Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR16. JÚNÍ 2000
+ Magnea Ingi-
björg Eyvinds
fæddist í Reykjavík
9. júní 1955. Hún lést
á Huddinge sjúkra-
húsinu í Svíþjóð 10.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ingi Eyvinds, f. 18.
febrúar 1922, d. 9.
september 1979 og
Elísabet Helgadóttir,
f. 11. apríl 1929.
Systkini Magneu eru
1) Helgi, f. 10. desem-
ber 1950. Eiginkona
hans er Sigurrós
Halldórsdóttir og þeirra synir eru
Arnar, ívar, Sævar og Rúnar. 2)
Ingibjörg, f. 6. september 1953, d.
22. júní 1954. 3) Elín Anna, f. 3.
september 1956. 4) Sveinn Frið-
rik, f. 27. október 1961, d. 2. des-
ember 1978. 5) Auður, f. 30. sept-
ember 1969. Eiginmaður hennar
er Þorkell Rafn Sigurgeirsson og
þeirra börn eru Sigurgeir Ingi og
Elisabet Sól.
Eftirlifandi eiginmaður Magn-
eu er Sæmundur Runólfsson, f. 28.
október 1955. Foreldrar hans eru
Sigríður Karlsdóttir, f. 30. janúar
1928 og Runólfur Sæmundsson, f.
2. júlí 1924. Börn Magneu og Sæ-
mundar eru Inga Rún, f. 9. sept-
ember 1988 og Runólfur, f. 27.
Elsku Maggý mín, þegar ég lít um
öxl og horfi til baka á þessum erfiðu
tímamótum, þegar þú ert kölluð burt
frá okkur Ingu Rún og Runólfí og
mér svona langt um aldur fram, finn
ég að missir okkar er mikill. Anægju-
legar og fallegar minningar koma
fram en fyrstu minningar mínar um
þig eru frá því að ég sá þig fyrst, svo
unga og glaðlega, fulla af lífskrafti,
með þetta fallega bros og smitandi
hláturinn. Ég sagði þér oft frá þessu
og það var eins og það kæmi þér allt-
af jafnmikið á óvart. En þegar ég
kynntist þér betur var það ekki bara
brosið og hláturinn sem var svona
fallegt og hreint. Allt þitt líf varstu
að gefa af þér til annarra, fræða og
leiðbeina fólki án þess að nokkur yrði
þess var. Þú varst alltaf svo hrein og
bein í öllu sem þú gerðir. Það var
sama hvar fólk stóð í þjóðfélagsstig-
anum, þú gerðir aldrei mannamun.
Það var mikil gæfa fyrir mig þegar
þú játaðist mér hinn 12. júní 1976 og
einhver mesta gleði í lífi okkar var
þegar við eignuðumst börnin okkar,
hana Ingu Rún og hann Runólf. Þau
hafa bæði fengið að njóta leiðbein-
ingar frá þér sem þau munu búa að
alla ævi. Þiivarst búin að móta þau
og gefa þeim allt það besta sem bjó í
þér, þrátt fyrir að þú hafir verið tek-
in frá okkrn- öllum alltof fljótt.
í þessum erfiðu veikindum sem
þú, Maggý mín, þurftir að berjast við
sl. mánuði kom enn einu sinni fram
þessi sterki persónuleiki þinn. Þú
gerðir þér alltaf grein fyrir hver
hættan var og varst raunverulega
búin að búa mig undir að þetta gæti
gerst, án þess að ég gerði mér það
fyllilega ljóst fyrr en nú. Þannig var
allt þitt líf, þú varst alltaf með hlutina
í kringum þig á hreinu og undirbjóst
og vannst verkin en lést aðra njóta
þess án þess að þeir yrðu þess varir.
