá verðum
við að vita hvað er að gerast ann-
ars staðar og fylgjast mjög vel
með. Menn eru stöðugt að reyna
að læra af þeim sem gera best,
vega sig og meta í samanburði við
aðra, spyrja hvort við séum að fást
við svipuð viðfangsefni og vanda-
mál og aðrir og hvort við séum á
réttri leið. Þetta er vaxandi hluti í
starfi borgarstjóra," segir hún.
Ingibjörg Sólrún leggur áherslu
á að þessi þróun skipti ekki síður
máli fyrir landsbyggðina en höfuð-
borgina. „Ef Reykjavík getur ekki
staðið sig í þessari samkeppni við
önnur lönd þá getur ekkert bæjar-
félag á landinu gert það. Menn
mega ekki sjá ofsjónum yfir styrk
höfuðborgarinnar,“ segir hún.
„Einhvers konar hreppapólitík,
þar sem menn sammælast um að
reyna að hafa eitthvað af Reykja-
vík er algerlega út í hött og á að
heyra fortíðinni til. Það er hagur
landsins alls að höfuðborgin sé
framsækin og öflug. Sveitarfélögin
hér í kringum Reykjavík njóta
þess með beinum hætti ef staða
borgarinnar er sterk og hún hefur
burði til að takast á við stór og
fjárfrek verkefni sem nýtast svæð-
inu öllu. Ef við t.d. byggjum upp
og markaðssetjum Reykjavík sem
heilsuborg fara menn ekki bara í
laugarnar í Reykjavík heldur líka í
laugarnar í Kópavogi, Garðabæ og
Hafnarfirði," segir hún.
Aðspurð segist Ingibjörg Sólrún
vera þeirrar skoðunar að sveitar-
félögin á höfuðborgarsvæðinu hafi
ekki með sér nægilegt samstarf
um kynningarverkefni af þessu
tagi, þótt samstarf þessara sveit-
arfélaga hafi aukist nokkuð á síð-
ustu misserum.
Vel heppnuð kynning
í Seattle og London
Að undanförnu hefur borgar-
stjóri kynnt höfuðborgina í heim-
sóknum til annarra landa.
Heimsótti hún m.a. Seattle í
Bandaríkjunum í seinasta mánuði
þar sem gott færi gafst að kynna
Reykjavík að hennar sögn. Fyrir
skömmu var hún viðstödd kynn-
ingu á menningarborginni Reykja-
vík í London, sem Þorsteinn Páls-
son sendiherra hélt fyrir blaða-
menn. Ingibjörg Sólrún segir að sú
kynning hafi tekist mjög vel.
Hún hefur einnig heimsótt aðrar
menningarborgir Evrópu í sömu
erindagjörðum.,AJls staðar þar
sem ég kem finn ég að það er áhugi
og jarðvegur sem mikilvægt er að
reyna að sá í,“ segir hún.
„Við gegnum einnig mjög stóru
gestgjafahlutverki og teljum mik-
ilvægt að sinna því vel þegar
haldnar eru móttökur fyrir gesti
sem hingað koma. Það er mikil-
vægt að fólk skynji Reykjavík sem
nútímalega og gróskumikla borg,“
segir hún.
Meiri tekjur af ferðaþjónustu
en af stóriðju á seinasta ári
Ingibjörg Sólrún vísar á bug
þeii'ri gagnrýni sem stundum
kemur fram i almennri umræðunni
um „sífellt flakk ráðamanna til út-
landa“. „Ef menn ekki mæta og
gera sig gildandi þá eru þeir ein-
faldlega úr leik,“ segir hún.
Aðspurð hvort kynning og auk-
inn áhugi á Reykjavík sé farið að
skila einhverjum áþreifanlegum
árangri segist Ingibjörg Sólrún
telja ótvírætt að svo sé. Bendir
hún í því sambandi á að á seinasta
ári hafi ferðaþjónustan hér á landi
aflað meiri gjaldeyristekna en
stóriðjan.
„Ef við fáum fleiri ferðamenn á
ráðstefnur til Reykjavíkur kemur
það efnahagslífi okkar og landinu
öllu til góða,“ segir hún að lokum.
Hefur tekið á
móti 300 er-
lendum blaða-
mönnum á
þessu ári
i