Morgunblaðið - 16.06.2000, Blaðsíða 64
'' €4 FÖSTUD AGUR 16. JÚNÍ 2000
t
-Þarsem
vinningarnir fáfít
HAPPD RÆTTI
dae
Vinningaskrá
7. útdráttur 15. júní 2000
Ibúðavinningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
13728
F crðavinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur
6694
1 7308
2 1920
68378
F crðavinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
13172 34784 43321 54925 59584 68119
33104 39310 51454 59541 65641 72409
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
76 10353 21387 30575 41536 50579 65681 73621
2087 10683 22744 31290 43704 52 189 66477 75455
2338 1 1746 23864 31482 4S482 52330 67713 75604
4151 12875 23907 33821 46487 52360 67944 76172
4267 1331 I 24009 34389 46589 52520 68533 76354
5554 14371 24143 35378 47038 54517 69148 77054 j
7186 14910 24248 36194 47244 55098 69593 78558
8058 15658 24335 37470 48005 55548 69766 78569
8242 1 7948 24688 37914 48267 55787 71981 79992
8610 18684 25337 39057 48610 56581 72645
9705 18840 25532 39709 49349 60538 72674
977! 20062 25836 41073 49561 63623 72697
9845 21 1 19 27413 41083 49620 65473 73606
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 5.000 Kr, 10.000 (tvöfaldur)
1 200 12615 25102 34890 40940 51812 63339 72181
1258 13178 25728 35287 41370 52193 64009 72474
2190 13779 25824 35810 41509 52521 64028 72899
í 2548 14745 26243 35947 41637 52678 64159 73089
3184 15326 26360 36235 42266 53424 64223 73161
3439 15668 26391 36264 42894 54018 64243 73427
3725 15738 26560 36265 43002 5461 1 64333 73779
3760 15937 26710 36334 44038 55293 64775 74664
3915 16314 28411 36679 44206 56121 64907 75028
4295 16371 28524 36691 44329 56332 65050 75289
4394 16757 28548 36852 4461 1 56564 65193 75439
4563 16815 28857 37202 44893 56865 65249 76057
5342 17547 29171 37285 45114 57343 65824 76062
621* 17584 29256 37544 45299 57955 66320 76970
6248 17795 29532 37657 45557 58080 66389 76985
6338 18354 29545 38024 45700 59059 66839 77070
6856 18738 29605 38160 45914 59232 67195 77539
7445 18795 30009 38309 46005 59378 67229 77657
7664 18990 30156 38499 4 6131 59398 67324 77913
7842 19846 30381 38525 47151 5961 1 67429 78190
! 8275 20105 31005 38544 47782 59970 67463 78250
8407 20368 31 162 38799 49213 60040 68566 78432
8744 20809 31352 39016 49492 60344 69221 78871
9354 21550 31760 39249 49606 60493 69372 79631
9589 22184 31929 39931 49715 61220 69938 79680
9722 224 12 32417 40031 49841 61455 70919 79977
10432 22633 32634 40303 49846 62276 70995
1 1282 22755 33189 40708 50043 62601 71060
11473 23078 33442 40758 50716 62772 71126
1 1562 23525 33812 40780 50878 62853 71583
12078 23633 33891 40890 50981 63030 71720
12244 24402 34543 40922 51027 63156 71741
Næstu útdrættir fara fram 22. júní og 29. júní 2000
Heimasíða á Interneti: www.das.is
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaíi
Skólavöri)u&tíg 21, Kcykjavík, ními 551 4050
IÐNAÐARHURÐIR
ISVA\L-EiOr<GA\ rrlr
HÖFÐABAKKA9. 112 REYKJAVÍK
SIMl 587 8750 - FAX 587 8751
ÞITT FE
Maestro hvarsem
1 r ÞÚ ERT
MORGUNBLAÐIÐ
ÍDAG
VELVAKAIVDl
Svarað í sima 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
„Eðli“ katta
og manna!
KRISTJANA í Kópavogi
dregur upp ljóta mynd af
„stórum, [grimmum],
svörtum ketti“ (svartur
köttur virðist alltaf vera
verri en kettir í öðrum lit),
sem situr í makindum sín-
um uppi í háu grenitré og
gæðir sér á litlum fuglsung-
um.
Ég sem þekki til katta
(og barna og nágranna)
leyfi mér að efast um að
kötturinn hafi setið í trénu
meðan hann gæddi sér á á
ungunum. Þó ekki væri
nema vegna þess að kettir
fara helst í felur með þann
mat sem ekki kemur í dall-
inn þein-a og vegna þess
hve óþægilegt það hlýtur að
vera að sitja í grenitré og
reyna að njóta einhvers.
Einnig leyfi ég mér að ef-
ast um að þetta „dýrahat-
ur“ Islendinga sé virkilega
hatur á saklausum dýrun-
um, en ekki máttlaus til-
raun til að hafa einhver völd
yfir lífi nágranna sinna.