Við Inga Rún og Runólfur óskum
þess að þér líði vel þar sem þú ert
komin nú og einhvem tíma kemur að
því að við sjáum þig aftur. Við kveðj-
um þig og þökkum þér fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir okkur elsku
Maggý mín, en verðum jafnframt að
reyna að komast yfir þennan mikla
missi sem fráfall þitt er.
Guð fylgi þér.
Þinn
Sæmundur.
Ég trúi því ekki ennþá að þú sért
dáin. Þú varst alltaf svo góð og rétt-
lát. Þegar ég vissi ekki hvað ég átti
að gera kom ég til þín og þú gafst
mér góð ráð. Þú gerðir allt fyrir okk-
ur Runólf án þess að við vissum af
því. Ég veit að þú verður alltaf hjá
október 1989.
Magnea lauk
kennaraprófi frá
Kennaraháskóla ís-
land árið 1979. Hún
kenndi við Víkur-
skóla í Vík í Mýrdal
til ársins 1983 þegar
hún hélt til fram-
haldsnáms í náms-
ráðgjöf við Ohio
State University í
Bandaríkjunum.
Hún lauk masters-
prófi frá skólanum
vorið 1985 og hélt
aftur til starfa í Vík-
urskóla til ársins 1990. Frá þeim
tíma og til ársins 1998 starfaði
hún sem kennari og námsráðgjafi
við Foldaskóla í Reykjavík. Fram
tiljúlí 1999 vann hún að kynningu
á iðnnámi á vegum iðnaðarráðu-
neytisins en þá tók hún við starfi
hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla
Islands sem verkefnisstjóri fyrir
Evrópumiðstöð um náms- og
starfsráðgjöf. Auk þessa vann hún
ötullega að skóla- og fræðslumál-
um, sérstaklega beitti hún sér fyr-
ir bættri þjónustu við einhverf
börn á grunn- og framhaldsskóla-
stigi.
Utför Magneu fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag
klukkan 13:30.
mér. Þú komst mér áfram í lífinu.
Takk fyrir allar stundimar sem við
áttum saman. Ég samdi Ijóð íyrir þig
og þér fannst það svo fallegt að þú
táraðist.
Ljóðið heitir Móðir:
Hún fæddi mig.
Hún heyrði mig segja fyrsta orðið.
Hún sá mig stíga íyrsta skrefið.
Hún hjálpar mér þegar ég þarf á hjálp að
halda.
Hún styður mig þegar ég þarf á stuðningi
að halda.
Húnferaldreifrámér.
Hún sá fyrsta tárið.
Hún heyrði fyrsta hláturinn.
Húnerengumlík.
Húnermóðir.
Ég vona að þér líði vel á betri stað.
Kveðja,
Inga Rún og Runólfur
Elskuleg systir mín, mín önnur
móðir og besta vinkona, er látin eftir
átta mánaða baráttu við illvígan
sjúkdóm. Það er ótrúlegt til þess að
hugsa að fyrir einu ári hafi hún verið
í sumarfríi í Danmörku og tekið af
mér það loforð að eignast ekki barnið
sem var væntanlegt á meðan hún
væri í burtu og ég hlýddi eins og allt-
af þegar Maggý bað mig einhvers.
Maggý er sú þriðja okkar systkin-
anna sem mamma hefur þurft að sjá
á bak og áreiðanlega hefur hana ekki
grunað þegar hún greindist með
krabbamein síðastliðið haust að dótt-
ir hennar ætti eftir að deyja úr þeim
sjúkdómi svo stuttu síðar. Maggý
var afskaplega dugleg og kraftmikil
kona, heilsteypt manneskja sem
ótrúlega gott var að leita til með hin
ýmsu vandamál. Það reyndu bæði
vinir, ættingjar og nemendur sem til
hennar leituðu. Maggý var líka mjög
skemmtileg og aldrei langt í stríðnis-
legt brosið og smitandi hláturinn.
Hún var mjög ákveðin og rökfóst og
hafði alltaf skýringar á reiðum hönd-
um og vei þeim sem ætlaði sér að
vaða yfir hana. Þessir eiginleikar
hafa áreiðanlega komið sér mjög vel í
baráttu hennar fyrir umbótum í
skólamálum einhverfra bama. Mér
er minnisstætt þegar ég var hjá
henni austur í Vík, einu sinni sem oft-
ar, þá nýkomin heim frá Bandaríkj-
unum sem skiptinemi og var að vand-
ræðast með að ég hefði í raun ekki
áhuga á að halda áfram námi í þeim
skóla sem ég hafði lokið tveggja ári
námi í áður en ég fór sem skiptinemi.
Þó var ég innrituð þar um haustið og
skólinn átti að taka til starfa eftir
nokkra daga. Maggý fannst þetta nú
ekki mikið mál og óþarfa vandræða-
gangur, fann til heilan stafla af bók-
um um nám á framhaldsskólastigi,
skellti honum á borðið fyrir framan
mig og sagði: „Gerðu þá eitthvað í
því.“ Með því að leita í bókunum fann
ég nám sem ég hafði áhuga á og við
Maggý höfðum samband við skólann
þó aðeins væru nokkrir dagar þar til
kennsla átti að hefjast. Ég komst inn
og reyndist þetta ein af bestu
ákvörðunum sem ég hef tekið á æv-
inni. Þannig hefur Maggý alltaf verið
mikill áhrifavaldur í mínu lífi, stutt
mig og hvatt mig áfram í öllu því sem
ég hef tekið mér fyrir hendur.
En það er erfitt að tala um Maggý
án þess að minnast á Sæmund, henn-
ar lífsförunaut í tuttugu og fjögur ár.
Hann var hennar stoð og stytta í
veikindunum allt þar til yfir lauk og
aðdáunarvert að fylgjast með styrk
hans á þessum erfiðu tímum. Þau
hjón voru einstakir höfðingjar heim
að sækja og leitun að annarri eins
gestrisni og rausnarskap sem ein-
kenndi allan þeirra búskap sem hófst
í einu herbergi sem innréttað var í
bflskúrnum heima hjá mömmu og
pabba. Við krakkamir bárum ekki
mikla virðingu fyrir því þegar hún
óskaði eftir næði við próflestur í
Kennaraháskólanum og við ærsluð-
umst og byggðum snjóhús beint fyrir
utan bflskúrsgluggann. Að kennara-
náminu loknu fluttust þau hjónin til
Víkur í Mýrdal. Þar kenndi Maggý í
fjögur ár og þar tóku þau til við
barnauppeldi. Þó ekki sinna eigin
barna, því þau buðu mér í fyrsta
skipti til sumardvalar hjá sér og hófu
þar með þátttöku í uppeldi unglings
sem stóð fram á fullorðinsár og
mynduðust þar náin tengsl sem
hvorki gröf eða dauði ná að ijúfa.
Mér verður oft hugsað til þess sem
fullorðinni manneskju hversu aðdá-
unarvert það var af tuttugu og sex
ára gömlum hjónum að bjóða til sín
unglingi og hugsa um eins og eigið
barn. Næstu árin beið ég þess með
óþreyju á hverju vori að skóla lyki
svo ég kæmist í Víkina til Maggýjar
og Sæma og það voru ófá ferðalögin
sem ég fór í með þeim. En í Víkinni
bjó fleira gott fólk, foreldrar Sæ-
mundar og systkini og samhentari
fjölskylda er vandfundin. Maggý og
við öll erum lánsöm að hafa kynnst
þessu góða fólki og eiga tengdafor-
eldrar hennar sérstakar þakkir
skildar fyrir umönnun barnanna og
heimilishaldið allt í vetur. Mikil var
sú gleði þegar fréttist í fjölskyldunni
að Maggý og Sæmundur ættu von á
sínu fyrsta barni. Fyrri gimsteinninn
þeirra, hún Inga Rún, fæddist haust-
ið 1988 og það var afskaplega stolt
nítján ára móðursystir sem dáðist að
litlu frænkunni og hefur gert síðan.