Við búum í borg og þurf-
um öll að taka tillit hvert til
annars, hvort sem er til
bama, gæludýra eða ná-
granna.
Ég vil biðja Rristjönu,
sem og aðra borgarbúa, að
íhuga á meðan lambasteik
helgarinnar fer sína leið í
þörmunum, því það er jú
„eðli“ manna að éta dýr, um
„eðli“ þeirra manna sem
róa út á friðsælan fjörðinn á
kanóa og skjóta sitjandi
fugla. Um þá menn sem
rækta fasana á íslandi til
þess eins að sleppa þeim í
sigti skotveiðimanna. Um
þá sem háfa lundann, þann
fallega fugl, og snúa hann
miskunnarlaust úr hálsliðn-
um, ekki bara einn heldur
fleiri hundruð í hvert skipti.
Hvar er „grimmdin"?
Hvar er „eðlið“? Við getum
öll verið sammála um að
„eðlinu" verður ekki breytt
og áður en hatrið gegn
nágrannanum nær yfir-
höndinni ættum við að líta
okkur nær.
Með borgaralegum
kveðjum til allra nágranna
minna.
Kristín í Breiðholti.
Tapað/fundið
Maríanna er týnd
1. JÚNÍ sl. fór lítil stúlka í
Húsdýragarðinn með fjöl-
skyldu sinni, með í for var
dúkkan hennar hún Mar-
íanna. Einhverra hluta
vegna kom Maríanna ekki
heim aftur og er hennar
sárt saknað. Maríanna var í
nýrri peysu og með nýja
húfu í rauðum og hvítum lit
og innanundir var hún í
bleikum og hvítum galla og
hvítum sokkum. Ef einhver
kannast við lýsinguna eða
veit hvar hún er, biður litla
stúlkan þann hinn sama að
koma henni heim til sín í
Efstasund 20 eða hafa sam-
band í síma 588-1684.
Grátt ennisband
tapaðist
GRÁTT ennisband úr
þvottabjamarskinni með
tveimur dúskum að aftan
tapaðist, annaðhvort í Út-
hlíð í Biskupstungum eða í
Garðabæ í vetur. Ennis-
bandið hefur sennilega fok-
ið úr bílnum. Ef einhver
hefur fundið ennisbandið er
hann vinsamlegast beðinn
að hafa samband í síma 565-
6224.
Nýtt hjól hvarf
frá Tunguseli
SPLUNKUNÝTT reiðhjól
hvarf nýlega úr hjóla-
geymslu við Tungusel í
Breiðholti. Hjólið er 21 gírs
16,5 tommu af gerðinni
TREK 800 SPORT og
grænt að lit. Eigandinn er 9
ára drengur sem hafði ein-
ungis stigið á það í örfá
skipti. Hann saknar þess
sárt. Ef einhver veit hvar
hjólið er niður komið er við-
komandi beðinn um að hafa
samband í síma 567-0956
eða 894-4327. Við eigum an-
ótu fyrir hjólinu með stelln-
úmerinu. Éinnig viljum við
biðja velviljað fólk að at-
huga í hjólageymslur sínar
og í næsta nágrenni hvort
þar sé hjól sem lýsingin á
við. Fundarlaunum heitið.
Fimm lyklar fundust
FIMM lyklar fundust á
göngustíg austast í Foss-
vogi miðvikudaginn 14. júní
sl. Upplýsingar í síma 554-
6855.
Tveir guUhringir
töpuðust
TVEIR gullhringir töpuð-
ust laugardaginn 3. júní sl.,
sennilega á kaffihúsi í
Kópavogi, en gætu þó hafa
tapast í Hafnarfirði. Annar
hringurinn er með steini en
hinn ekki. Skilvís finnandi
er vinsamlegast beðinn að
hafa samband í síma 552-
5027 eftir kl. 16.
Dýrahald
Kettlingar fást gefins
TVEIR sjö vikna kettlingar
fást gefins á góð heimili.
Upplýsingar í síma 565-
1443.
COSPER
Viljið þér enn halda því fram að þessir sniglar séu
nægilega soðnir.
SKAK
Umsjðn lielgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
SÍÐUSTU helgina í maí var
Skákþing Norðlendinga
haldið á Húsavík. Sigurveg-
ari mótsins var hin gamal-
kunna kempaGylfi Þórhalls-
son (2130). í meðfylgjandi
stöðu hafði hann svart gegn
Birni Þorfinnssyni (2275)
sem var einn af sex Sunn-
lendingum sem mættu til
leiks. 25...Hxf3! 26.gxf3
Dxf3 27.De2 Erfitt er að
benda á haldbæra vöm fyrir
hvítan þar sem t.d. eftir
27. b5 Hf4 28.bxc6 Hg4+
29.Kfl Dhl+ 30.Ke2 He4+
31.Dxe4 Dxe4+ hefur svart-
ur unnið tafl. 27...Dd5!