Ekki var gleðin síðri þegar Runólfur
kom í heiminn ári síðar. Maggý vann
aðdáunarvert starf í baráttu vegna
fötlunar hans og alveg er víst að
hann væri ekki eins vel á vegi stadd-
ur og raun ber vitni hefði hennar
ekki notið við. En þannig var Maggý.
Hún hafði einstakt lag á því að láta
aðra njóta sín og leiðbeina öðrum.
Hún hafði engan áhuga á því að vera
í sviðsljósinu og eins og eiginmaður
hennar orðaði það: Hún skipulagði
og undirbjó alltaf alla hluti en lét svo
öðrum finnast að þeir hefðu gert allt
saman sjálfir.
Elsku systir, ég veit þér líður nú
betur á góðum stað, sameinuð pabba,
Sveini og Ingibjörgu. Við sem eftir
lifum eigum yndislegar minningar
um einstaka manneskju. Stutt sam-
tal við Maggý gat virkað eins og víta-
minsprauta, smitandi hláturinn og
stríðnislegt brosið létu mér alltaf líða
betur. Ég vona að ég geti endurgold-
ið börnunum þínum eitthvað af öllu
því góða sem þú hefur fyrir mig gert
á lífsleiðinni.
Elsku Sæmundur, Inga Rún, Run-
ólfur, mamma og aðrir aðstandendur
og vinir, megi góður Guð styrkja
okkur í sorginni. Eftirfarandi ljóðlín-
ur Halldórs Laxness komu ósjálfrátt
upp í hugann á meðan ég skrifaði
þessa grein og þó þær hafi verið ort-
ar af öðru tilefni þá lýsa þær minni
h'ðan vel.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
Þín systir,
Auður.
Á vetrarkvöldi fyrir rúmum
tuttugu árum var mér fyrst boðið á
rausnarheimili hennar, þá í Vík í
Mýrdal. Þegar til stofu var komið
kynnti hún fyrir mér málverk á vegg,
Jónsmessunótt við Veiðivötn eftir
Benedikt Gunnarsson. Verkið er fag-
urt. Það er hjúpað þögn, algerri
kyrrð. Yfir því hvflir dulúð. Engin
manneskja, bara náttúran. Hún
sýndi mér í einlægni sinni og hóg-
værð hvemig myndin fylltist lífi við
rétt birtuskilyrði.
Magnea Ingibjörg Eyvinds var
skynug á blæbrigði lífs og lita. Hún
var næm á mannlegar tilfinningar og
hafði lag á því að láta fólki líða vel.
Það var gott að vera gestur á heimili
hennar.
Starfsvettvangur Magneu var
uppeldis- og kennslustörf. Ég er
sannfærður um að hún hefur verið
góður kennari því hún hafði til að
bera þá eðliskosti sem prýða góðan
uppalanda. Hún var athugul og
glöggskyggn en bjó jafnframt yfir
hlýju og hafði styrka leiðandi hönd.
Magnea var gift vini mínum Sæ-
mundi Runólfssyni. I erfiðum veik-
indum Magneu kom í ljós hve sam-
rýmd hjón þau vom. Sæmundur
hefur staðið sem óbifanlegur klettur
við hlið konu sinnar og umvafið fjöl-
skylduna styrkum örmum. Tvö ynd-
isleg börn þeirra hjóna hafa nú misst
móður sína og er missir þeirra mikill.
Það gildir einnig um vin minn Sæ-
mund.
Á stundu sem þessari vefst mér
tunga um tönn. En mér verður hugs-
að til Jónsmessunætur við Veiðivötn,
málverksins í stofunni að Vesturhús-
um 11. Ég minnist orða húsfreyjunn-
ar að þrátt fyrir þögnina í málverk-
inu sé það með lífi. Og þannig er því
einnig farið með það sem gott fólk
gefur okkur. Það er með okkur að ei-
lífu. Ólöf frá Hlöðum orðaði þessa
hugsun vel:
Ó, gætu þeir séð, sem að syrgja og missa
þá sannleikans gleði, sem óhult er vissa,
að bönd þau, sem tengja okkur, eilífð ná yfir,
að allt, sem við fengum og misstum, það lifir.
Ég votta Sæmundi, bömunum
tveimur og öllum öðrum aðstandend-
um samúð og bið þeim blessunar.
Ólafur B. Andrésson.
Með miklum söknuði og trega
kveð ég í dag yndislega mágkonu
mína og vinkonu, Magneu Ingi-
björgu Eyvinds, eða Maggý eins og
hún var ávallt kölluð.
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast henni fyrir u.þ.b. 25 árum,
þegar hún kom inn í fjölskylduna, er
hún giftist Sæmundi bróður mínum.
Fljótt tókust á með okkur góð kynni,
sem aldrei bar neinn skugga á. Hún
var mér í senn sem góð systir og
trúnaðarvinkona.
Maggý var sterkur persónuleiki,
örugg og föst fyrir. Til hennai’ leitaði
ég oft ráða sem reyndust mér dýr-
mæt, ég gat treyst á réttsýni hennar
og heilindi og gat alltaf verið viss um
að hún réði mér heilt, hún hlífði mér
heldur aldrei við sannleikanum.
Oft velti ég því fyrir mér hvað yrði
um Orra, son minn, ef eitthvað henti
mig og óskaði ég þess innilega að það
yrðu einmitt hún og Sæmi bróðir
sem myndu taka það hlutverk að sér
að annast uppeldi hans. Enga gat ég
hugsað mér betri en einmitt þau til
þess.
Mér er það alltaf minnisstætt þeg-
ar Maggý fékk að vita að nú loks
væri von á frumburðinum, henni
Ingu Rún. Þá bjuggu þau Sæmi aust-
ur í Vík, þar sem Maggý kenndi við
grunnskólann. Hún kom rakleitt
heim til mín frá lækninum og til-
kynnti mér fréttirnar, saman grétum
við og hlógum heilt hádegi, þetta var
langþráður draumur. Ári seinna
fæddist þeim svo Runólfur og hvísl-
aði hún að mér þegar hún vissi að
hún gengi með dreng að þau ætluðu
að yngja upp föður okkar Sæma, sem
sagt gefa honum alnafna. Fjölskyld-
an var alltaf efst á blaði hjá Maggý
og verður erfitt fyrir þau nú að sjá á
bak yndislegri móður og eiginkonu.
Hún lagði mikinn metnað í að
virkja og kenna Runólfi litla, sem
greindist einhverfur, og starfaði hún
mikið með Umsjónarfélagi ein-
hverfra. Vinna hennar skilaði sér svo
sannarlega og hefur Runólfur náð
miklum árangri og framförum fyrir
hennar tilstuðlan. Sólargeislamir
hennar, Inga Rún og Runólfur, hafa
svo margt gott frá henni seni
veganesti út í lífið og er ég þess full-
viss að þau búa að því alla tíð. Hún
var þeim svo góð fyrirmynd og sýndi
þeim takmarkalausa umhyggju og
ástúð.
Sæmundur og Maggý voru svo
sannarlega samhent og samrýnd
hjón sem gott var heim að sækja.
Þau áttu fallegt heimili og var oft
gestkvæmt hjá þeim, enda vinamörg.
Heimili þeirra stóð mér ávallt opið,
hvenær sem var og var alltaf jafn
gott að koma til þeirra. Margar góð-
ar minningar á ég úr ferðalögum sem ^
við fórum með fjölskyldunni, bæði
innanlands og utan, það var frábært
að ferðast með þeim, alltaf líf og fjör.