28. Hc2 Meiri baráttuvon
hefði gefið 28.Dd3 Hf4 29.f3
Hxf3 30.De4 þó að engu að
síður sé svarta staðan ákjós-
anleg. 28...d3 29.Hd2 Rd4
og hvítur gafst upp þar sem
eftir 30.Dxd3 Rf3+ 31.Kfl
Rxd2+ verður hann manni
undir.
Víkverji skrifar...
VINKONA Víkverja brá sér á
tónlistarhátíð í Laugardalnum
um Hvítasunnuhelgina. Hún segir
að sér hafi komið þægilega á óvart
að hægt var að kaupa áfengt öl á há-
tíðarsvæðinu enda sjálfsögð þjón-
usta við slíkar uppákomur. Ekki er
venja að hægt sé að kaupa áfenga
drykki á hátíðum sem helgaðar eru
dægur- og alþýðutónlist hér á landi
en meðal siðaðra þjóða er alvanalegt
að gestir geti gætt sér á öli og víni á
þess konar mannamótum. Segir vin-
kona Víkverja að hún hafi eftir að
hafa hlýtt á leik nokkurra íslenskra
popphljómsveita verið orðin þurr í
kverkunum og afráðið að koma við í
tjaldi þar sem hægt var að svala
þorstanum. En henni til sárra von-
brigða var ekki heimilt að fara með
ölið út úr tjaldinu þar sem það var
haft til sölu. Það er augljóst að enn
eru samskipti fólks á þessu landi
ekki talin vera orðin þess eðlis að
óhætt sé að leyfa neyslu öls annars
staðar en á afmörkuðum svæðum.
Þetta er auðvitað þróunarvandamál
og að hluta til afleiðing af því hversu
skammt er síðan íslendingar fóru að
búa saman í stærri hópum. Eitt af
því sem veldur því að boð og bönn
tengd áfengum drykkjum eru að
jafnaði færri meðal siðmenntaðra
þjóða en hér á landi er sú staðreynd
að aldagömul borgamenning hefur,
skapað kurteisis- og umgengnisregl-
ur sem nauðsynlegar eru til að fjöldi
manna geti búið saman í nálægð
hver við annan. Við verðum eflaust
að bíða eftir því enn um sinn að ís-
land verði „menningarlega" komið á
það stig að hægt verði að slaka á
reglum af þessu tagi.
XXX
VÍKVERJI fagnar því að hreins-
unardeild Reykjavíkurborgar
hafi tekið upp á því að hafa sérstaka
sorpgáma fyrir mjólkurfernur og
telur það mikilvægt skref í átt til
aukinnar endurvinnslu verðmæta og
umhverfisvænni lifnaðarhátta.
Flokkun sorps með þessum hætti er
löngu orðin viðtekin venja meðal
ýmissa siðmenntaðra þjóða, m.a.
frændþjóða okkar á Norðurlöndun-
um. íslendingar voru raunar furðu
seinir að taka upp flokkun sorps og
er ekki fyrr en á síðustu árum sem
segja má að allur almenningur hafi
byrjað að greina pappír og önnur
endurnýtanleg efni frá lífrænum
úrgangi. Enn vantar nokkuð upp á
að fyrirkomulag sorphirðu hér á
landi sé viðunandi. Víkverji er á
þeirri skoðun að fráleitt sé að fólk
flokki sorp heima hjá sér og aki svo
jafnvel um langan veg til að fara með
það í gáma. Flokkunin á að geta far-
ið fram í sorptunnunum utan við
heimili fólks. Það skýtur auðvitað
skökku við að fólk sé að þeytast á
bílum út um allan bæ, með tilheyr-
andi útblæstri eitraðra gufa, í nafni
umhverfisvemdar.
XXX
VÍKVERJI hefur yndi af því að
fara út á land á vorin og njóta
þess að sjá jörðina breyta um ásýnd
og klæðast grænum skrúða. Nýlega
brá hann sér í gönguferð um heiðar
hér suð-vestanlands til að njóta
gróandans. Veður var gott, sól í heiði
og blíður vorvindur lék um vanga.
Heldur þótti Víkverja gróður vera
skammt á veg kominn og víða urðu
stórir skaflar á vegi hans. Það sem
vakti þó mesta athygli voru ær með
nýborin lömb. Vesalings skepnurnar
ráfuðu um og leituðu að grösum til
að bíta en varð að því er virtist lítið
ágengt í leitinni. Víkverja er alger-
lega fyiirmunað að skilja hvemig
eigendum búsmala dettur í hug að
sleppa honum lausum á lítt grónar
og viðkvæmar heiðar þegar gróður
er vart farinn að taka við sér eftir
snjóþungan vetur. Þetta er óskiljan-
leg breytni, bæði vegna dýranna og
gróðursins. Svo virðist sem áratuga
umræður um gróðureyðingu og
nauðsyn þess að sporna við henni
hafi engin áhrif haft á suma þegna
þessa lands.