Mér eru minnisstæð síðustu jól, þai-
sem ég eyddi með þeim
aðfangadagskvöldinu, Maggý var
óspör á að biðja mig að taka myndir
af sér og fjölskyldunni, hinar ýmsu
uppstillingar af sér og bömunum,
grunar mig nú að hún hafi þá búið sig
undir það versta og viljað varðveita
þessar dýrmætu minningar, fjöl-
skyldu sinni til handa. Síðustu mán-
uðir voru Maggýju erfiðir, þar sem
hún barðist við illvígan sjúkdóm. Það
var aðdáunarvert að fylgjast með
dugnaði hennar og Sæmundar bróð-
ur, sem ávallt stóð við hlið hennar, til
hinstu stundar. Veit ég að nærvera
hans og styrkur var henni mikils
virði.
Ég tel það forréttindi að hafa
fengið að kynnast þér, Maggý mín og
þakka fyrir að hafa átt trúnað þinn
og vinskap þennan tíma. Fyrir öll
góðu ráðin og leiðbeiningarnar er ég
óendanlega þakklát. Að þú hafir ver-
ið tekin frá okkur svo snemma er erf-
itt að skilja, en minninguna um þig
getur enginn frá okkur tekið, hún
mun lifa áfram í hjörtum okkar.
Elsku Maggý mín, engin orð geta,v_
lýst söknuði mínum, en ég hugga mig
við að nú líður þér betur. Hafðu þökk
fyrir allt það sem þú varst mér og
fjölskyldu minni. Megi góður Guð
leiða þig inn í hina eilífu birtu og
styrkja alla ástvini þína.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu aftur huga þinn, og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín“ (Spámaðurinn).
Oddný Runólfsdóttir.
Burt kölluð í blóma lífsins - mátt-
arstólpi - bakhjarl. Með því æðru-
leysi sem einkenndi Magneu alla tíð
tókst hún á við illvígan sjúkdóm í
hetjulegri baráttu. Lífið lét undan og,
eftir sitjum við, söknum og syrgjum.!
Magnea starfaði um árabil í Folda-
skóla sem kennari og síðar sem
námsráðgjafi. Hún tók virkan þátt í
miklu mótunai-starfi á viðkvæmum
tímum í sögu skólans. Hún barði ekki
bumbur en sú samviskusemi og
vandvirkni sem störf hennar báru
ávallt vitni um kristallast enn í þeim
verkum sem hún kom að í skólanum.
Með ró, málefnalegri umfjöllun og
visku lagði hún einkar mikilvæg lóð á
vogarskálai-. Það kom í hlut Magneu
að byggja upp nýtt starf námsráð-
gjafa í Foldaskóla og reyndi þar
mjög á frumkvæði, þekkingu og
manngæsku hennar. I góðu sam-
starfi við nemendur, foreldra, sam:—
kennara og stjómendur mótaði hún^
nýjar leiðir og festu í vinnubrögðum.
Reyndi þar á stjórnvisku, stefnu-
festu og trúmennsku. Þær dyggðir
voni Magneu eðlislægar.
I veikindum sínum var Magnea
hetja. I síðasta samtali okkar var
engan bilbug á henni að finna. Þess
vegna kom helfréttin þunga svo á
óvart. Fjölskylda Magneu á um sárt
að binda. Héðan úr Foldaskóla sendi
ég hlýjar kveðjur. Ljúf minning um
góðan samstarfsmann, vin og mikil-
hæfa manneskju mun lifa. Dýpstu
samúðarkveðjur eru færðar fjöl-ju-
skyldunni og ástvinum öllum.
Ragnar Gíslason
skólastjóri.
• Fleirí minningargreinar
um Magneu Ingibjörgu Eyvinds
bíða birtingar og munu birtast i
blaðinu næstu daga.
MAGNEAINGI-
BJÖRG EYVINDS